Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 66
66 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ljóska
ESHEFVERI6A0
HUSSA UM HVA6
ES VILJJ VERÖA
ÞESARESVERf)
STÓR
Ertu byrjuð að lesa Þuru Ég er enn að vona að þeir Þú ert bara að plata Þaðerauðvelt
í Þaraþorpum? sýni hana í sjónvarpinu.. sjálfa þig að plata mig
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329
Að lokinni
kristnihátíð
Frá Rúnari Kristjánssyni:
MARGT hefur verið skrifað í blöð
að undanförnu um minningarhátíð
kristnitökunnar og hvernig þar hafi
til tekist. Almennt virðist þó viður-
kennt að hátíðin hafi farið vel fram
og verið til sóma hvað skipulag og
annað snerti, en hinsvegar hafi fólk
sótt hátíðina heim í miklu minni
mæli en búist var við. Sumir hafa
ekki getað leynt ánægju sinni yfir
þessu og talið að þetta sýndi og
sannaði að almenningur í landinu
hefði verið áhugalaus og jafnvel
andvígur þessum hátíðarhöldum.
Margir hafa gripið pennann og
skrifað í óhömdum fögnuði um þetta
og fundið hátíðinni flest til foráttu.
Þau skrif hafa sum hver dæmt sig
sjálf, þar sem rökleysur einar hafa
verið settar fram og ýmislegt fullyrt
sem gengur á snið við sögulegar
staðreyndir. En margt broslegt hef-
ur birst í þessum greinum, Þorlákur
helgi hefur eignast afkomendur,
drengskapur er alfarið skilgreindur
sem heiðin dyggð, fleyg orð manna
úr sögunni eru sett öðrum í munn
o.s.frv. Öllum þeim sem hafa rokið
til og gagnrýnt af meira kappi en
forsjá þá hátíð sem haldin var á
Þingvöllum í júlíbyrjun, hefur Sig-
urbjörn Einarsson biskup svarað
með afgerandi hætti í Mbl. 28. júlí
sl. Víða í grein Sigurbjarnar eru frá-
bærar athugasemdir sem varpa
skýru ljósi á kjarna hins umrædda
máls. Vonandi hafa sem flestir lesið
þessa grein og sannfærst um að
gamli biskupinn okkar hefur margt
til síns máls eins og jafnan fyrr. Hitt
er svo annað mál að Sigurbjörn Ein-
arsson er auðvitað mikill kirkjunnar
maður og vafalaust viðkvæmur fyrir
allri gagnrýni sem beinist að stofn-
un þeirri sem hann hefur þjónað
mest og best um sína daga.
Hátiðin átti rétt á sér
Það getur því hafa hent hann á
viðkvæmu augnabliki að hafa af
særðum hug tekið fullsterkt til orða
varðandi þá gagnrýni sem komið
hefur fram á kristnihátíðina. En í
grein sinni 28.júlí sl. skýrir hann
sjónarmið sín með þeirri andlegu
glöggskyggni sem honum hefur
ávallt verið tiltæk og það er skoðun
mín að sú ritsmíð sé miklu rishærri
en allt annað sem skrifað hefur ver-
ið um kristnihátíðina til þessa og
mun trúlega oft verða til þeirrar
greinar vitnað þegar fram líða
stundir. Það er oft svo að vissa fjar-
lægð þarf á hlutina til þess að eðlileg
viðhorf gagnvart þeim geti sigrað
fordóma hins æsta augnabliks. Þeg-
ar frá líður munu trúlega ýmsir þeir
sem gagnrýnt hafa þessa hátíð sjá
að hún átti fyllilega rétt á sér sem
slík því þegar æsingar hjaðna kemst
dómgreindin að.
Það er enginn vafi á því að skipu-
lagserfíðleikar, einkum varðandi
umferðarmál, á lýðveldishátíðinni
1994, voru fjölmörgum í fersku
minni er komið var að því að halda
kristnihátíðina. Hjá mörgum var
viðkvæðið „Ég ætla sko ekki að
lenda í því sama og þá, nú fer ég
bara á þessa hátíð í gegnum sjón-
varpið og ek heilum vagni heim á
réttum tíma.“
Það er nú einu sinni svo á okkar
tímum, að fólk þarf ekki endilega að
mæta og upplifa atburði á staðnum.
Fjölmiðlarnir sjá til þess að
atburðarásin næst beint í æð nánast
hvar sem er. Það er því gjörsamlega
út í hött sem sumir gera, að setja
samasemmerki milli aðsóknar fólks
á umrædda hátíð og afstöðu þjóðar-
innar í heild til kristindómsins. ís-
lenska þjóðin á svo til alla sögu sína
samofna kristnum gildum og þar
verður aldrei skilið á milli. Söguleg,
trúarleg og menningarleg skoðun á
þjóðlífsmeiðnum sýnir þetta ótví-
rætt. Enginn vafi er á því að yfir-
gnæfandi meirihluti þjóðarinnar
heldur fullri tryggð við kirkju sína
þó Sarkistar og aðrir andstæðingar
hennar hafi hátt og reyni að gi’afa
undan grunni hennar. Islendingum
allflestum er fullkunnugt um að Guð
vors lands er meira en nafnið tómt.
Auðlegð í sálmum
og lofsöngvum
Forfeður okkar og formæður
tignuðu Drottin af heilum huga og
trúin létti lífsbaráttuna.
Við eigum t.d. geysilega auðlegð í
sálmum og andlegum lofsöngvum og
flestir þeir fjársjóðir eru frá tíma
hinnar lútersku kirkju. Hallgrímur
Pétursson var skilgetinn sonur
þeirrar kirkju og hvaða Islendingur
sem vill standa undir nafni afneitar
verkum hans? Og með vissum hætti
má segja að Matthías Jochumsson
og Valdimar Briem séu arftakar
þeirrar innblásnu andagiftar sem
logai’ svo skært í trúarljóðum séra
Hallgríms. Einnig má segja að
Helgi Hálfdánarson sé þar nærri,
því ýmsir sálma hans ná þeirri
trúarlegu dýpt sem einkennir svo
flesta sálma þeirra þriggja sem hér
hafa áður verið nefndir. Auk þess-
ara miklu sálmaskálda okkar hafa
svo ýmsii’ ort frábæra sálma og ekki
trúi ég því að afsiðun í þjóðfélagi
okkar eigi eftir að verða slík að
menn leggi það niður að lofa Drottin
sinn og Guð. En niðurrifsöfl hafa
verið til á öllum tímum og það er
ekkert nýtt að menn verði að kljást
við slík fyrirbæri, sem þykjast oft-
ast vera að þjóna hagsmunum al-
mennings, en eru í raun með annar-
leg sjónarmið í huga sem seint
munu teljast heilbrigðu þjóðfélagi
til uppbyggingar. Margt er skrítið í
þeim kýrhaus sem þar er settur
upp. En allir þeir sem gera sér grein
fyrir blessun þeirri sem veitt er inn í
þjóðlífið fyrir atbeina kristindóms-
ins, þurfa að taka höndum saman og
starfa heilshugar að því að samein-
ast gegn hverri aðsteðjandi vá sem
beinist að því að rífa niður það sem
gott er.
Látum áfram krossfánann okkar
fallega vera tákn þess í sannleika að
við séum og viljum vera kristin þjóð.
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Bogabraut 21, Skagaströnd.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.