Morgunblaðið - 19.07.2000, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Umhverfísáhrif allt að 750 MW Kárahnjúkavirkjunar
Tillaga Landsvirkj-
unar að mats-
áætlun lögð fram
SKIPULAGSSTOFNUN hefur til-
kynnt að tillaga Landsvirkjunar að
matsáætlun vegna mats á umhverf-
isáhrifum allt að 750 MW Kára-
hnjúkavirkjunar liggi fyrir og að
öllum sé frjálst að kynna sér hana
og leggja fram athugasemdir.
Hægt er að nálgast tillöguna á
Netinu, á http://www.karahnuk-
ar.is, eða óska eftir eintökum af
henni hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir eiga að vera skrif-
legar og berast eigi síðar en 31. júlí
2000 til Skipulagsstofnunar,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar
fást aukinheldur nánari upplýsing-
ar um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun hefur leitað
umsagnar Austur-Héraðs, Fella-
hrepps, Fljótsdalshrepps, Norður-
Héraðs, Náttúruverndar ríkisins,
Byggðastofnunar, Ferðamálaráðs,
Hafrannsóknastofnunarinnar, iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytis,
Landgræðslu ríkisins, Orkustofn-
unar, Vegagerðarinnar, veiðimála-
stjóra, Veiðistjóraembættis, Þjóð-
hagsstofnunar, Þjóðminjasafns
íslands, samvinnunefndar um
svæðisskipulag Héraðssvæðis og
samvinnunefndar um svæðisskipu-
lag Miðhálendis íslands.
Akvörðun Skipulagsstofnunar
um tillögu framkvæmdaaðila að
matsáætlun mun liggja fyrir í síð-
asta lagi 11. ágúst 2000.
Ljósmynd/Sturla Páll Sturluson
JC FÉLAGARNIR Gylfí Þór Gíslason, Gunnar Jónatansson, Einar Ómarsson og Elías Guðmundsson.
Afhjúpun klukkusteins
JC-FÉLAGIÐ á Veslfjörðum afhjúpaði klukkustein á steinninn var fenginn í Súðavík. Klukkusteinninn er
Suðureyri sl. föstudag í upphafí Sæluhelgar á Suður- byggðalagsverkefni JC Vestfjarða, sem fjölniargir
eyri. Dýrfinna Torfadóttir hannaði listaverkið en hafa styrkt.
Þjóðarbókhlaðan fær styttu að gjöf
Morgunblaðið/Ásdís
Stytta af Agli Skallagrímssyni eftir Magnús Ágústsson
Egill mótaður í granít
MAGNÚS Ágústsson, íslenskur
læknir og listamaður sem hefur
búið og starfað í Bandaríkjunum _
um árabil, færði Landsbókasafni Is-
lands rausnarlega gjöf á vordögum.
Um er að ræða verk eftir Magnús,
styttu af Agli Skallagrímssyni, en
Magnús hefur í verkum sínum sótt
efnivið í íslenska sagnahefð og
menningu. Styttan var gefin í til-
efni af sýningunni Stefnumót við ís-
lenska sagnahefð sem haldin var í
Þjóðarbókhlöðunni í vor.
Magnús er sérfræðingur í hjarta-
lækningum barna og starfaði við
fag sitt árum saman auk þess sem
hann gegndi prófessorsstöðu við
háskólann í Ulinios í 17 ár. Með-
fram störfum sínum fékkst hann við
höggmyndalist og menntaði sig á
því sviði. Hann hefur hlotið viður-
kenningu fyrir verk sín í Banda-
ríkjunum en styttur hans og högg-
myndir eru mótaðar í leir, stein,
granít og við.
Sýningin Stefnumót við íslenska
sagnahefð var fyrir stuttu sett upp í
Þingbókasafninu í Washington í
Bandaríkjunum en í ágúst verður
hún sett upp í Iþöku, handritadeild
Cornell-háskóla í New York, og
verður hún þar fram í október.
Festist í Hvalfjarð-
argöngum
HVALF JARÐARGÖN GUM var lok-
að í um klukkutíma, frá 11.08 til 12.05
í gærmorgun, þegar vöruflutningabíll
festist í göngunum. Virti bflstjórinn
ekki hæðarmörk ganganna og sat því
fastur þegar hann hafði ekið um 1 kí-
lómetra inn í þau. Að sögn Vilhjálms
Birgissonar, starfsmanns Spalar við
Hvalfjarðargöngin, ók vörubíllinn að
sunnanverðu inn í göngin með vinnu-
skúr og krana uppi á pallinum. „Ég sá
að bflstjórinn ók að hæðarstikunum
við gangamunnann að sunnanverðu.
Þar sá hann sennilega að hann kæm-
ist ekki undir, svo hann bakkaði og
smeygði sér síðan framhjá. Ég sá þá
strax í hvað stefndi og þess vegna lok-
uðum við strax fyrir umferð um göng-
in og ókum niður á móti bflnum. Þeg-
ar við komum að hafði bfllinn rekist
upp í blásarasamstæðu og ekki um
annað að ræða en að stöðva bílinn því
annars hefði hann getað valdið stór-
tjóni eða jafnvel slysi.“
Þegar starfsmenn Spalar höfðu
stöðvað bflinn var lögregla kölluð til
og skemmdir kannaðar. Eru loft-
ræstiblásaramir dældaðir, en ekki al-
varlega skemmdir að sögn Vilhjálms.
Alls voru göngin lokuð í tæpan
klukkutíma frá því að bflnum var ekið
inn í þau og þar til honum hafði verið
komið út aftur og skemmdir af hans
völdum kannaðar til hh'tar. Sagði Vil-
hjálmur að töluverðar biðraðir hefðu
myndast sitt hvorum megin við göng-
in, en þó ekki meiri en á „góðum
sunnudegi" við göngin.
Verkefnisstjórn vegria
heilsuborgarverkefnis
BORGARRAÐ samþykkti í gær til-
lögu Alfreðs Þorsteinssonar og
Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur
um að skipuð verði þriggja manna
verkefnisstjórn vegna heilsuborgar-
verkefnis Orkuveitu Reykjavíkur og
ÍTR. Stjórnin verður skipuð tveim-
ur fulltrúum tilnefndum af stjórn
veitustofnana og einum tilnefndum
af íþrótta- og tómstundaráði. Verk-
efnisstjóri og framkvæmdastjóri
ÍTR munu starfa með henni. Stjórn-
inni er ætlað að fara yfir hugmyndir
sem fyrir liggja um kynningarmál,
einstök verkefni og samstarf borg-
aryfirvalda og atvinnulífsins varð-
andi heilsuborgarverkefnið. Verk-
efnisstjóri skilar síðan tillögum til
stjómar veitustofnana og Iþrótta-
og tómstundaráðs um framkvæmd
verkefna og fjárveitingar við gerð
starfsáætlunar þessara aðila.
Eignarhaldsfélagið
Brú hf. stofnað
Morgunblaðið/SGF
Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Brúar
hf, Stefán Öm Þórisson hótelstjóri og Óli
Rúnar Ástþórsson framkvæmdastjóri Kaup-
félags Árnesinga.
Selfossi - í byrjun
mars á þessu ári var
undirritaður samningur
um kaup Kaupfélags
Árnesinga á húseign-
inni Ársölum þar sem
Hótel Selfoss er starf-
rækt. Húseignin var
síðan formlega afhent
KÁ 1. maí.
í kaupsamningi um
Ársali var þess getið að
KÁ mundi standa að
stofnun sérstaks eign-
arhaldsfélags um hús-
eignina er stæði að
stækkun hótelsins um
a.m.k. 60 herbergi og
lyki framkvæmdum við
að fullklára núverandi
hús með menningar- og
ráðstefnusal. Frá undirritun kaup-
samnings hefur af hálfu KÁ verið
unnið að stofnun eignarhaldsfélags
um húsið og fengnir fjárfestar til
samstarfs um það verkefni.
Hið nýja eignarhaldsfélag hefur
verið stofnað undir heitinu „Eign-
arhaldsfélagið Brú hf.“. Eigendur
þess eru Kaupfélag Árnesinga með
57% eignarhlut og Isoport hf. með
43% eignarhlut. I stjórn hins nýja
félags eru Óli Rúnar Ástþórsson,
Hafliði Þórsson og Sigurður Jóns-
son, sem hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri félagsins.
Stofnhlutafé hins nýja félags er
70 milljónir króna. í stofnsam-
þykktum félagsins er heimild til að
auka hlutafé þess um 70 milljónir
og er meðal annars gert ráð fyrir
að bjóða aðilum, félögum og ein-
staklingum í Árborg og nágrenni
að gerast hluthafar.
Það eru áform hins nýja félags
að taka nýtt og endurnýjað hótel í
notkun 1. júní árið 2002. Vinna að
undirbúningi þess er hafin og
einnig þess að ákvarða fram-
kvæmdaþætti varðandi núverandi
hús, frágang 1. hæðar hússins,
menningar- og ráðstefnusalarins
og turnsins.
Fallið frá tón-
leikum Utan-
garðsmanna
á Hnífsdal
FALLIÐ hefur verið frá tón-
leikum Utangarðsmanna, með
Bubba Morthens í broddi fylk-
ingar, sem halda átti í félags-
heimilinu Hnífsdal annað kvöld.
Ástæðan er sú að aðeins sextán
aðgöngumiðar höfðu selst í for-
sölu á tónleikana.
Bæjarins besta á Isafirði
skýrði frá þessu í gær en Hjört-
ur Jónsson, umboðsmaður
hljómsveitarinnar, segir þar að
forsalan hverju sinni sé látin
segja til um hyerju búast megi
við í aðsókn. „Uthaldskostnaður
við þessa tónleika er aldrei und-
ir milljón krónum og þess vegna
var ég ekki hrifinn af því að
renna svona blint í þetta,“ sagði
Hjörtur.
Bæjarins besta segir að Ut-
angarðsmenn, sem nýlega komu
saman aftur til tónleikaferðar
um landið, muni ekld vera án-
ægðir með þessa ákvörðun um-
boðsmanns síns. „Þeir voru ekki
hressir með þetta enda er þetta
það versta sem ég hef þurft að
gera í langan tíma. Rætt var um
að koma seinna í sumar, en það
er bara hugmynd. Ef ég á að
vera alveg hreinskilinn þykir
mér því miður ólíklegt að af því
verði,“ sagði Hjörtur Jónsson.