Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 33
.........
UMRÆÐAN
Hvers virði eru rannsóknir,
þekking og reynsla?
ÞAÐ HEFUR lengi
tíðkast hér á landi að
allt sem kallað er rann-
sóknir er jafngilt. Virð-
ist þar engu máli skipta
hvemig staðið er að
hlutunum, hvort um er
að ræða bréf, álitsgerð-
ir eða skýrslur, hvort
þær eru samdar af fær-
ustu sérfræðingum í
vísindasamfélaginu,
innlendum sem erlend-
um, eða leikmönnum.
Allt fær jafnt vægi.
Nýlegt dæmi er því
miður að finna í úr-
skurði Skipulagsstjóra
um mat á umhverfis-
áhrifum kísilgúmáms í Syðriflóa
Mývatns. Kísiliðjan lagði íram
frummakskýrslu um áhrif námu-
vinnslu á nýju svæði og fylgdu því
gögn og mat á rannsóknum frá mörg-
um aðilum, innlendum og erlendum,
enda hafa samfelldar rannsóknir ver-
ið stundaðar á Mývatni í þrjátíu ár.
Skipulagsstjóri leitaði umsagna frá
fjölmörgum aðilum, lögboðnum og
öðmm. Flestir þeir sem
fjölluðu um rannsókna-
þáttinn vom vísinda-
menn sem komu víða
að, frá Háskóla íslands,
N áttúrurannsóknast-
öðinni við Mývatn,
Náttúrufræðistofnun
Islands, öðmm rann-
sóknastofnunum, Verk-
fræðistofunni Vatna-
skilum sf., Vegagerð-
inni oH. Auk þess vom
þrír skandinavískir
vatnalíffræðiprófessor-
ar látnir skoða málið.
Kísiliðjunni var gert að
leggja fram frekara
mat á áhrifum væntan-
legs kísilgúmáms í Syðriílóa.
Eftir að frekara mat var lagt fram
leitaði Skipulagsstofnun aftur álits,
bæði á nýju gögnunum og óskaði end-
urmats á eldri gögnum eins og lög
gera ráð fyrir. Einnig leitaði Skipu-
lagsstofnun ráðgjafar hjá ungum
verkfræðingi (f. 1972) og starfsmanni
Olíudreifingar ehf., Gesti Guðjóns-
syni, sem jafnframt er umboðsmaður
Mývatn
Mér þykir það furðu
sæta, segir Gísli Már
Gíslason, að upplýsing-
ar vísindamanna með
áratugareynslu í rann-
sóknum á vatnafræði og
vistfræði og sérþekk-
ingu á Mývatni skuli
ekki vera notaðar.
Dönsku vatnafræðistofnunarinnar
(DHI Water & Environment) á ís-
landi. Þessi ráðgjafi hóf störf hjá
Olíudreifingu ehf. fljótlega eftir að
hann lauk námi og hefur starfað þar
sl. 2 ár. Hann hefur litla sem enga
rannsóknareynslu. Skipulagsstofnun
skrifaði beiðni á íslensku til umboðs-
mannsins og var stofnunin beðin um
álitsgerð um strauma, setflutninga
og hvemig minnka mætti áhrif kísil-
náms á lífríki Mývatns. Ólíklegt er að
aðrir en umboðsmaðurinn hafi getað
lesið þessar bréfaskriftir. Það vekur
athygli að matsskýrslan var ekki
þýdd á erlent tungumál, sem bendir
til þess að enginn sérfræðingur
Dönsku vatnafræðistofhunarinnar
hafi getað kynnt sér málið til hlítar.
Beiðni Skipulagsstofnunar er dag-
sett 16. maí 2000, Danska vatnafræði-
stofnunin tekur við málinu formlega
30. maí 2000 og 16. júní liggur fyrir
skýrsla þeirra, dagsett 22. maí! Lát-
um liggja milli hluta hversu lítinn
tíma þurfti til að vinna álitsgerðina.
Það sem vekur mesta athygli hér er
að álitsgerðin byggir ekki á neinum
útreikningum, engum rökstuðningi,
engum tilvitnunum í innlendar eða
erlendar rannsóknir, og er ekki ann-
að að sjá en að öll álitsgerðin byggist
á visku höfundar og hugsanlega ein-
hverra starfsmanna Dönsku vatna-
fræðistofnunarinnar sem höfundur
uppfræddi. Enn leitaði Skipulags-
stofnun frekari skýringa 3. júlí, sem
hún fékk í formi nýrrar álitsgerðar
Gísli Már
Gíslason
umboðsmannsins, sem dagsett er 6.
júlí, og var sama marki brennd og
fyrri álitsgerð. Úrskurður Skipulags-
stofnunar byggist alfarið á þessum
álitsgerðum. Hann byggist ekki á
niðurstöðum áratugarannsókná*'-
flóknum líkönum byggðum á mæling-
um um strauma og setflutninga eða
innlendri og erlendri þekkingu um
vistfræði Mývatns og annarra
grunnra vatna.
Þegar leitað var álits Dönsku .
vatnafræðistofnunarinnar á þessum '
,„vel unnu álitsgerðum“, svo vitnað sé i
í skipulagsstjóra, segir Asger Kej,
forstjóri stoftiunarinnar, í rafbréfi til f
undirritaðs 14. júlí sl. að þetta séu {
bréf sem ekki megi nota sem vísinda- 1
legar skýrslur (men brevenes form
og indhold kan bestemt ikke opfatte^
som „videnskabelige rapporter").
Mér þykir það furðu sæta að upp-
lýsingar vísindamanna sem hafa ára-
tugareynslu í rannsóknum á vatna-
fræði og vistfræði og með
sérþekkingu á Mývatni skuli ekki
vera notaðar, en í stað þess sé farin
sú leið að fá lausamann til þess að {
gera álitsgerð, sem viðkomandi virð- '
ist ekki hafa vald á, og að ríkisstofnun |
byggi gagnrýnilítið niðurstöðu sína á 1
slíku. Hver eru skilaboðin til vísinda-
samfélagsins?
Höfundur er fommður stjómar
Náttúrurannsóknastöðvarinnar við
Mývatn og prófessor í vatnalíffræði
við Háskóla íslands.
<>
Utúrsnúniiigar
einangrunarsmna
UNDANFARIÐ hef-
ur farið fram hér á síð-
um blaðsins lítil og
nokkuð skondin mið-
sumarsdeila um
Evrópusamstarf og full-
veldishugtakið. 14. júlí
ritar Páll Vilhjálmsson,
fulltrúi og fyrrverandi
ritstjóri Vikublaðsins -
skammlífs málgagns ís-
lenskra sósíalista -
grein undir fyrirsögn-
inni: „Mótsagnir ESB-
sinna“. í skrifum sínum
kýs Páll að misskilja
grein mína frá 12. júlí,
auk þess sem hann beit-
ir fyiir sig afar langsótt-
um útúrsnúningum að hætti þeirra
sem hafa veikan málstað að verja.
Evrópusamstarf og fullveldið
Umræðan snýst um stöðu íslands í
Evrópusamstaríi. Ég hef ásamt öðr-
um haldið því fram að því miður sé
EES-samningurinn þannig upp-
byggður að með auk-
inni samvinnu Evrópu-
sambandsríkja minnki
mikilvægi hans í nánast
jöfnu hlutfalli. Að nú sé
svo komið að samning-
urinn sé orðinn að neð-
anmálsgrein í Evrópu-
samvinnu og
aðildarríki hans utan
ESB séu orðin hom;
rekur í samstarfinu. í
kjölfarið hefur aðkoma
íslendinga að ákvörð-
unum sem síðar verða
að lögum á öllu EES;
svæðinu takmarkast. í
greininni benti ég á þá
augljósu fullveldis-
skerðingu sem það felur í sér að við-
taka lög án þess að hafa áhrif á mótun
þeirra. Ennfremur benti ég á þá
breytingu sem orðið hefur á viðfangs-
efnum fullvalda ríkja og þeirri stað-
reynd að í nútímasamfélögum séu
ríkin ekki lengur einráð um eigin mál-
efni. Utanaðkomandi áhrif séu orðin
Evrópusamstarf
✓
Treysti ég Islendingum
vel, segir Eiríkur
Bergmann Einarsson,
til að taka þátt í
alþjóðasamfélaginu til
jafns við aðrar þjóðir.
það mikil að til að tryggja áhrif á eigin
málefni þurfi ríkin að vinna saman.
Ég tók dæmi af umhverfismálum.
Hið fullvalda ríki getur ekki ákveðið
eitt og sér að innan landamæra þess
sé ekki mengun, alltént ekki ef meng-
unin berst að utan. Til þess að ná utan
um viðfangsefnið þurfa ríkin að deila
fullveldinu og móta sameiginlega
stefnu í mengunarmálum. Evrópu-
sambandið er besta dæmið um þetta.
Aðildarríkin hafa komist að þeirri
Eiríkur Bergmann
Einarsson
niðurstöðu að það sé vænlegra til ár-
angurs í tilteknum viðfangsefnum að
deila með sér fullveldinu og takast á
við málefnið á Evrópuvettvangi frek-
ar en á þjóðríkjavettvangi.
Treysti íslendingum vel
í grein sinni segist Páll finna ein-
hverja mótsögn í þessari einföldu
skýringu minni. Hann dvelur þó ekld
lengi við það heldur dembir sér beint í
útúrsnúninga um meinta stórveldis-
drauma og raunveruleikafirringu
okkar sem teljum að kannski sé það
vænlegra fyrir íslendinga að taka
þátt í Evrópusamstarfi á jafningja-
grundvelli og sækja um aðild að ESB.
Þótt Páll hafi ekki mikla trú á getu
lands og þjóðar og vilji helst einangra
landið sem mest treysti ég íslending-
um vel til að taka þátt í alþjóðasamfé-
laginu til jafns við aðrar þjóðir.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og formaður félags frjálslyndra
jafnaðarmanna.
Eftirfarandi viöskipta-
númer voru vinningsaðilar
í Talló nr. 11
16507 16811 17219
16521 16825 17224
16522 16826 17227
16549 16828 17229
16552 16833 17239
16557 16837 17260
16566 16842 17266
16597 16847 17268
16609 16857 17271
16610 16867 17283
16611 16901 17284
16616 16902 17291
16628 16926 17301
16631 16933 17311
16634 16952 17333
16648 16959 17336
16649 16960 17340
16650 16963 17353
16652 16971 17379
16665 16987 17381
16669 16988 17396
16672 16992 17398
16692 16997 17412
16715 17017 17414
16725 17087 17431
16740 17090 17434
16747 17114 17449
16757 17119 17486
16764 17128 17496
16771 17129 17498
16775 17160 17509
16779 17175 17510
16793 17192 17511
16796 17203 17518
16802 17204 17522
17533 17898 18397
17538 17899 18407
17539 17908 18411
17543 17927 18416
17544 18018 18422
17554 18040 18424
17557 18052 18427
17567 18063 18433
17572 18075 18440
17618 18100 18450
17620 18106 18454
17627 18107 18455
17637 18109 18477
17639 18110 18486
17642 18112 18496
17674 18124 18502
17710 18127 18544
17721 18128 18570
17744 18138 18606
17747 18140 18615
17767 18147 18634
17768 18161 18640
17790 18167 18650
17791 18196 18652
17795 18210 18654
17796 18242 18680
17797 18249 18694
17823 18253 18699
17826 18260 18706
17840 18264 18713
17853 18281 18720
17854 18326 18722
17870 18344
17871 18374
17889 18380