Morgunblaðið - 19.07.2000, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Gore saxar á
forskot Bush
Washington, Milwaukee, Detroit. AP, AFP.
Krúnurakaðir
knattspyrnumenn
AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna
og væntanlegur forsetaframbjóðandi
Demókrataflokksins í haust, hefur
undanfarinn mánuð lagt áherslu á
efnahagsuppganginn í Bandaríkjun-
um í kosningabaráttu sinni og millj-
ónum dollara hefur verið varið í
sjónvarpsauglýsingar. Nú virðist sem
þetta hafi borið árangur, því sam-
kvæmt tveim nýjum skoðanakönnun-
um stendur Gore nú jafnfætis George
W. Bush, ríkisstjóra í Texas og vænt-
anlegum frambjóðanda Repúblíkana.
Gore hefur einkum unnið á meðal
kvenkyns kjósenda og óflokksbund-
inna. Samkvæmt könnun CNN-
sjónvarpsins og blaðsins USA-Today
nýtur Gore stuðnings 46% kjósenda
en Bush 48%. Fyrir mánuði sýndi
könnun þessara miðla að Bush naut
50% fylgis en Gore 41%.
Vill betri feður
Fulltrúi Bush, Ari Fleischer, hafði
ekki miklar áhyggjur af þessum nið-
urstöðum. Sagði hann meðaltal ný-
legra kannana enn sýna Bush með
sex prósenta forskot, það sama og
hann hafi haft síðan í vor. Bush legg-
ur nú áherslu á það í kosningabarátt-
unni að útskýra afstöðu sína sem
„brjóstgóði íhaldsmaðurinn" og segir
að alríkisstjómin ætti að fjárfesta
íyrir 200 milljónir dollara, um 16
milljarða króna, í áætlunum er miði
að því að framleiða betri feður.
Vill hann að peningamir verði sett-
ir í staðbundna sjóði er veiti láglaun-
uðum eða atvinnulausum feðmm
starfsþjálfun, kenni körlum að vera
betra foreldri eða styrki hjónabönd
með ráðgjöf og aukinni menntun. Þá
yrði peningunum enn fremur varið til
þess að reka áróður fyrir íoðurhlut-
verkinu um allt land.
Bush hefur sætt harðri gagnrýni af
hálfu borgarstjórans í Detroit fyrir
frammistöðu sína sem ríkisstjóri í
Texas. Bush lagði fram tillögur um
hvemig finna mætti munaðarlausum
bömum heimili, en borgarstjórinn,
Dennis Archer, svaraði með harðri
FORSETAR Rússlands og Kína
fordæmdu í gær áform Bandaríkj-
astjórnar um að koma upp háþró-
uðu eldflaugavarnarkerfi, sem þeir
sögðu geta valdið nýju vígbúnaðar-
kapphlaupi, og boðuðu nánara
samstarf milli ríkjanna tveggja í
heimsmálunum.
Jiang Zemin, forseti Kína, og
Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
ræddust við fyrir luktum dyrum í
þrjár klukkustundir í Peking. Þeir
undirrituðu síðan fjóra samstarfs-
samninga og yfirlýsingu um þau
áform Bandaríkjamanna að koma
upp eldflaugavarnarkerfi í Banda-
ríkjunum og nokkmm Asíuríkjum
til að verjast hugsanlegum árásum
óvinaríkja.
Bandaríkin sögð sækjast
eftir yfirburðum
í yfirlýsingu forsetanna sagði að
markmiðið með áformunum væri
að tryggja Bandaríkjunum yfir-
burði í varnar- og öryggismálum.
Þau myndu ekki aðeins stofna ör-
yggi Kínverja og Rússa í hættu,
heldur einnig Bandaríkjamanna
sjálfra. Eldflaugavarnirnar myndu
raska hernaðarjafnvæginu í heim-
inum og koma af stað nýju vígbún-
aðarkapphlaupi.
I yfirlýsingunni segir enn frem-
ur að Kínverjar og Rússar geti
gagnrýni á frammistöðu hans við að
bæta hlutskipti fátækra bama í Tex-
as. Sagði Archer að samkvæmt
fregnum í fyrra væri fjöldi fátækra
bama í Texas sá næstmesti í nokkru
ríkja Bandaríkjanna, og var tala
þeirra yfir 1,5 milljónir. Aætlað sé að
um ein milljón Texasbúa líði skort á
degi hveijum, og 2,5 milljónir heimila
í ríkinu geti með naumindum brauð-
fætt sitt fólk, samkvæmt tölum frá
bandaríska landbúnaðarráðuneytinu.
Þá nefndi Archer enn fremur að 1995
hefði Bush beitt neitunarvaldi gegn
frumvarpi um að koma á fót matvæla-
öryggisráði sem hefði haft það hlut-
verk að afla upplýsinga um skort án
þess að það kostaði ríkið mikið fé.
ekki sætt sig við að fyrirhugað eld-
flaugavarnarkerfi Bandaríkja-
manna og bandamanna þeirra í
Asíu nái til Taívans þar sem það
grafi undan stöðugleika í álfunni.
Forsetarnir undirrituðu einnig
samninga um samstarf í mennta-,
banka- og orkumálum. Samkvæmt
einum samninganna ætla Rússar
að reisa hraðvirkan nifteinda-
kjarnakljúf í Kína í tilraunaskyni.
Forsetarnir ræddust við í ein-
rúmi í tvær klukkustundir áður en
formlegar viðræður þeirra hófust
að viðstöddum varnarmála- og ut-
anríkisráðherrum ríkjanna og
fleiri embættismönnum.
Jiang sagði að fundurinn hefði
verið mjög mikilvægur og árang-
ursríkur og Kína og Rússland
myndu hefja „fullt samstarf á sviði
stjórnmála, efnahagsmála, vísinda
og tækni, hermála og heimsmála".
Jiang bætti við að þrátt fyrir yfir-
lýsinguna um fyrirhugaðar eld-
flaugavarnir Bandaríkjanna beind-
ist samstarf Kína og Rússlands
ekki að neinu þriðja ríki. Ekki
væri um bandalag að ræða, heldur
„nýja tegund samstarfs".
Stjórnvöld í Kína og Rússlandi
vilja vega upp á móti auknum
áhrifum Bandaríkjanna í heimin-
um eftir lok kalda stríðsins. Auk
þess sem þau leggjast gegn eld-
SHOKOUR Mutmaen, íþrótta-
málaráðherra Afganistans, baðst
í gær afsökunar á meðferðinni á
pakistönskum knattspyrnumönn-
um en þeir voru krúnurakaðir
fyrir að vera í stuttbuxum er þeir
léku landsleik við Afgana í borg-
inni Kandahar á dögunum.
Hefur atburðurinn vakið mikla
hneykslun í Pakistan og trúar-
leiðtogar þar segja að framferði
talíbana í Afganistan sé óíslamskt
og til skammar fyrir trúna. Var
greint frá því í gær að embættis-
manninum er fyrirskipaði krúnu-
raksturinn hafi verið tfmabundið
vikið úr starfi.
Sögðu sumir að talibanar hefðu
afskræmt fmynd fslams og sér-
staklega á Vesturlöndum. Þótt af-
ganski íþróttaráðherrann hafi
flaugavarnaáformunum eru þau
andvíg alþjóðlegum hernaðaríhlut-
unum af mannúðarástæðum, eins
og í Kosovo í fyrra. Ríkin tvö vilja
þó ekki stofna tengslum sínum við
Bandaríkin í hættu, enda ræðst
efnahagsleg framtíð þeirra að
miklu leyti af erlendum fjárfest-
ingum og góðum samskiptum við
Vesturlönd.
beðist afsökunar þá sagði einn
trúarleiðtogi talfbana, að það
væri ástæðulaust. Pakistönsku
leikmennirnir hefðu brotið regl-
urnar en samkvæmt þeim mega
karlmenn ekki skera skegg sitt,
vera í stuttbuxum eða bretta upp
ermarnar á almannafæri. Á
landsleiknum í Kandahar var
áhorfendum leyft að klappa en
annars er það bannað á kapp-
leikjum f Afganistan og ekki
leyfilegt að lýsa tilfinningum sín-
um með öðru en orðunum „Allah
er mikill". Sumir pakistönsku
leikmannanna komust hjá þvf að
vera krúnurakaðir þar sem þeir
gátu forðað sér inn í pakistönsku
ræðismannsskrifstofuna í borg-
inni en hér eru þeir sex, sem
lentu f klónum á talibönum.
Kínverjar eru mikilvægir við-
skiptavinir rússneskra olíufyrir-
tækja og vopnaframleiðenda en
Rússar vilja fá meiri aðgang að
kínverska markaðnum. Viðskiptin
milli ríkjanna jukust um tæp 32%
á fyrri helmingi ársins miðað við
sama tíma í fyrra. Viðskiptin eru
þó enn miklu minni en ríkin hafa
gert sér vonir um.
Reykinga-
menn eld-
ast fyrr
ÞAD er ekki aðeins, að reyk-
ingamenn lifi almennt skemur
en þeir, sem ekki reykja, heldur
sækir Elli kerling þá fyrr heim
en aðra. Kemur það fram í
rannsókn, sem gerð var á 5.500
manns í Hollandi á aldrinum 15
til 74 ára og á 7.500 Bandaríkja-
mönnum, eingöngu öldruðu
fólki. Sýndi það sig, að fólk á
aldrinum 30 til 70 ára, sem
reykir ekki, er miklu ólíklegra
en reykingamennimir til að
veikjast af sjúkdómum, sem oft
fylgja auknum aldri. Þá nær
það sér fyrr en reykingamenn
eftir veikindi.
Hættir
Bondevik?
KJELL Magne Bondevik, fyrr-
verandi forsætisráðherra Nor-
egs, er að velta því fyrir sér að
hætta þingmennsku. Ætlar
hann að gefa uppstillingar-
nefnd Kristilega þjóðarflokks-
ins á Mæri og Raumsdal endan-
legt svar fyrir 15. september.
Hefur hann setið á Stórþinginu
í 28 ár en segist þó alls ekki
vera orðinn leiður á stjórnmál-
um. Hins vegar hljóti hugurínn
stundum að hvarfla í aðrar átt-
ir. Bondevik hefur þó samþykkt
að vera forsætisráðherraefni
borgaralegu flokkanna, sem
voru í stjóm áður en núverandi
stjórn Verkamannaflokksins
tók við, en segir, að skilyrðið sé
að Hægriflokkurinn verði með
til að unnt verði að mynda
meirihlutastjóm.
Hörð átök
í Chad
UPPREISNARMENN í Af-
ríkuríkinu Chad kváðust í gær
hafa náð á sitt vald herstöð í
bænum Bardai í norðurhluta
landsins og fellt meira en 240
stjórnarhermenn. Sagði í yfir-
lýsingu uppreisnarmanna, sem
lúta forystu Youssouf Togoim-
is, fyrrverandi varnarmálaráð-
herra, að herstöðin í Bardai
hefði verið helsta vígi stjórnar-
hersins og Idriss Deby forseta
og skoraðu þeir á hann að segja
af sér svo unnt væri að binda
enda á átökin í landinu.
Ótti við nýja
veiru
í New York
LJÓST er, að veira, sem getur
verið banvæn og berst með
moskítóflugum, hefur lifað af
veturinn í New York en hennar
varð þar vart í fyrsta sinn í
fyrrasumar. Veldur veiran, sem
kennd er við Vestur-Níl, alvar-
legum heilabólgum og heila-
himnubólgu og varð í fyrra sjö
manns að bana og sýkti aðra 62.
Veiran hefur nú fundist í mos-
kítóflugum fyrir austan og
norðan New York og í borginni
hafa fundist tvær dauðar krák-
ur, sem fallið höfðu fyrir henni.
Yfirvöld hafa nú hafið eitur-
efnaúðun innan borgar sem ut-
an. Ekki er vitað hvernig veiran
barst til Bandaríkjanna en hún
var fyrst einangmð í Úganda
1937. Hugsanlegt er, að það
hafi verið með innfluttum og
sýktum fugli eða með sýktum
manni, sem komið hefur frá Af-
ríku, Asíu eða Miðausturlönd-
um en þar er veiran algeng.
Pútín Rússlandsforseti ræðir við forseta Kína í Peking
Gagnrýna eldflaugavarnaáætl-
unina og boða aukið samstarf
Peking. Reuters, AP, AFP.
Reuters
Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Jiang Zemin, forseti Kfna, takast í
hendur á fúndi í Peking eftir að hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þeir
gagnrýna áform Bandaríkjastjórnar um eldflaugavamir.