Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 56

Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 56
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verðlækkun hjá Símanum GSM „í TILEFNI af sex ára afmæli Símans GSM 16. ágúst lækkar verð algengustu símtalsflokka í GSM-kerfi Símans um ríflega 6% að meðaltali. Ný verðskrá tekur gildi 21. ágúst. Verð símtals úr GSM-síma í al- mennt símakerfi Símans lækkar úr 18 krónum á dagtaxta í 17 krónur, um tæplega 5,6%. Þá lækkar símtal innan GSM-kerfis- ins á dagtaxta úr 16 krónum í 15 krónur, (um 6,3%) og á kvöldtaxta úr 12 krónum í 11 krónur (um 8,3%),“ segir í fréttatilkynningu. Viðskiptavinir Símans GSM eru um 123.000 talsins. „Þar af bættust um 3.300 við í júlímánuði einpm. Áskrifendur NMT-kerfis Sím- ans eru um 28.000 og eru við- skiptavinir farsímakerfa fyrir- tækisins því samtals um 151.000 eða um 54% landsmanna. Alls má telja að um 201.000 farsímar séu í notkun á Islandi, sem samsvarar því að yfir 72% landsmanna eigi farsíma,“ segir þar. Árangur af samein- ingu þýsku ríkjanna ÞÝSK-íslenska verslunarráðið býður til hádegisverðarfundar með dr. Lothar Spáth, stjórnarfor- manni Jenoptik AG, föstudaginn 25. ágúst á Grand Hótel kl. 12. Dr. Spath mun ræða stöðu og árangur af sameiningu þýsku ríkjanna, nú tæpum ellefu árum eftir fall múrs- ins. Dr. Lothar Spath var forsætis- ráðherra í sambandsríkinu Baden- Wúrttemberg (CDU) og foringi Kristilegra demókrata (CDU) í þrettán ár. Úr stjórnmálum fór hann yfir í einkageirann þegar hann tók að sér að stýra Jenoptik AG (www.jenoptik.com) í Jena í fyrrum Austur-Þýskalandi. Jen- optik er nú alþjóðlegt stórfyrir- tæki, skráð á almennan hluta- bréfamarkað og hefur haslað sér völl víða um heim. Skráning á fundinn er hjá Kristin@chamber.is eða í síma Þýsk-íslenska verslunarráðsins. Verð fyrir félaga er 2.500 kr. og fyrir aðra 2.800 kr. Nánari upp- lýsingar veitir Kristín S. Hjálm- týsdóttir, framkvæmdastjóri ÞÍV.Fundurinn fer fram á ensku. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að árekstri, en ekið var á ljós- bláa Toyota Corolla bifreið OY-822 á tímabilinu frá kl. 12 þriðjudaginn 15. ágúst til kl. 14.20 miðvikudaginn 16. ágúst síðastliðinn við Bústaðaveg 65 (húsagötu), Reykjavík. Tjónvaldur fór af staðnum án þess að tilkynna um óhappið, sá er beðinn um að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík og einnig þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að þessu. AUGLÝSINGh PJÓNUSTA Bókhaldsþjónusta Tek að mér bókhald og skyld verkefni fyrir smærri fyrirtæki, í eigin aðstöðu eða hjá við- komandi aðila skv. samkomulagi. Verkefna- —i'inna fyrir bókhaldsstofur kemur einnig til greina. Hef tilskilda menntun og starfsreynslu. Vinsamlegast sendið svörtil auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Bókhald - 10014". KENNSLA Flugskóli auglýsir bóklegt atvinnuflugmannsnámskeið sem hefst í byrjun september næstkomandi. Getum bætt við örfáum nemendum á nám- skeiðið. Haldin verða aukastöðupróf 26. ágúst. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans í síma 530 5100 og á www.flugskoli.is íslands FJðlBWUJTAStóUNN > BBEHBHOtfi Innritun í kvöldskóla Námsleiðir í kvöldskóla Bóknám. Idnnám. Heilbrigðisnám. Listnám. Viðskiptanám Hægt er að taka einstaka áfanga, brautir, stúdentspróf eða starfsréttindi, eftir áhuga hvers og eins. Innritað verður 21., 23. og 24. ágúst frá kl. 16.30 til 19.30. Kennsla hefst mánudaginn 28. ágúst. Allar upplýsingar um kvöldskóla FB eru á heimasíðu skólans. www.fb.is FLUGSKÓU tSLANDS Flugskóli Islands auglýsir ^ igumsjónarmannsnámskeið sem hefst 18. september. Umsóknarfrestur á námskeiðið ertil 8. sept. Kennt er á kvöldin í 10 vikur. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf í ensku, stærð- fræði og eðlisfræði og að auki a.m.k. eins árs almennt nám að loknu grunnskólanámi. Nánari upplýsingarfást á skrifstofu skólans Ttlíma 530 5100 og á www.flugskoli.is Fjölbrautaskólinn í Garðabæ við Skólabraut, 210 Garðabæ, sími 520 1600, fax 565 1957, vefslóð: http:www.fg.is netfang: fg@fg.is Frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ Byrjun haustannar 2000 21. ágúst, mánudagur. Kennarafundur kl. 9.00—12.30. Fundur deildarstjóra kl. 13.30—14.30. 22. ágúst, þriðjudagur. Skólasetning kl. 9.00. Nemendurfá þá afhentar töflur og bókalista. Töflubreytingar kl. 13.00 — 19.00. 23. ágúst, miðvikudagur. Kennsla hefst skv. stundaskrá. Skólameistari. TILKYNNINGAR Tilkynning frá utanríkisráðuneytinu Utanríkisráðuneytið býðurfyrirtækjum, sam- tökum, stofnunum og einstaklingum viðtals- tíma við forstöðumenn sendiskrifstofa íslands þegar þeir eru staddir hérlendis til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskipta- möguleika og önnur málefni þar sem utanrík- isþjónustan getur orðið að liði. Svavar Gestsson, aðalræðismaður íslands í Winnipeg í Kanada, verðurtil viðtals í utanrík- isráðuneytinu mánudaginn 21. ágúst nk. kl. 8.30-12 eða eftir nánara samkomulagi. Nán- ari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í síma 560 9900. FUNDIR/ MANNFAGNADUR Fyrirlestur um lífsálfræði og hugleiðslu Kynnist leyndardómum hugans með hjálp æva- fornrar hugleiðslutækni Fyrirlesarari er dada Pran- akrsnananda, bandarískur jógamunkur og hugleiðslu- kennari með yfir 30 ára reynslu. Fyrirlesturinn er haldinn á Carpe Diem/Hótel Lind, Rauðarár- stíg 18, fimmtudaginn 17. ágúst kl. 20. Upplýsingar í símum 552 7050 og 692 0987. Ókeypis aðgangur. Námskeiðið er styrkt af Ananda Marga. TIL SÖLU Vegna skipulagsbreytinga er rekstur fjölskylduparadísarinnar á Reynisvatni til sölu Reynisvatn er sérstæð náttúruperla innan borgarmarkanna, þar sem fjölskyldufólk, starfsmannahópar og einstaklingar eiga sér unaðsstundir, vetur, sumar, vor og haust. Lax- og silungsveiði; báta- og hestaleiga, auk veitinga- og verslunarreksturs; námskeiðahald, mannfagnaðir og útigrillveislur; allt eru þetta þættir sem gera Reynisvatn að sannkallaðri fjölskylduparadís. Hér er einstakt tækifæri fyrir kraftmikinn rekstraraðila til að fást við spenn- andi verkefni. Upplýsingar veitir Ragnar Tómasson í GSM 896 2222. TILBOÐ/ÚTBOÐ Forval Umsýslustofnun varnarmála, sala varnarlið- seigna f.h. varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs vegna leigu á bifreiðum fyrir varnarliðið á Kefiavíkurflugvelli. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn fást hjá utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, Reykjavík. Umsækjendum ber að senda þau útfyllt til forvalsnefndar utanríkis- ráðuneytisins sem áskilur sér rétt til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verðurtekið við upplýsingum frá þátttakendum eftir að forvalsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til forvalsnefndar utanríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, Reykjavík fyrir kl. 16.00, mánudaginn 28. ágúst 2000. Umsýslustofnun varnarmála. Sala varnarliðseigna. HÚSNÆOI í BOÐI Hafnafjörður einbýli til leigu 130 fm einbýli til leigu með öllum húsgögnum á 90.000 kr. pr. mánuð. Leigutími 1. sept—30. apríl 2001. Aðeins reglusamt fólk kemur til greina (fyrirframgreiðsla). Uppl. í síma 899 7188. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF fámhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður Daniel Glad. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is. I kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Lofgjörðarsamkoma í umsjón Ingibjargar Jónsdóttur. Hugvekja: Páll Friðriksson frá Kristniboðsfélaginu. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.