Morgunblaðið - 19.07.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.07.2000, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Á meðan þaer sitja þarna inni yfir kaffi er ég lokaður úti með nýja rhvolpinum hennar Önnu Ljóska Ferdinand BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er nú okrað? Frá Kristni Snæland: ÁGÆTA grein ritaði Marías Sveins- son strætisvagnabílstjóri hér í Morgunblaðið nýlega. Lýsti hann yfir skilningi og samstöðu með Sleipnismönnum í erfiðu verkfalli þeirra. Er Maríasi sómi að grein sinni, mættu fleiri bifreiðastjórar taka undir stuðning við Sleipnis- menn. Vandi þeirra er helstur sá að fjöldi hópferðabíla er í eigu fjöl- skyldufyrirtækja sem af eðlilegum ástæðum geta mannað a.m.k. hluta bílanna með fjölskyldufólki. Þetta er algengt og þar við bætist að þegar þörf er fleiri ökumanna þá eru kall- aðir til vinir og kunningjar eða menn úr öðrum störfum sem eru lausir tíma og tíma. Þetta eru til dæmis kennarar og aðrir sem vegna starfa eiga löng frí. Allt þetta lið gengur ógjaman í Sleipni þótt unnið sé við hópferðaakstur tíma og tíma. Af þessu leiðir að giska má á að ein- ungis lítill hluti ökumanna hópferða- bíla eigi heima í félaginu. Þetta veik- ir mjög félagslega baráttu Sleipnis og kallar á að bifreiðastjórar al- mennt styðji kjarabaráttu félagsins svo sem unnt er, þó með óbeinum hætti sé. Stuðningur við Sleipnis- menn felst ekki í þeim gífurlega áhuga sem sumir leigubílstjórar hafa á að komast í flugvallarakstur- inn, frá og til Keflavíkur. Þessi græðgi kom vel fram hjá fram- kvæmdastjóra Bæjarleiða í sjón- varpi nýlega. Hann talaði um vanda- máÚð við Leifsstöð og að leigu- bílstjórar í Keflavík réðu ekkert við álagið, þessvegna ættu leigubílar úr Reykjavík að mega koma til og leysa vandann. Þessi afstaða er röng og vitnar um það hugarfar að vera til- búinn að klóra augun úr keppinaut- unum. Staðreynd er að hinir 40 leigubílar í Keflavík hafa fullkom- lega ráðið við alla venjulega þörf íyrir akstur frá Lerifsstöð. Núna í verkfalli Sleipnis hafa talsmenn þeirra fullyrt að bið eftir leigubílum við flugstöðina hafi verið um tuttugu mínútur á mestu álagstímum. Eng- inn hefur mótmælt þessu. Þeir sem hafa samúð með Sleipnismönnum í löngu og erfiðu verkfalli ættu að óska þess að þessi umræddi biðtími farþega yrði miklu lengri. Menn skyldu athuga að vandræði almenn- ings vegna verkfalls eru sterkasta aflið til að launþegar nái samning- um. Þeir sem tala um að leysa vand- ræði fólks vegna verkfallsins eru einfaldlega að vinna gegn hagsmun- um Sleipnis. Ein afleiðing Sleipnisverkfallsins er sú að mjög er rætt um okur á því gjaldi sem Keflavíkurbílstjórar eru sagðir setja upp. Talsmenn þeirra fullyrða að þeir hafi samþykkt frá samgönguráðuneyti um að þeir megi taka 2000 kr. sætagjald til Reykjavíkur. Með því gæti fjögurra farþega bíll frá Leifsstöð tekið átta þúsund krónur fyrir ferð til Reykja- víkur. Leigubílstjórar í Reykjavík aka suðureftir á fastagjaldi sem er núna 6200 kr. Átta farþega bíll frá Leifsstöð (úr Keflavík) tæki þá með sætagjaldi 16000 kr. fyrir ferðina til Reykjavíkur en samskonar bíll úr Reykjavík tekur fyrir ferð þessa að- eins 7900 kr. Nú munu Keflvíking- arnir hafa nýtt sér sætagjaldstaxt- ann til hins ýtrasta og má með nokkrum rétti kalla það okur. Furðusaga DV um 20 þúsund króna sætagjald er vísast bull eða mis- skilningur sem líklegra er. Það ofur- kapp sem nokkrir leigubílstjórar leggja á að leysa vanda flugfarþega vegna verkfallsins er líka bull og þó fremur græðgi sem þeir eiga að skammast sín fyrir og leggja af. Styðjið félaga ykkar í erfiðu verk- falli og sláist ekki um molana, það yrði stéttinni til sóma. KRISTINN SNÆLAND, leigubílstjóri. Fyrirspurn til Haf- rannsóknastofnunar Smáfólk I UJ0KE UP LA5T NI6UT BITIN6 MY T0N6UE.. ^ (I U5EPT0P0TWAT \ UJHEN I UJA5 A PUPPY.J VjT REALLY |4URT5_/ BUT N0T A5 BAP AS 5TEPPIN6 0N YOUR EAR5.. i \ 1 I i 7-04-00 1 ö Ég vaknaði upp við það í nótt Ég gerði þetta gjaman En ekki eins vont og það að ég beit í tunguna á mér. þegar ég var hvolpur, að stíga á eyrun á sér. það er svo sárt. Frá Sveini Porsteinssyni: AÐ UNDANFÖRNU hef ég undir- ritaður verið að tjá mig um vist- vænar fiskveiðar fyrir Mið-Norður- landi, frá Skagatá að vestan og að Gjögrum að austan, svo langt út frá þessum grunnpunktum sem fiski- fræðingar teldu vænlegt að gera. Ég veit að hafrannsóknir eru flóknar og erfiðar viðfangs og þess vegna datt mér í hug hvort ekki væri vænlegt ef hægt væri að taka fyrir afmarkað hafsvæði og kanna það til hlítar eða eins og frekast er unnt. Stunda aðeins krókaveiðar (lína og handfæri) á þessu svæði og kanna veiðiþolið, t.d. með sóknar- dagakerfi og eða aflamarki. Gera svo samhliða þær rannsóknir sem fiskifræðingar telja að þurfi á botn- gróðri og öðru í lífríki svæðisins. Eg er viss um að veiðiþolið er meira en nú er af látið og mun auk- ast með vistvænum veiðum. Ég geri það að tillögu minni að í Siglufirði verði sett á fót rann- sóknaraðstaða fyrir þá er hugsan- lega sinntu þess- um þessum rann- sóknum ásamt því að hér í Siglufirði yrði gert út rann- sóknarskip af þeirri stærð er hentaði þessum rannsóknum. Þessar rann- sóknir, ásamt því að veiði á bolfiski yrði aukin á þessu svæði, yrðu þá til stórfelldrar atvinnusköpunar á þessu svæði öllu sem liggur að áð- urnefndu hafsvæði og þar myndu skapast auknar tekjur fyrir þjóðar- búið allt og myndi líka auka veiði- heimildir þeirra sem fyrir eru en jafnframt því yrði framsal á veiði- heimild ekki leyft. Það er ósk mín að Hafrann- sóknastofnun láti álit sitt í ljós á þessum hugmyndum. SVEINN ÞORSTEINSSON, Hvanneyrarbraut 60, Siglufirði. Sveinn Þorsteinsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.