Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 45
GUÐRUN ESTER
BJÖRNSDÓTTIR
+ Guðrún Ester
Bjömsdóttir
fæddist í Reykjavík
22. nóvember árið
1928. Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavog-i 10.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Björn Jónsson
verkstjóri, f. 8.10.
1905, d. 23.1.1981 og
Anna Lilja Jónsson
(fædd Jensen) f. 15.6.
1903, d. 28.5. 1975.
Guðrún var elst af
fimm systkinum. Þau
eru: Eva Sigríður, f. 30.8.1931; Að-
alheiður, f. 28.9. 1934; Hrafnhildur
Steingerður, f. 1.11. 1940 og Bjöm
Haraldur, f. 15.8.1946.
Guðrún giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum Páli Aðalsteinssyni
bifreiðastjóra, f. 15.5. 1927 hinn
24.12. 1948. Foreldrar
hans vom Aðalsteinn
Jónsson, f. 28.8. 1901,
d. 24.7. 1973 og Þor-
gerður Amadóttir, f.
7.11. 1902, d. 16.3.
1976.
Börn Guðrúnar og
Páls eru: 1) Bjöm Sig-
urpáll, f. 5.1. 1949,
maki Guðbjörg Þórð-
ardóttir, f. 16.4. 1952.
Börn þeirra em a)
Eva, f. 5.6. 1970, maki
Bjarki Pétursson, f.
17.8. 1970, hans dóttir
er Sóley, f. 10.3. 1993.
b) Iris, f. 13.1. 1973, maki Helgi
Mar Ámason, f. 19.6.1972. c) Bjöm
ívar, f. 29.3. 1988. 2) Helgi, f. 24.9.
1950, d. 9.3. 1951. 3) Anna Lilja, f.
29.5.1955, maki Arnþór Ævarsson,
f. 23.9. 1963. Þeirra barn er Þor-
gerður Ösp, f. 19.9. 1989. 4) Sæ-
Mig langar að minnast móður
minnar með nokkrum orðum, en hún
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi, í dögun hinn 10. ágúst sl.
eftir hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm.
Móðir mín hafði verið um árabil að
berjast við þennan illvíga sjúkdóm,
krabbamein. Aldrei kom annað til
greina hjá henni, en að sigrast á
þeim áföllum er yfir hana dundu. Af
æðruleysi tókst hún á við hverja
raun. Hver meðferðin á fætur ann-
arri, góðir dagar og mánuðir á milli,
en að lokum verður það líkn að fá
frið, þegar ekki er lengur við neitt
ráðið. Þó vitað hafi verið í hvert
stefndi, var það sárt og erfitt að upp-
lifa þegar móðir mín dó og mikið
tómarúm er í hjarta okkar, nú þegar
hennar nýtur ekki lengur við.
Þegar horft er um öxl og hugsað
til liðins tíma, bernskuminninganna
og unglingsáranna kemur margt upp
í hugann. Á heimili okkar eins og ef-
laust flestra annarra á þeim tíma var
það húsmóðirin sem stjórnaði heim-
ilinu. Það fórst henni vel úr hendi.
Það var alltaf hægt að treysta því að
mamma væri til staðar á heimilinu.
Oftar en ekki heitar máltíðir tvisvar
á dag og jafnvel tvíréttað. Heima-
bakaðar kökur og veisluborð á
sunnudögum. Það má eflaust segja
að börn þessa tíma hafi verið dekruð,
en það skorti ekkert á metnað
mömmu um fallegt og hlýtt heimili,
þetta var hennar lífsstfll.
Veiðiferðirnar hennar og Sillu vin-
konu hennar í Hveragerði niður í
Þorleifslæk og niður að Hrauni voru
ævintýri og eftirminnilegar fyrir mig
þegar ég fékk að fljóta með. Ferðin
upp í Veiðivötn sem ég fór með
mömmu og Sillu var ógleymanleg.
Þangað fórum við á gamalli
Volkswagen bjöllu og þrátt fyrir efa-
semdir þeirra og upphrópanir, fór-
um við yfir árnar og hvert sem við
þurftum með glannaskap þess unga,
sem undir stýri sat. Eg minnist þess
ekki hvort veiðin var einhver, en ég
mun ávallt minnast félagsskaparins.
Mér er það enn í fersku minni þegar
mamma eignaðist sinn fyrsta bfl og
tók bflpróf. Það hefur verið þegar ég
var 16 ára. Það var henni mikil gleði
og ánægja að geta farið allra sinna
ferða á eigin bfl, enda notaði hún
hann óspart.
Á Hveragerðisárunum tók móðir
mín virkan þátt í starfi Kvenfélags
Hveragerðis og sat í stjórn þess um
árabil. Það var ekki venjan á þeim
árum sem við systkinin vorum að al-
ast upp að mæður ynnu úti, en þegar
við uxum úr grasi fór hún að vinna
utan heimilis. Meðal annars hjá
Kaupfélagi Árnesinga, og síðar
Heilsustofnun NLFÍ. Á þessum ár-
um eignaðist hún marga góða vini og
kunningja.
Frá Hveragerði fluttu þau árið
1988 til Reykjavíkur og fljótlega fór
hún til starfa við Hólabrekkuskóla,
en þar vann hún fram til ársins 1998.
Jafnframt gerðist hún félagi í Kven-
félagi Bústaðasóknar.
Það var vel til fundið þegar Bugga
fékk mömmu og pabba til að koma
með okkur til Kanaríeyja um jólin
1998. Það varð hennar síðasta utan-
landsferð og víst er að ferðin jnun
verða okkur Buggu og Birni Ivari
ógleymanleg.
Ég bið góðan Guð um að blessa
föður minn og alla þá sem eiga um
sárt að binda vegna fráfalls móður
minnar. Það var mín gæfa að hafa átt
hana að sem móður og vin og ég
þakka henni allt er hún gaf. Ég mun
ásamt fjölskyldu minni njóta góðs af
hennar góðu kostum um alla framtíð.
Að lokum bið ég góðan Guð um að
varveita móður mína. Hjartans
þakkir fyrir allt.
Þinn elskandi sonur,
Björn.
Elsku Edda, hetjan mín.
Það er sárt að sjá þig fara svo
fljótt eftir alla baráttuna síðustu
mánuði og vikur. Við áttum okkar
drauma um góðar stundir eftir að
meðferð lauk en enginn spyr að
leikslokum. Og nú, samt of snemma,
hefur þú fengið friðinn langþráða.
Margs er að minnast og margt
höfum við „brallað" saman í gegnum
tíðina. Ég þarf ekki að hugsa lengi til
að bros færist yflr andlitið við að
rifja upp ljúfar minningar. Þær
verða vel geymdar.
Það var fagur morgunn, kyrrð og
ró, þegar þú kvaddir og stórfenglegt
sólarlag þess sama dags fyllti huga
minn friði. Hafðu hjartans þökk fyrir
allt.
Nú vagga sér bárur í vestanblæ,-
aðviðiersólingengin.
Og kvöldroðinn leikur um lönd og sæ
og logar á tindunum þöktum snæ
og gyllir hin iðgrænu engin. -
En englar smáir með bros á brá
í blásölum himins vaka, -
og gullskýjum á þeir gígjur slá,
og glaðværan bárusöng ströndinni hjá
íeinuþeirundirtaka.
Heyrirðu, vinur, þann unaðsóm,
svo hugljúfan, vaggandi,
harmana þaggandi?
Hann talar við hjörtun
semblærviðblóm.
Þei! í fjarska er hringt. - Yfir fjöll, yfir
dali
hinn friðsæla kliðinn bervindurinn svali
af himneskum kvöldklukknahljóm:
„Preytta sál,
sofðu rótt!
Gefi þér
guð sinn frið!
-Góðanótt."
(Guðm. Guðmundsson.)
Kæri Palli, megi Guð styrkja þig
og styðja í sorginni.
Bestu þakkir frá fjölskyldunni til
hjúkrunarþjónustu Karitas og Líkn-
ardeildarinnar í Kópavogi fyrir frá-
bæra umönnun og hlýhug.
Hvfl þú í friði, Edda mín.
Þín
Guðbjörg.
Elsku Edda. Þú háðir langa og
harða baráttu við illkynja sjúkdóm.
Þú sýndir svo mikið baráttuþrek að
ég hélt lengi í þá von að þú myndir
mundur, f. 13.3. 1959, maki Sóley
Stefánsdóttir, f. 21.10. 1973. Börn
Sæmundar með Hallfriði Ragúels-
dóttir, f. 1.7. 1962 a) Andri Páll, f.
10.8. 1984. b) Jakob Heiðar, f. 3.11.
1989. Bam Hallfríðar áður, Helga
Björg Hafþórsdóttir, f. 21.11.1981.
Guðrún ólst upp í Reykjavík og
þar hófu þau Páll búskap sinn, en
fluttu síðan í Kópavoginn og
bjuggu þar í fjögur ár áður en þau
fluttu til Hveragerðis árið 1960.
Þar bjuggu þau til ársins 1988 er
þau settust aftur að í Reykjavík.
Eftir árin við uppeldi barnanna
starfaði Guðrún m.a. við verslunar-
störf f Hveragerði. Þá var hún
starfsmaður hjá Heilsustofnun
N.L.F.I. um árabil. Þegar þau
fluttu til Reykjavíkur hóf hún störf
við Hólabrekkuskóla og starfaði
þar fram til ársins 1998. Á Hvera-
gerðisárunum starfaði Guðrún
með Kvenfélagi Hveragerðis, og
síðar með Kvenfélagi Bústaða-
sóknar þegar þau fluttu til Reykja-
víkur.
Utför Guðrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
sigra að lokum. En svona fór þetta
og mikið á ég eftir að sakna þín.
Við hittumst fyrst fyrir 17 árum
þegar ég kynntist Sæmundi syni þín-
um. Mikið var ég stressuð þegar ég
var að fara að hitta ykkur Palla í
fyrsta skipti. Ég sá nú fljótt að það
var óþarfi því þið voruð svo þægileg
og tókuð svo vel á móti mér og Helgu
minni, sem þið tókuð strax eins og
hún væri ykkar barnabarn. Við átt-
um margar góðar stundir saman-
,bæði í Hveragerði og eftir að við
fluttum í bæinn. Við fórum saman að
veiða, fórum í bæinn að versla eða
bara í bfltúr. Það var svo notalegt
þegar þið Palli komuð á sunnudög-
um í Grafarvoginn og fenguð ykkur
kaffisopa og spjölluðuð. Oftast voruð
þið með eitthvað gott fyrir krakk-
ana. Þó varstu stundum svo slöpp að
ég skildi ekki hvernig þú gast þetta.
En hvernig sem þér leið og hvað sem
á gekk varstu alltaf glerfín. Og þótt
þú gætir varla lyft handleggnum til
að varalita þig þá gerðir þú það
samt. Þú vildir ekki missa af neinu í
sambandi við krakkana og mig. Ég
vona að þú hafír vitað hversu þakklát
ég var fyiir að sambandið milli okkar
breyttist ekki eftir að við Sæmi
skildum. Ég var svo fegin að þið
hélduð áfram að koma í heimsókn og
ganga inn án þess að banka og alltaf
fékk ég faðmlag. Afmæbnu mínu
gleymdir þú heldur aldrei og oftast
var fyrsta símhringingin þann dag-
inn frá þér. Svo kom alltaf pakki líka,
ef ekki á afmælisdaginn þá aðeins
seinna.
Ég hef verið að rifja upp kynni
okkar undanfarna daga og það eru
svo margar góðar minningar. Stund-
um brosi ég en fæ líka tár í augun.
Við héldum flest jólin saman eftir að
við kynntumst, fyrstu árin hjá ykkur
Palla en seinni árin hjá okkur. Það
gekk nú ekki alltaf vel hjá mér með
aspassúpuna sem ég reyndi að gera
eins og þú, en þú hældir henni samt
alltaf þótt hún væri hálfviðbrennd.
Síðustu jólin sem við héldum saman
sagðir þú að ég ætti nú ekkert að
vera að vesenast með súpuna við
skyldum bara sleppa henni og það
gerði ég. Þú varst bara þú, komst
hreint fram og ég gat alltaf verið
eins og mér var eiginlegt í návist
þinni. Og það var svo þægilegt. Sum-
ar vinkonur mínar öfunduðu mig af
að eiga tengdamömmu sem var
aldrei að skipta sér af eða setja út á
neitt hjá mér, hvorki í sambandi við
krakkana eða heimilið.
Vinnan í Hólabrekkuskóla gaf þér
mikið. Þegar þú komst heim eftir
fyrstu sjúkrahúsvistina beið þín
stafli af teikningum og bréfum, sem
krakkarnir í skólanum sendu þér. Þú
sýndir mér þetta með tárin í augun-
um. Þetta sagði meira en mörg orð
um það hvaða persónu þú hafðir að
geyma.
Elsku Edda. Hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Halla.
Elsku Edda amma. Þó svo ég vissi
í hvað stefndi vonaðist ég eftir
kraftaverki. Þú sýndir svo mikinn
styrk og vildir ekki láta undan þess-
um illvíga sjúkdómi. Ég vildi að þú
hefðir verið lengur hjá okkur. Það
var svo margt sem ég átti eftir að
sýna þér og segja og ég átti eftir að
færa þér langömmubarnið sem þú
varst búin að biðja um svo lengi. Þú
varst svo umhyggjusöm og það var
alltaf gott að koma til þín og afa í
kaffl og kökur. Þú varst bæði höfuð
og herðar fjölskyldunnar, fylgdist
með öllu og vissir ætíð hvað var á
döfínni hjá hverjum og einum. Ég
veit að þér líður betur þar sem þú ert
núna og þú munt vísa mér rétta leið í
lífínu. Elsku afi minn, Guð gefi þér
styrk í sorg þinni.
KLARA
JÓNASDÓTTIR
+ Klara Jónasdótt-
ir, Skúlagötu 20,
Reykjavik, fæddist í
Reykjavík 18. febr-
úar 1918. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 10. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Jónas R. Jónasson,
smiður og Margrét
Guðmundsdóttir. Al-
systkini Klöru voru
Ragnar, Ása, Lillý og
Svava, sem er látin.
Klara var þeirra
yngst. Hálfbróðir Klöru, sem er
látinn, var Björn og voru þau sam-
feðra, systkinin eru nú öll látin.
Klara giftist Valdimari Jóni
Látin er í Reykjavík tengdamóðii’
mín Klara Jónasdóttir eftir stutta en
erfiða sjúkralegu. Mig langar að
minnast hennar í örfáum orðum eins
og hún kom mér fyrir sjónir.
Hún var manneskja sem hafði ekki
svo mörg orð um hlutina en lét held-
ur verkin tala. Ég minnist hennar
sem glæsilegrar borgardömu, hún
var ætíð óaðfínnanleg í klæðaburði
og fasi og dama fram í fingurgóma.
Hún var fædd og uppalin í Reykja-
vík, að undanskildum stuttum tíma
sem hún bjó í Hafnarfirði en um
borgina sína þótti henni alltaf vænt
og naut sín þar best og vildi helst
hvergi annars staðar vera. Síðustu
tvö ár ævi sinnar bjó hún á Skúlagötu
Valdimarssyni 22.
maí 1943. Valdimar
var fæddur í Reykja-
vík 28. desember
1915, d. 21. desember
1966. Sonur Klöru og
Valdimars er Ragn-
ar, kona Ragnars er
Vigdís Sigurðardótt-
ir og sonur þeirra er
Ragnar Valdimar.
Fyrir átti Ragnar
Guðrúnu Hönnu.
Klara vann lengst
af sem ritari á Borg-
arspítalanum í
Reykjavík.
Utfor Klöru fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
20 og undi hún hag sínum þar vel.
Ekki get ég látið hjá líða að minnast
þess hversu mikið jólabarn hún var
og var aðventan hennar uppáhalds-
árstími og notaði hún hann til þess að
skreyta heimili sitt hátt og lágt sem
hún gerði af stakri smekkvísi eins og
annað sem hún tók sér fyrir hendur.
Eiginmaður Klöru var Valdimar
Jón Valdimarsson en hann lést um
aldur fram.
Ég kveð tengdamóður mína með
hlýju og söknuði og þakka henni fyr-
ir samfylgdina.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Ég sendi þér kæra kveðju,
Nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir
égbiðaðþúsofirrótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þínveröld erbjörtáný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
égbiðaðþúsofirrótt
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum
þínverölderbjörtáný.
(Þórunn Sig.)
I dag kveðjum við móðursystur
okkar, Guðrúnu Ester Bjömsdóttur,
eða Eddu eins og hún var jafnan
kölluð. Minningarnar tengjast bros-
andi og hjartahlýrri konu sem lét sér
annt um ástvini sína og vandamenn.
Þær minningar sem koma fyrst upp í
hugann eru heimsóknirnar í „Hveró“
þar sem alltaf var tekið vel á móti
okkur. Einnig koma upp í hugann
ættarmótin í Skoiradalnum þar sem
oft var glatt á hjalla. Þrátt fyrir erfið
veikindi lét Edda sig ekki vanta síð-
astliðið sumar, heldur mætti með
bros á vör til að hitta ættingjana og
eiga með þeim glaða stund. Á sorg-
arstundu leita á hugann margvísleg-
ar hugrenningar um lífið og dauð-
ann. Andspænis dauðanum og öðru
því sem ekki verður breytt finnum
við til smæðar okkar og vanmáttar.
En tíminn læknar öll sár, hversu
þungbær sem þau eru. Við fráfall
ástvinar lifa áfram allar góðu minn-
ingarnar í huga okkar og hjarta sem
við áttum með Eddu.
Kæra Edda, við þökkum þér inni-
lega fyrir samfylgdina. Páli og fjöl-
skyldu sendum við hlýjar samúðar-
kveðjur.
Brynjar, Ingvar,
Reynir og makar.
GekkstþúraeðGuði,
Guðþérnúfýlgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Vigdís Sigurðardóttir.
Með örfáum orðum vil ég fá að
kveðja hana Klöru. Allt frá okkar
fyrstu kynnum, sem urðu til þegar
mamma mín hóf sambúð með Ragn-
ari syni hennar, og til kveðjustundar
var hún kona sem ávallt var glæsileg
og vel til höfð, hvort sem stefnan var
tekin í sunnudagskvöldmat suður í
fjörðinn eða morgungöngu á Cocoa
Beach. Virðuleg, smekkvis og
„ammý“ eru það orð sem fyrir mér
lýsa henni best. Ég er þakklát fyrir
að hafa kynnst jafnmerkilegri mann-
eskju og hún var.
Hvfl í friði kæra Klara.
Eitt bros-getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt,
aðgát skal höfð í nærveru sálar.
(Einar Ben.)
Hún „ammý“ mín er dáin. Við vor-
um mjög tengd og áttum margar
góðar stundir saman, ísaksskóli,
heitur matur í hádeginu, eftirmið-
dagsblundm-, skemmtiferðir í
Kringluna og rúntur með strætó, allt
til þess að mér liði sem best og við
gætum skemmt okkur saman. Það er
mikið ríkidæmi og forréttindi og
eignast ömmu eins og ammý var og
fyrir það vil ég þakka. Ég kveð
„ammý“ og veit að hún á góða heim-
komu þar sem Valdimar afi minn, öll
systkini hennar og foreldrar taka á
móti henni.
Ragnar Valdimar Ragnarsson.