Morgunblaðið - 19.07.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 19.07.2000, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞJOÐFRÆÐI Þjóðmenningarhns SÖGUSÝNING Kristni í 1000 ár er sögusýning sem nú stendur yfir í Þjóðmenn- ingarhúsinu í tengslum við kristnihátíð. Á spjöldum kristnisögunnar HLUTVERK sýningarinnar Kristni í 1000 ár er tvíþætt - í fyrsta lagi veitir hún athygli því er kristni var lögbundin á íslandi og áhrif- um hennar á líf almennings og í öðru lagi er stikað á stóru í 1000 ára kristnisögu landsins. Með aðstoð heimilda er bent á margvísleg áhrif kristninnar á þjóðlífið í gegnum aldimar og bein tengsl hennar m.a. við lestrarkunnáttu landsmanna og þróun ritlistar skoðuð. Atburð- ir á borð við eignasöfnun kaþólsku kirkjunnar og siðaskiptin hljóta þá ekki síður sinn skerf athyglinnar. Ekki þarf að ganga lengi um Kristni í 1000 ár til að gera sér grein fyrir því að umtalsverð vinna liggur að baki sýningunni. Reynt er að höfða til sýningargesta á sem flestan hátt - í hljóði, myndum, texta og með líkönum á borð við það sem unnið hefur verið af Þingvöllum - eitt það íyrsta sem grípur athygli sýningar- gesta. Almannagjá auðþekkjanleg í bakgrunni lík- ansins, staðsetur strax eftirmyndir forfeðr- anna og tjaldbúða þeirra í hugum fólks - hér skal rifja upp er kristni var lögboðin. Textar úr Islendingabók Ara fróða og Kristni sögu skrýða bakgrunn líkansins og upplestur þess- ara texta hljómar síðan í eyrum sýningargesta og ítrekar enn frekar þá atburði sem líkaninu tengjast. Það er vissulega góð hugmynd að nýta marga miðla við uppsetningu sýningar og kær- komin viðbót að þeim líkönum sem sýninguna prýða. Auk Þingvalla má til að mynda einnig sjá 16. aldar prentsmiðju og stúlku í gapa- stokki. Þá er sýningarskráin vel unnin og eigu- legur gripur. Kristni í 1000 ár skilar sér hins vegar því miður ekki að fullu til sýningargesta, til þess er of stutt milli þeirra líkana sem reiða sig á notk- un hljóðs - erfitt getur verið að greina á milli þess texta sem ætlaður er viðkomandi líkani og þess sem hljómar í bakgrunni. Þá leika texta- spjöldin einnig full veigamikið hlutverk, þó myndskreytt spjöldin séu vissulega vel unnin og uppfull af fróðleik sem oft á tíðum vekur áhugaverðar spumingar. Sú staðreynd að ís- lenska ritmálið hafi þróast út frá latneska stafrófinu og að íslenskir textar hafi fljótlega verið nokkuð algengir vekur til að mynda upp þá spurningu hvort lestrarkunnátta og þróun ritlistar hafi átt einhvem þátt í því hve sjaldan lýsingar sé að finna íslenskum handritum? Hafi sýningargestir hins vegar fátt annað að skoða en textana sem uppi hanga er hætt við að áhuginn dali. Fleiri munir, eftirmyndir, jafnt sem fmmmyndir hefðu vissulega brotið upp sýninguna og fært hana nær sýningargestum. Einn steinkrossanna þriggja frá Þórarinsstöð- um er, utan handrita, eini upprunalegi munur- inn sem sýningin geymir, þó ekki hefði verið úr vegi að sjá þar fleiri muni tengda kristnisög- unni. Muni í eigu Þjóðminjasafnsins sem nú prýða textaspjöldin. Vissulega kunna einhverj- ir þessara muna að vera of viðkvæmir til flutn- ings, en varla allir? Kaleikar í eigu Þjóðminja- safns og 16. aldar refilsaumað altarisklæði með íslenskum dýrlingum hefðu til að mynda verið velkomin viðbót. Sögusýning um kristna trú ætti að eiga er- indi til sem flestra, enda stór þáttur í Islands- sögunni. Óvíst er hins vegar að textaspjöld nái að skila þessu að fullu. Anna Sigríður Einarsdóttir Tvær hliðar á sama steini MYNDLIST Morgunblaðið/Halldór B Runólfs Keizo Ushio holar íslenskt grágrýti með einbeitni þess sem kann til verka. L j ó s a k 1 i f, Hafnarfirði HÖGGMYNDALIST KEIZO USHIO Til 23. júlí. Opið frá kl. 14-18 alla daga nema þriðjudaga. TENGSL stærðfræði og heim- speki hafa heillað listamenn frá örófi alda. Trú þeirra að rökrænt frum- mót liggi til grundvallar öllum fyrir- bærum felur í sér væntingar um fólgnar reglur handan frelsisins. Vandi listamannsins hefur löngum verið sá að væntingar hans fara ekki ávallt saman við væntingar áhorf- andans. Aðnjótendum þykir oft sem listaverk séu torræð, sértæk og fráhrindandi, og lúti engum lögmál- um öðrum en duttlungum lista- mannsins. Með því að trúa því að hulin lögmál liggi að baki öllum sköpuðum hlutum, hversu óreglu- legir sem þeir líti út fyrir að vera, réttlæta listamenn ekki aðeins fráhvarf sitt frá raunsæislegum vinnubrögðum heldur gagnrýna þeir okkur áhorfendur fyrir of yfirborðs- legt sjónarmið. Keizo Ushio aðhyllist eins konar tvenndarhugsun, ekki alls óskylda heimspekihugmyndum Derrida. Að mati hans er ekki hægt að aðgreina hluti þannig að ein hliðin sé skilin frá hinni. Allt hefur sínar tvær hliðar rétt eins og myntin og því verða hlið- amar einungis aðskildar á huglægu plani um stundarsakir. í raun geta þær hvorug án hinnar verið. Ushio lofsyngur þessa nauðhyggju og tel- ur, ef marka má orð hans, að nútím- inn horfi of greiðlega fram hjá henni. Af því orsakist mikið af vanda okkar, svo sem þegar við reynum að skilja menninguna frá náttúrunni eða heil- ann frá hjartanu. Ushio lýsir þessum lögmálum í höggmyndum sínum með því að höggva steininn svo hann fléttast um sjálfan sig eins og hringur í hring. í Ljósaklifi geta gestir fylgst með því hvemig Ushio holar stórt grágrýtis- bjarg því hann hefur steininn úti á hlaðinu framan við vinnustofuna og sýningasalinn. Þar lætur hann meit- ilinn vaða á grjótinu svo kvarnast í allar áttir. Ætlun myndhöggvarans er að eftir standi tveir hringar, hvor hlekkjaður hinum, en til þess þarf nákvæmni og hugvit sem ekki er á færi nema æfðustu listamanna. I Hafnarborg stendur yfir sýning á verkum Keizo Ushio svo að mikill fengur er að sjá hann sjálfan vinna að grágrýtinu í hrauninu við Ljósa- klif. Það er ekki oft sem mönnum gefst tækifæri til að sjá listamann höggva mynd með meitli og hamri nú til dags enda er það bæði í senn arg- asta púl og smásmugulegasta ná- kvæmnisiðja. Allt stendur og fellur með hæfni myndhöggvarans til að beita meitlinum. Eitt högg um of getur hæglega eyðilagt langa og mikla vinnu. Áhugamenn um högg- myndalist í orðsins fyllstu merkingu eru því hvattir til að heimsækja Ljósaklif og fylgjast með Keizo Ushio hola bjargið. Brosmildur og kurteisin uppmáluð er hann reiðu- búinn að tjá sig um list sína gefi gestir sig á tal við hann. Halldór Björn Runólfsson og þú getur unnid giæsilega vinninga Skjóttu á -úrsVVVin ■ Pú getur skotið á úrslit leikjanna f hverri umferð. Vikulega verða dregnir út símar frá Símanum-GSM ásamt GSM Frelsi og miðum á leikina I Landssímadeildinni. (lokaumferðinni verður svo dreginn út óvæntur og glæsilegur vinningur. LANDSSIMADEILDIN mbl.is Verðlaunabók um vegina BÆKUR Kortabók íslands UPPLÝSINGARIT eftir Hans H. Hansen og Ólaf Vals- son. Ritstjóri er Öm Sigurðsson. Bókin er 23,9 x 17 cm að stærð, prýdd sextíu landakortum í hlut- föllunum 1:300 000 og 35 þéttbýlis- kortum. Þá er í kortabókinni lið- lega 30 blaðsiðna nafnaskrá auk ítarlegrar safnaskrár sem flokkuð er eftir landshlutum og staðfærð á sérstöku yfírlitskorti. Einnig er að finna annað yfirlitskort yfir allar sundlaugar landsins og skrá um staðsetningu þeirra eftir Iandshlut- um. Grunnur Kortabókarinnar er að mestu leyti byggður á gögnum frá Landmælingum fslands, Nátt- úrufræðistofnun íslands og Raun- visindastofnun Háskóla Islands. 125 bls. Mál og menning, 2000. BÓKIN getur ekki annað en talist sannkallaður fengur í ferðalagið, enda hefur hún nú fengið fyrstu verðlaun á alþjóðlegri ráðstefnu í Kalifomíu um bestu kortagerð á þessu ári. Skemmst er að minnast íjórðungskortanna sem komu út í fyrra og hrepptu einnig fyrstu verðlaun. Þar voru sömu aðilar að verki enda er Kortabókin byggð á ijórðungskort- unum góðu. Hvert kortanna sextíu er þannig skorið að það þekur 2835 fer- kílómetra svæði, 63 kílómetra frá norðri til suðurs og 45 kílómetra frá vestri til austurs. Fyrir vegfarendur er kortabók sem leikur á gormum mun hentugri kost- ur en kort sem þarf að fletta sundur og brjóta saman, einkum ef menn eru einii' á ferð. Kortabók Máls og menn- ingar hefur einnig skýrleikann sér til ágætis. Það er auðvelt að koma auga á það sem máli skiptir, jafnvel þótt ör- nefni sumra kortanna virðist nær óteljandi. A jöðrum hvers korts em þríhymingar með númemm sem vísa til næstu korta svo auðvelt er að finna framhaldið. Þá em áttirnai’ gefnar upp með því að hverju korti er skipt í kross sem einungis er sýndur á spáss- íunni fyrir miðju korti. Aðrar stefnur era einnig merktar á spássíunni og nýtast afbragðsvel sem örnefnavísir í nafnaskrá. Þannig má segja að leiðarljós teym- isins, Amai's og félaga, sé nokkurs konar naumhyggja. Reynt er að skipa hlutunum þannig að kortin séu hófstillt og njóti sín sem best í hreinleik sínum og fáguðum litum. Fátt skyggir á hæðalínur og skörp skil jjósra flata og dökki-a, en skuggar til að lýsa bratta em með aíbrigðum vel gerðir. Þannig em kortin unun á að líta. Hins vegar hefði að ósekju mátt bæta við annarri síðu með skýringum þar sem gerð væri grein fyrir hraun- breiðum, mýrarflákum, söndum og skóglendi. Fyrir flesta íslendinga Hans H. Ólafur Hansen Valsson sem komnir em á legg em tákn þessa efnis eitthvað sem liggur í augum uppi, einkum ef maður er alinn upp við gömlu góðu aðmírálskortin. Öðra máli gegnir um ungt fólk og útlendinga. Það hefði kostað eina skýringasíðu að bæta við upplýsing- um um það grafiska táknmál sem hvarvetna blasir við á kortunum en ókunnugir þekkja ekki gjörla. Þá saknar maður tákna um hverasvæði eða laugar, þessi sérkenni íslenskrar náttúra sem laða að svo marga ferða- menn, innlenda sem erlenda. Og úr því þetta er nefnt mætti einnig spyrja hvers vegna ekki vom gerð sérkort með bensínstöðvum og þeim bætt inn á þéttbýliskortin. Eflaust hefði mátt fá olíufélögin til að borga slíka tákna- gerð á sérkorti með tilheyrandi nafnaskrá. Bensínstöðvar era ferða- löngum ekki síður mikilvægar en söfn og sundlaugar. Vissulega spyrja einhveijir ferða- menn hvers vegna vegalengdum er sleppt á kortunum í kortabókinni. Þeim var reyndar einnig sleppt á fjórðungskortunum. Til að halda hreinleik kortanna er ákvörðun kortagerðarmanna Máls og menning- ar skiljanleg. Aftast í Kortabókinni era gefnar upp vegalengdir milli sext- íu og tveggja helstu áfangastaða á landinu og ætti það að nægja. Þá er með lengdarmáh undir hveiju korti næsta auðvelt að geta sér til um vega- lengdit' milli minni staða. Kortabók Máls og menningar á ef- laust eftir að falla vegfarendum vel í geð svo skýr og hentug sem hún er. Þá má þegar sjá í henni góðan grann fyrir frekari landvinninga þeirra Am- ar, Hans og Ólafs. Möguleikamir virðast ótæmandi því hafi Islendingar og útlendingar ferðast um landið hingað til má búast við að þau ferða- lög margfaldist á komandi áram og áratugum. Lengi býr að fyrstu gerð, og verður ekki annað séð en Korta- bókin sem út kom í liðnum mánuði eigi framtíðina fyrir sér. Kostir henn- ar og notagildi era augljós, enda hafa gæðin ekki farið fram hjá ráðstefnu- gestum um alþjóðlega kortagerð vestur í Kalifomíu. Það er því næg ástæða til að óska kortadeild Máls og menningar til hamingju með þá Öm Sigurðsson, Hans H. Hansen og Ólaf Valsson, og vel heppnað framlag þeirra til íslenskrar ferðamennsku. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.