Morgunblaðið - 19.07.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 22
Á slóð fjölda-
morðingja
ERLENDAR
BÆKUR
Spennusaga
„THE KILLING GAME“
Eftir Iris Johansen. Bantam Books
2000. 355 síður.
IRIS Johansen heitir bandarískur
spennusagnahöfundur sem oft situr í
efstu sætum metsölulistanna vestra.
Sögur hennar eru hæfilega spenn-
andi lesning um leit að morðingjum,
illskeyttum fjöldamorðingjum gjarn-
an, með ástarsögulegu ívafi eins og
nýjasta saga hennar, „The Killing
Game“, ber með sér en hún kom fyrir
skemmstu út í vasabroti hjá Bantham
Books. Hún vii'kar stundum svolítið
eins og Sidney Sheldon sé að skrifa
Lömbin þagna en er hæfilega
drungaleg og sorgleg í frásögn sinni
af syrgjandi móður, sem leitar bama-
morðingja.
Andlitíleir
Bækur Johansen hafa selst í meira
en átta milljónum eintaka frá því hún
skrifaði sína fyrstu bók, Ljóta and-
arungann eða „The Ugly Duekling“,
og má segja að hún sé einn af fremstu
kvenkyns spennusagnahöfundum
Bandaríkjanna ásamt Sue Grafton og
Patricia Cornwell. Einkennandi fyrir
bækm- þeirra er auðvitað að sögu-
hetjurnar eru konur sem fást við hin
skelfilegustu morð og eru þær fyrst
og fremst góð tilbreyting frá ósigr-
andi karlhetjum spennubókanna.
Sögurnar virka persónulegri og til-
finningaþrungnari.
í tilfelli „The Killing Game“ er að-
alsöguhetjan kona sem vinnur við að
endmTnóta úr leir andlit hinna myrtu,
m.a. eftir hauskúpum sem finnast
Tónleikar
á Sólon
WILLIAM Ogmundsson,
píanóleikari frá Bandaríkjunum,
heldur tónleika á Sólon íslandus
í kvöld, miðvikudagskvöld, kl.
21, ásamt Olafi Þorsteinssyni og
Áma Bjömssyni. Leikin verður
tónlist frá 5. 6. og 7. áratug
ásamt frumsömdu efni.
gi-afnar í jörðu. Með leirmyndum
hennar er meiri möguleiki að gera
sér grein fyiir hver fórnarlömbin era
og það getur hjálpað lögreglunni við
leitina að morðingjanum.
Hún heitir Eve Duncan og það er
ástæða fyrir því hvers vegna hún
vinnur við leiiinn. Fyrir mörgum ár-
um var dóttir hennar, Bonnie, myrt
af fjöldamorðingja en líkið hefur
aldrei fundist. Eve hefur síðan unnið
með lögreglunni en aldrei jafnað sig á
þvi sem gerðist, aldrei litið glaðan
dag upp frá því; leirvinnan fyrir lög-
regluna er ein leið hennar til þess að
fást við sorgina og missinn.
Tveir menn era áberandi í hennar
lífi, hinn ofurríki Logan, sem er henni
mjög innan handar í veraldlegum
efnum, og lögreglumaðurinn knái,
Joe, sem er sálusorgari hennar og líf-
vörður.
Sálfræðilegur spennutryllir
Og hún þarf sannarlega á lífverði
að halda. Nálægt bænum Talladega
Falls í Georgíu verða aurskriður og
það finnast níu hauskúpur á svæðinu,
sem ljóst þykir að era af fómarlömb-
um fjöldamorðingja. Ekki líður á
löngu þar til morðinginn, sem kallar
sig Dom, hefur samband við Eve
Duncan og bytjar að kvelja hana með
sögum um að hann viti hvar jarðnesk-
ar leifar dóttur hennar er að finna;
hann sjálfur sé morðingi hennar.
Einnig segir hann henni að hann sé
búinn að finna sér nýtt fórnarlamb,
tíu ára gamla stelpu sem líkist dóttur
Eve. Tekur Eve að sér að gæta stelp-
unnar meðan hún leitar uppi slóð
fjöldamorðingjans ásamt vinum sín-
um. Einn af þeim er Sarah Patrick
sem á leitarhundinn Monty en þau
tvö munu vera aðalpersónurnar í
næstu sögu Johansen, „The Search“
eða Leitinni.
„The Killing Game“ er sálfræðileg-
m- spennutryllir og þótt hann fjalli
um ákaflega viðkvæmt mál eins og
bamamorð misbýður Johansen
aldrei lesandanum með efnistökum
sínum. Helsti galli sögunnar er sá að
lesandann hlýtur að grana of skjótt
hver morðinginn er, einfaldlega
vegna þess að það er ekki svo mörg-
um grunsamlegum persónum til að
dreifa. En „The Killing Game“ er
ágæt sumarlesning fyrir þá sem hafa
á annað borð áhuga á hinum vinsælu
fjöldamorðingjasögum.
Arnaldur Indriðason
0 J Hi M-2000
Miðvikudagur 19. júlí
SIGLUFJÖRÐUR
Þjóðlagahátíð Á
Þjóölagahátíð, sem
stendur til 23. júlí,
hefst dagskráin í
dag kl. 9 meö fyrir-
lestrum í safnaöar-
heimili Siglufjarðar-
kirkju. Guömundur
Andri Thorsson fjall-
ar um rímnakveö-
skap og rímnalög.
Hallfreöur Örn Eiríks-
son heldur fyrirlest-
ursem nefnist Söfn-
un rímnalaga vítt og
breitt um ísland.
Njáll Sigurðssonar
fjallar um rímnalög og kvæðalög,
þann flutning bundins máls sem
kallast að kveöa. Um óslitna hefð
kveöskapar til okkar daga, um
kvæöamannafélög.
Svend Nielsen frá Danmörku fjallar
um nýjustu rannsóknir á rímnakveö-
skap og rímnalögum. Kl. 20 veröur
dagskrá í Nýja bíói: Rímur og þulur.
Ása Ketilsdóttir, Bára Grímsdóttir,
Njáll Sigurösson og SteindórAnd-
eren kveöa. Þjóðlagahópurinn Embla
kemur fram í Siglufjarðarkirkju kl.
21.30. Hann skipa Diddi
fiðla, KK, Kristín Ólafs-
dóttir, Bára Grímsdóttir.
www.siglo.is/festival
GRAND HÓTEL KL. 8.
,,The Extremes ofthe Extr-
emes“. LokadagurAI-
þjóðlegrar ráöstefnu á veg-
um Vatnamælinga
Orkustofnunar þar sem
hamfaraflóö, eittmesta
eyðingarafl náttúrunnar er í
brennidepli. Ráóstefnan fer
fram á ensku.
www.os.is/vatnam/
extremes2000.
BÆJARBÍÓ, UÓSAKLIF KL. 20:30
Butohdans
Fremsti Butohdansari heims, Tad-
ashi Endo, fremurgjörninginn ásamt
Robin Von Hoegen, fjöllistamanni og
hljóðfæraleikara. Dansinn veröur
afturstiginn ÍBæjarbfói, Hafnarfiröi
21. júlí. í dag er einnig hægt aö fylgj-
ast með japanska listamanninum
Keizo Ushio viðgerö skúlptúrs síns í
Ljósaklifi frá kl. 14-18.
www.lightcliff-art.is.
www.reykjavik2000.is, wap.olis.is.
Tadashi Endo stígur
dans.
Norrænir höfundar
þungamiðjan
NORRÆNIR rithöfundar verða
þungamiðjan á Bókastefnunni í
Gautaborg dagana 14. til 17. sept-
ember. Þema stefnunnar er einnig
Lestrarhreyfingin, sem ætlar sér
stóran hlut í framtíðinni. Sjónum
er sérstaklega beint að lestri
barna- og unglinga, m.a. með hand-
bók með upplýsingum um slíkar
bækur á norrænum málum. Þessu
norræna þróunarverkefni, Lestrar-
hreyfingunni, er ætlað að hvetja til
lestrar.
íslenskir höfundar áberandi
Islenskir rithöfundar verða
áberandi á stefnunni. Dagskrá
verður með Thor Vilhjálmssyni þar
sem einkum verður fjallað um
skáldsögu hans, Morgunþulu í
stráum.
Jóhann Hjálmarsson og finnska
skáldið Martin Enckell ræða sam-
an en sá síðarnefndi hefur valið og
þýtt úrval með ljóðum Jóhanns á
sænsku.
Fjórir íslenskir rithöfundar,
Einar Már Guðmundsson, Hall-
grímur Helgason, Kristín Ómars-
dóttir og Steinunn Sigurðardóttir,
ræða saman um þróun íslenskra
bókmennta og hvað þau sjálf eru
að fást við. Steinunn ræðir einnig
við írska rithöfundinn Nuala
O’Faolain.
Einar Kárason spjallar við
norska rithöfundinn Roy Jacobsen
um nýja bók hans sem sækir efni
til orustunnar um Stalíngrad.
Kristín Birgisdóttir bókavörður
er þátttakandi í umræðu um Lestr-
arhreyfinguna, samvinnu bóka-
safna á Norðurlöndum. Kristinn
Jóhannesson lektor tekur til um-
ræðu bækur fyrir yngstu lesendur,
einkum íslenska. Gísli Sigurðsson
íslenskufræðingur og Órnólfur
Thorsson miðaldafræðingur sjá um
dagskra um landafundi víkinga í
Norður-Ameríku, einkum með Leif
Eiríksson í huga.
Fjölmargir erlendir rithöfundar
og fræðimenn koma fram á Bóka-
stefnunni í Gautaborg, en vegur
stefnunnar hefur farið vaxandi á
undanförnum árum.
Meðal fulltrúa í stjórn stefnunn-
ar, Bok & Bibliotek er Anna
Einarsdóttir verslunarstjóri.
KitchenAid
Mjúk og góð
í mnrgunsárid
... og fram á kvöld - beint úr bakaríinu okkar!
Olíufélagið hf
NESTI Gagnvegi, Stórahjalla og Artúnshöfða
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
5 gerðir - margir litir
60 ára frábær reynsla.
Einar
Farestvert&Cohf
Borgartúni 20 - s(mi 562 2901 og 562 2900
Notaðar búvélar
á kostakjörum
Mikil verðlækkun
Mikið úrval
j § i | Ingvar
f 1; = ■ = Helgason hf.
'■ _ = Sævarhöföa 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070
Fax: 587 9577- www.ih.is - Véladeild -E-mail: veladeild@ih.is