Morgunblaðið - 19.07.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 39
MINNINGAR
HULDA
PÁLSDÓTTIR
+ Hulda Pálsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 5. júlí
1934. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogp 9. júlí síð-
astliðinn og fór útfbr
hennar fram frá
Bústaðakirkju 14.
júlí.
Elsku Hulda. Marg-
ar góðar minningar
rifjast upp í huga mér,
núna þegar ég fer að
hugsa til baka, allt frá
því að kynni okkar hóf-
ust sumarið 1987 er þú og Gulli þinn
fluttuð í Engjaselið. Við urðum strax
góðir vinir og hélst sú vinátta eftir að
ég fluttist úr Engjaselinu. Það kom
mjög á óvart að frétta að Hulda væri
dáin, ég vissi reyndar að hún hafði
verið eitthvað lasin. Hún vildi sem
minnst úr því gera, en aldrei vantaði
hana í vinnu og ég veit að hún átti
mjög erfitt með að segja nei þegar
hún var beðin að vinna aukavinnu.
Hulda talaði mikið um fjölskyldu
sína og bar mikla umhyggju fvTÍr
öllu sínu fólki, og sérstakt samband
var á milli þeirra systkinanna. Það
var gott að eiga Huldu fyrir vin, og
þau hjónin Hulda og Gulli sýndu syni
mínum Þorsteini Lár alveg sérstaka
hlýju.
Hulda varð fyrir miklum missi ár-
ið 1992 er hún missti Gulla, en á
sama sólarhring fæddi ég annan son
minn. Hulda gladdist með mér og
sagði mér að hún hefði getað sagt
Gulla frá fæðingu sonar míns.
Margs er að minnast og ég á eftir
að sakna þess að geta ekki hitt þig og
við spjallað saman eins og við gerð-
um svo oft.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Huldu fyrir samfylgdina gegnum ár-
in og sérstök kveðja er frá Þorsteini
Lár, sem staddur er í Svíþjóð.
Sendum fjölskyldu Huldu samúð-
arkveðju.
Bryndís Þorsteinsdóttir
og fjölskylda.
Mig setti hljóða - mjög hljóða,
þegar systir mín í Vestmannaeyjum
hringdi til mín sunnudaginn 9. júlí sl.
og sagði mér að hún Hulda Pálsdótt-
ir, vinkona mín, væri dáin.
Maður skilur ekki alltaf þetta líf.
Og þar sem ég sat og hugsaði til
baka var nú margt sem kom upp í
hugann. Við Hulda áttum saman
mörg ævintýrin ef svo má að orði
komast, ævintýri bæði hérlendis og
erlendis, sem ekki verða rifjuð upp
hér og nú.
^“ffiBi
SÖLSTEJNAR vlð Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
Blómabúðin
öa^ðskom
v/ PossvogsUirkjugarð
Síml, 554 0500
Við Hulda erum báð-
ar innfæddir Vest-
mannaeyingar og erum
stoltar af því. Það var
hún Hulda og það er
ég, og við þekktumst
frá bamsaldri.
Hulda var áttunda í
röðinni af stórum
systkinahópi. Hún var
dóttir hjónanna Þór-
stínu og Páls í Þing-
holti í Vestmannaeyj-
um.
Við Hulda vorum
ekki bara vinkonur
heldur tengdar líka á
þrjá vegu. Elsta dóttir mín og bróð-
ursonur Huldu voru gift og eiga sam-
an einn son, sonur minn og systur-
dóttir Huldu eiga saman einn son og
svo síðast en ekki síst þó er einka-
sonur Huldu kvæntur frænku minni.
Hulda var bæði afasystir og ömmu-
systir tveggja ömmudrengja minna
og tengdamóðir frænku minnar.
Minningarnar hrannast upp núna,
Hulda mín, en það er svo langt síðan
við hittumst síðast og það var í Vest-
mannaeyjum og við skoðuðum mikið
af myndum og rifjuðum upp ýmis-
legt og var hlegið mikið og talað
langt fram á nótt.
Eg man ennþá fermingardaginn
hennar Stínu systur þinnar, við Stína
erum fermingarsystur nema ég var
fermd daginn á undan henni, svo ég
kom í Þingholt í fermingarveisluna
hennar og mikið man ég vel, ekki
bara þennan þennan dag heldur ótal
aðrar stundir í Þingholti. Þar var
ætíð svo gaman og hláturinn hafður í
fyrirrúmi, öll voruð þið svo glöð og
hress, allur þessi barnahópur var svo
samtaka um allt, og ég bara man
ekki eftir að upplifa annað en glað-
værð og ánægju í Þingholti. Og þetta
góða skap og hressleikinn var og er
ykkar veganesti út í lífið.
Það var alltaf svo gott að skreppa
yfír til þín í gamla daga, það hressti
mig ætíð. Hulda mín, einhvern veg-
inn töpuðum við hvor af annarri,
sennilega þegar ég fluttist austur til
Seyðisfjarðar. Leiðir okkar lágu ekki
saman eftir það, sem neinu nemur.
En síðast þegar ég hitti þig varstu
sama glaðværa vinkonan og það
geislaði frá þér hlýjan og vináttuþel-
ið sem áður. Hér á Seyðisfirði kynnt-
ist ég bróður þínum, hans konu og
börnunum þeirra og hjá þeim er
sama fína skapið og glaðværðin og
var hjá þér og var á æskuheimili
ykkar í Þingholti. Og alltaf þegar ég
hitti einhverja af frændum þínum
sjómönnunum, sem koma hingað á
Seyðisfjörð, finnst mér ég eiga dálít-
ið í þeim.
Að lokum vil ég biðja góðan Guð
að blessa son þinn og hans fjöl-
skyldu, stjúpson þinn og hans fjöl-
skyldu og alla vandamenn og vini. Og
Guð varðveiti þig og leiði, Hulda mín,
og með ljóði við eitt af okkar uppá-
haldsþjóðhátíðarlögum kveð ég þig
með söknuði og trega.
Ég veit þú kemur í kvöld til mín
þó kveðjan væri stutt í gær,
égtrúiektíáorðinþín
ef annað segja stjömur tvær.
Og þá mun allt verða eins og var
sko áður en þú veist, þú veist,
og þetta eina sem útaf bar
okkar á milli í friði leyst.
Og seinna þegar tunglið hefur tölt um
langanveg
þá tölum við um drauminn sem við
elskumþúogég.
Þín vinkona,
Guðrún Andersen, Seyðisfirði.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
HILMAR HALLVARÐSSON
vélfræðingur,
Aratúni 3,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 21. júll kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Landssamband hjartasjúklinga.
Hafdís G. Ólafsdóttir,
Sigrún Hilmarsdóttir, Benidikt Viggó Högnason,
Heiga Hilmarsdóttir, Máni Ásgeirsson,
Birgitta Hilmarsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁRNI HERBERG KETILL SKÚLASON,
Engimýri 6,
Akureyri,
lést laugardaginn 15. júlí.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 24. júlí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimilið Hlíð eða líknarfélög.
Laufey Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Veigar Árnason, Eva Ásmundsdóttir,
Skúli Rúnar Árnason, Arna Jakobína Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Við fráfall og útför
KRISTfNAR STEFÁNSDÓTTUR,
Dalbæ,
Dalvík,
þökkum við af alhug þeim fjölmörgu, sem sýndu
minningu hennar virðingu og fjölskyldu hennar
samúð og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
Arnar Sigtýsson, Málfríður Torfadóttir,
Sævar Sigtýsson, Sigríður G. Torfadóttir
og fjölskyldur,
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir og mágur,
ÞRÖSTUR PÉTURSSON,
Furugerði 15,
Reykjavfk,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 21. júlí kl. 15.00.
Drífa Björg Marinósdóttir,
Guðrún Margrét Þrastardóttir,
Halldór Pétur Þrastarson, Margrét Pálsdóttir,
Anna Kaja Þrastardóttir, Edwin Karl Benediktsson,
ívar Örn Þrastarson, Unnur María Þorbergsdóttir,
Þröstur Már Þrastarson,
Ægir Pétursson, Brynhildur Pétursdóttir,
og afastelpurnar Eva Björk, Andrea Diljá, Sunneva,
Sara, Heiða Rut, Halldóra Líf og Karítas Björg.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSTA MARGRÉT AGNARSDÓTTIR
frá Heiði,
Víðgrund 16,
Sauðárkróki,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 22. júlí kl. 11.00.
Marsibil Hólm Agnarsdóttir,
Agnar Búi Agnarsson,
Jóhannes Agnarsson,
Benedikt Agnarsson,
Magnús Agnarsson,
Ásta Margrét Agnarsdóttir,
Ingibjörg Agnarsdóttir
Anna Snæbjört Agnarsdóttir, Páll Þórir Pálsson,
Sigurður Heiðar Agnarsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir,
Jón Eiríksson
og ömmubörn.
Kristfn Reginbaldursdóttir,
Hrafnhildur Pedersen,
Marfa Angantýsdóttir,
Guðlaug Einarsdóttir,
Gunnar Magnússon,
Hjartkær systir mín,
BERGLJÓT JÓNA GUÐNÝ SVEINSDÓTTIR,
Dalbraut 18,
Reykjavík,
sem lést á Landakotsspítala þriðjudaginn
11. júlí sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík fimmtudaginn 20. júlí kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jónína Margrét Sveinsdóttir.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Skúlagötu 64,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu-
daginn 21. júlí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
líknarstofnanir.
Hörður Harðarson, Guðný Guðnadóttir,
Brynja Áslaug Sigurðardóttir, Árni Friðriksson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR TÓMASDÓTTUR,
Efstaleiti 12,
Reykjavík.
Halldóra Þorvaldsdóttir, Magni Guðmundsson,
Guðrún Þorvaldsdóttir, Magnús Siguroddsson,
Þorsteinn Þorvaldsson, Þorbjörg Valdimarsdóttir,
Tómas Þorvaldsson, Helga Norland,
barnabörn og barnabarnabörn.