Morgunblaðið - 19.07.2000, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 17
LANDIÐ
Meistaramót GB í golfi á Hamarsvelli
Afinn vann öldunga-
flokkinn - dótturson-
urinn meistaraflokk
Borgarnesi - Meistaramót Golf-
klúbbs Borgarness fór fram á
Hamarsvelli 12.-15. júlí sl. Rúm-
lega Ijörutíu keppendur léku þrjá
fyrstu dagana í blíðskaparveðri en
síðasta dag mótsins var rigning og
rok. Þá var tæplega fært til
keppni en ákveðið var að ljúka
mótinu þrátt fyrir erfið skilyrði.
Veðrið hafði mikil áhrif á árangur
keppenda.
Algengt var að keppendur
hækkuðu skor sitt um allt að
tuttugu högg milli annars og
þriðja dags mótsins og lokatölur
því hærri en oftast áður.
Nú var í fyrsta sinn keppt í öld-
ungaflokki karla. Sigurvegari
varð einn af stofnendum klúbbsins
og heiðursfélagi, hinn síungi Al-
bert Þorkelsson sem er 78 ára. En
dóttursonur hans, Viðar Héðins-
son, varð sigurvegari í meist-
araflokki. A mótinu fór ungur
kylfingur, Þorvaldur Ægir
Þorvaldsson, holu í höggi.
Úrslit urðu þessi: Meistaraflokk-
ur 1. Viðar Héðinsson 321 2. Guð-
jón Karl Þórisson 325 3. Guð-
mundur Danfelsson 331 1. flokkur
karla 1. Snæbjörn Óttarsson 345
2. Bergsveinn Símonarson 357 3.
Jön Georg Ragnarsson 364 2.
flokkur karla 1. Eiríkur Ólafsson
383 2. Jóhann Kjartansson 384 2.
Þorvaldur Ægir Þorvaldsson 387
3. flokkur karla 1. Trausti Jó-
hannsson 430 2. Hjörtur Árnason
440 1. flokkur kvenna 1. Þuríður
Jóhannsdóttir 388 2. Júlíana Jóns-
dóttir 398 3. Ásdís Helgadóttir 426
2. flokkur kvenna 1. Fjóla Péturs-
dóttir 422 2. Guðrún Kristjáns-
dóttir 469 3. Eva Eðvarsdóttir 493
Öldungaflokkur 1. Albert Þorkels-
son 399 2. Þórður Sigurðsson 410
3. Einar B. Jónsson 411 Drengja-
flokkur 1. Bjarni Freyr Björgvins-
son 384 2.-3. Arnar Helgi Jónsson
427 2.-3. Trausti Eiríksson 427.
Morgunblaðið/Ingimundur
Viðar Héðinsson, sem vann meistaraflokk hjá Golfklúbbi Borgarness, og afi hans Albert Þorkelsson, sem vann
öldungaflokkinn, voru kampakátir í mótslok. Á milli þeirra er Andrés Snær, íjögurra ára sonur Viðars.
Félags- og skolaþjónusta
Snæfellinga á Hellisandi
Hellissandi - Sú breyting hefur
orðið á samstarfi sveitarfélaga á
Vesturlandi að sveitarfélögin á
Snæfellsnesi hafa stofnsett sér-
staka skrifstofu um skóla- og fé-
lagsþjónustu og þar með hætt að
standa að Skólaskrifstofu Vestur-
lands í Borgarnesi. Aðsetur þess-
arar nýju skrifstofu er á Hellis-
sandi og hefur hún rúmgott og
vistlegt húsnæði í Landsbankahús-
inu þar á svæðinu.
Skrifstofan tók til starfa
fhnmtudaginn 13. júlí sl. og var
hún opnuð með allmikilli viðhöfn.
Þar var mætt fjölmenni og í þeim
hópi skólafólk af Snæfellsnesi, ráð-
herrar og þingmenn.
Sigþrúður Guðmundsdóttir
verður forstöðumaður Félags- og
skólaþjónustu Snæfellinga en það
er heiti skrifstofunnar. Auk henn-
ar munu starfs þar Una Jóhannes-
dóttir, skólaráðgjafi, Klara Braga-
dóttir sálfræðingur og Stefán Jóh.
Sigurðsson, skrifstofustjóri.
Ásbjörn Óttarsson, formaður
Héraðsnefndar Snæfellsness og
forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæj-
ar, bauð gesti og starfsfólk vel-
komið og fór nokkrum orðum um
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Starfsfólk hinnar nýju Félags- og skólaskrifstofu Snæfellinga, sem hef-
ur aðsetur á Hellissandi. Frá vinstri: Sigþrúður Guðmundsdóttir, Klara
Bragadóttir, Una Jóhannesdóttir og Stefán Jóh. Sigurðsson.
aðdraganda að stofnun og væntan-
lega starfsemi skrifstofunnar. Þá
voru flutt nokkrar kveðjur og
ávörp.
Almenn ánægja og bjartsýni
komu fram og undirstrikað var
mikilvægi þess að fá á heimaslóð
stofnun sem þessa. Menn ályktuðu
á þann veg að gott framfaraskref
hafi verið tekið með stofnun og
starfrækslu Félags- og skólaþjón-
ustu Snæfellinga.
Skemmtilegir tónleikar í
Grundarfj arðarkirkj u
Grundarfirði - Bomholms Musik-
skoles Accordeon Börneorkester
og ungdomskvintet ásamt einleik-
urum hélt tónleika í Grundar-
fjarðarkirkju mánudagskvöldið
17. júlí.
Hljómsveitina skipa böm á
aldrinum 9 till6 ára og em þau
25. Verkin á tónleikunum vom frá
barrokktímanum til nútímans,
mjög fjölbreytt dagskrá.
Hljómsveitirnar báðar og ein-
leikarar sýndu mikla hæfileika og
færni.
Tónleikarnir voru vel sóttir og
mikil ánægja var með þá og var
tónlistarfólkinu svo vel tekið að
áheyrendur stóðu úr sætum og
klöppuðu þeim lof í lófa. Stjórn-
andi hljómsveitarinnar og kvint-
ettsins er Gregor Siegler og hefur
hann mjög skemmtilega og góða
framkomu ásamt hljómsveitar-
stjórn sinni.
Næstu tónleikar þessara lista-
manna verða í Húsavík í kvöld.
Accordeon er hljóðfæri sem er
þróað út frá harmonikku og á
accordeon er hægt að spila lög
með báðum höndum og hefur það
þess vegna meiri möguleika en
haramonikkan.
Accordeon-leikaramir eru
þekktir víða utan Borgundar-
hólms. Þau hafa spilað við góðar
undirtektir í löndum eins og
Þýskalandi, Austurríki, Ung-
verjalandi, Spáni, Ítalíu, Finn-
landi og Eistlandi og unnið til
margra verðlauna.
Hljómsveitin vann 1. verðlaun á
stórri tónlistarhátíð í Suður-
Þýskalandi 1998 og dönsku lands-
keppnina 1999 og 2000.
Tveir drengir í kvintettinum
eru einnig framúrskarandi ein-
leikarar. Martin Noordegraaf hef-
ur sigrað í mörgum alþjóðlegum
tónlistarkeppnum og Bjarke
Mogensen, 14 ára, hefur unnið 1.
verðlaun í Danmörku, Þýskalandi
og Ítalíu.
Nú í maí keppti hann ásamt 104
öðrum í Berlingskes klassiske
Musikkonkurrence og sigraði þar.
Hann verður fulltrúi Dana í
heimsmeistarakeppni í Júgóslavíu
í október árið 2000.
Eldhuginn Gregor Siegler hef-
ur verið aðal driffjöðurin í harm-
onikkuuppsveiflu á Borgundar-
hólmi. Hann hefur kennt í 40 ár
og stjórnar nú þessari ungu
harmonikkuhljómsveit sem spilar
bæði Scarlatti og Bach, þjóðlög og
jazz.
Morgunblaðið/Sigurður Fannar
Kristín Arnadóttir og Ingunn Guðmundsdóttir ræða saman við opnun
upplýsingamiðstöðvar Árborgar á Selfossi.
Upplýsingamiðstöð
Árborgar
Þjónusta
fyrir
ferðamenn
Selfossi - Ný upplýsingamiðstöð var
formlega tekin í notkun á Selfossi
fyrir skömmu. Upplýsingamiðstöðin
er til húsa á Austurvegi 22 þar sem
áður var Suðurgarður.
Upplýsingamiðstöðin er er rekin
af sveitarfélaginu Árborg en um til-
raunastarfsemi er að ræða og von-
ast menn þar á bæ til þess að mið-
stöðin verði fastur punktur í tilveru
sveitarfélagsins, í það minnsta á
sumrin.
Skúli Arason hefur verið ráðinn
forstöðumaður upplýsingamiðstöðv-
arinnar en Skúli er nemi í ferða-
málafræði í Háskóla Islands. Að
mati Skúla er opnunin mikið happa-
skref fyrir sveitarfélagið. „Mikil
aukning ferðamanna á svæðinu
kallar á frekari þjónustu," segir
Skúli. Hann segir að miðstöðin á
Selfossi muni vera í góðu samstarfi
við samskonar upplýsingamiðstöð í
Hveragerði.
FLASA, HÁRLOS...
Wclcda hárvörurnar frábærar
ÍNi>( « I’um.iítmt, bcihubtubim, Ápotckum,
Ceröu bílinn kláran
fyrir fríib
® TOYOTA
VARAHLUTIR
Nýbýlavegi 8 • S: S70 5070