Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Illur fengur... ... ennþann dag ídag njóti margir góðs afauðæfum, sem búin voru til með þjáningu manna, sem lifðu í hlekkjum í 250 ár. Eftlr Karl Blöndal IBandaríkjunum ríkir stefnugleði og finnst mörgum nóg um. Tób- aksframleiðendur í Bandaríkjunum fengu nýverið ærlegan skell og láta eins og verið sé að gera þeim ókleift að starfa. Um þessar mundir er ver- ið að undirbúa málsókn á hendur bandarískum fyrirtækjum, sem með einhverjum hætti högnuðust á þrælahaldi í Bandaríkjunum. Að baki fyrirhugaðri málsókn stend- ur ungur lögfræðingur, Daedria Farmer-Paellman, sem fór í laga- nám vegna þessa máls og hefur fundið tengsl milli fyrirtækja, sem nú eru starfandi, og forvera þeirra, sem högnuðust á þræla- sölu og þrælahaldi. Mál af þessu tagi eru þekkt frá umunoc Þýskalandi, þóttdæmin þar nái ekki jafnlangt aft- ur. I seinni heimsstyrjöldinni notuðu fyrir- tæki á borð við Bayer, Krupp, IG Farben, Porsche og Daimler- Benz ánauðugt vinnuafl til fram- leiðslu og átti það ekki lítinn þátt í sterkri stöðu þeirra er heims- styrjöldinni lauk. Þýska þingið hefur nú samþykkt að stofna sjóð, sem fyrirtækin munu láta í fé til að greiða þeim, sem unnu nauð- ungarvinnu í Þýskalandi í síðari heimsstyrjöld. Þessar ráðstafanir í Þýskalandi eru ekki umdeildar. Öðru máli gegnir um tilraunir til að fá bætur frá fyrirtækjum, sem allt bendir til að hafi auðgast á þrælahaldi í Bandaríkjunum. Meðal þeirra raka, sem sett hafa verið fram, er að þrælahald hafi verið löglegt á sínum tíma. Með sömu rökum hefði mátt segja að sú nauðungar- vinna, sem menn voru látnir vinna í Þýskalandi og gert var ráð fyrir að væri það erfið að hver maður entist ekki nema í níu mánuði, væri ekki athugaverð þar sem hún hefði verið lögum samkvæmt. Þrælahald í Bandaríkjunum stóð í tvær aldir og því hefur einn- ig verið haldið fram að þannig hafi tíðarandinn einfaldlega verið á þessum tíma. Sagnfræðingurinn Howard Zinn bendir á að vita- skuld sé erfitt að segja hvort hvít- ir og svartir myndu geta búið saman í sátt og samlyndi ef stofn- að yrði þjóðfélag þar sem byrjað yrði á núlli, eða hvort í slíku þjóð- félagi myndi skapast sá ójöfnuð- ur, sem þrælahaldið ber vitni. Hins vegar benda heimildir um samskipti undirsáta þar sem þrælahald tíðkaðist til að í þeirra augum hafi húðlitur ekki skipt máli. Enda má spyrja hvers vegna hafi þurft að setja lög um refsingar við því að hvítir menn lægju með svörtum konum og hvítir menn strykju af bæjum með svörtum mönnum? Ef andúð á svörtum vegna litarháttar hefði einfaldlega verið andi þeirrar tíð- ar hefði ekki þurft að setja slík lög fremur en lög, sem skylduðu fólk til að anda. Þau hefðu verið óþörf. Hin fyrirhugaða málsókn hefur vakið nokkra athygli í Banda- ríkjunum og hafa komið fram nýj- ar upplýsingar um það hvað stór- an þátt þrælahaldið átti í því að byggja upp bandarískt hagkerfi. Þegar þrælahaldið hefur verið nefnt hefur yfirleitt verið horft til Suðurríkjanna, en það tíðkaðist einnig í ríkjunum í norðaustur- hlutanum fram yfir aldamótin 1800.1 hugum margra hafa ríki Nýja-Englands á sér þá mynd að hafa barist fyrir afnámi þræla- halds, en samkvæmt þeim gögn- um, sem Farmer-Paellman hefur grafið upp, áttu fyrirtæki á þeim slóðum talsverðra hagsmuna að gæta þegar þrælahald var annars vegar. Farmer-Paellman telur að hún hafi gögn um að Providence- bankinn, sem nú heitir FleetBost- on Financial Group, hafi lánað stofnanda bankans fé til kaupa á þrælum og hagnast á þrælaversl- un. Einnig fann hún gögn, sem sýna að tryggingafyrirtækið Aetna í Connecticut, tryggði þrælaeigendur fyrir tjóni á þræl- um. Þegar hún greindi fyrirtæk- inu frá þessu var gengist við hlut fyrirtækisins og kom þegar afsök- unarbeiðni og var gefið í skyn að jafnvel yrði um einhvers konar bætur að ræða. Það breyttist hins vegar snarlega og komst fyrir- tækið að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til neinna aðgerða umfram afsökunarbeiðnina. Farmer-Paellmann er ekki ein um að vilja leiða þessi mál til lykta. Arum saman hefur John Conyers, fulltrúadeildarþingmað- ur, reynt að knýja fram lagasetn- ingu um að kannað yrði um bætur vegna þrælahaldsins, en frum- varpið aldrei komist úr nefnd. Blaðamaðurinn Brent Staples skrifar í grein, sem birtist nýlega í New York Times um að þessi niðurstaða í þinginu beri vitni al- mennum viðhorfum í Banda- ríkjunum um að þrælahaldið hafi ekki haft nein áhrif á efnahag Bandaríkjanna í dag, en bætir við að það sé ekki rétt þvi enn þann dag í dag njóti margir góðs af auðæfum, sem búin voru til með þjáningu manna, sem lifðu í hlekkjum í 250 ár. Einnig hefur ný bók eftir Randall Robinson, sem fjallar um arfleifð þrælahaldsins, samskipti svartra og hvítra á okkar dögum og stöðu svartra í Banda- ríkjunum, verið innlegt í þessa umræðu og vakið nokkra athygli. Ekki er útséð um það enn hvort það kemur til kasta þingsins að fjalla um bætur vegna þræla- haldsins. Hópur svartra fræði- manna, sem er við Harvard- háskóla og kallaður hefur verið „draumaliðið", er nú að rannsaka hvort raunhæft sé að setja lög um málið. Þeirra á meðal er Charles Ogletree lagaprófessor, sem er að íhuga að fara dómstólaleiðina og hyggst halda ráðstefnu um þessi mál í haust. Mörgum kann að finnast hug- myndir um að höfða mál vegna at- burða, sem gerðust fyrir rúmlega öld og jafnvel þremur eða fjórum öldum, fráleitar. Einnig er spurn- ing hvort fyrirtæki geti verið bótaskyld mörgum kynslóðum síðar. Farmer-Paellman heldur því hins vegar fram að hér hafi verið um að ræða fyrirtæki, sem hafi auðgast með óréttlátum hætti, og lítill munur sé á hennar aðgerðum og þeirra, sem hafa beitt sér fyrir því að tryggja af- komendum fórnarlamba nasism- ans bætur. GUÐRÍÐUR LILJA JÓNSDÓTTIR + Guðríður Lilja Jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 3. mars 1924. Hún lést á Landspitalanum við Fossvog þann 6. ágúst af völdum slyss sem hún lenti í þann 21. júní siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Á. Einars- son bryti og Björg Guðmundsdóttir, húsfreyja og verka- kona. Systir Lilju er Anna Hjördís, f. 1934. Guðríður Lilja kvæntist Carli P. Stefánssyni 1948, þau skildu. Synir þeirra eru 1) Stefán Carlsson læknir, f. 29.5. 1949, kvæntur Rannveigu Ásbjörnsdótt- ur, f. 28.6. 1949. Þeirra börn: Hrönn, f. 1975, og Ásbjörn, f. 1979. 2) Jón Carlsson sjómaður, f. 16.2. 1953, kvæntur Björk Dúa- dóttur, f. 1. apríl 1950, d. 21. júm' 2000. Þeirra börn: Hólmfríður Lilja, f. 21. maí 1975, og Steinar Óli, f. 1982. Áður áttti Jón þrjú börn: Karl Kristján, f. 1968, Kol- brúnu, f. 1970 og Hauk, f. 1972. Lilja ólst upp í Reykjavík og gekk í Miðbæjarskólann í Reykja- vík og síðar í Kvennaskólann í Reykjavík. Eftir það vann hún við verslunarstörf og síðar á Hrafn- istu, eða þar til hún fór á eftir- laun. Jarðarförin hefur farið fram. Elsku systir. Það var fallegt kvöldið sem þú kvaddir þennan heim 6. ágúst. Sólin baðaði Vesturbæinn og allt var svo kyrrt. Þú hafðir mikl- ar taugar til Vesturbæjarins þar voru okkar æskuspor. Þú fæddist á Framnesveginum og ég á Öldugöt- unni. Þú gekkst í Miðbæjarskólann og síðan í Kvennaskólann. Þú varst mér meira en góð systir, stundum eins og önnur móðir. Það var svo gott að tala við þig og ræða sín leyndarmál þegar ég var táningur og þú glæsileg ung kona. Þegar ég gift- ist seinni manni mínum Sigursveini (Didda) urðuð þið strax svo góðir vinir og var svo uns yfir lauk. Við Diddi bjuggum yfir 20 ár á Norður- landi og þú komst flest sumur í heimsókn og áttum við góða daga og fórum víða. Það var einhver sterkur strengur á milli okkar sem nú hefur verið klippt á. Við áttum góða for- eldra sem vildu allt fyrir okkur gera. Nú mun þín hinsta hvíla vera hjá þeim. Þú fórst með okkur norður 8. júní og komst með Björk til Húsavíkur í fermingu Siggu dóttur minnar og hafðir svo gaman af því. Þú varst búin að eiga svo góða daga hjá Björk á Akureyri. Síðasta daginn fórum við á kaffihús og sátum svo í göngugöt- unni með ís eins og litlar stelpur. Um kvöldið komuð þið Björk í mat til okkar. Við hlógum mikið og þú reytt- ir af þér brandarana. Þú gast verið svo skemmtilega orðheppin, þetta var okkar síðasta samverustund. Daginn eftir kom höggið. Þið Björk og móðir hennar lentuð í hinu hörmulega bílslysi við Varmahlíð í Skagafirði. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir okkur, fjölskyldu þína. Eg sendi Stefáni, Ransý, Jóni og fjölskyldum samúðarkveðjur. Guð geymi þig, elsku Lilla. Þín systir, Anna Hjördís. Þegar ég kvaddi elskulega tengdamóður mína rétt fyrir hvíta- sunnuna, er hún hugðist halda norð- ur til Akureyrar og dvelja hjá Björk tengdadóttur sinni um tíma, óraði mig ekki fyrir að við sæjumst ekki framar. Hún var full tilhlökkunar er við fórum daginn áður að kaupa gjaf- ir handa ömmubörnunum fyrir norð- an. Er við töluðum saman að kvöldi 17. júní sagðist hún hafa átt dásam- legt frí og hafa hitt marga ættingja og vini og ætlunin væri að hún fengi far suður með Björk sem væri á leið í frí. Lilja vildi ætíð ferðast með bíl en ekki með flugi, því hún naut þess að skoða landið sitt sem hún dásamaði oft fyrir fegurð. Að kvöldi hinn 21. júní fengum við svo þær hræðilegu fréttir að þær hefðu lent í árekstri við Varmahlíð, Björk látin, Lilja og Hólmfríður, móðir Bjarkar, stór- slasaðar. Blessuð sé minning Bjarkar svil- konu minnar. Að kvöldi sunnudagsins 6. ágúst lést svo Lilja tengdamóðir mín af völdum slyssins eftir erfíðar vikur á gjörgæsludeild. Upp í hugann koma ótal minningar um þann tíma er við áttum saman, en það eru nú rúm þrjátíu ár síðan ég kynntist henni fyrst er ég fór að venja komur mínar í Drápuhlíðina þar sem hún bjó ásamt mínum heittelskaða. Okkur tengdamömmu kom ætíð vel saman, þrátt fyrir að við værum ekki alltaf sammála um alla hluti. Lilja var þannig skapi farin að það var nánast allt hægt að segja við hana, hún fyrt- ist aldrei. Við undum okkur oft við handavinnu á kvöldin og það var gaman að spjalla við hana, hún var vel lesin og kunni einhver ósköp af vísum og sögum og hafði gaman af að segja frá. Lilja ólst upp í vestur- bænum og þekkti nánast hverja þúfu þar. Hún mundi hver hafði búið í hverju húsi á stóru svæði og var gaman að heyra í henni og Ónnu systur hennar þegar þær rifjuðu upp gamla tíma. Margs er að minnast, m.a. þegar hún kom til okkar í heimsókn til Sví- þjóðar og dvaldi í nokkrar vikur, hve ánægð hún var og lítið þurfti til að gleðja hana. Henni þótti ofurvænt um hve bamabörnin vom ánægð að hafa hana og rifjaði hún oft upp þeg- ar Ásbjöm sonur okkar, þá aðeins á öðm ári, opnaði örlítið dyrnar á gestaherberginu og gægðist inn. Hann vildi bara athuga hvort amma væri ekki að koma á fætur, svo skreið hann uppí til hennar og kúrði, Þetta þótti henni svo vænt um. Lilja bjó síðustu árin í Austurbrún 4 og var því auðvelt fyrir hana að sækja tómstundir fyrir aldraða í Norðurbrún. Hennar áhugamál vom aðallega spilamennskan sem hún sótti þrisvar í viku og mátti helst ekki missa úr. Einnig hafði hún gam- an af handavinnu hverskonar, þó að- allega útsaumi. Lilja var vel gefin kona og fylgdist vel með því sem var að gerast, horfði mikið á sjónvarp og fylgdist vel með fréttum eins og títt er um hennar kynslóð. Hún var mjög félagslynd og trú sínum vinum og átti hún nokkrar tryggar vinkonur sem höfðu unnið með henni bæði á Hrafnistu og hjá Agli Jacobsen á ár- um áður sem alltaf héldu sambandi við hana. Þrátt fyrir að hún væri löngu hætt að vinna á Hrafnistu var henni ætíð boðið á þorrablótin þar með starfsfólkinu. Hún sótti einnig einstaka atburði í Áskirkju og fór nokkmm sinnum í ferðir með öldr- uðum á þeirra vegum. Lilja hafði á ámm áður ferðast nokkmm sinnum til útlanda og rifjaði hún oft upp góð- ar minningar sem hún átti um þær ferðir, sérstaklega var sigling með m.s.Gullfossi henni minnisstæð. Síð- asta utanlandsferðin hennar var far- in 1988 þegar við fóram til London. Lilja þurfti að gangast undir hjarta- aðgerð og fór ég með henni fyrir hönd fjölskyldunnar. Ákváðum við, þrátt fyrir tvísýna og kvíðavænlega aðgerð, að eiga nokkra skemmtilega daga áður. Gistum við á hóteli, fór- um í skoðunarferð um borgina, versluðum og borðuðum á góðum veitingastöðum. Aðgerðin heppnað- ist vel og var minningin um góða daga til að vega upp á móti þeim tveimur erfiðu vikum sem í hönd fóra. Lilja lenti í j)ví fyrir nokkmm ár- um að fótbrotna og átti í því lengi, þurfti m.a. að dvelja langdvölum við endurhæfingar á Reykjalundi og Grensásdeild, þar eins og ætíð eign- aðist hún góða vini, sem sumir hverj- ir höfðu enn samband við hana. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Lilju, tengdamóður mína og þakka henni samfylgdina. Rannveig Ásbjörnsdóttir. Elsku Lilla amma er látin og lang- ar mig að minnast hennar með örfá- um orðum. Mér fannst alltaf jafn gaman að heimsækja hana ömmu í Drápuhlíð- ina þegar ég var lítil. Mér fannst vera einhver dularfullur andi yfir íbúðinni, allt undir súð og svo margt skemmtilegt að skoða. Skemmtileg- ast var að stelast í kompuna sem var fyrir innan eldhúsið, þar þurfti mað- ur að skríða um til að rekast ekki upp í loftið. Amma geymdi allt, göm- ul föt, gamlar fallegar krakkur og fleira sem gladdi augað hjá lítilli stelpu. Þegar maður fór í heimsókn til Lillu ömmu þá fékk maður ætíð al- íslenskan mat og er hún sú eina sem hefur fengið okkur systkinin til að borða hjörtu og lifur með bestu lyst. Amma var með eindæmum skemmtileg kona, hún leyndi ótrú- lega á sér, sagði kannski ekki margt en svo gat allt í einu dottið upp úr henni brandari þegar maður átti síst von á. Jólin eiga eftir að vera einmana- leg án ömmu, hún kom næstum allt- af á aðfangadagskvöld og var hjá okkur. Ef hún fór norður til Nonna sonar síns þá voru jólin ekki eins. Eg á eftir að sakna samverastunda hennar. Lát minninganna mildu blóm mýkjáog græða sárin. en ljúfra tóna enduróm yljáog þerra tárin. (Gunnar Hrafn Agústsson.) Hrönn. Hræðileg slysaalda hefir gengið yfir þessa þjóð á undanfornum vik- um og virðist ekkert lát á þessum ósköpum. Þær era margar fjölskyldurnar, sem eiga um sárt að binda vegna dauða og örkumla vina og ættingja í kjölfar þessara hörmulegu bifreiða- slysa. Síðastliðinn þriðjudag kvöddum við í Fossvogskapellu mæta konu, sem lést fyrir nokkram dögum af af- leiðingum sára sem hún hlaut í hörð- um árekstri við Varmahlíð í Skaga- firði hinn 21. júní síðastliðinn. Lilja Jónsdóttir hafði verið í skemmtiferð fyrir norðan og m.a. verið við fermingu systurdóttur sinnar og var á leið suður til Reykja- víkur hinn örlagaríka dag, ásamt tengdadóttur sinni, Björk Dúadótt- ur, og móður hennar, Hólmfríði Valdimarsdóttur. Björk lét lífið í hinum geysiharða árekstri, en móðir hennar og Lilja, tengdamóðir hennar voru fluttar lífshættulega slasaðar á Landspít- alann í í Fossvogi. Lilja lést af áverk- um sínum 6. ágúst og tvísýnt er á þessari stundu hvort Hólmfríður nær heilsu. Þeir eru margir sem eiga um sárt að binda, vegna fráfalls þessara mætu kvenna sem svo snögglega vora hrifnar á brott. Kunningsskapur okkar og Lilju hófst fyrir um það bil 30 áram, þegar elsta dóttir okkar Rannveig Jónína giftist eldri syni Lilju, Stefáni Carls- syni sem þá var að hefja nám í lækn- isfræði. Við eigum margar minningar um Lilju og allar góðar, en leiðir okkar lágu oft saman á hátíða- og tyllidög- um hjá fjölskyldu dóttur og tengda- sonar. Lilja var vel gefin kona og vel lesin. Hún var ljúf og þægileg í við- móti enda átti hún marga trygga vini, sem héldu góðu sambandi við hana. Við kveðjum hana með þökk fyrir góða viðkynningu og biðjum henni blessunar. Sonum hennar báðum, börnum og barnabömum vottum við okkar inni- legustu samúð og biðjum öllum að- standendum guðs blessunar. Bjarney Sigurðardóttir ogÁsbjörn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.