Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umhverfísáhrif allt að 750 MW Kárahnjúkavirkjunar Tillaga Landsvirkj- unar að mats- áætlun lögð fram SKIPULAGSSTOFNUN hefur til- kynnt að tillaga Landsvirkjunar að matsáætlun vegna mats á umhverf- isáhrifum allt að 750 MW Kára- hnjúkavirkjunar liggi fyrir og að öllum sé frjálst að kynna sér hana og leggja fram athugasemdir. Hægt er að nálgast tillöguna á Netinu, á http://www.karahnuk- ar.is, eða óska eftir eintökum af henni hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir eiga að vera skrif- legar og berast eigi síðar en 31. júlí 2000 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást aukinheldur nánari upplýsing- ar um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Austur-Héraðs, Fella- hrepps, Fljótsdalshrepps, Norður- Héraðs, Náttúruverndar ríkisins, Byggðastofnunar, Ferðamálaráðs, Hafrannsóknastofnunarinnar, iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytis, Landgræðslu ríkisins, Orkustofn- unar, Vegagerðarinnar, veiðimála- stjóra, Veiðistjóraembættis, Þjóð- hagsstofnunar, Þjóðminjasafns íslands, samvinnunefndar um svæðisskipulag Héraðssvæðis og samvinnunefndar um svæðisskipu- lag Miðhálendis íslands. Akvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaaðila að matsáætlun mun liggja fyrir í síð- asta lagi 11. ágúst 2000. Ljósmynd/Sturla Páll Sturluson JC FÉLAGARNIR Gylfí Þór Gíslason, Gunnar Jónatansson, Einar Ómarsson og Elías Guðmundsson. Afhjúpun klukkusteins JC-FÉLAGIÐ á Veslfjörðum afhjúpaði klukkustein á steinninn var fenginn í Súðavík. Klukkusteinninn er Suðureyri sl. föstudag í upphafí Sæluhelgar á Suður- byggðalagsverkefni JC Vestfjarða, sem fjölniargir eyri. Dýrfinna Torfadóttir hannaði listaverkið en hafa styrkt. Þjóðarbókhlaðan fær styttu að gjöf Morgunblaðið/Ásdís Stytta af Agli Skallagrímssyni eftir Magnús Ágústsson Egill mótaður í granít MAGNÚS Ágústsson, íslenskur læknir og listamaður sem hefur búið og starfað í Bandaríkjunum _ um árabil, færði Landsbókasafni Is- lands rausnarlega gjöf á vordögum. Um er að ræða verk eftir Magnús, styttu af Agli Skallagrímssyni, en Magnús hefur í verkum sínum sótt efnivið í íslenska sagnahefð og menningu. Styttan var gefin í til- efni af sýningunni Stefnumót við ís- lenska sagnahefð sem haldin var í Þjóðarbókhlöðunni í vor. Magnús er sérfræðingur í hjarta- lækningum barna og starfaði við fag sitt árum saman auk þess sem hann gegndi prófessorsstöðu við háskólann í Ulinios í 17 ár. Með- fram störfum sínum fékkst hann við höggmyndalist og menntaði sig á því sviði. Hann hefur hlotið viður- kenningu fyrir verk sín í Banda- ríkjunum en styttur hans og högg- myndir eru mótaðar í leir, stein, granít og við. Sýningin Stefnumót við íslenska sagnahefð var fyrir stuttu sett upp í Þingbókasafninu í Washington í Bandaríkjunum en í ágúst verður hún sett upp í Iþöku, handritadeild Cornell-háskóla í New York, og verður hún þar fram í október. Festist í Hvalfjarð- argöngum HVALF JARÐARGÖN GUM var lok- að í um klukkutíma, frá 11.08 til 12.05 í gærmorgun, þegar vöruflutningabíll festist í göngunum. Virti bflstjórinn ekki hæðarmörk ganganna og sat því fastur þegar hann hafði ekið um 1 kí- lómetra inn í þau. Að sögn Vilhjálms Birgissonar, starfsmanns Spalar við Hvalfjarðargöngin, ók vörubíllinn að sunnanverðu inn í göngin með vinnu- skúr og krana uppi á pallinum. „Ég sá að bflstjórinn ók að hæðarstikunum við gangamunnann að sunnanverðu. Þar sá hann sennilega að hann kæm- ist ekki undir, svo hann bakkaði og smeygði sér síðan framhjá. Ég sá þá strax í hvað stefndi og þess vegna lok- uðum við strax fyrir umferð um göng- in og ókum niður á móti bflnum. Þeg- ar við komum að hafði bfllinn rekist upp í blásarasamstæðu og ekki um annað að ræða en að stöðva bílinn því annars hefði hann getað valdið stór- tjóni eða jafnvel slysi.“ Þegar starfsmenn Spalar höfðu stöðvað bflinn var lögregla kölluð til og skemmdir kannaðar. Eru loft- ræstiblásaramir dældaðir, en ekki al- varlega skemmdir að sögn Vilhjálms. Alls voru göngin lokuð í tæpan klukkutíma frá því að bflnum var ekið inn í þau og þar til honum hafði verið komið út aftur og skemmdir af hans völdum kannaðar til hh'tar. Sagði Vil- hjálmur að töluverðar biðraðir hefðu myndast sitt hvorum megin við göng- in, en þó ekki meiri en á „góðum sunnudegi" við göngin. Verkefnisstjórn vegria heilsuborgarverkefnis BORGARRAÐ samþykkti í gær til- lögu Alfreðs Þorsteinssonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur um að skipuð verði þriggja manna verkefnisstjórn vegna heilsuborgar- verkefnis Orkuveitu Reykjavíkur og ÍTR. Stjórnin verður skipuð tveim- ur fulltrúum tilnefndum af stjórn veitustofnana og einum tilnefndum af íþrótta- og tómstundaráði. Verk- efnisstjóri og framkvæmdastjóri ÍTR munu starfa með henni. Stjórn- inni er ætlað að fara yfir hugmyndir sem fyrir liggja um kynningarmál, einstök verkefni og samstarf borg- aryfirvalda og atvinnulífsins varð- andi heilsuborgarverkefnið. Verk- efnisstjóri skilar síðan tillögum til stjómar veitustofnana og Iþrótta- og tómstundaráðs um framkvæmd verkefna og fjárveitingar við gerð starfsáætlunar þessara aðila. Eignarhaldsfélagið Brú hf. stofnað Morgunblaðið/SGF Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Brúar hf, Stefán Öm Þórisson hótelstjóri og Óli Rúnar Ástþórsson framkvæmdastjóri Kaup- félags Árnesinga. Selfossi - í byrjun mars á þessu ári var undirritaður samningur um kaup Kaupfélags Árnesinga á húseign- inni Ársölum þar sem Hótel Selfoss er starf- rækt. Húseignin var síðan formlega afhent KÁ 1. maí. í kaupsamningi um Ársali var þess getið að KÁ mundi standa að stofnun sérstaks eign- arhaldsfélags um hús- eignina er stæði að stækkun hótelsins um a.m.k. 60 herbergi og lyki framkvæmdum við að fullklára núverandi hús með menningar- og ráðstefnusal. Frá undirritun kaup- samnings hefur af hálfu KÁ verið unnið að stofnun eignarhaldsfélags um húsið og fengnir fjárfestar til samstarfs um það verkefni. Hið nýja eignarhaldsfélag hefur verið stofnað undir heitinu „Eign- arhaldsfélagið Brú hf.“. Eigendur þess eru Kaupfélag Árnesinga með 57% eignarhlut og Isoport hf. með 43% eignarhlut. I stjórn hins nýja félags eru Óli Rúnar Ástþórsson, Hafliði Þórsson og Sigurður Jóns- son, sem hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins. Stofnhlutafé hins nýja félags er 70 milljónir króna. í stofnsam- þykktum félagsins er heimild til að auka hlutafé þess um 70 milljónir og er meðal annars gert ráð fyrir að bjóða aðilum, félögum og ein- staklingum í Árborg og nágrenni að gerast hluthafar. Það eru áform hins nýja félags að taka nýtt og endurnýjað hótel í notkun 1. júní árið 2002. Vinna að undirbúningi þess er hafin og einnig þess að ákvarða fram- kvæmdaþætti varðandi núverandi hús, frágang 1. hæðar hússins, menningar- og ráðstefnusalarins og turnsins. Fallið frá tón- leikum Utan- garðsmanna á Hnífsdal FALLIÐ hefur verið frá tón- leikum Utangarðsmanna, með Bubba Morthens í broddi fylk- ingar, sem halda átti í félags- heimilinu Hnífsdal annað kvöld. Ástæðan er sú að aðeins sextán aðgöngumiðar höfðu selst í for- sölu á tónleikana. Bæjarins besta á Isafirði skýrði frá þessu í gær en Hjört- ur Jónsson, umboðsmaður hljómsveitarinnar, segir þar að forsalan hverju sinni sé látin segja til um hyerju búast megi við í aðsókn. „Uthaldskostnaður við þessa tónleika er aldrei und- ir milljón krónum og þess vegna var ég ekki hrifinn af því að renna svona blint í þetta,“ sagði Hjörtur. Bæjarins besta segir að Ut- angarðsmenn, sem nýlega komu saman aftur til tónleikaferðar um landið, muni ekld vera án- ægðir með þessa ákvörðun um- boðsmanns síns. „Þeir voru ekki hressir með þetta enda er þetta það versta sem ég hef þurft að gera í langan tíma. Rætt var um að koma seinna í sumar, en það er bara hugmynd. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þykir mér því miður ólíklegt að af því verði,“ sagði Hjörtur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.