Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 46
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 46 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 GUNNAR VIÐAR ÁRNASON + Gunnar Viðar Árnason fæddist í Reykjavfk 16. októ- ber 1977. Hann lést hinn 8. ágúst síðast- liðinn eftir flugslys. Foreldrar hans eru Kristrún Halldórs- dóttir, f. 20.2. 1952, og Árni G. Freder- iksen, f. 10. 10. 1949. Bræður sammæðra eru Ari Ervin, f. 7.4. 1973, og Rúnar Örn, f. 24.11. 1988. Systk- ini samfeðra eru Guðbjörg María, f. 8.11. 1968, Ásta Björk, f. 29.9. 1972, María Elísabet, f. 22.12. 1980, og Kristófer Máni, f. 18.7. 1991. Gunnar ólst upp hjá móður sinni í Kópavogi. Eftir skyldun- ámið var hann einn vetur í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Hann stundaði síðan leikskóla- og verslunarstörf. Útför Gunnars fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Móðir Gunnars hringdi undir miðnætti hinn 7. þ.m. og tjáði okkur að hann hefði verið með flugvélinni sem hrapaði í sjóinn í Skerjafirði fyrr um kvöldið. Hún greindi frá gangi mála við lífgunartilraunir á Landspítalanum, fyrst í Fossvogi og síðan við Hringbraut, og kvaðst vera á leiðinni í þann síðarnefnda. Rúmri klukkustund síðar komu fréttir sem gáfu vonir um farsælar lyktir. Pær reyndust tálvonir, því að eftir aðra röska klukkustund var Gunnar allur. ' Hugurinn reikar aftur í tímann. Myndir minninganna ber fyrir augu hverja á fætur annarri. Við sjáum Gunnar - líklega um tveggja ára aldur - leika sér með upptrekktan blikkhana á eldhúsborðinu hjá okk- ur ömmu og afa. Haninn hljóp um borðið og kroppaði í það og annað, sem fyrir varð. Það vakti slíka ká- tínu hjá barninu, að það veltist um af hlátri og hló hátt. Árin líða. Gunnar vex og dafnar, og leikirnir breytast og víkja að lok- um fyrir fótbolta og öðrum áhuga- málum ungra manna. En hæfileik- inn til að sjá hið broslega vék ekki. Grunnt var á glaðværð og gama- nsemi í fari Gunnars, sem ætíð var einlægur og ljúfur í lund, en gat þó vissulega bitið hressilega frá sér, ef honum þótti ómaklega að sér vegið eða komið óheiðarlega fram við sig. Sama gilti, er honum - strax á bamsaldri - þótti illa komið fram við þau börn, sem minna máttu sín. Pá var honum að mæta, enda bjó heitt skap undir þeirri rósemd og hlýju glaðværð, sem var ríkjandi í fari hans. Gunnar var fljótur að eignast vini. Vináttan var sönn og einlæg. Það kom ekki síst í ljós nú eftir slysið, er vinir hans létu verkin tala. Peir stunduðu fótboltaæfingar og keppni, þar sem hann lék með tveimur liðum, utandeildar liðinu FC Puma og þriðju deildar liðinu U.M.F. Barðaströnd. I keppni, sem bæði liðin hafa háð síðan slysið varð, báru leikmennirnir sorgarbönd og fyrir keppni var haldin einnar mín- útu þögn til að heiðra minningu Gunnars. Gunnar réð sig í unglingavinnuna í Kópavogi, þegar hann hafði aldur til, þar sem honum bauðst að starfa á leikskólanum Kópasteini. Starfið fórst honum þannig úr hendi, að honum var boðið að vinna þar áfram Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- %öfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. næsta sumar að lokn- um skóla. Sumrin urðu allmörg bæði þar og á leikskólanum Smára- hvammi en þangað fór hann skömmu eftir að fjölskyldan flutti úr vesturhluta bæjarins í Lindasmárann. Gunnari leið vel hjá bömunum og lét sér einkar annt um þau. Margar sögur höfum við heyrt um það, hve vel hann sinnti þeim og hlaut að launum ást þeirra og virðingu. Þær eru í samræmi við aðrar frá- sagnir úr ýmsum áttum um það, að þegar legið hafa saman leiðir Gunn- ars og barna, sem höfðu verið í hans umsjá, hafa börnin kallað gleðir- aust: „Gunnar!“ eða „Gunni, Gunni!“ og hlaupið til hans. Þegar hann sagði skilið við leik- skólastörfin, vann hann um tveggja ára skeið í Hagkaupi og Nýkaupi í Kringlunni. Síðan lá leið hans í hús- gagnaverslunina Míru. Starfið þar lá einkar vel við honum, en þar var um að ræða akstur, vinnu á lager og hvaðeina, sem til féll. Gunnar var lipurmenni, sem kvað „ekkert mál“ að bæta á sig verkum, ef á þurfti að halda, enda ævinlega boðinn og búinn til þess. Starfsmað- ur í Míru sagði um hann: „Hann kom sér mjög vel og var hvers manns hugljúfi." Þau orð lýsa ánægju, og við vitum, að ánægjan var gagnkvæm. Gunnar naut þess að ferðast. Hann hafði farið nokkrar ferðir til útlanda og fyrir höndum var ferð til Rússlands á hausti komanda. Nú fer hann ekki fleiri ferðir. Hann hefir þegar í blóma lífsins lagt að baki þá ferð, sem er hin síðasta allra manna. Hugljúfur ungur maður er fallinn frá. Hann er einn af mörgum öðrum, sem í hörmulegum slysum hafa horfið yfir móðuna miklu. Osjálfrátt leitar á hugann spurningin: „Hvers vegna?“ - og margar fleiri. Hugur hluttekningar leitar til allra þeirra, sem um sárt eiga að binda vegna slysanna, er stórlega hefir fjölgað það sem af er þessu ári. Megi Guð gefa, að þeim linni. Genginn er góður drengur. Hans er sárt saknað, en ljúf minning lifir. Amma og afi í Garðabæ. Minn kæri Gunni. Oft þegar ég hef verið að skoða Morgunblaðið og séð þegar annað fólk er að skrifa minningargreinar um sína nánustu þá hef ég sagt við sjálfan mig að þessu fólki hljóti að líða virkilega illa, núna veit ég hvernig því líður. Hvað á maður að segja á slíkri stundu þegar þetta lendir á manni sjálfum? Núna er rúm vika síðan þú féllst frá og ég varla trúi þessu ennþá. Mér finnst ég alltaf eiga von á því að þú gangir inn um dyrnar og byrjir að segja mér söguna frá slysinu og svo myndi bara lífið hafa sinn gang þ.e.a.s. að við værum alltaf saman. Undan- farna daga hefur mér liðið eins og ég sé alveg holur að innan, eins og það vanti eitthvað. Skýringin er einföld, ég hef ekki heyrt í þér í marga daga. Fólk hefur verið að koma til mín og það hefur verið að segja að kannski hafi Guð ætlað þér æðra hlutverk! Ef svo er þá þykir mér Guð eigingjarn! Að hann skyldi hafa tekið þig frá fjölskyldu og vinum til þess að þú getir sinnt þessu æðra hlutverki þykir mér vera eigingirni. Elsku Gunni, ég veit ekki hversu oft við töluðum um það hvað við myndum verða flottir sem gamlir kallar og líka töluðum við um alla hlutina sem við ætluðum að gera í framtíðinni. Eg gleymi aldrei þeim stundum sem við áttum saman, hvort sem það var í fótbolta, körfu- bolta, við úti að skemmta okkur eða bara þegar við vorum að rabba um lífið, boltann eða bara um okkur sjálfa. Þetta eru stundir sem ég kem aldrei til með að gleyma og ég þakka fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman. Elsku besti vinur. Ég gleymi aldrei svipnum á þér þegar ég fór í flugvélina á undan þér, þetta er svipur sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu því það var í síðasta skiptið sem ég sá þig á lífi. Við átt- um þó allavegana frábæra helgi saman úti í Vestmannaeyjum og ég veit það inní mér að fyrst þetta þurfti að gerast þá alla vega fékkstu að gera það sem þér þótti skemmti- legast áður en þú féllst frá. Vinátta okkar var einstök, margir semhafa komið til mín hafa sagt mér að ég og þú hefðum verið alveg eins í háttum og að slík vinátta væri vand- fundin. Það er bara þessi óraun- veruleika tilfinning sem er í gangi hjá mér núna, sú tilfinning sem ég bara trúi ekki, að ég komi aldrei til með að sjá þig aftur. Það er ótrúlegt að horfa á mynd af þér og segja við sjálfan sig að ég komi aldrei til með að sjá besta vin minn aftur. Ég vil bara að þú vitir það, karl- inn minn, að minn staður er hjá fjöl- skyldu þinni núna. Ég ætla að gera allt í mínu valdi til þess að aðstoða hana í þessari miklu sorg því ég veit að þú myndir gera slíkt hið sama fyrir mig. Ég kem aldrei til með að gleyma þér, félagi, og ég kem til með að halda í minningu þína þangað til að minn tími kemur! Þá hittumst við aftur, föllumst í faðma og verðum óaðskiljanlegir enn á ný. Kristrún, Ari og Rúnar, megi Guð vera með ykkur í gegnum þessa miklu sorg og ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þinn vinur að eilífu. Heiðar Austmann. Elsku strákurinn minn. Ég er að skrifa þér þessar línur núna, kvöldið eftir þetta hörmulega slys sem end- aði þitt jarðneska líf. Ég verð að trúa því og ég geri það, að allt hafi sinn tilgang. Eins og svo margt í lífinu þá taldi ég það sjálfsagðan hlut að þú værir að koma og fara út rétt eins og hinir krakkarnir mínir, að þú borðaðir með okkur eða værir í tölvunni, að þú værir fastur liður og eilífur vinur strákanna minna, þó sérstaklega Heiðars, sem gengur nú í gegnum mjög erfiða tíma, þið voruð eins og óaðskiljanlegir hlutar hvor annars og ekki má ég gleyma Sigga vini ykkar. Ég hélt einu sinni að það væru bara stelpur sem bintust svona órjúfandi böndum en reyndin var önnur. Þú komst til mín til að spjalla um gleði þína og líka áhyggjur og von- brigði, það gera líka fleiri af vinum Heiðars. Ég held að ég hafi ekki sagt það nægilega oft hvað mér þætti vænt um þig, þú kallaðir mig mömmu númer tvö, ég er mjög hreykin af- því, vegna þess að þú mast mömmu þína mikils og ég er ánægð með ann- að sætið. Ég kem til með að sakna þess að sjá þig ekki koma úr skólanum, rennsveittan úr boltanum, upp- áklæddan tilbúinn í gleði kvöldsins eða sofandi í sjónvarpsherberginu eða á gólfinu á dýnu niðri hjá Heið- ari af því þú nenntir ekki heim. Sem betur fer hef ég fest sumar minningarnar á filmu, þið Heiðar í Hawaii-skyrtum á leið til Mallorka, báðir góðglaðir uppi í sumarbústað í heimsókn (svangir). Ég varð ekkert hissa þegar þú fórst að vinna á leik- skóla, því þú gast lokkað fram bros hjá litlum óánægðum krílum, en haldið samt uppi aga hjá þeim, allavega náðir þú góðu sambandi við barnabörnin mín og þau voru ófá skiptin sem þú komst með litla bróð- ur þinn í heimsókn. Áldrei verður aðfangadagskvöld hið sama því þá komstu alltaf í kvöldkaffi og spjall. Það mun taka langan tíma fyrir Heiðar minn að sætta sig við það að þú sért farinn í ferðalag sem hann getur ekki fylgt þér í. Emil og Björg, systkini Heiðars, eiga líka um sárt að binda, Siggi, Dagmar, Biggi og svo mætti lengi telja af vinum þínum standa ráð- þrota og hugsa „af hverju hann?“ En enginn veit sína ævi fyrr en öll er, sem betur fer - Guði sé lof fyrir það. Fráfall þitt þjappar vinunum þín- um saman á þessari ögurstund, ég bið þess og treysti að góður Guðgefi móður þinni og bræðrum ásamt öðr- um ættingjum styrk til að takast á við næstu daga, mánuði og ár. En ég veit að ekkert sefar þann sársauka hjá móður að missa barnið sitt - en Almættið breiðir gegnsæj- ar slæður yfir hjartasárin með tím- anum. Ég mun sakna þess að fá ekki knús frá þér annað slagið, en mér finnst þú svo nálægur þó ég geti ekki snert þig með berum höndum. Ég veit líka að við hittumst aftur, þangað til þá kem ég til með að lýsa þér með bænum mínum og kertalog- um - og er þess fullviss að algóður Guð umfaðmar þig og lætur þig hafa verkefni að sinna til hjálpar okkur hinum sem horfum með hryggum augum á eftir þér, elsku Gunni minn. Guð gefi þér góða nótt. Þórunn Kristín Emilsdóttir. Kæri vinur og félagi, það er með mikilli sorg og söknuði sem ég skrifa þessa grein. Sú tilhugsun um að ég og mín fjölskylda fáum ekki að njóta þess að hafa þig lengur í námunda við okkur er óbærileg. Þú varst sannur félagi og orka þín og pers- ónuleiki smitaði út frá sér. Við átt- um óteljandi góðar stundir saman og ógleymanleg eru þau kvöldkaffi sem haldin voru uppi á Víghólastíg á aðfangadagskvöld og öll þau skipti sem við fórum út á knattspyrnuvöll- inn að spila. Elsku vinur, ég veit að þú ert í góðum höndum núna og ég bið Guð um að geyma þig. Þinn vinur, Ernil. Að framansögðu eru án efa mörg fögur orð um þig, Gunnar minn. Þau eru fyllilega verðskulduð, en vita skaltu að þau eru niðurstaða þrot- lausrar leitar að sterkari og áhrifa- meiri orðum til að lýsa þér og hvern- ig það var að kynnast þér og þekkja. Þessi orð eru ekki til. Mér er ógleymanlegur sá tími þegar við buðum Vetur konungi birginn og lékum körfubolta í snjón- um, nærri upp á hvern einasta dag. Við klæddum okkur í snjógalla og hagræddum reglunum eftir aðstæð- um. Þarna á skólalóðinni okkar háð- um við marga hildi. og ég man sér- staklega hvað þú reyndist mér erfiður andstæðingur. Það var ekki aðeins þess vegna sem ég brá á það ráð að fá þig með mér í lið, heldur var það vegna þess hversu góður fé- lagi og vinur þú reyndist. Saman lékum við og kepptum, okkur til skemmtunar. Þú skemmtir okkur með léttri lund þinni auk þess sem við dáðumst að atorkusemi þinni, ósérhlífni og fádæma baráttuvilja. Þú gafst aldrei upp, en brosið og hláturinn var aldrei langt undan. Því verður ekki lýst með orðum hve sárt það er, Gunnar minn, að þurfa að kveðja þig. Mynd af þér er sem greipt í huga mér. Þetta er mynd sem ég mun varðveita um al- dur og ævi. Á henni ertu brosandi. Þannig varstu alltaf. Þú kunnir þá list að hafa gaman af lífinu. Lífsgleði þín hreif alla sem voru nærri þér. Þar á meðal var ég auk óteljandi annarra vina þinna. Ég segi stoltur frá því að þú hafir verið vinur minn ...og ég var og verð alltaf vinur þinn. Edwin Rögnvaldsson. Við hlustum á fréttir um verslun- armannahelgina. Helgin að verða liðin og allt virðist ætla að fara vel. Þá berast fréttir um árekstra og drukknun. Ósjálfrátt hugsum við og segjum, vesalings aðstandendur. Við heyrum að eitthvað hefur gerst í Skerjafirðinum, og stuttu síðar að flugvél hafi hrapað með sex manns um borð. Vinur okkar, Gunnar Viðar Árnason, er einn af farþegum og að- faranótt þriðjudags er hann látinn. Ljúfur og elskulegur drengur í blóma lífsins. Okkar kynni voru ekki löng í árum talið en þau voru ánægjuleg. Við kynntumst Gunnari í gegnum dóttur okkar, Dagmar, en þau voru góðir vinir. Gunnar var notalegur í öllu viðmóti og greiðvik- inn. Enda vinamargur. Sviplegt frá- fall Gunnars Viðars markar djúp sár hjá vinahópnum. Elsku Kidda, Ari og Rúnar. Sorg ykkar og söknuður er stór. En minningin um góðan dreng mun hjálpa ykkur þegar fram í sækir. Við sendum samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Rúna og Ásmundur. Kveðja frá Smárahvammi I dag kveðjum við vin okkar, Gunnar Viðar Árnason. „Gunni okk- ar“ eins og við kölluðum hann gjarn- an starfaði með okkur í leikskólan- um Smárahvammi um þriggja ára skeið. Hann var einn af þeim allt of fáu ungu mönnum sem velja sér þennan starfsvettvang. Hann varð fljótt mikill vinur og félagi barn- anna. Sum voru að vísu svolítið feimin við þennan stóra strák í fyrstu, áttu von á því að kennararnir í leikskólanum væru allir kvenkyns. En feimnin var fljót að hverfa, og sama var hvort Gunni var á fótbolta- vellinum, í sandkassanum eða á grasflötinni, alltaf var hópur barna í kring um hann. Eitt af þeim störfum sem Gunna voru falin var stuðning- ur við dreng sem átti við veikindi að stríða. Þvf ábyrgðarstarfi sinnti hann á þann hátt að eftirtekt vakti. Það var ávallt líf og fjör í kring um Gunna og við söknuðum hans mikið þegar hann kaus að hverfa til starfa á öðrum vettvangi. Samverustund- unum fækkaði, en við fylgdumst með honum og því sem hann var að starfa. Síðasti samfundur okkar með Gunna var þegar hann birtist óvænt á jólagleði okkar starfsmann- anna í Smárahvammi fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári. Minningin um góðan dreng mun lifa. Við þökkum allar gleðistundirn- ar, biðjum honum guðs blessunar og vottum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Starfsfólk Smárahvamms. Mörg ungmenni héldu á vit ævin- týranna um síðustu verslunar- mannahelgi. Allt of mörg þeirra komu ekki aftur heim. Gunnar Viðar Árnason, vinnufélagi okkar í Míru, var einn af þeim. Fullur af tilhlökk- un kvaddi hann okkur og óskaði góðrar helgar. Gunnar kom ekki aft- ur. Hann var kallaður til starfa ann- ars staðar, þar sem hann mun ef- laust standa sig með sama sóma og hjá okkur í Míru. Gunnar hóf störf hjá okkur í Míru á fyrstu dögum þessa árs. Hann varð strax einn af hópnum. Hann var fljótur að komast inn í starfið og sinnti því vel. Hann var alveg sérstaklega bóngóður, alltaf tilbúinn að aðstoða okkur hin. Það var sama hvað mikið var að gera hjá okkur, alltaf hélt hann ró sinni og gerði bara grín að okkur hinum ef við vorum stressuð. Það er mikil eftirsjá að þessum unga manni, sem var í senn fallegur, ljúf- ur og fyndinn. Þessi ungi maður átti sér drauma sem rætast nú örugg- lega annars staðar. Eftirsjá móður hans og bræðra er þó mest. Gunnari þótti afar vænt um móður sína. Hann talaði um hana á hverjum degi af miklum kærleik. Sá kærleikur á örugglega eftir að verða henni til mikillar huggunar. Ari og Rúnar Örn hafa misst bróður sinn, sem er mikill missir fyrir þá báða. Nú verða þeir að hugga og styðja hver annan og einnig móður sína. Við hér í Míru viljum þakka Gunnari samfylgdina bæði sem vini okkar og vinnufélaga. Einnig viljum við votta móður hans, bræðrum og öllum hans ástvinum okkar dýpstu samúð. Einnig send- um við samúðarkveðjur til þeirra sem eiga um sárt að binda eftir þetta hörmulega flugslys. Elsku Gunnar, góða ferð og megi góður guð blessa minningu þína. Vinnufélagar í Míru. • Fleirí minningargreinar um Gunnar Viðar Arnason bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.