Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Davið Pétursson
Á sýningunni voru dráttarvélar til sýnis sem voru meira
en hálfrar aldar gamlar.
Morgunbiaðið/Davíð Pétursson
Það voru margar glæsikerrur á sýningunni á Hvanneyri.
Fornbílasýning
á Hvanneyri
Grund -1 tilefni þess, að 60 ár
eru liðin frá því að fyrsti vísir að
Búvélasafni á Hvanneyri varð
til, var landsmót Fornbflaklúbbs
íslands haldið á Hvanneyri laug-
ardaginn 12. ágúst, samhliða af-
mælishátíð Búvélasafnsins.
Um 30 eðalvagnar, 40 ára og
eldri, komu á staðinn og voru til
sýnisþeim u.þ.b. 600 gestum
sem heiðruðu afmælisbarnið
með nærveru sinni. Gaman var
að sjá þessa lest gamalla bfla
aka um staðinn á Hvanneyri á
eftir þremur dráttarvélum, sem
voru meira en hálfrar aldar
gamlar.
Hátíðagestur Búvélasafnins
var Sæmundur Sigmundsson,
sérleyfishafi, sem var þarna
mættur með þrjá eðalvagna
sína: Reo rútu (M-68), árgerð
1947, Ford fólksbfl (M-5), ár-
gerð 1927 og Chevrolet fólksbfl
(R-876), árgerð 1957.
Dagurinn var fljótur að líða
við að skoða hið vaxandi Búvéla-
safn, með viðkomu í Ullarselinu.
Þetta er þriðja árið í röð sem
Búvélasafnið efnir til forn-
tækjadags aðra helgi ágústmán-
aðar. Vonandi verður svo einnig
á næstum árum. Umsjónarmað-
ur safnins, og sá sem upp-
lýsingar veitir um það, er Bjarni
Guðmundsson á Hvanneyri.
Aðalfundur Landssam-
bands skógareigenda
Grund, Skorradal - í framhaldi af
námskeiði íyrir skóOgarbændur sem
haldið var á Hvanneyri 11. ágúst var
aðalfundur Landsambands skógar-
eigenda haldinn laugai’daginn 12.
ágúst. Eftirfarandi samþykktir voru
afgreiddar frá fundinum:
„.Aðalfundur LSE, haldinn á
Hvanneyri laugardaginn 12. ágúst
2000 skorar á Alþingi að tryggja fjár-
veitingar til lúkningar landsúttektai- á
skógræktarskilyrðum á landsvísu.
Hafin er skógrækt samkvæmt lögum
um landshlutabundin skógræktar-
verkefni í öllum landshlutum. Til að
verkefnin geti farið eðlilega af stað er
nauðsynlegt að ljúka þessum rann-
sóknum sem allra fyrst.
Aðalfundur LSE, haldinn á Hvann-
eyri laugardaginn 12. ágúst 2000
skorar á Alþingi að auka fjárveitingar
til Rannsóknarstöðvar Skógræktar
ríkisins á Mógilsá.
Hafin er stórfelld skógrækt í öllum
landsfjórðungum og hefur skógrækt
aldrei verið stunduð í eins miklum
mæli á íslandi. Öflugar rannsóknir í
skógrækt eru forsenda markvissra
vinnubragða og árangurs í greininni.
Nauðsynlegt er þvi að auka fjárveit-
ingar verulega til fagstofnunarinnar
til að fjármagn, sem veitt er til fram-
kvæmda, nýtist á sem hagkvæmastan
hátt.
Aðalfundur LSE, haldinn á Hvann-
eyri 12. ágúst 2000, leggur áherslu á
þá framtíðarsýn, að útplöntun til
nytjaskógræktar muni sldia eigend-
um skógarins arði. Því er mikilvægi
öflugs rannsókna- og leiðbeiningar-
starfs í skógræktinni áréttað. Fund-
urinn bendir sérstaklega á nauðsyn
þess, að bændur fái góðar plöntur til
gi'óðursetningar, en grunnur þess er
kunnátta og aðstaða plöntuframleið-
enda. í þessu sambandi beinir fund-
urinn því til stjórnar LSE að kannaðir
verði kostir þess og möguleikar að
geyma plöntur, sem fara eiga til gróð-
ursetningar hjá bændum í kæli yfir
veturinn.
Fyrir slíka geymslu verði plönturn-
ar teknar úr bökkunum og flokkaðar
sem boðlegar til gróðursetningar.
Aðalfundur LSE, haldinn að
Hvanneyri 12. ágúst 2000, felur stjórn
LSE að kanna stöðu leiguliða á skóg-
ræktaijörðum. Ljóst er, að með skóg-
ræktarvinnu sinni eru leiguliðar að
skapa landeigendum framtíðarverð-
mæti, sem eðlilegt er að þeir fái metið
við ábúðarlok. Sé svo ekki, þarf að
koma þeim málum á eðlilegan og
sanngjarnan giunn.
Aðalfundur LSE, haldinn á Hvann-
eyri 12. ágúst 2000, vekur athygli á
þeim möguleikum, sem kunna að fel-
ast í ýmsum efnum og efnasambönd-
um lifandi trjáviðar fyrir lífefnaiðnað.
Nauðsynlegt er að hefja grunnrann-
sóknarstarf á þessu sviði með aðferð-
um líftækninnar. Ef tekst að finna
efni eða efnasambönd úr iifandi
tijám, sem nýst geta í iðnaði, er um að
ræða möguleika skógarbænda til arðs
af skógræktinni fyrr eða samhliða
viðarframleiðslu. Fundurinn felur
stjóm LSE að kanna þetta mál nánar
og vinna að framgangi þess.
Aðalfundur LSE, haldinn á Hvann-
eyri 12. ágúst 2000, beinir því til
stjórna landshlutabundinna skóg-
ræktarverkefna að þær kanni hag-
kvæmni þess, að reistar verði í hverj-
um landshluta öflugar
plöntuframleiðslustöðvar, sem tekist
geti á við þá auknu þörf á skógar-
plöntum sem fyrirsjáanleg er.“
Að loknum fundarstörf'um á iaug-
ardaginn var fulltrúum boðið í kynn-
isferð upp að Jafnaskarði og gengið
þar um skógarreiti undir leiðsögn
nýskipaðs skógarvarðar, Birgis
Haukssonar. Frá Jafnaskai'ði var
haldið að Hreðavatni þar sem gestum
var boðið í mat og drykk af Níelsi Ama
Lund fyrir hönd landbúnaðarráð-
heira. Frá Hreðavatni var haldið að
Hvanneyri, þar sem veislumatur var á
borð borinn. Veislustjóri var Flosi Ól-
afsson. Söngflokkurinn Sólarmegin
söng. Gamanmál fluttu Snorri Hjálm-
arsson og Bjami Guðmundsson.
Á sunnudagsmorgun var farið inn í
Skorradai og gengið þar um skógar-
lundi undir leiðsögn Ágúst Ámasonar
og Huldu Guðmundsdóttur.
Nýkjörin stjóm Landssambands
skógareigenda er þannig skipuð:
Edda Björnsdóttir, formaður, Mið-
húsum, fyrir Austurland, Sigurður
Jónsson, Ásgerði, Hmnamanna-
hreppi, fyrir Suðuriand, Árni Njáls-
son, Jódísarstöðum, S.-Þingeyjai’-
sýslu, fyrir Norðurland, Ástvaldui’
Magnússon, Tröð, Önundarfirði, fyrir
Vestfirði, Hulda Guðmundsdóttii',
Fitjum, Skorradal, fyiir Vesturiand,
Fái skógarbændur fulltrúa á Búnað-
arþing, þá verður Sigurður Jónsson,
Ásgerði, fulltníi þeiira, samkvæmt
ákvörðun aðalfundar.
I fundarlok bauð Þorsteinn Péturs-
son, formaður Héraðsskóga, til næsta
aðalfundar á Austurlandi í ágúst 2001.
Ráðstefna
Vinnuumhverfi framtíðarinnar
Nýjar kenningar koma reglulega fram um hvernig vinnustaðir eigi að lita út
og hvernig vinnuumhverfi eigi að skapa starfsfólki þannig að því líði vel í
vinnunni og nái að nýta hæfileika sína til fullnustu. Undanfarið hafa þessi
mál verið i umræðunni og því viljum við hjá Odda halda ráðstefnu um
vinnuumhverfi framtiðarinnar.
Dagskrá
Gullteigur B
Kl. 13.10 Ráðstefnan sett.
Kl. 13.20 Eyþór Eðvarðsson, Gallup.
Kl. 14.00 Michael Mayer, Neusiedler.
Kl. 14.50 Wilhelm Wohlschlager, Multiform.
Kl. 15.20 Kaffihlé.
Kl. 15.45 Bjarne Mindested, Avery Dennison.
Kl. 16.30 Jon Sandifer, Feng Shui.
Kl. 17.00 Dagskrá slitið - léttar veitingar.
Gullteigur B anddyri
Ki. 13.00 - 17.00 Vörusýning.
Fjarverslun Odda kynnt á risaskjá.
Iðjuþjálfar með ráðgjöf um vinnustellingar.
Grand Hótel Reykjavík
18. ágúst 2000
kl. 13.00
Skránlng i síma 515 5100 eða með netpósti á sala@oddi.is
fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 16. ágúst. Enginn aðgangseyrir.
Morgunblaðið/Hafþór
Björn Halldórsson kemur í mark eftir 10 kflómetrana.
Hlaupið í kring-
um vatnið
Húsavík - Botnsvatnshlaup 2000 í umsjá Heilsuræktarinnar Skokka var
haldið nýlega og tóku 85 keppendur þátt í hlaupinu sem fór fram í um 20 stiga
hita og hægum suðaustan vindi. 60 manns tóku þátt 1999 er hlaupið var í
fyrsta sinn. Hiaupnir voru 5 og 10 km, en einn hringur kringum vatnið er 5
km, keppt var í nokkrum aldursflokkum og urðu sigurvegarar sem hér segir,
son á tímanum 43.55 mín.
40-49 ára konur, Ingibjörg Jóns-
dóttir á tímanum 1.00.24 mín.
40-49 ára karlar, Bjöm Halldórs-
son á tímanum 43.15 mín.
50 ára og eldri karlar, Helgi Hall-
grímsson á tímanum 53.40 mín.
Þá var og keppt í fjölskyldukeppni
og sigruðu Kristín Lára Ásmunds-
dóttir, Jón Ingi og Amar Guðmunds-
synir. Elsti þátttakandinn var Aðal-
heiður Viðar sem tók þátt í 5 km
hlaupinu en hún er að verða 71 árs.
Tryggingafélagið VÍS var styrktar-
aðHi mótsins auk þess sem ýmis fyrir-
tæki á Húsavík gáfu aukaverðlaun.
Botnsvatn er ofan við Húsavík og er
moldarvegur að hluta meðfram vatn-
inu en annars troðningur og sagði
Ingólfur Freysson hjá Skokka ehf. að
þetta væri sannkallað víðavangshlaup
og að hann vonaðist til að þetta gæti
orðið árviss viðburður í framtíðinni.
Þess má geta að Björgunarsveitin
Garðar var með bát á vatninu til ör-
yggis og kom það að góðum notum.
1
5 kílómetrar
15 ára og yngri stúlkm', Júlía Mar-
grét Rúnarsdóttir á tímanum 29.30
mín.
15 ára og yngri drengir, Jón Viðar
Guðmundsson á tímanum 26.09 mín.
16-39 ára konur, Gunnhild Hofstad
á tímanum 26.04 mín.
16-39 ára karlar, Sigurgeir Stef-
ánsson á tímanum 22.25 mín.
40-49 ára konur, Kristbjörg
Steingrímsdóttir á tímanum 35.11
mín.
40-49 ára karlar, Guðmundur
Georgsson á tímanum 25.19 mín,
50 ára og eldri konur, Brynhildur
Hallgrímsdóttir á tímanum 51.19 mín.
50 ára og eldri karlar, Guðmundur
Eiríksson á tímanum 25.34 mín.
10 kílómetrar
15 ára og yngri drengir, Hallgrím-
ur Jónasson á tímanum 49.45 mín.
16-39 ára konur, Hólmfríður Sig-
urðardóttir á tímanum 55.31 mín.
16-39 ára karlar, Jóhann Ævars-