Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 23 AP Mikil umferð er um flugvöllinn í Frankfurt sem er umferðarþyngsti völlur á meginlandi Evrópu. Húss tj órnar skólinn í Reykjavík Enn er hægt að bæta við nemendum á haustönn 2000. Námið er metið til 26 eininga í framhaldsskóla. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 551 1578. Veður og færð á Netinu ^mbl.is /\L.urAf= errrH\sAÐ a/ýti Flugvellir stækka ÞYSK stjórnvöld lýstu í gær stuðningi si'num við að ráðist skuli í gífurlegar stækkunar- framkvæmdir á öllum helstu flug- völlum Iandsins, því búist er við að fjöldi flugfarþega muni tvö- faldast á næstu flmmtán árum. Reinhard Klimmt samgöngu- ráðherra sagði stækkunina nauð- synlega til að viðhalda og fjölga störfum. Boðaði hann stækkun flugvallarins í Frankfurt, sem er umferðarþyngsti flugvöllur á meginlandi Evrópu, og Schöne- feld-flugvallar við Berlín. Þá þarf að stækka vellina við Miinchen og DUsseldorf til að þar geti um 30 milljónir farþega farið um árlega. Klimmt sagði að hann myndi ræða þessar áætlanir við sam- gönguráðherra sambandsland- anna í lok næsta mánaðar. ------------------ Mahathir Mohamad Segir er- lend ríki enn girnast Malasíu Kuala Lumpur. AFP. MAHATHIR Mohamad, forsætis- ráðherra Malasíu, sakaði í gær er- lend ríki um að vera enn staðráðin í að gera Malasíu að nýlenduríki á ný. Ræða Mahathir var flutt í sjónvarpi og útvarpi í landinu, en þjóðhátíðar- dagur Malasíu er í dag og fagnar þjóðin þá 43 ára sjálfstæði sínu. „I dag erum við þróttlítil vegna þess að malajar styðja ekki ríkis- stjórn sína,“ sagði Mahathir. „Trúið mér þegar ég segi að ef við leitum erlendrar aðstoðar þá erum við búin að veðsetja landið." Malajar, sem eru rúmur helmingur íbúa landsins, greinir á um réttmæti þess að Anwar Ibrahim, fyrrum leiðtogi landsins, var sviptur völdum og hann settur í varðhald í september 1998. Að sögn Mahathirs hefur ríkis- stjórnin komið í veg fýrir að erlend ríki gerðu Malasíu að nýlendu sinni í kreppunni 1998. „Það þýðir þó ekki að þeir muni ekki reyna aftur. Fjölmiðar hafa verið öflugir við að sverta ímynd okkar og þeir styðja alla þá, m.a. glæpamenn, sem vilja eyðileggja landið,“ sagði Mahathir. Hann sakaði jafnframt öfgahópa meðal Kínverja og malaja um að kynda undir róttækum skoðunum sem leitt gætu til árekstra. „Trúið því ekki að ef þessi stjórn falli þá taki ný við völdum. Sú stjórn mun einnig verða fyrir árásum .... nýja stjórnin yrði leikbrúða erlendra ríkja.“ Mahathir beindi tölu sinni sér- staklega til þeirra malaja sem hann sagði ekki þakkláta fyrir aukinn hagvöxt undanfarinna ára, sem og þeirra Kínverja sem gagnrýnt hafa nokkur sérréttindi malaja. HEILBRIGÐI OG VELLIÐAN FYRIR KONUR Á ÖLLUM ALDRI Taebó Kripulujóga Einkaþjálfun Sparkbox Suðræn sveifla Mömmutímar Spinning Afró Leikfimi Brjáluð brennsla Kyrrðarstund Tæbó-styrkur MRL-púl Spinning-magi Jógaleikfimi Pallar Heilsuátak 3x20 Spinning-þrekhringur Stórátak Hathajóga Teygjur-slökun Tæki-kennsla Tæbó-grunnur Hádegisbrennsla Magi, rass og læri Kíktu í heimsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.