Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 13

Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 13 Kynntu þét nánar ISDN í gjaildfrjalsu numcrí 1800 7000 j eöa a nctinu SIMINN simmn.is Frárennslismál komist í lag BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita 15 milljónum króna nú í ár til þess að koma frárennslismálum í lag á 30-40 býlum á Kjalarnesi og fáein- um stöðum í Reykjavík. Aætlaður heildarkostnaður borgarsjóðs vegna verkefnisins er 20 til 25 milljónir og er stefnt að því að vinna verkið á tveimur árum. Húsin sem um ræðir geta ekki tengst holræsum og fer frárennsli íbúanna því í gegnum rotþrær og sandbeð eða siturlagnir út í jarðveg- inn. I erindi gatnamálastjóra segir að ljóst sé að margar af rotþrónum uppfylli ekki þær kröfur sem settar eru í reglugerð um mengunarvarnir. Segir að ástand flestra þrónna hafi verið skoðað og sé hreinsivirkni þeirra mjög misjöfn. Gatnamálastjóri segir í erindi sínu að erfitt hafi reynst að fá íbúa til að lagfæra ástand. Því óskar hann eftir heimild borgarráðs að ganga til samninga við þá íbúa sem veita frá- rennsli í rotþró um að borgin aðstoði þá við að koma frárennslismálum í viðunandi horf. I því felst að Reykjavíkurborg annist úttekt og lagfæringu á frá- rennsliskerfinu þannig að það upp- fylli kröfur reglugerðar um meng- unarvarnir. Húseigendur greiði sem nemur venjulegu heimæðagjaldi í nýbyggingahverfum, 150 þúsund, en Reykjavíkurborg greiði eftirstöðv- arnar. Ef kostnaður er undir 150.000 greiði húseigendur einungis raunkostnað. Að lokinni úttekt ann- ist Reykjavíkurborg rekstur þess en eigandi greiði holræsagjald. Morgunblaðið/Kristj án Sandatún Vogabænda grábrúnt af sólbruna, Hrossaborg fyrir miðri mynd Brunaþurrkur brennir túnin Mývatnssveit. Morgunblaðið. Mikið bjartviðri og þurrkar hafa verið í Mývatnssveit síðan fyrir sólstöður og njóta þess bæði heimamenn og ferðalangar. Tún sem eru á söndum eða hraunum þola þetta hins vegar ekki til lengdar. Stórsér á þeim víða í sveitinni vegna þurrkanna og verða þau ekki til gagns á þessu sumri. Einna verst eru farin Sandatún Vogabænda og tún Jóns Ármanns uppi við Námafjall, en þessi tún eru allra túna fegurst ef tíð er þeim hagfelld og mynduð óspart af ferðamönnum. Vorið 1999 kól mikið af túnum í sveitinni en þessi þurru tún stóðust þá raun. Doktor í dýralækn- ingum • EINAR Jörundsson varði doktors- ritgerð sína 22. júní síðastliðinn við Dýralæknaháskólann í Ósló. Ritgerð- in ber titilinn: ExperimentaUy in- duced contact hypersensitivity in lambs og fjallar um hlutverk og sam- vinnu ákveðinna bólgufrumna við snertiofnæmi i húð. Rannsóknir á snertiofnæmi hjá fólki og tilraunir á músum hafa gefið mikilvægar upplýsingar um snertiof- næmi sem hafa, og geta í ennþá meira mæli orðið til gagns við meðhöndlun ofnæmissjúkdóma. í ritgerðinni er fjallað um tilraunir á lömbum þar sem leitast var við að kanna hlutverk og samvinnu ákveðinna bólgufrumna í húð og eitlum við snertiofnæmi. Notaðar voru ónæmisfræðilegar að- ferðir til að auðkenna undirflokka T-eitilfrumna og griplufrumna (dendritic cells) í vefjasýnum. Tölvu- tengdri myndgreiningaraðferð (computerized image analysis) var beitt til að ákvarða breytingar í húð í kíníska fasa (elicitation phase) snerti- ofnæmis. Rannsóknirnar gáfu vís- bendingu um mikilvægt hlutverk gd (gamma-delta) T-eitilfrumna sem eru áberandi frumur hjá sauðkindmni og áveðinnar tegundar griplufrumna (dermal dendritic cells). Niður- stöðumar af þessum grunnrannsókn- um veita fyrst og fremst aukinn skiln- ing á því ferli sem á sér stað og þeirri samvinnu sem á sér stað milli T- eitlafrumna og hinna mjög svo mikil- vægu griplufrumna í húð og eitlum í klíníska fasa snertioftiæmis. Einar Jörundsson fæddist 10. febr- úar 1963 í Mosfellssveit og er sonur hjónanna Jörundar Sveinssonar og Margrétar Einarsdóttur. Sambýlis- kona Einars er Guðríður Haralds- dóttir sálfræðingur. Einar lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1983 og embættisprófi frá Dýralæknaháskólanum í Ósló 1993. Hann hóf doktorsnám í líffærameina- fræði við Dýralæknaháskólann í Ósló 1994 og á árunum 1996-1997 stundaði Einar sérfræðinám við Háskólann í Guelph í Kanada og lauk þaðan diplómaprófi í frumumeinafræði. Doktorsvömin fór fram í Ósló þann 22. júní og andmælendur vom þeir Henrik Huitfeldt, prófessor við læknadeild Óslóarháskóla og Flemm- ing Kristensen, dósent við Konung- lega dýralækna- og landbúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn. Frá og með í sumar starfar Einar sem sér- fræðingur í líffærameinafræði við til- raunastöð háskólans í meinafræði að Keldum í Reykjavík. ÍSDN myndsími ISDN býður uppi notkun myndsíma. Komdu og skoðaðu ISDN myndsimann hjá Simanum Kringlunni, Ármúla 27 og Akureyri. Fullkominn myndsími sem einnig er hægt að tengja við sjónvarps- eða myndbandstæki. Síminn er jafnframt fullkominn ISDN sími með allri sérþjónustu og er með innbyggðan símsvara. Fólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.