Morgunblaðið - 19.07.2000, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Strætisvagnar Reykjavikur hafa þjónað borgarbúum í tæp 70 ár
Guðmundur Sigurjónsson er nú launafulltrúi hjá SVR, en var áður vagnstjóri og varðstjóri. Að baki Lilju Ólafsdóttur má sjá annað tveggja verksteeða SVR. Húsið var áður braggi.
25-30 þúsund
farþegar á dag
Reykjavík
í tæp 70 ár hafa Strætisvagn-
ar Reykjavíkur greitt leið
íbúa höfuðborgarsvæðisins,
auðveldað þeim samgöngur
og sett svip á mannlífið.
Akstur á vegum Strætis-
vagna Reykjavíkur hófst hinn
31. október árið 1931 og nálg-
ast því stórafmæli fyrirtækis-
ins.
Frá Álftanesi að
Arnarholti
Að sögn Lilju Ólafsdóttur,
forstjóra SVR, eru starfs-
menn fyrirtækisins um 260.
180 vagnstjórar sjá um að
koma borgarbúum á milli
staða. Einnig eru 40-50 vagn-
stjórar sem sjá um sumar-
afleysingar.
Á hverjum virkum degi
nýta um 25-30 þúsund manns
sér þjónustu SVR. Um helgar
eru þeir færri, á laugardögum
um 14 þúsund en sunnudög-
um í kringum 10 þúsund. I
flota SVR eru 78 vagnar. Árið
1999 var þeim ekið alls 5,8
milljónir kílómetra.
Reknar eru samfelldar al-
menningssamgöngur á höfuð-
borgarsvæðinu, segir Lilja.
Hægt er að stíga um borð í
vagn á Álftanesi og ferðast
alla leið að Arnarholti á Kjal-
arnesi.
Aukið hlutverk
almenningssamgangna
Lilja segir almenningssam-
göngur eiga vaxandi hlutverki
að gegna og umræðan snúist
nú fyrst og fremst um hvernig
megi efla þær. „Það er eins og
öll umræða og viðhorf til al-
menningssamgangna hafi
engan veginn verið á þvi
þroskastigi sem hún hefur
verið í nágrannalöndum okk-
ar, en nú er það að breytast,"
segir Lilja.
I Reykjavík hefur sú stefna
verið við lýði að bæta skuli al-
menningssamgöngur, að sögn
Lilju. I vetur var mörkuð
skýrari stefna í þá átt. Borg-
arráð samþykkti á fundi sín-
um 14. mars síðastliðinn að
efla almenningssamgöngur.
Lilja segir ástæðu þess að
nauðsynlegt sé að efla sam-
göngur þessar margþætta.
„Menn sjá fram á gífurlega
aukna umferð og samhliða því
alls konar óþægindi og mikinn
kostnað," segir Lilja. Koma
þarf í veg fyrir að umferð
aukist og draga þarf úr þeim
kostnaði sem fylgir gatnagerð
og vegalagningu. Einnig þarf
að minnka loftmengun. Lilja
segir aukna notkun almenn-
ingssamgangna geta bætt þar
úr. Koma þurfi í veg fyrir að
fólk ferðist eitt og eitt á bif-
reiðum sínum. Til að fólk nýti
sér frekar almenningssam-
göngur og minnki notkun
einkabíla þurfa almennings-
samgöngur að vera þægilegar
og auðveldar.
Hlutafélag í upphafi
Starfsemi Strætisvagna
Reykjavíkur hafa tekið
nokkrum stakkaskiptum í
ái-anna rás. Lilja telur starf-
semi SVR búa yfir nokkurri
sérstöðu í Ijósi smæðar þjóð-
félagsins og bakgrunns Is-
lendinga sem einkum tengist
sjávarútvegi og landbúnaði.
Borgarsamfélagið tók ekki að
myndast að ráði fyrr en á 20.
öldinni.
Stofnfundur Strætisvagna
Reykjavíkur var haldinn í
Baðstofu iðnaðarmanna í
Reykjavík dagana 24. og 25.
ágúst 1931. Þá var félags-
stjórninni veitt heimild til
kaupa á sex strætisvögnum til
starfseminnar, að því er kem-
ur fram í Sögu Strætisvagna
Reykjavíkur sem Guðlaugur
Jónsson tók saman.
Strætisvagnar Reykjavíkur
voru hlutafélag allt til ársins
1944 þegar borgin tók yfir
reksturinn. Stofnendur fé-
lagsins voru 13 talsins og voru
þeir jafnframt hluthafar.
Strætisvagnarnir sex
Eins og fyrr segir tóku
strætisvagnarnh að ganga
hinn 31. október 1931. Fyrir-
hugað hafði þó verið að þeir
hæfu akstur 1. október. Svo
fór þá að enginn hinna áætl-
uðu strætisvagna var tilbúinn
fyrir þann tíma og varð félag-
ið þá að bjargast við leigu-
vagna fyrsta kastið, einkum
póstbíl. Þann 31. október var
fyrsti strætisvagninn skrá-
settur. Annar vagninn komst í
gagnið 11. nóvember. í lok
aprfl 1932 höfðu allir vagn-
amir sex verið teknir í notk-
un.
Fyrstu tveir vagnarnir
voru gerðir fyrir 14 farþega
hvor en hinir fjórir fyrir 25
farþega hver. Vagnarnir sex
gátu því tekið alls 128 far-
þega. I upphafí voru tveir bfl-
stjórar um hvern vagn og óku
þeir sinn hálfan daginn hvor.
Hinn 25. október 1931 birt-
ist í Morgunblaðinu grein um
strætisvagnana og var þar
gerð grein fyrir því hvernig
ráðgert væri að haga starf-
seminni. Þar segir: „Tveir af
bflunum eiga að vera í förum
milli Klepps og Skildinga-
ness, aðrir tveir milli Raf-
magnsstöðvar hjá Elliðaám
og Kaplaskjóls. Hafa þeir
marga viðkomustaði (um 30) í
bænum og verður gjaldið 10-
30 aurar eftir vegarlengd.
Fimmti bfllinn verður í förum
hér innanbæjar og tekur við
Morgunblaðið/Sif
Gunnlaug Emilsdóttir hóf störf hjá SVR aðeins 19 ára.
Morgunblaðið/Sif
Pétur Jónsson hefur starfað á verkstæðinu í tæp 45 ár.
fólki á viðkomustöðum hinna
bflanna og flytur það víðs veg-
ar um bæinn. Sjötti bfllinn
verður til vara.“
Stundvísi í fyrirrúmi
Höfuðborgarbúar voru
flestallir ánægðir með hina
nýju starfsemi. í aprflmánuði
1932 birtist grein í einu dag-
blaðanna í Reykjavík þar sem
einn farþega vagnanna rekur
mikilvægi almenningssam-
gangna. Sérstaka athygli
vakti hann á stundvísi vagn-
stjóranna sem hann taldi til
stökustu prýði. Þar segir
meðal annars: „Forgöngu-
menn þessa fyrirtækis eiga
þakkir skildar fyrir að hafa
komið á fót reglubundnum
strætisvagnaferðum hér í
bænum. En jafnframt ber að
þakka þeim sérstaklega fyrir
nýmæli, sem þeir sömuleiðis
verða að álítast brautryðjend-
ur að hér í bæ, og það er
stundvísi. íslendingar hafa
alltaf, og það með réttu, verið
álitnir manna óstundvísastir.
Þess vegna er það, að menn
hafa veitt því sérstaka at-
hygli, að strætisvagnarnir
renna ætíð af stað á þeirri
mínútu, sem þeim er ætlað að
gera það. Það er regluleg
ánægja að því að sjá alla fimm
vagnana hefja ferðir sínar frá
Lækjartorgi á einni og sömu
mínútunni. Hér er að skapast
glæsilegt fordæmi, sem
margir okkar íslendinga
þyrftu að taka til eftirbreytni
á mörgum sviðum.“
Alltaf nóg að gera
á verkstæðinu
Margt starfsfólk SVR hef-
ur starfað þar til fjölda ára og
lætur vel af.
Gunnlaug Emilsdóttir hóf
þar störf 1. júlí 1955, þá 19 ára
að aldri.
Fyrst um sinn starfaði hún
við að telja fargjöld strætis-
vagnanna. Það mun hafa verið
mikil vinna og þegar mest lét
voru 8-9 manns sem tóku til
hendinni, töldu seðlana og
pökkuðu inn smámyntinni. Að
staðaldri voru þó aðeins 3-4
manneskjur sem sáu um taln-
inguna. Fargjöldin voni talin í
höfuðstöðvum SVR allt til
ársins 1992.
Síðar tók Gunnlaug við
símavörslu hjá SVR. Einnig
hefur hún starfað sem launa-
fulltrúi, en fyrir skömmu
flutti hún sig aftur í síma-
vörsluna.
Gunnlaug segir vinnustað-
inn mjög heimilislegan og þar
ríki góður starfsandi
Pétur Jónsson hóf störf
sama ár og Gunnlaug, á verk-
stæði SVR. Á verkstæðinu er
alltaf nóg að gera segir Pétur.
Daglega koma 10-15 strætis-
vagnar sem þai’f að lagfæra.
Aðspurður segist hann
kunna vel við sig á verkstæð-
inu. Ef hann gerði það ekki
hefði hann ekki starfað þama
eins lengi og raun ber vitni.
Áður þurfti aukavagna
vegna ásóknar
Guðmundur Sigurjónsson
er nú launafulltrúi hjá SVR. í
19 ár var hann vagnstjóri og
lengst af ók hann leið fjögur.
Einnig starfaði hann sem
varðstjóri á Hlemmi.
Guðmundur minnist eink-
um tengslanna við farþegana,
en gjarnan voru það sömu far-
þegamir sem ferðuðust með
vagninum daglega. Ákveðin
kynni myndast óhjákvæmi-
lega milli farþega og vagn-
stjóra, segir Guðmundur.
Þegar Guðmundur starfaði
sem vagnstjóri var farþega-
fjöldinn 16-17 milljónir á ári,
en nú er hann rúmar 8 millj-
ónir. Svo mikil var aðsókn í
vagnana að gjarnan voru
aukabflar sendir með strætis-
vögnunum á morgnana og í
hádeginu. Einnig þurfti
stundum aukabíla á sunnu-
dögum þegar borgarbúar
þyrptust í kvikmyndahúsin.
Þess gerist þó sjaldan þörf
nú.
Nýtt byggðasamlag um vatnsveitu
Höfuðborgarsvæði
SVEITARFÉLÖGIN á höfuð-
borgarsvæðinu sunnan
Reykjavíkur munu stofna
byggðasamlag um rekstur
sameiginlegrar vatnsveitu á
næstu vikum. Þetta kom
fram í samtali Morgunblaðs-
ins við Sigurð Geirdal,
bæjarstjóra Kópavogs.
Vatnsveitumálum sveitar-
félaganna fjögurra, þ.e.
Kópavogs, Hafnarfjarðar,
Garðabæjar og Bessastaða-
hrepps, er þannig háttað að
Kópavogur dreifir með eigin
kerfi vatni sem keypt er af
Orkuveitu Reykjavíkur.
Garðabær rekur eigin veitu
og selur Bessastaðahreppi
vatn. Hafnarfjörður rekur
einnig eigin veitu og er í
nokkurri lykilstöðu vegna
gæða vatnsbóls bæjarins við
Kaldárbotna.
Sigurður sagði að bæði
vatnsveita Ilafnarfjarðar og
Garðabæjar væru komnar til
ára sinna og að nokkurra
endurbóta væri þörf og að
því hefði verið ákveðið að
sameina sveitarfélögin um
þennan rekstur. Hann sagði
að gerðar hefðu verið ýmsar
kannanir, m.a. arðsemis-
útreikningar, og að komið
hefði í ljós að mjög hag-
kvæmt væri fyrir sveitar-
félögin að fara út í sameigin-
legan rekstur.
Stofnfé um 50 milljónir
króna
Sigurður sagði að nýja fyr-
irtækið myndi bara sjá um
vatnsöflun og flutning
neysluvatns frá vatnsbóli
Hafnfirðinga í Kaldárbotn-
um og að dreifikerfum sveit-
arfélaganna, en þau eiga öll
sín dreifikerfi.
Gert er ráð fyrir því að
stofnfé byggðasamlagsins
verði um 50 milljónir króna
og að það verði jafnvel aukið
í 200 milljónir þegar fram
líða stundir. Framlagið er
greitt í hlutfalli við íbúa-
fjölda og mun Bessastaða-
hreppur greiða um 3%,
Garðabær um 16%, Hafnar-
fjörður um 38% og Kópavog-
ur um 43%.