Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 25

Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 25 Urval norrænna barnabóka BÆKUR H a n d b ó k „LÁSGLADJE I NORDEN“ - „Barn- och ungdomsböcker pá átta sprák.“ Red. Thomas Rönström. Nordiska Iitteratur- och bibliotekskommittén. NORDBOK, 2000 - 160 s. NORRÆNA ráðherranefndin og NORDBOK hafa gefið út handbók sem geymir úrval norrænna barna- bóka á öllum átta tungumálunum sem töluð eru á Norðurlöndunum. Fyrir utan þau fimm tungumál sem venjulega er talað um í nor- rænni samvinnu eru þarna líka barna- og unglingabækur á fær- eysku, grænlensku og á samísku. Skráin er afrakstur þróunarverk- efnis sem kallaðist „Ett lásande Norden“ og var meginmarkmið þess að beina kastljósinu að lestri barna og unglinga og þeim mikla fjársjóði sem finnst í barnabókum þessara þjóða. Tilgangurinn með þessari handbók er að hafa til taks upplýsingar um efni sem getur virkað lestrarhvetjandi og veitt kennurum og foreldrum handhæga skrá um hvað er til af bókum fyrir börn á ýmsum aldri. Formáli bókarinnar er á öllum átta málunum og eru þær Sigríður Matthíasdóttir á Selfossi og Krist- ín Birgisdóttir í Mosfellsbæ ábyrg- ar fyrir íslenska hlutanum. Síðan koma skrár þar sem taldar eru upg bækur á hverju máli fyrir sig. I skránni er bókunum skipt upp eftir aldri lesanda, 6-9 ára, 10-12 ára og 13-15 ára. Innan hvers aldurshóps er bókunum raðað þannig að fyrst koma bækur á frummáli, þá koma bækur sem þýddar hafa verið af öðrum norrænum tungum og loks er úrval erlendra bóka sem komið hafa út á viðkomandi máli. Fljótt álitið virðist mér að bækurnar í skránni séu allar nýlegar og aðeins örfáar eldri en 10 ára, en þó eru þær valdar út frá því sjónarmiði að þær séu skemmtilegar og hvetj- andi og að allir geti haft gaman af að kynna sér þær. Með hverri bók fylgir stutt umsögn á frummálinu, en íslensku bækurnar fá líka um- sögn á sænsku, og finnsku bókun- um er skipt í tvennt þar sem ann- ars vegar eru bækur skrifaðar á finnsku og hins vegar á sænsku. Pað sem vakti athygli mína sér- staklega hvað varðar þýðingarnar er hversu lítið er af norrænum bókum sem þýddar hafa verið á ís- lensku fyrir aldurshópinn 13-15 ára þar sem norrænar bókmenntir eru verulega auðugar. Það sem skráð er og þýtt af öðrum tungum á íslensku er líka heldur fátæklegt. Ritið sjálft er fallegt og mikið myndskreytt og myndir úr barna- bókunum sjálfum hafa verið notað- ar til að skreyta ritið. Ritið er vel aðgengilegt og með höfundalykli þar sem sjá má hverja bók og þau mál sem hún hefur verið þýdd á. Þótt aðaltilgangurinn með út- gáfu þessarar handbókar sé að hvetja til lestrar held ég að ekki síður gætu bókaútgefendur nýtt sér þetta verk og fengið hér yfirlit yfir hvað er eftirsóknarverðra bóka á markaði á hinum Norður- löndunum. Sigrún Klara Hannesdóttir Ökindur á atómöld BÆKUR S j 6 n v a r p s m y n d LEYNDARDÓMAR ÍSLENSKRA SKRÍMSLA Leiksljóri: Kári G. Schram. Hand- ritshöfundur: Kári G. Schram og Þorvaldur Friðriksson. Tónskáld: Jóhann Jóhannsson. Kvikmynda- taka: Ægir Guðmundsson, Kári G. Schram, Guðmundur Bjartmars- son. Klipping: Þuríður Einarsdótt- ir. Framleiðandi Andrá/RÚV. Árgerð 2000. ÞVÍ miður er fólk sjaldnast með myndavélar á lofti, því síður kvik- myndatökuvélar, þegar yfirnátt- úrlegir hlutir birtast þeim. Eða, öllu frekar, sem betur fer. Tilveran væri ólíkt gi'ámuskulegri ef engin væri dulúðin. Annars kemur fram í „Leyndardómum íslenskra skrímsla", nýju heimildarmyndinni hans Kára G. Schram, að áhöld eru um hvort nykrar, fjörulallar, ormar og önnur alkunn vatnaskrímsli úr íslenskum sagnaheimi eru yfirskil- vitleg eða ekki. Örnólfur Thorlacius bendir á að með tilkomu nýrri og fullkomnari tækni eigi sjálfsagt eft- ir að finnast tegundir sem þá verða ekki lengur „yfirnáttúrleg fyrir- brigði“, heldur þekktur hluti af um- hverfinu. Sögur af kynjaverum í sjó og vötnum eru algengar í öllum lands- hlutum og eðlilegur þáttur í reynsluheimi eldra fólks fram yfir miðja öldina. Sagnirnar lifa enn góðu lífi og sífellt bætist við, og margir trúa og vilja trúa á tilvist slíkra fyrirbrigða. Einn þeirra er Þorvaldur Friðriksson. Hann hefur safnað saman slíkum sögum um landið, og þeir Kári leiða okkur á fund sögumanna, einkum við Arnar- fjörð, Breiðafjörð, Lagarfljót og Kleifarvatn. Margar mergjaðar lýs- ingar innanum af upplifun manna á óútskýranlegum atburðum. Einna svæsnust var lýsingin á eyðilegg- ingu sæsímakapalsins í Lagarfljóti sem viðmælandi Kára varð vitni að fyrir fáeinum árum. Engin þjóðtrú á ferðinni eða hvikular sögur heldur áþreifanlegar staðreyndir. Kári ræðir jafnan við sjónarvotta og slík viðtöl gefa myndinni gildi, taka við af sagnariturum fyrri tíma og sýna að á atómöld eiga vísindin eftir mik- ið ónumið land, rétt við bæjardyrn- ar. Til skamms tíma hefur nútíma- maðurinn litið á tilvist óþekktra lag- ardýi'a sem hindurvitni eða hrein- ræktaðan uppspuna. Frásögur manna einsog Sigurðar Blöndal, fyrrum skógræktarstjóra á Hall- ormsstað, og markviss heimilda- söfnun á borð við myndina hans Kára breyta öragglega afstöðu margra, því flest erum við því marki brennd að þurfa að snerta hlutina til að sannfærast. Kári er því að vinna merkt starf og nauðsynlegt og gerir það á viðunandi hátt þótt það komi fullvel í ljós að ekki hefur verið mul- ið undir hann við kvikmyndagerð- ina. Við eigum mýmargar sögur til viðbótar og er vonandi að Kári fái rýmra fjármagn í áframhaldandi vinnu í þessum geira. Til stendur að Hal Hartley, sá ágæti kvikmynda- gerðarmaður, geri næstu mynd sína hér á landi og þar komi skrímsli við sögu. Slíkt ætti að ýta enn frekar undir almennan áhuga á þessu hálf- gleymda, heillandi tilbrigði við hljómkviðu náttúrunnar. Sæbjörn Valdimarsson Hluthafafundur 9 Landsbanka Islands hf. r Hluthafafundur Landsbanka Islands hf. veröur haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, miövikudaginn 26. júlí 2000 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Tillaga bankaráðs um hækkun hlutafjár um kr. 345.703.621,- með útgáfu nýrra hluta. Tillagan gerir ráð fyrir að hluthafar í Landsbanka íslands hf. falli frá forgangsrétti sínum, samkvæmt 1. mgr. 34. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög, til að skrá sig fyrir hinum nýju hlutum en veiti Philadelphia International Equities inc. forgangsrétt til að skrá sig fyrir hinum nýju hlutum. Einnig er lagt til að áskrifanda sé veitt heimild til aö greiða fyrir hina nýju hluti með hlutum í The Heritable And General Investment Bank Ltd. Tillagan felur í sér breytingu á 4. gr. samþykkta bankans. 2. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur, greinargerð bankaráðs, sérfræðiskýrsla, eftirrit reikninga síðasta reikningsárs, skýrsla bankaráðs um þau atriöi sem verulegu máli skipta um fjárhagslega stöðu bankans og breytingum hafa tekið eftir aö reikningar voru gerðir ásamt umsögn endurskoðenda um fýrrgreinda skýrslu stjórnar munu liggja frammi á skrifstofu bankans, aö Laugavegi 77, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir hluthafafund. Aögöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu Landsbankans að Laugavegi 77, Reykjavík dagana 24. og 25. júlí. Atkvæöaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins. Bankaráð Landsbanka íslands hf. l§róttir á Netinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.