Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 52

Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR STEINUNN ÁGÚSTA 4 ÓLAFSDÓTTIR + Steinunn Ágústa Ólafsdóttir fædd- ist á Raufarhöfn 8. nóvember 1932. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 16. ágúst. „Er hún amma farin spyr lítill dreng- ur. „Já, hún er farin til Guðs.“ „En hvenær kemur hún aftur ?“ Það er erfitt að skilja þegar maður er bara sex ára að amma í Sævó skuli ekki ætla að koma aftur heim, hún fór svo oft á spítalann og kom alltaf aftur, en ekki núna. Það var svo gott að koma í Sævó til ömmu og afa, amma átti alltaf faðmlag handa öllum og ís í frystin- um. Mikið eigum við eftir að sakna hennar. Við ætlum að kveðja hana með bæninni sem ömmudrengurinn hennar fór með fyrir hana þegar hann fékk að lúra hjá ömmu og afa í Sævó. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. Ólafur, Helga, Elmar, Kristín, Bjarki og Inga. Farið hefur fram írá Bústaða- kirkju útför elskulegrar systur og mágkonu, Steinunnar Ágústu Ólafs- dóttur. Við hjónin höfum verið svo Vúnsöm að eiga langar og góðar samvistir með henni og hinum góða manni hennar, Hreini Helgasyni frá Húsavík. Meðan þau hjónin bjuggu á Raufarhöfn, dvöldumst við oft hjá þeim á sumrin og þau komu líka stundum til okkar hingað suður. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur urðu svo samskiptin enn nánari. Stenna var einstaklega dugleg og drífandi meðan heilsan var í lagi og tilbúin að rétta hjálparhönd hverj- um þeim, sem á þurftu að halda, ekki síst skyldfólki sínu. Nú viljum við minnast þess með innilegu þakklæti. Margt kem- ur upp í hugann. Ólafi Árna, systursyni sín- um, var hún mjög góð, meðan hans naut við og studdi okkur þegar fráfall hans bar svo sviplega að höndum. Hún lét sér mjög annt um dætur okkar, ekki síst nöfnu sína. Steinunn og Hreinn áttu þvi láni að fagna, að eignast tvo syni, Jónas Sigurð og Ölaf Helga. Fjölskyldur þeirra, ekki síst ömmudrengimir tveir, Steinar Hreinn og Elmar Helgi, hafa verið henni til mikillar gleði. I sínum erfiðu veikindum fékk hún að njóta þess að fylgjast með þroska þeirra. Kynni hennar við stjúpdætur Jónasar, dætur Valdís- ar, og stjúpbörn Ólafs, börn Helgu, gáfu henni einnig mikið. Gagnkvæm vinátta ríkti milli þeirra og Stein- unnar og Hreins. Við þökkum þér fyrir allt elsku Stenna, og biðjum Guð að styrkja fólkið þitt. Bergþóra og Gunnlaugur. Kæra tengdamamma. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Stein- unnar tengdamóður minnar en á kveðjustundu eins og þessari þyrp- ast minningarnar fram. Fyrstu kynni mín af þér voru indæl og hlý- leg. Þú tókst mér strax vel og náð- um við vel saman. Við gátum rætt alla skapaða hluti yfír nokkrum kaffíbollum. Það gladdi mig þó mest hversu vel þú tókst dætrum mínum og gerðir fljótt að þínum eigin barnabörnum. Þegar dætur mínar eignast síðan sín böm 'varst þú á meðal þeirra fyrstu til að heim- sækja þær og færa þeim gjafír. Mikil hamingja varð hjá þér þeg- ar tilkynnt var að þitt fyrsta barna- bai-n væri á leiðinni, hamingjan varð jafnvel rneirí þegar ákveðið var að fyrsta barnabarnið skyldi heita Steinar Hreinn í höfuðið á bæði ömmu og afa. Skemmst er að minnast ferða- lagsins þegar við öll fórum til Eng- lands í sumarhús. Ailir undu vel við sitt og var ferðin ánægjuleg, gaman var að sjá og fylgjast með hversu ánægð þú og Hreinn voruð með lífið og ferðalagið. Hjálpsemi þín var ómetanleg í gegnum lífsbaráttu okkar Jónasar. Þú studdir okkur dyggilega og sýndir mikinn áhuga á því heimili sem við vorum að koma upp. Verð ég þér ævinlega þakklát fyrir það. Lengstan hluta ævi þinnar varst þú heilsuhraust, elsku Steinunn mín. Þrátt fyrir það greindist hjá þér sjúkdómur fyrir all mörgum ár- um. Þú barðist hetjulega í gegnum veikindin og það er þínum krafti að þakka að við fengum að njóta þín til dagsins í dag. Að lokum vil ég þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir þann mikla stuðn- ing sem þú sýndir mér við fráfall foreldra minna. Án þinnar hjálpar hefði sú raun verið erfið. Elsku Hreinn, megi Guð styrkja þig í sorg þinni. Ávallt var gott að koma heim til ykkar hjóna því mót- tökumar voru hlýjar. Þín tengdadóttir, Valdís. Ég var innan við tíu ára gömul þegar ég kynntist þér fyrst. Auð- vitað var skrýtið á þessum aldri að fá nýja ömmu. Sú tilfínning breytt- ist fljótt því þú tókst okkur systr- unum eins og við hefðum alltaf ver- ið þín barnabörn. Þú stjanaðir við okkur meðal annars með því að sauma á okkur föt sem þér einni var lagið. Mörg ár í röð héldum við jólin hjá þér, auðvitað var það þón- okkuð verk að flytja gjafir og annað tilheyrandi á milli húsa en það þótti ekki mikið tiltökumál. Það sem skipti þig mestu máli var að fjöl- skyldan væri öll saman um jólin. Þú reyndir mikið að fá mig til að borða rjúpu að norðlenskum sið en sunn- lenska stelpan gaf sig ekki og borð- aði sitt svínakjöt. Mér er það minn- isstætt kvöldið sem við biðum öll heima hjá þér eftir því að Steinar bróðir fæddist. Við systurnar réð- um okkur ekki fyrir spenningi en þú hélst ró þinni því það hefur ör- ugglega verið erfitt að hemja þess- ar stelpuskjátur. Mikið varstu samt glöð þegar fréttirnar bárust, fæðst hafði strákur sem síðar varð litli sólargeislinn þinn. Stuttu eftir tvítugt bauðstu mér að búa í litla kjallaraherberginu þínu. Það var skemmtilegur tími því þá gafst okkur oft tími til að spjalla. Þú varst hlýleg og glettin í senn og gátum við því spjallað um allt milli himins og jarðar. Þú vildir að ég héldi áfram að ganga menntaveginn og þegar svo fór að ég byrjaði í námi hvattir þú mig óspart og varst hreykin þegar ég síðan útskrifaðist. Auðvitað eru þetta eingöngu nokk- ur brot af minningunum um þig, elsku Steinunn mín, hin brotin geymi ég í hjarta mínu. Ég á eftir að minnast þín með söknuð í hjarta, því þar áttir þú mikið pláss, ég á líka eftir að minnast þín með gleði því ég geymi minningarnar um þig. Elsku Hreinn, þú hefúr misst mikið, megi Guð styrkja þig í sorg þinni. Ása Sigurbjörg Haraldsdóttir. Margt sem við upplifum gleymist aldrei. Það á við um daginn sem ég hitti þig í íyrsta sinn, Steinunn mín. Ég var bara lítil hnáta, rétt fimm ára. Mamma hafði hitt Jónas nýlega og þau ætluðu að gera sér glaðan dag, fara eitthvað tvö ein. Svo það var áhveðið að við systir mín hún Ása mundum fara til þín og gista. Fyrir litla hnátu eins og mig var þetta stórt mál. Mér kveið fyrir og ég var líka rosalega forvitin. Þegar við komum til þín tókstu okkur svo góðlega að allar áhyggur hurfu eins og dögg fyrir sólu. Það var eins og þú vissir hvernig mér leið. Þú með þína góðlegu eig- inleika tókst þér að láta mér líða vel í návist þinni. Þú gerðir margt fyrir mig til að láta mig líða vel, eitt eftirminnilegast var þegar við sát- um við borðstofu borðið og púsluð- um púsl sem var sjálfur heimurinn. Á meðan ég gleymdi mér í púslinu, talaðir þú við mig og það var þá sem við byrjuðum að kynnast. Eftir þetta átti ég nýja ömmu sem tók mér svo vel að mér leið eins og prinsessu. Ég var svo hamingjusöm að hafa þig fyrir ömmu. Einn vetur- inn veiktist öll fjölskyldan af hettu- sótt þá komust þú með þína góð- legu eiginleika og bauðst til að hugsa um mig á meðan ástandið batnaði. Ég fékk að vera hjá þér og Hreini, meiri segja fór húsbóndinn á heimilinu í annað herbergi og ég fékk að vera hjá þér. En þessi hettusótt varð meiri og ég veiktist heiftarlega. Þú hugsaðir um mig dag og nótt. Aldrei hefur neinn hugsað svo vel um mig. Allt sem þú gerðir, gerðir þú vel og rétt. Með þinni umhyggju komstu mér frá spítalavist. Steinunn, ég get aldrei þakkað þér nóg fyrir lífsbjörgina sem þú gafst mér. Éf þú hefðir ekki verið mér svo góð, væri ég ekki hér í dag. Margar stundir áttu við sam- an eftir þetta. Einu sinni fóru mamma og Jónas til útlanda. Þú og Hreinn pössuðu mig á meðan. Við gerðum svo margt skemmtileg, við fórum í sum- arbústað, heimsóttum ættingja á Raufarhöfn, stoppuðum á stöðum sem eru mér kærir í dag. Allt þetta er mér svo minnistætt, eins og það hefði gerst í gær. Árin liðu og ég stækkaði og fleiri stundum eyddum við saman. Eftir að ég kom sjálf upp fjölskyldu, sýndir þú syni mín- um Sölva Má mikla umhyggju og góðmennsku. Honum fannst alltaf gaman og gott að koma til langömmu og lang- afa. Elsku Steinunn mín ég þakka fyrir góðar minningar sem við eig- um saman. Ég þakka fyrir um- hyggjuna sem þú sýndir mömmu á erfiðum stundum. Blessuð sé minn- ing þín. Elsku Hreinn, Jónas, Oli , Steinar, mamma og Helga, guð veri með ykkur. I örumum góðvildar hvílir þú nú sendir bjarma af ljósi hvert sem þú ferð. Styrkurinn er ljósið. (Kristjana Dröfn.) Kristjana Dröfn. Sá dagur mun koma að ég á ekki aftur að vakna, aldrei framar að gleðjast, þrá eða sakna og sorg mín og angist og allt það sem ég hefi kviðið, í óminnisdvalanum týnist, þvi nú er það liðið. Og ósigrar mínir og örvænting hverfa með mér. En áfram um jörðina skínandi dagsljóminn fer af blessaðri sólinni. Aðrir til annríkis vakna, unnast og gleðjast, missa, þjást og sakna. Og töp mín og glöp til gleymskunnar hverfa fljótt. Svo gjöfult er lífið og voldug hin eilífa nótt. (Jakobína Sigurðardóttir.) Kveðja, Linda og Hugi. JÓN BRYNGEIRSSON + Jón Bryngeirs- son fæddist á Búastöðum í Vest- mannacyjum 9. júní 1930. Hann lést á Landspítalanum 7. ágúst síðastliðinn og för útfijr hans fram frá Víðistaðakirkju 15. ágúst. Þegar mér bárust fregnir um að Jón frændi væri látinn rifj- uðust upp minningar- brot um ánægjulegar samverustundir okkar í gegnum árin. Kynni mín af Jóni hófust fyrir al- vöru þegar ég sem drengur var sendur til Vestmannaeyja til Lovísu ömmu minnar á Búastöðum, en hún og Jón héldu alla tíð heimili saman. Eg leit strax upp til Jóns og varð hann ímynd mín um hinn sanna karlmann. Hann var kröftuglega vaxinn, hraustlegur til útlits og ^aðlyndur. Hann silgdi með togur- um til útlanda, en þess á milli var hann við fiskveiðar á trillunni sinni Soffíu eða dvaldi úti í úteyjum. Jón bjó yfir þeirri náðargjöf að hafa frásagnarhæfileika sem fékk strákl- inginn ofan af landi til að gapa af aðdáun og hrifningu þegar kom að sögustund. -*Nokkrum árum síðar þegar ég var þá orðinn ungling- ur komu þeir bræður Jón og Torfi til að hjálpa foreldrum mín- um með húsbyggingu í Hafnarfirði. í kringum þá bræður var aldrei nein lognmolla og lífs- gleðin réð ríkum, þannig að það var sönn ánægja fyrir mig að geta snúist í kring- um þá og rétt þeim hjálparhönd. Bræðurn- ir áttu það til að hefja söng við vinnu sína þannig að bergmálaði í fokheldu húsinu. Ég man eftir því að það voru frekar blendnar tilfinn- ingar hjá mér yfir þessari sönggleði frænda minna. Annarsvegar hreyfst ég af söng þeirra, sérstaklega þeg- ar þeir tóku til við að syngja radd- að, en hinsvegar fannst mér vera hálfvandræðalegt að söngurinn skyldi heyrast um allt hverfið. Löngu seinna eftir að við báðir vorum komnir með fjölskyldur, lágu leiðir okkar saman á Vestfjörðum. Þá starfaði Jón í Bolungarvík, en ég á ísafirði. Tókst með okkur fjöl- skyldunum góður vinskapur sem hefur haldist æ síðan. Jón var alla tíð sannur Vest- mannaeyingur sem undi sér hvergi eins vel og út í eyjum. Því voru það erfiðir tímar fyrir hann og fjöl- skyldu hans þegar heimili og æsku- stöðvar fóru undir hraun í gosinu 1973. Jón var góður maður sem ég mun sakna, en minningar um ævin- týralegar sögur og dillandi hlátur mun ég eiga. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Jóni samfylgdina og vottum Hrafnhildi, börnum og fjöl- skyldum þeirra dýpstu samúð. Bryngeir Ásbjörnsson. Verkið talar, verkið ræður. Þessi orð áttu við vin minn, Jón Bryn- geirsson. Niðurstaða verksins var aðalatriði. Hvað gott það gerði og hvað það bætti. I honum var innri leit, leit sem heldur áfram þrátt fyrir ágætan árangur lofsverðan. Þar var ekki látið staðar numið, heldur alltaf verið að leita að betri leiðum. Þessi leit logar eins og ljós innra með sumum mönnum, og Jón Bryngeirsson var einn þeirra. Jón var lengi verksmiðjustjóri í fiski- mjölsverksmiðjum. Þessar verksm- iðjur voru og eru engar alveg eins. Það eru ekki til staðlaðar vinnuað- ferðir eins og sumum framleiðsluið- naði öðrum. Það gerir málið flókn- ara að breyting á einum þætti vinnslunnar breytir fram og aftur í ferlinu. Reksturinn fjallar um að ná besta jafnvægi margra þátta miðað við verðmæti afurða, verð hráefnis, afköst, gæði og getu fyrirliggjandi vélbúnaðar. Jón Bryngeirsson mun hafa náð einhverri mestu tileinkun og þekkingu til þess að ná besta jafnvægi sem vitað er um. Ég minnist þess á fundi hjá Alfa Laval í Kaupmannahöfn að þeir héldu því blákalt fram að ekki væri hægt að vinna nýja gönguloðnu án þess að missa mjölið í fitu. Og víst er um það, hér áður var hún látin leskjast. En eftir miklar tilraunir og tiltölu- lega lítið breyttan vélbúnað, þá hafði Jóni Bryngeirssyni tekist að vinna nýja vetrarloðnu. En það tók mörg ár fyrir marga að átta sig á því. Að geta unnið nýja loðnu með fullri nýtingu skipti miklu máli fyiir land okkar og efnahag. í því máli átti Jón Bryngeirsson stærsta þátt- inn, með þeim vélbúnaði sem þá var notaður. Suðuaðferðir Jóns eru nú notaðar í flestum loðnuverksmiðj- um. Eins og hann kynnti iðnaðinum málið á ráðstefnu á Egilsstöðum. í kringum Jón voru og aðrir verk- smiðjustjórar, sem sóttu ráð til hans og reyndu aðrar útfærslur af sama þema með góðum árangri. Jón vai' mikill skapmaður, og það fylgir því að hafa innra með sér log- andi ljós, að aðrir, sem réðu meiru vildu reyna að framkvæma öðruvísi, hreyfðu skapi hans. Það er alltaf ánauð á þeim sem veit betur. En það er ekki einfalt að skýra mjög flókna hluti, sem eru að auki síbreytilegir eftir árstíma og að- stæðum. Ég minnist þess að eitt sinn vildi Jón snúa vinnsluferli soð- eimingar við. Með þeim hætti sem ekki var hannað fyrir og ekki fékkst leyfi. En ég lét mína menn breyta svona hinsegin án þess að mikið bæri á. Og mánuðum seinna þegar vel gekk, þá kemur forstjór- inn og segir: „Sérðu það ekki núna, Jón minn, að þessar breytingar sem þú varst að tala um voru óþarfar, þetta getur ekkert gengið betur?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Jón, „ég er ekki búinn að nota þetta breytt nema í þrjá rnánuði." En þetta er langt síðan, en samt eru enn að koma erlendir verkfræðingar að teikna upp kerfi, sem urðu til vegna reynslu í þetta skiptið. Það sem hafði tekist, var að auka virknina í kerfinu við að kerfið hélt sér hreinu margfalt lengur. Mér verður tíð- rætt um sérhæfð atriði, en þau eru merk og ber að geta þeirra og er fátt til nefnt. Jón Bryngeirsson, ástríkur heimilisfaðir og eiginmað- ur. Heimili hans var heimili hlýju, ábyrgðar og trausts. Jón var um margt dulur og þótti meira um konu sína og börn, en hann þó lét vel í ljósi. Það var háttur hans að halda á sér aga. Samskipti okkar Jóns voru lengst af alvarlegs við- skiptalegs eðlis. Og þrátt fyrir mjög góðan vinskap okkar, þá tók hann ekki af sér agann í vináttu okkar fyrr en hann lét af störfum. Það var gleðilegt að finna að vináttan var dýpri, en hann hafði látið í ljós áð- ur. Ég votta Hrafnhildi og börnum samúð mína í fátæklegum orðum, málið ber ekki það sem brjóstið finnur. Þorsteinn Hákonarson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.