Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 51

Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 51 Elsku Heiða mín. Ég gleymi aldrei góðu stundunum sem við átt- um saman. Góðu stundirnar þegar við vorum litlar og þú komst með okkur, mömmu, pabba og Hrefnu upp í Heiðmörk, það var svo gaman, ég, þú og Hrefna lékum okkur í snjónum og svo borðuðum við öll saman nesti. Þessi stund og margar aðrar góðar stundir eiga sér stað í hjarta mínu og ég mun aldrei gleyma þeim. En núna ertu farin, elsku Heiða mín, þú varst svo ung. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið, en ég veit að núna er amma að passa þig uppi á himnum hjá Guði. Elsku Heiða mín. Megir þú hvíla í friði. Jesúlitlalambéger, ljúft hann mig á örmum ber yfir mörk og myrkur dala mín er leið til himinsala. Jesúlitla lamb éger, ljúft hann mig á örmum ber. (Höf.ók.) Elsku Viddi, Anna, Bjössi og fjöl- skyldur, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín frænka, Erna. Vemdi þig englar, elskan mín, þá augun fógra lykjast þín. Líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill þú ert og englum þá of vel kann þig að lítast á! (Steingrímur Thorsteinsson.) Elsku Heiða mín, þú varst besta vinkona mín og það var ekkert sem við hefðum ekki gert eða gerðum ekki fyrir hvor aðra. Þú varst mjög ákveðinn og traustur vinur og það er svo margt sem mig langar að segja en því miður er ekki nægilegt pláss. Ég minnist vináttu okkar og er mjög þakklát fyrir hana og þann tíma sem ég fékk með þér. Þú varst svo spennt þegar ég sagði þér frá því að ég væri ólétt, það var eins og þú værir að eignast lítið systkini sjálf og þú ætl- aðir sko að passa, þó svo að ég hefði viljað pössun einmitt til að vera með þér. En þú varst líka svo barngóð. Síðasta sumar var yndislegt, þú fluttir til mín meðan Jói var í burtu svo ég þyrfti ekki að vera ein, lýsandi dæmi um hvað þú hugsaðir alltaf mikið um vini þína. Okkur leið svo vel saman og við vorum hreinlega að kafna yfir því hvað íbúðin var flott. Takk fyrir að vera þarna hjá mér. Manstu eftir öllum „skyldu" FB- böllunum okkar og hvað við skemmt- um okkur vel? Það varst þú sem dróst mig alltaf með og sást til þess að við færum út að skemmta okkur. Þú leyfðir okkur aldrei að missa sambandið við hvor aðra því við átt- um að vera vinkonur og við vorum það og gott betur því við vorum hreinlega eins og systur svo nánar vorum við, þú varst sannur vinur. Þegar við Jói byrjuðum saman urðuð þið tvö strax miklir trúnaðar- vinir og þið áttuð það til að kalla ykk- ur systkini. Þú varst hlutlaus vinur okkar og þoldir það ekki ef við rif- umst, þá skammaðirðu mig fyrir að nöldra svona í honum. Þú vissir að þú gast líka hinngt í okkur hvenær sem vai- og beðið okkur um að sækja þig eða bara spjalla, við höfðum alltaf tíma fyiir þig. Okkar heimili var líka þitt heimili enda sögðum við líka oft við hvor aðra að heimili er ekki endi- lega þar sem maður býr, heldur þar sem manni líður vel. Þegar þið Bjössi voruð að byrja saman sagðir þú okkur alltaf að þið væruð bara vinir en elsku Heiða mín, við sáum alltaf í gegnum þig en við leyfðum þér samt að halda að við vissum ekkert. Þið Bjössi höfðuð verið vinir í einhver sex ár, það var samt alltaf augljóst hvaða tilfinning- ar þú barst til hans, alveg frá því að þið kynntust. Það var svo gaman hjá þér síðustu dagana þína, þið voruð búin að finna ykkur íbúð og þú sýnd- ir mér hana svo stolt. Annan ágúst fórum við svo saman í Ikea og keypt- um innflutningsgjöf handa ykkur, það var í síðasta skiptið sem við Jói sáum þig. Takk fyrir þann dag. Elsku Heiða þakka þér fyrir þann tíma sem við fengum með þér, miss- irinn er mikill þegar svona lífsglöð stelpa fer en við vitum að mamma þín og Elín taka vel á móti þér. Fjöl- skyldu þinni sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Elsku Heiða sofðu rótt ástin, við hittumst svo aftur seinna. Þínir vinir, Rannveig Ásgeirsdóttir og Jóhann Teitur Manusson. Heiða Björk var ein sú besta vin- kona sem hægt er að eiga. Hún var ávallt tilbúin tO að hjálpa og minnti oft á lítið ljós sem var svo skært að það gat fyllt tilveruna af birtu þegar þess þurfti. Hún var ákveðin, heiðarleg og sanngjörn og lét engan vaða yfir sig eða vini sína, hún studdi þá í gegnum hvað sem var. Þrátt fyrir að hafa að- eins þekkt hana í fjögur stutt ár á ég margar góðar minningar um hana og get ég oft ekki annað en brosað breitt þegar ég hugsa til þeirra tíma, þetta eru minningar sem ég á alltaf eftir að geyma í hjarta mínu og eiga. Svo þegar í harðbakkann slær er gott að geta leitað til þeirra innst í hjarta sínu og muna hvernig hún var og hvað hún myndi gera. Hún laðaði að sér fólk og fór ekki fram hjá neinum, allir tóku eftir geislandi brosinu og klingjandi hlátrinum sem smitaði út frá sér. Hún var vinur allra og kom nær áv- allt rétt fram. Hún var alltaf þessi litli stuðbolti sem hélt fjörinu gangandi og kom ölium í gott skap þessi litla sæta stelpa sem átti allt lífið framundan. það er erfitt að reyna að ímynda sér lífið án hennar, þessarar lífs- glöðu ungu stúlku því að hún gaf manni alltaf ástæðu til að gleðjast þegar manni leið illa. Og sennilega á ég eftir að þakka henni fyrir allar góðu minningarnar í mörg ár. Það er óbærilegur sársauki að vita til þess að hún skuli ekki vera lengur til stað- ar í þessu lífi og syrgi ég hana mjög eins og allir aðrir. þetta er bara svo erfitt af því að hennar tími var ekk- ert kominn, hún var svo ung og lífs- glöð. Mér líður eins og ég sé svo óend- anlega tóm án hennar og ég sé alltaf fyi-ir mér aftur og aftur brosið henn- ar og hvað hún var hamingjusöm í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíðinni. Þegar við sátum saman í brekku- söngnum og sungum úr okkur rödd- ina og þegar að hún sagði mér hversu hamingjusöm hún var með Bjössa og nýju íbúðina og þá var eins og lífið brosti við henni. Mér þótti svo vænt um hana því slík vinátta sem okkar er vandfundin og var hún tilbúin til þess að veita hana skilyrðislaust. Ef ég ætti eina ósk myndi ég sennilega óska þess að ég þyrfti ekki að kveðja hana úr þessum heimi. En ef ég þarf að kveðja hana vil ég byrja að þakka henni fyrir vináttuna og allt sem hún kenndi mér. Hennar leið var nefnilega að vera ekkert að láta smáhluti eyðileggja fyrir sér heldur að líta á heildarmyndina og vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Og það var hún alltaf. Ég sakna hennar og á eflaust eftir að gera það í langan tíma. Það er því með mikilli sorg sem ég votta Bjössa unnusta hennar, foreldrum, systkin- um og öðrum aðstandendum hennar mína fyllstu samúð á þessum hræði- legu tímum. Elsa Alexandersdóttir. Elsku Heiða mín. Það nísti mig í hjartastað þegar ég frétti af slysinu. Éyrst á eftir eygði ég þá von að þú, elsku besta vinkona mín, myndir lifa af en sú von varð að engu. Aðeins tvítug ertu tekin frá okkur og fátækleg orð mín geta eng- an veginn lýst sorg minni og söknuði. En er frá líður veit ég að minning- amar um órofa vináttu okkar og all- ar skemmtilegu samverustundirnar eiga eftir að ylja mér um hjartaræt- ur. Við kynntumst níu ára gamlar, ég nýflutt til borgarinnar austan af landi og þú tókst mér opnum örmum. Þú varst ákveðin og stundum nokk- uð þrjósk en líka glaðlynd og fallega brosinu þínu og smitandi hlátrinum mun ég aldrei gleyma. Þú varst trygglynd og vinur vina þinna og tókst svari þeirra ef á þá var hallað. Vegna allra þinna góðu kosta varstu vinsæl og vinmörg. Ég naut alls þessa í ríkum mæli. Þú varst alltaf til staðar ef eitthvað bját- aði á hjá mér, sýndir mér tryggð og trúnað og gafst mér góð ráð. Fyrir það allt og allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman vil ég þakka, elsku Heiða mín. Hvfldu í friði, mín kæra vinkona. Þín Steinunn Salóme. Stundum skiljum við ekki tilgang- inn í þessu lífi, en okkur er kannski ekki ætlað að skilja allan Guðs vilja. Það er sagt að þegar ungt fólk deyi ætli Guð því stærra verkefni, en hvað er stærra en fjölskylda og vin- ir? Söknuðurinn er mikill en minning- amar era það sterkar að þær gleym- ast aldrei. Elsku Heiða, við kveðjum þig sem yndislega persónu og góðan vin, sem við erum ánægð með að hafa kynnst. Lífþitt er á fórum, fellir ilm sinn ogfógnuðsinn, ljóð sitt, blöð sín, birtu sína ogmína. (Þorgeir Sveinbjamarson.) Þínir vinir að eilífu, Oddný og Elías. Elsku Heiða mín, það er svo sárt að svona ung stúlka sé tekin frá okk- ur, stúlka sem átti margt æðislegt eftir að gera í framtíðinni. Þessi til- hugsun er svo óréttlát en ekkert er hægt að gera nema hugsa um minn- ingarnar sem við áttum saman og þær voru æðislegar. Aldrei get ég gleymt þeim því þær munu ávallt vera ofarlega í huga mínum. Ég get ekki annað en hugsað um þig þessa dagana og er búin að velta fyrir mér af hverju þú og af hverju þessi flugvél? Líklega fæ ég aldrei svar við þessu en ég get huggað mig við minningar okkar. Þú varst svo góðhjörtuð, falleg og dugleg stúlka sem vildir gott gera fyrir alla og gátu flestir metið það. Þegar þú byrjaðir í Hólabrekkuskóla í mínum bekk tóku allir vel á móti þér svo sætri með Ijóst, sítt, liðað, hár. Við urðum fljótlega vinkonur og er ég mjög stolt af því. Þú varst ekki lengi að ná vinsældum og varst fljót- lega komin í allan vinahópinn, ég man svo vel að þú hélst bekkjarpartí í ellefu ára bekk. Allar þessar hugs- anir eru æðislegar en það versta er að þú ert farin og mun ég líklega aldrei sjá þig aftur. Ég sætti mig alls ekki við það þar sem þú varst farin að hlakka svo til að byija í skólanum, nýfarin að leigja með kærastanum þínum og allt á góðri braut. Þegar Steinunn hringdi í mig á þriðjudeg- inum og sagði mér að þetta hefðir verið þú í flugvélinni vildi ég ekki trúa þessu og ímyndaði mér að þú værir alveg heil eins og ég sá þig síð- ast en svo vorum við Steinunn búnar að velta okkur mikið upp úr þessu og ég talaði við hana á fimmtudeginum og hún tilkynnti mér að þú værir lát- in. Mér hefur aldrei brugðið svona mikið, það er hræðilegt að missa vin- konu sína 20 ára gamla. En það hef- ur verið tekið vel á móti þér, Heiða mín. Þér mun líða vel með móður þinni, ég kveð þig í bili. Hvíl þú í friði, elsku vinkona. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. Þín vinkona Sonja Hafdís. Elsku Heiða mín ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur, mín kæra vinkona, þú sem varst svo glöð og kát það var alltaf gaman að hitta þig brosmilda og hamingjusama. Ég sakna þín svo sárt en núna ertu kom- in á annan stað sem er hlýr og bjart- ur staður, ég veit að þér líður vel á þessum stað þar sem þú ert með móður þinni núna. Það verður erfitt að stíga fyrstu skrefin í lífinu núna þegar ég veit að þú ert ekki lengur hjá okkur en ég er ánægð að hafa fengið að kynnast, þér elsku Heiða mín. Þú verður ávallt í huga mínum. Þín vinkona að eilífu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþú sofirrótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kristín Helga. Kveðja frá Borgarholtsskóla Það er fátt hörmulegra en ótíma- bær dauði ungmenna af völdum slysa. Við sem störfum í Borgar- holtsskóla sjáum nú á bak efnilegri og geðþekkri stúlku, Heiðu Björk Viðarsdóttur, sem lést eftii- flugslys fimmtudaginn 10. ágúst. Hún hafði stundað nám við skólann í eitt ár og var að hefja nýtt námsár með okkur. Heiða Björk stundaði nám sitt af alúð og gekk að hverju verkefni með því hugarfari að þroskast og gera betur. Sú hugsun lýsir áhuga sem kemur að innan og hún lýsir einnig stúlku sem hefur gert upp hug sinn og veit að nám er mikils virði. Heiða Björk vai’ einnig geðgóð og þægileg í umgengni gagnvart nemendum og starfsfólki. í henni eins og öðrum ungmennum eru mikfl samfélagsleg verðmæti sem nú hafa glatast. Við sem eftir sitjum get- um aðeins beðið þess að lát verði á þeirri ógæfuþróun sem nú heijar á efnilega æsku landsins. Við sendum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þá í sorg sinni. Starfsfólk Borgarholtsskóla. Formáli minn- ingcirgreiim ÆSKILEGT er að minningar- greinum íylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böra, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF INGVARSDÓTTIR, Miklubraut 54, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu- daginn 18. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Sigríður Valdimarsdóttir, Eyþóra Valdimarsdóttir, Ólöf Flygenring, Valdimar Örn Flygenring, Kristín Magnúsdóttir, Jóhanna B. Magnúsdóttir, Valdimar P. Magnússon, Magnús V. Pétursson, Jon Nordsteien, Ásdís G. Sigurðardóttir, Guðmundur Alfreðsson, Bára Guðmundsdóttir og barnabarnaböm. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar stjúp- móður okkar og systur, SÓLVEIGAR MARÍUSDÓTTUR, áður til heimilis á Hlíðarvegi 53, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Jónsson, Matthildur Jónsdóttir, Guðný Jónsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN ESTER BJÖRNSDÓTTIR, Austurbergi 30, Reykjavík, sem lést á Líknardeild Landspitalans í Kópa- vogi fimmtudaginn 10. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtu- daginn 17. ágúst, kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á hjúkrunarþjónustu Karitasar og Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Páll Aðalsteinsson, Bjöm S. Pálsson, Guðbjörg Þórðardóttir, Anna Lilja Pálsdóttir, Arnþór Ævarsson, Sæmundur Pálsson, Sóley Stefánsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.