Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 53
■sWiUAv.I a^.ajJxa ■simjíávj f
S1 _________ _ . . .. EINAIÍÓ1Ð MEÐ
KRI NGLULili # KHSI
FYRIR
990 PUIIKTA
FERÐU i BÍÚ Kringlunni 4-6, sittn 5UB 0800
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. b. í. 12. Vit nr. 102 ■nxGn’AL
Sýnd kl. 3.45. Vit nr. 14
§ Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari upplýsingar á vit.is
■SWrUAxti j8*Maiixa .'CW:u10v,.j AiMai
FYRIR
990 PUNKTA
FERÐU í BÍÓ
BÍCECEG
R£ONHOCriNN
I
tpaip., a
MMmÉ ^ Jnk
Þessi frábæra hasarmynd Bruckheimers fór beint í toppsætió um
síóustu helgi í Bandarikjunum. Stærsta opnun fyrir Nic Cage.
Fyrsta alvöru þrusumynd sumarsins. Fyrsta frumsýning í Evrópu
KVIKMYfJIHk IS Óft HAUSVf RK IS
Sýnd kl. 5.50,8 og 10.10. a i. 12. Vit nc 102
m\mm ■«u»8t Sýnd kl. 10.20. Mlffi Sýnd kl. 6,8 og 10.
sitar wu. Sýnd kl. 6. Isl. tal Julia __ v Roberts Erin1 BrocKovich Sýnd kl.8.
ívfý Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari upplýsingar á vit.is
X-men á netinu: www.skifan.is/x-men
Bænarorð læknis George Best til breskra barþjóna_____________________|| Leikkonan Thandic Newton gagnrýnírfordoma i Hollywood
Meinið honum
um mjöðinn
ÞAÐ VAKTI mikla athygli í Bretlandi um helgina þeg-
ar læknir knattspyrnugoðsagnarinnar og drykkjurúts-
ins alræmda George Best biðlaði til allra breskra bar-
þjóna að þeir neituðu að selja honum áfengi. Læknirinn
umhyggjusami greip til þessa neyðarúrræðis í kjölfar
þess að Best var hirtur upp úr stræti Lundúnaborgar
meðvitundarlaus vegna ofneyslu áfengra drykkja. Nú
hefur læknirinn varað skjólstæðing sinn við því að ef
hann hætti ekki þegar í stað að smakka það muni hann
hljóta verra af - jafnvel horfast í augu við manninn
með ljáinn því heilsan sé þegar farin að bresta.
Ekki fylgir sögunni farið sé að reyna á barþjónana
bresku - hvort þeir hafi orðið við bón læknisins - en
Best kveðst vera kominn á rétta sporið enn á ný. Hann
hvarf af landi brott í kjölfar nýjasta fallsins og hélt í
stutt frí í því skyni að safna kröftum og endumýja lík-
ama og sál. Einhverjum þykir þó griðastaðurinn sem
Best valdi fremur gmggugur því hann dvelur nú á
Costa del Sol, nánar til tekið í Puerto Banus en sá stað-
Breska blaðið The Sun birti í fyrradag þessa bón til
breskra barþjóna.
ur er hvað frægastur fyrir það hversu marga bari er
þar að finna eða að minnsta kosti fímm hundruð tals-
ins. Breska slúðurblaðið The Sun veltir því mikið fyrir
sér hvað Best sé eiginlega að hugsa að fara þangað í
því andlega ástandi sem hann virðist vera og telur
hann æði brattan að ætla sér að standast slika freist-
ingu.
Robbie gefur sig allan
FYRIR þá aðdáendur ókurteisa
poppprinsins Robbie Williams sem
vildu helst eiga einhvern hluta af
goðinu er alls ekkert ólíklegt að
pilturinn sé reiðubúinn að gefa sig
allan. Það er að minnsta kosti það
sem pilturinn gerir í nýjasta
myndbandi sínu „Rock Dj“. Þar
stendur hann í miðju hjólaskauta-
svæðis og reynir að fanga athygli
hers táningsfyrirsætna með dansi
og látalátum án árangurs. Þetta
reynist honum erfiður biti að
kyngja þannig að pilturinn bregður
til sinna ráða og byrjar að klæða sig
úr fötunum. Robbie stendur loks
nakinn en fyrirsætuherinn er enn
ósnortinn. En enginn verður óbar-
inn biskup og Robbie lætur ekki þar
við sitja heldur byrjar að klæða sig
Úr skinninu og tekur svo að kasta
innyflum sínum til stelpuskarans og
nú er engu líkara en að kiknandi
hnjáliðir hersins slái í samhljóma
takti. Stelpurnar hafa mikla lyst á
því sem Robbie hefur upp á að bjóða
og strjúka jafnvel innyflunum hans
við varir sínar og kinnar. Oftar en
ekki er kvikmyndatökuvélinni beint
að fyrirsætunni Elizabeth Jagger,
fjórtán ára dóttur „vara“-söngvar-
ans Mick Jagger og fyrirsætunar
Jerry Hall, sem sleikir út um við at-
hæfið. Það kom því fáum á óvart að
myndbandið var bannað til dags-
sýningar á sjónvarpsstöðvum BBC.
Fyrir þá sem hafa velt undarlegri
hegðun piltsins í Laugardalshöll-
inni fyrir sér þá gæti ástæðan fyrir
látalátunum verið sviðskrekkur. í
nýlegu viðtali við piltinn var hann
nefnilega spurður hvernig tilfinning
það væri að stíga upp á svið.
„Stundum er það eins og að
ganga inn í óttann,“ svaraði Robbie.
„Þetta er eins og fara í fyrsta fall-
hlífarstökkið með leiðbeinanda sem
er kálhaus. Ég er leiðbeinandinn og
neminn og veit engan veginn hvort
fallhlífin opnist eða ekki.“
Væntanleg breiðskífa Robbie
Williams mun bera nafnið „Sing
When Your Winning“, en hún kem-
ur í búðir 28. ágúst næstkomandi.
Burt með
ljóskurnar
HIN GULLFALLEGA Thandie
Newton, sem Tom Cruise dregur
á tálar í tryllinum Mission
Impossible-II þessa dagana, hefur
skorað á kvikmyndaleikstjóra
Hollywood að gefa fólki af ólíkum
þjóðaruppruna tækifæri innan
kvikmyndannna.
Thandie, sem er sjálf dóttir af-
rískrar prinsessu og bresks föður,
segir að glysborgin verði að víkka
sjóndeildarhringinn í leikaravali
til að útrýma kynþáttafordómum
sem hún hefur sjálf eins og svo
margir aðrir þurft að finna fyrir.
„Þeir sem velja í hlutverk verða
að taka áhættu og þá munu þeir
komast að því að áhættan er ekki
einu sinni fyrir hendi. En það er
enn einhver smánarblettur fyrir
hendi og hann tengist algjörlega
neysluaukningarstefnu og pening-
um og hvort fjöldinn vill sjá ein-
hvern sem er ekki Ijóshærður."
Thandie ólst upp í Lukasa í
Sambíu þar til hún varð 11 ára og
þá flutti fjölskyldan til Englands.
Þar segpr Thandie að húðlitur
hennar hafi vakið athygli en
aldrei úlfúð og það var ekki fyrr
en á tökustað kvikmyndarinnar
Flirting sem hún fann í fyrsta sinn
fyrir fordómum. Þar lék hún eina
þeldökka nemandann í stúlkna-
skóia og var lögð í einelti fyrir
vikið. Thandie segir það skamm-
arlegt að segja frá að einu hlut-
verkin sem svörtum ieikkonum í
Hollywood eru boðin eru hlutverk
ambátta hvíta mannsins og það
verði nú einhæft til lengdar. í MI-
II leikur Thandie aðalkvenhlut-
verkið en það var ekki fyrr en eft-
ir að æskuvinkona hennar og eig-
inkona Cruise, Nicole Kidman,
hafði beitt þrýstingi á aðstandend-
ur myndarinnar að hlutverkið var
hennar en ekki einhverrar banda-
rísku akurdrottningarinnar.
Halle Berry, stjarnan úr hetju-
myndinni X-menn, hefur tekið
é
fkf m. *
▼
Tom Cruise og
Thandie Newton
mæta til
frumsýningar
á M:l-2.
undir þessi ummæli og segir ríkj-
andi kynþáttafordóma í borginni ^
vera fyrir neðan allar heliur og
breytinga sé vissulega þörf.
- o
ELLINGSEN
Grandagaröi2 | Reykjavík | sími 580 8500
--------------1----------1