Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 9
Grænlendingar minnast þess
að 1000 ár eru frá kristnitöku
Hátíðarguðs-
þjónusta í rústum
dómkirkj unnar
GRÆNLENDINGAR minntust þess
við hátíðarmessu í rústum dóm-
kirkjunnar í Görðum/Igaliku að
1000 ár eru liðin frá því að nor-
rænir menn á Grænlandi tóku
kristna trú. Karl Sigurbjörnsson,
biskup fslands, tók þátt í athöfn-
inni.
Norrænir íbúar Grænlands tóku
kristna trú árið 1000, sama ár og
íslendingar, en það var Leifur Eir-
íksson sem boðaði trúna. Talið er
að fyrsta kristna kirkjan á Græn-
landi hafi verið byggð í Brattahlíð,
Þjóðhildarkirkja sem nú hefur ver-
ið endurbyggð. Dómkirkja nor-
rænu byggðarinnar var hins vegar
í Görðum sem nú heita Igaliku. Þar
var mikil steinkirkja og bisk-
upssetur og rústir bygginganna
sjást enn.
Eftir helgigöngu prestanna frá
kirkjunni í Görðum fór fram hátíð-
arguðsþjónusta í rústum St. Nico-
laus-dómkirkjunnar. Sofie Peter-
sen, biskup Grænlands, prédikaði.
Auk grænlenskra presta tók Karl
Sigurbjörnsson, biskup íslands,
þátt í athöfninni ásamt biskup-
unum í Niðarósi, Bergen, Kaup-
mannahöfn, Lundi og Færeyjum og
Jóhannesi Gijsen, biskupi katólsku
kirkjunnar á Islandi og katólska
biskupnum í Kaupmannahöfn. Þá
var Margrét Danadrottning við-
stödd ásamt Hinriki prins, Ólafi
Morgunblaðið/RAX
Grænlenskir prestar og erlendir biskupar gengu inn í dómkirkjurústirnar í Görðum og héldu þar hátíðar-
guðsþjónustu í tilefni af því að 1000 ár eru liðin frá því kristni var tekin upp á Grænlandi.
Ragnari Grímssyni, forseta ís-
Iands, og fleiri erlendum gestum.
Ákaflega hrífandi
„Mér fannst ákaflega hrífandi að
standa innan um þetta fólk og
hlusta á grænlenska sönginn og
hugsa til þeirra sem hér gengu
forðum um hlöð,“ sagði Karl Sigur-
björnsson biskup í samtali við
blaðamann eftir hátíðarguðsþjón-
ustuna. „Það er ólýsanleg tilfinn-
ing að ganga inn í rústir dómkirkj-
unnar og biskupssetursins. Hér
hafa menn reist mikla steinkirkju
og íveruhús sem lýsa miklu afli,
verkkunnáttu og fjárráðum," sagði
biskup.
Samvinna um útgáfu námsefnis um landafundina
Söguleg skáldsaga
um Leif Eiríksson
Morgunblaðið/Rax
Bókin um Leif Eiríksson var flutt með Islendingi til Grænlands og af-
henti Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri Birni Bjarnasyni mennta-
málaráðherra þær við afhjúpun styttunnar í Brattahlíð.
VIÐ hátíðahöldin í Brattahlíð á
Grænlandi í tilefni landafunda-
afmælisins afhentu Björn Bjarna-
son, menntamálaráðherra íslands,
og Lise Lennert, menntamálaráð-
herra Grænlands, þjóðhöfðingjum
landanna fyrstu eintökin af nýrri
námsbók um Leif Eiríksson og
landafundina.
Björn gat þess í ávarpi sem
hann flutti þegar styttan af Leifi
Eiríkssyni var afhjúpuð að Davíð
Oddsson, forsætisráðherra ís-
lands, og Jonathan Motzfeldt, for-
maður grænlensku heimastjórnar-
innar, hefðu ákveðið fyrir tveimur
árum að gefa út námsefni fyrir
grunnskólanemendur um víkinga-
tímann og landafundina. Var það
einn liðurinn í því að minnast
landafundanna. Af Islands hálfu
vann Námsgagnastofnun að útgáf-
unni.
Bókin er nú komin út á græn-
lensku, íslensku og dönsku og voru
fyrstu eintökin flutt með víkinga-
skipinu íslendingi til Grænlands.
Menntamálaráðherrar landanna
afhentu Margréti Danadrottningu,
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta
íslands, og Jonathan Motzfeldt
eintök af bókinni.
Bókin heitir á íslensku Leifur
Eiríksson - á ferð með Leifi
heppna. Hún er söguleg skáldsaga
byggð á frásögnum í Eiríks sögu
rauða og Grænlendinga sögu og
gefur innsýn í daglegt líf víking-
anna jafnframt því að kynna fræg-
ustu persónurnar í sögu landa-
fundanna. „Með því að gefa út
bókina um Leif Eiríksson, ferðir
hans og annarra, erum við ekki að-
eins að halda fornum afrekum og
menningararfi á loft, við erum
einnig að treysta böndin okkar í
milli í samtímanum og styrkja þau
og treysta til allrar framtíðar,"
sagði Björn í ávarpi sínu.
Ekki nægilega vel stað-
ið að lokun miðborgar
EKKI var nægilega vel staðið að
lokun hluta miðborgarinnar sl.
laugardag að mati borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins. I bókun sem
þeir lögðu fram á fundi borgarráðs
í gær segir að ljóst sé að lokunin
hafi ekki verið „nægilega vel undir-
búin og greinilega ekki haft eðli-
legt og æskilegt samstarf við hags-
munaaðila á svæðinu". Þá segir að
mikilvægt sé að borgaryfirvöld hafi
betra samráð við íbúa og þjónustu-
aðila á svæðinu um á hvern hátt
verður staðið að framhaldinu.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavík-
urlistans óskuðu í framhaldi af
þessu að bókað yrði að undirbún-
ingurinn hefði verið unninn af
framkvæmdastjóra miðborgar og
Þróunarfélagi miðborgar. Það hefði
verið í fullu samkomulagi og sam-
ráði við hagsmunaaðila í miðborg-
inni. Þá segir að borgarráði hafi
ekki borist kvartanir vegna lokun-
arinnar en sjálfsagt sé að skoða
framhaldið.
2 AUGUST SILK
á Islandi
HeiCdsöCnverð á 100% giC^i í dag,
SíðaHiúCa 35. 3. Aceð. tyC. ‘t-7.
Peygugett, peygur, náttsett, sCoppat.
DUNDUR UTSALA
20%—70% afsláttur
Kápur frá
Jakkar lítil nr.
5.900
3.900
2.900
fffapusalan 100%
Snorrabraut 38 s. 562 4362 VN
Útsalan er hafin
Opið mán.-fim. 10-18
fös. 10-19
Tískuverslunin Vefta
Hólagarði Sími 557 2010
Útsala
MaxMara marina rinaldi
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
*
Utsalan í
fii11 iiiii gangi!
I.í °/o niviri aÍKlíUíni* af Kjólmii.
ili*i>t£l iiiii »g (Irossuni
hjáLQýGofiihiUi
l/ngjalcigi .'>. míiií •')(! I 2141.
Opið \irka daga liá kl. III.IMI-lil.OII. laugardaga l'rá kl. I(I.IKI— I.">.(1(1.