Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 18

Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Helgi S. Gudmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans Samstarf við First Union gefur bankanum mikið vægi HELGI S. Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Landsbankans, segir að það hljóti að teljast talsverð tíð- indi að sjötti stærsti banki í Bandaríkjunum eignist stóran hlut í Landsbankanum. „Þetta eykur trú og ímynd Landsbankans. First Union hefur greinilega trú á okk- ur. Af eignaraðildinni hlýst einnig samstarf við þennan bankarisa og það gefur Landsbankanum mikið vægi.“ I byrjun janúarmánaðar hóf Landsbankinn að skoða möguleika á að fjárfesta í banka erlendis, að sögn Helga. Ráðinn var enskur ráðgjafi sem leitaði að fjárfesting- artækifærum fyrir bankann. í apr- íl sl. hófust síðan óformlegar við- ræður við eigendur Heritable and General. „Á síðasta aðalfundi Landsbank- ans lýsti ég því yfir að það væri styrkur fyrir íslenska bankakerfið að fá erlenda aðila til samstarfs. Við teljum að þannig geti bankinn öðlast dýrmæta reynslu að utan og þannig komumst við einnig inn á stærri markaði. Þetta er afar brýnt fyrir stórt fyrirtæki eins og Landsbankann,“ segir Helgi. Hann segir að stjórnendur Landsbankans álíti íslenska mark- aðinn lítinn og að samkeppnin hér heima mótist af því. „Því má ekki gleyma að um 20% af eignum líf- eyrissjóðanna í landinu liggja í fjárfestingum erlendis. Þessu ætl- um við nú að taka þátt í.“ Helgi segir að staðsetning bank- ans í miðborg London skipti miklu máli. Það gefi Landsbankanum tækifæri til að þjálfa upp starfs- menn í því umhverfi. Útilokar ekki frekari útvíkkun erlendis Helgi telur að ísland sé nú að komast inn á heimskortið í fjár- málalegu tilliti og segir sýnt að það sé að miklu leyti íslenskri erfðagreiningu að þakka. „Án þess þó að þarna séu bein tengsl á milli þá hefur umfjöllunin um fyrirtæk- ið og það að bréf deCODE eru komin á markað bæði í Evrópu og Bandaríkjunum beint sjónum manna erlendis í auknum mæli að Islandi. Hvort hér séu til fleiri fjárfestingarkostir. Ég tel því að þetta sé rétt upphafið að stórum erlendum fjárfestingum hérlend- is.“ Aðspurður segist Helgi ekki útiloka frekari útvíkkun á starfsemi Lands- bankans erlendis. „Við verðum opnir fyrir mörgu. Nú er- um við hins vegar að vinna að þessu verk- efni, en Landsbank- inn tekur við breska fj árfestingarbankan- um hinn 14. septem- ber.“ Tækifæri til út- víkkunar erlendis Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Landsbréfa, segir að Landsbréf hyggist, í framhaldi af kaupunum á breska bankanum, einbeita sér að því að kynna og markaðssetja íslensk verðbréf fyrir erlenda fjár- festa í London. Hann segir að sá möguleiki sé einnig fyrir hendi á Bandaríkjamarkaði, í gegnum samstarf við First Union-bankann, en ekkert liggi fyrir í því efni á þessari stundu. Sigurður Atli segir fyrirtækið fyrst og fremst líta á viðskiptin sem tækifæri til að útvíkka og bæta þjónustu Landsbréfa. „Þar er ég að tala um sérbankaþjón- ustu, eignastýringu og verðbréfa- miðlun. Fyrir vorum við með mjög öfluga miðlun erlendra verðbréfa og þessi samningur mun styrkja okkur enn frekar,“ segir hann. Sigurður segist telja að kaupin á breska bankanum séu að mörgu leyti eðlileg þróun fyrir Lands- bréf. „Við styrkjum okkur veru- lega í alþjóðlegri sjóðastjórnun. Þótt vissulega sé hægt að ná nokkrum árangri í að stýra erlend- um sjóðum frá Reykjavík, kalla ýmsar tegundir af verðbréfasjóð- um á nálægð við fjárfestinga- kostina, fjárfestana sjálfa og samstarfsaðila. London, sem fjár- málahöfuðborg Evrópu, er kjörinn staður til að stýra erlendum sjóð- úm,“ segir hann. Fimm til sex starfsmenn hjá Landsbréfum í London Að sögn Sigurðar verða starfs- menn Landsbréfa í London 5-6 talsins til að byrja með. „Nú tekur við stefnumótunarvinna innan Heritable-bankans. Við leggjum áherslu á að ekki er um að ræða útibú frá Landsbankanum eða Landsbréfum. Allt kapp verður hins vegar lagt á að samstarf milli Heritable ann- ars vegar og Landsbankans og Landsbréfa hins vegar verði sem best,“ segir hann. Sigurður segir að ein aðalástæð- an fyrir beinum eignarhlut Lands- bréfa í Heritable sé að stjórnendur og starfsmenn Landsbréfa eigi að líta á fyrirtækið sem samstarfsað- ila, frekar en keppinaut. „Auðvitað munu margir viðskiptavinir okkar frekar vilja eiga viðskipti við Heri- table en deildir okkar heima,“ seg- ir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Landsbréfa. OZ.COM hlýtur viður- kenningu OZ.COM er meðal fyrirtækja sem valin voru bestu sam- skiptafyrirtækin í tímaritinu Forbes nýverið. Auk OZ.COM komust Cisco Systems, Arbi- net, Band-X, Concentric, Telezoo.com og RateXchange inn á lista tímaritsins. „Það er ánægjulegt að sjá að það sem við erum að gera vekur athygli og að virt tíma- rit á borð við Forbes, sem er með menn innanborðs sem þekkja markaðinn, kunni að meta það sem við erum að vinna að. Þetta styrkir okkur í trúnni að við séum á réttri leið,“ sagði Skúli Mogensen, forstjóri OZ.COM, um val tímaritsins Forbes á bestu samskiptafyrirtækjum á fyrir- tækjamarkaði (e. Business to business).Samkvæmt fréttatil- kynningu frá OZ.COM leit Forbes í vali sínu til stefnu fyrirtækjanna, framkvæmdar markaðsáætlana, fjárhags- legrar stöðu og vefsíðna þeirra. Skúli segir að þróun og sala á samskiptalausnunum iPulse, sem fyrirtækið hefur hannað með Éricsson, og mPresence, sem fyrirtækið vinnur að eitt, hafi gengið samkvæmt áætl- un. Þróunin sé í sjálfu sér endalaus í þessum efnum, nú sé til dæmis iPulse 1,5 að koma út til að taka við af iPulse 1,0 og hafi vinna við þá útgáfu gengið vel. Islenska þjóðin einsleit vegna einangrunar Nýleg frumútboö líftæknifyrirtækja í Bandaríkjunum Fyrirtæki Dags. frumútboðs Útboðs- gengi($) Gengi ($) 7. júlí 2000 Breyting % Exelixis 5/5/00 13 37.94 191 Genomic Solutions 5/5/00 8 24.88 211 Paradigm Genetics 5/5/00 7 17.75 153 ViroLogic 2/5/00 7 20.88 198 Lexicon Genetics 7/4/00 22 42.81 95 Sangamo BioSciences 6/4/00 15 30.13 101 ACLARA BioSciences 30/3/00 21 54.75 161 Orchid BioSciences 21/3/00 8 55.88 598 Diversa 14/2/00 24 35.75 49 Sequenom 1/2/00 26 45.63 76 ÞRÁTT fyrir alþjóðavæðingu og flutninga fóks á milli landa og heimsálfa er íslenska þjóðin enn merkilega einsleit og stafar það fyrst og fremst af einangrun landsins á liðnum öldum, segir í nýlegri grein um Islenska erfða- greiningu og fieiri líftæknifyrir- tæki á vefsíðu Smart Money. Þetta táknar að mjög stór hluti Islendinga er kominn af tiltölulega fámennum hópi norrænna land- námsmanna sem sem settust að á íslandi á níundu og tíundu öld. Og genamengi Islendinga þrengdist enn frekar þegar svarti dauði og stórabóla felldu stóran hluta lands- manna á miðöldum. Erfðamengi íslendinga er ekki einungis mjög hreint heldur hafa Islendingar frá upphafi byggðar verið geysimiklir áhugamenn um ættfræði auk þess sem skráning sjúkraskýrslna hefur verið nákvæm og þetta auðveldar verkið til muna. Af þessum sökum er genamengi íslendinga einstak- lega áhugavert fyrir vísindamenn sem vinna að því að reyna að skilja betur erfðamengi mannsins og þátt erfða í sjúkdómum. Árangur hjá deCODE Vísindamenn hjá litlu fyrirtæki í Reykjavík, deCODE genetics, hafa þegar hafið þessa vinnu en fyrir- tækið er að afla sér aukins fjár með hlutafjárútboði í þessum mán- uði. deCODE, sem stofnað var af Kára Stefánssyni árið 1996, fékk leyfi hjá íslenska ríkinu árið 1998 til þess að stofna sérstakan gagna- grunn til erfðarannsókna en mikil styr stóð um það mál á Islandi, segir í greininni. Líkt og mörg önnur líftæknifyrirtæki, eins og til að mynda fyrirtækið Human Gen- ome, stefnir deCODE að því að nota uppgötvanir á sviði erfða- fræði til þess að greina hættuna á og þróa ný lyf gegn mörgum al- gengum sjúkdómum. Þá hyggst fyrirtækið einnig selja aðgang að gögnum á svipaðan hátt og einn keppinauta þess í Bandaríkjunum, Celere Genomics. deCODE virðist þegar hafa náð nokkrum árangri: árið 1999 fundu vísindamenn hjá deCODE genið sem veldur slitgigt en það er arfgengur sjúkdómur sem hrjáir um fjörutíu milljónir manna. Þá má og nefna að deCODE tókst í samvinnu við svissneska lyfjafyrirtækið Roche Holding að draga upp kort af geni sem eykur mjög hættuna á að menn fái hjartaslag. í samvinnuáætlun deCODE og Roche er stefnt að því að finna erfðagalla sem valda tólf algengum sjúkdómum en auk þess vinnur deCODE að því að finna erfðaorsök um tuttugu annarra sjúkdóma. Leitin gengur betur hjá deCODE Til þess að finna genin notar deCODE sérstaka aðferð; tekin eru erfðasýni úr fjölskyldum þar sem ákveðin tegund sjúkdóma er algeng og reynt að finna genið sem eykur líkurnar á sjúkdómnum og síðan er reynt að rannsaka hlut- verk þess. Þetta er aðferð sem önnur líftæknifyrirtæki hafa notað, til að mynda Millennium Phar- maceuticals, en með mun minni árangri en deCODE. „Leitin að erfðagöllum gengur miklu betur þegar í hlut á þjóð sem er nær öll af sama stofni eins og á íslandi en er'miklum mun erfiðari þegar um margstofna þjóðir eða þjóðarbrot er að ræða eins og í Bandaríkjun- um. Það sem deCODE hefur um- fram önnur fyrirtæki sem starfa á þessu sviði er að það vinnur með erfðamengi tiltölulega fámenns hóps sem allur er af sama stofni. Vandamálin sem deCODE þarf að kljást við eru færri og minni en þegar menn stunda slíkar erfða- rannsóknir á blönduðum þjóðum eða hópum. Niðurstöðurnar verða áreiðanlegri og öll rannsóknar- vinna verður ódýrari" segir Jean- Francois Formela hjá Atlas Vent- ure, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem fjárfest hafa í deCODE. deCODE ekki eitt á markaðinum Allmörg fyrirtæki hafa reynt að feta í fótspor deCODE, að því er fram kemur í grein Smart Money, Myriad Genetics er að gera erfða- rannsóknir í mormónasamfélaginu í Utah, Gemini Genomics í Cambr- idge á Englandi er að gera erfða- rannsóknir á tvíburum, Signal Ge- ne í Montreal er að greina erfðamengi afkomenda Frakkanna sem settust að í Quebec og Newfoundland Genomics rann- sakar erfðamengi íbúa á Nýfundnalandi. Langmest hefur þó verið fjallað um Celera Genomics en það komst í fréttirnar nýlega þegar stjórn- endur þess tilkynntu að þeim hefði tekist að draga upp kort af nær öllu erfðamengi mannsins. deCODE nálgast hins vegar vand- ann úr annarri átt; vísindamenn Celera reyna að skrá allt erfða- mengið áður en þeir reyna að greina hlutverk einstakra gena en deCODE einbeitir sér að hlutverki genanna fyrst. „Hið jákvæða við aðferð deCODE er að menn byrja á sjúkdómunum sjálfum og vinna sig síðan að geninu og menn geta því gert sér grein fyrir því hvaða gen valda sjúkdómunum eða auka líkurnar á að fólk fái tiltekna sjúk- dóma. Lykillinn er að vita sem mest um það gen sem menn hafa greint sem orsakavald," segir Dav- id Webber, sérfræðingur hjá Josphthal &Co. Óvíst hvernig markaðurinn tekur útboði deCODE Enginn veit hvernig markaður- inn mun taka hlutafjárútboði í áhættufyrirtæki á borð við deCODÉ, segir í grein Smart Money. Tekjur deCODE eru enn sem komið er óverulegar ef frá eru taldar tekjur þess vegna samn- ingsins við Roche Holding í Sviss. Þá hafa menn nokkrar áhyggjur af því að fyrirtækinu er stjórnað af fyrrum prófessor við læknadeild háskólans í Harvard. „Forstjórar fyrirtækja eru alltaf á varðbergi gagnvart frumkvöðlum með vísindalegan bakgrunn," segir Formela í greininni. „Það er ákaf- lega algengt að menn skipti út vís- indamanninum og fái fjármála- og viðskiptamann í staðinn. En fyrr- um vísindamenn sem hafa náð góð- um árangri sem forstjórar fyrir- tækja eins og William Haseltine hjá Human Genome Sciences og Joshua Boger hjá Vertex Phar- maceuticals hafa sýnt að þessi skoðun á ekki alls kostar rétt á sér. Kári Stefánsson hefur sýnt að hann er sannur framkvæmdamað- ur. Honum tókst að ná samningn- um við Roche Holding, honum tókst að fá einkaleyfi á gagna- grunninum og hann hefur byggt upp fyrirtæki með meira en 300 starfsmönnum. Honum tekst yfir- leitt það sem hann hefur einsett sér og nú þarf hann aðeins að sannfæra fjárfesta hér í Banda- ríkjunum um að það sé raunveru- lega hægt að græða peninga á erfðahreinleika íslensku þjóðarinn- ar,“ segir ennfremur í greininni á smartmoney.com.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.