Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 36

Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hömluleysi ljóss og myrkurs Baldur, ein viðamesta sviðsuppfærsla sem ráðist hefur verið í hér á landi, verður frumsýndur á morgun, föstudaginn 18. ágúst. Súsanna Svavarsdóttir fór á æfingu í Laugardalshöllinni og heillaðist bæði af tónlistinni og sviðsuppfærslunni. FYRSTI tónninn - langur og myrkur og minnir á búdda- munka sem kyrja svo djúpt að það er eins og röddin komi úr iðrum jarðar. Og leyfi maður þcssum tóni að snerta sig, hrísl- ast um sig, streyma um lík- amann, opnast ævintýrið um átök ástar og afbrýði, ljóss og myrkurs, góðs og ills, ringulreið- ar og reglu. Þannig mætti lengi telja og bæta við átökum tónlist- ar og sviðslistar þar sem fágaðar hreyfíngar dansara eru á köflum í mótsögn við hömlulausa tónlist- ina um leið og þær falla fullkom- lega að henni. Allt hefur tvær hliðar, hvort sem það er hin villta náttúra í umhverfí okkar eða villt náttúra manns og guða. Og það eru þess- ar tvær mótsagnir í eðli alls sem lifir sem Jón Leifs er ekki síður að fást við í Baldri en and- stæðurnar gott og illt. Það var mikilfenglegt að sjá Baldur opinberast á fyrstu æf- Baldur, hinn hvíti, hinn góði, færir heiminum ljósið. Frá æfingu á Baldri í Laugardalshöll. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ingu þar sem saman komu hljóm- sveit, kór, hljómsveitarstjóri og dansarar; leikmynd og lýsing til- búin. Og Jón Leifs sá þetta allt fyrir sér fyrir 55-60 árum, heyrði hvern tón innra með sér, heildina líka - þótt honutn auðnaðist aldrei að heyra hljómsveit flytja einn tón af þessu einstaka verki. Allar varnir sem við kunnum að hafa hlaðið upp þegar við heyrum minnst á tónlist Jóns hljóta að bresta þegar hlustað er á Baldur, því um þetta verk verð- ur seint hægt að segja að það sé hávaði og hrærigrautur. Víst er það hömlulaust en í þeim skilningi að Jón hefur eng- ar áhyggjur haft af því að of- bjóða hlustendum verksins með tjáningu sinni á hömluleysi nátt- úrunnar og þeirri blindu illsku sem getur gripið manninn. Enn síður þegar hann fjallar um það sára og viðkvæma. Þá líður brot- Blásið af krafti. Sprengikraftur og hug- ljómun leyst úr læðingi Leif Segerstam mun stýra Sinfóníuhljóm- ----7------------------------ sveit Islands í uppfærslunni á Baldri eftir Jón Leifs í Laugardalshöllinni á morgun. Súsanna Svavarsdótir ræddi við Segerstam ——— 7 um hans eigin tónsmíðar og um Baldur. I viðtalinu kemur fram skilgreining á fyrir- bærinu tónlist og sú skoðun hans að tónar séu náttúruauðlind. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leif Segerstam „VIÐ fylgjum öllum tilmælum Jóns Leifs í flutningi á tónlistinni í Baldri. Þannig kemur villt náttúran í gegn- um tónlistina - en hún er ekki bara hávær; hún á líka sínar kyrru hliðar,“ segir hljómsveitarstjórinn Leif Seg- erstam, þegar hann er spurður hvem- ig hann nálgast verkið og bætii' við: „Til þess að ráða við það er ekki verra að hafa reynslu af óperu-uppfærslum eða nokkuð góða innsýn í dramatúrg- íu.“ Leif Segerstam talar hratt, talar mikið, beitir hljómmikilli röddinni hátt, notar allan líkamann sem enn eitt tungumál til þess að tjá það sem hann er að segja. Hin tungumálin eru enska, sænska, þýska, franska, ít- alska - hvað viljið þið? Persónan er svo voldug og mikilfengleg að það hvarflar að manni nokkrum sinnum meðan á viðtalinu stendur að Leif Segerstam gæti hreinlega verið skrif- aður af Jóni Leifs, einkum vegna þess að þegar hann er htjóður og kyrr er hann nánast óraunverulega kyrr. Fyrir utan að vera aðalhljómsveit- arstjóri Konunglegu óperunnar í Stokkhólmi og prófessor við Síbelíus- arakademíuna í Helsinki, er hann eitt afkastamesta tónskáld okkar tíma, hefur skrifað 55 sinfóníur, þar af 22 á þessu ári. Hann lagði stund á fiðlu- leik, píanóleik, tónsmíðar og hljóm- sveitarstjóm við Sibeliusar akadem- OOíuna í Helsinki á áranum 1952 til 1963 þegar hann lauk ekki einungis prófum í fiðluleik og hljómsveitar- stjóm, heldur sigraði í Maj Lind píanókeppninni - aðeins 19 ára að aldri. Framhaldsnám stundaði Leif síðan við Juilliard tónlistarháskólann í New York. Hann hefur verið aðal- hlj óm s veitarstj óri Sinfóníuhljóm- sveitar austurríska útvarpsins í Vín, Sinfóníuhljómsveitar finnska út- varpsins, Sinfómuhljómsveitar danska útvarpsins, við Konunglegu óperana í Stokkhólmi og aðalstjóm- andi Fílharmóníuhljómsveitar Hels- inki frá 1995. Næsta vor mun hann fara frá Stokkhólmsóperanni og taka við sem aðalstjórnandi Finnsku óperannar í Helsinki. Þetta era aðeins aðalstörfin, því auk þeirra er Leif gestastjómandi hjá hljómsveitum og óperuhúsum víða um heim, að ekki sé minnst á að hann er fjölskyldumaður og á þrjú böm á aldrinum eins og hálfs til þriggja og hálfs árs. Sinfóníur án stjórnanda „Leif‘ er gamalt sænskt orð íyrir „líf ‘ og víst er að maðurinn ber það með réttu. Tónlist hans er sögð bera sterk ein- kenni af skáldi sínu, full af hrað- skreiðum myndum, tilkomumiklum ofsa og óþijótandi ákafa. Sjálfur hef- ur Segerstam, með glettnisblik í auga, líkt sér við Brahms og vissulega minnir þéttur líkaminn og hans stóra skegg á þann mikla þýska meistara. Engu að síður er lífsstíll hans nær þeim lífsstíl sem Mahler er sagður hafa haft. Hljómsveitarstjóri, þekktur og virtur um heim allan, sem ferðast um heiminn á vetuma en á sumrin dvelur hann fjarrí heimsins glaumi í Maar- baaa, sumarhúsinu sínu við Máar- járvi-vatnið rétt utan við Helsinki - og þar semur hann sinfóníur sínar og önnur verk. Frá árinu 1993 hefur Leif Segerstam lagt megináherslu á að skrifa verk fyrir stórar sinfóníuhljóm- sveitir án hljómsveitarstjóra. Þegar hann er spurður um ástæðuna fyrir því, segir hann þær vera tvær. „I íyrsta lagi ef við hugsum málið út frá áheyrendum, eða þeim sem borga sig inn á tónleika til þess að njóta tónlistar, eiga þeir rétt á að fá að upplifa hinn dýnamíska sköpunar- kraft sem allar slíkar hljómsveitir búa yfir - rétt eins og þegar þeir fara á kammertónleika. Á kammertónleikum myndast allt- af þéttara samband milli hljóðfæra- leikara og áheyrenda; hljómurinn líð- ur beint frá hljóðfæraleikaranum til hans milliliðalaust. Það hefur alltaf þótt sjálfsagt að beita þessari aðferð þegar kammerverk eiga í hlut en sin- fónísk verk af þessum toga hafa aldrei verið til. Nú eru þau til. í öðra lagi, ef við hugsum málið út frá hljóðfæraleikaranum er alltaf tal- að um að þeir séu flytjendur tónlistar, það er að segja túlkandi listamenn. En það búa allir hljóðfæraleikarar yf- ir sköpunarhæfileikum. I flutningi á tónlist þm’fa allir hljóðfæraleikarar að tileinka sér þau tákn sem tónskáld- ið ætlar þeim að leika eftir til að koma réttum tilfinningum til skila, hvort sem það er losti, hatur, ást, kímni, ótti eða hvað annað. I þeim skilningi era hljóðfæraleik- arar skapandi í flutningi sínum. Hins vegar er þessi þáttur sköpunarstarfs- ins aldrei háðm' þeim í sinfónískum verkum, heldur stjórnandanum sem ákveður hvernig skuli framfylgja skipunum og túlka verkið. Þeir hafa g ekki frelsi til þess að njóta sköpunar- * hæfileika sinna. í sinfónískum verkum, án stjóm- anda, fá þeir hins vegar þetta tæki- færi. Það er enginn til þess að segja: Gerðu þetta sisvona eða hinsegin. Það þýðir þó ekki að hver og einn hljóð- færaleikari geti gert það sem honum sýnist vegna þess að þeir verða að fylgja þróun verksins eftir táknum sem era sérstaklega tilgreind og leik- 1 in af ólíkum hljóðfæram hveiju 1 sinni.“ Nótur eru sveigjanlegar í tíma Hvemig gengur þetta upp þegar kemur að samhæfingu? „Nú, bara al- veg eins vel og þegar einhver stendur og bendir. Merkingarnar segja bæði til um hvenær hljóðfæri eigi að draga sig í hlé til að hleypa öðra hljóðfæri að, til dæmis með einleikskafla. Það má líkja þessu við að rækta garð. Til fj þess að jurtimar þroskist þurfa þær I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.