Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 45
spennandi. Þetta var allt svo ótrú-
legt. Þú hafðir meira að segja lært að
synda í sjónum. Síðan hafðir þú siglt
til útlanda og dvalist í Danmörku.
Og farið í Menntaskólann í Reykja-
vík og orðið stúdent. Og átt tíu börn.
Fyrir mér varstu sko alvörukona.
Þegar maður kveður ömmu sína
deyr hluti af manni sjálfum. Æskan
verður minni, hluti af henni brotnar
af eins og strönd sem sjórinn skolar í
burtu á flóði. Stóri sjór eins og Lóa
litla dóttir mín segir er kominn til að
bera þig á aðra strönd, óþekkta og
spennandi. Ég held að við hittumst
þar seinna og þá segi ég þér frá því
sem á daga mína mun drífa. Elsku
amma, hreiðraðu nú vel um þig með-
al englanna.
Þín
Þdrdís Erla.
í dag kveð ég ömmu mína, Ásdísi
Guðbjörgu, og mig langar að minn-
ast hennar í nokkrum orðum. Amma
Dídí átti viðburðaríka ævi, sem ung
stúlka í Vestmannaeyjum og sem
móðir tíu barna, og seinna sem
amma og langamma. Hún var yndis-
leg amma, alltaf sallaróleg í öllum
látunum og hávaðanum sem okkur
krökkunum tókst að framkalla. Hún
fylgdist þó með öllu sem fram fór í
kringum hana en lét það þó kyrrt að
skipta sér að. En það voru ekki bara
við krakkarnir sem létum í okkur
heyra, fullorðna fólkið var lítið
skárra þegar hópurinn var saman
kominn á Laugarásveginum á jólun-
um eða í afmælum. Amma sat þá oft-
ast í miðri stofunni, í miðjum
skarkalanum, og hlustaði og fylgdist
með öllu fólkinu sínu. Já, henni tókst
að fylgjast með flestöllu sem fram
fór hjá þessari stóru fjölskyldu og án
efa naut hún þess að fylgjast með
henni stækka og dafna. Amma var
fjölhæf kona með hæfíleika á mörg-
um sviðum og afí var duglegur að
segja sögur af henni sem sífellt
komu manni á óvart hvort sem um
var að ræða sundafrek, leiklistar-
eða teiknihæfileika, hvernig þau
kynntust í Menntaskólanum og
margt fleira. Amma hló stundum að
þessum afrekssögum, leiðrétti þær
eða samþykkti. Við sem erum af
þriðju kynslóð höfum þurft að styðj-
ast við og treysta á þær frásagnir
sem foreldrar okkar og afi hafa sagt
okkur um ömmu til að skapa heildar-
mynd af þessari mögnuðu konu og
þá mynd munum við alltaf geyma í
hjarta okkar.
Með þessum orðum kveð ég ást-
kæni ömmu mína, Asdísi Guð-
björgu, og þakka samfylgdina.
Heiða Steinunn Olafsdóttir.
Mig langar að kveðja ömmu Dídí
með nokkrum orðum.
Æskuheimili mitt var á Laugarás-
veginum. Við nutum þess vel, ég og
systkini mín, að búa svo nálægt
ömmu Dídí og alltaf gátum við leitað
til hennar. Frá því ég var ársgömul
passaði hún mig og strax sem barn
fann maður vel ró hennar og hlýju.
Skært er í minningunni kaffítímarn-
ir þar sem við barnabörnin hópuð-
umst um kræsingarnar hennar.
Nú þegar ég hef sjálf eignast
barn, skil ég fyrst hve mikil hetja
amma Dídí var. Ég reyni að gera
mér í hugarlund hvernig daglegt líf
hennar var sem húsmóðir á stóru
heimili með mikinn fjölda barna og
ég dáist að henni því ég veit hve vel
henni fórst það úr hendi.
Guð blessi þig, amma mín.
Ágústa Hrönn Gísladóttir.
Að sitja á ullarteppi úti í Hvammi
síðdegis á sólríkum sumardegi.
Drekkandi Egils djús og borðandi
Frón kremkex með. Ræða garðsins
leiki, gagn og nauðsynjar við frænd-
systkini, afa og ömmu. Reyna enn og
aftur að borða sólber, ná sér í græn-
kál og enn meira djús.
Þetta er sambland af hátíð og
reglufestu, uppskeruhátíð hins
óhverfula heims.
Fyrir sjö ára polla er kaffitími í
grasbala í bakgarðinum endanleg
sönnun þess að heimurinn sé til fyrir
hann, svona og alltaf.
Þetta var hinsvegar ekki bara
minn heimur, heldur okkar barna-
barnanna allra, né heldur var hann
alltaf. Takk fyrir heiminn okkar,
amma.
Megum við vera þér, afi, stuðning-
ur og þátttakendur í sorginni.
Halldór.
Undarlegt með eilífðina hvað hún
er orðin hverful og stutt í annan end-
ann. Fyrir ekki svo ýkja löngu virtist
hún óendanleg, óræð en þó svo ein-
föld. Ég var ég og yrði alltaf, líkt og
þeir sem tilheyrðu veröldinni minni,
þeir voru og yrðu alltaf. Byrgið um
heim minn var órofið, eilífðin nær
óátekin og endalaus. Smám saman
skarðast úr - þeir sem voru og yrðu
eru ekki lengur. Eftir ævilanga sam-
fylgd, vinarþel og traust við fjöl-
skyldu okkar systkina er hér kært
kvödd Dídí „mágkona". Dídí og móð-
ir okkar voru reyndar ekki mágkon-
ur heldur svilkonur, giftar bræðrun-
um Ólafi H. og Þorsteini
Einarssonum. Dídí var alla tíð mág-
konan góða, öllu heldur vinkonan
sem jafnan lagði gott til málanna,
var hvers manns hugljúfi og einstak-
lega prúð í fasi. En ótrúlega gátu
þær skraflað svilkonurnar. Dídí var
gullfalleg, fínleg og hljóðlát,
hæverskan uppmáluð, af góðum
komin og bráðgreind. Hún var Vest-
mannaeyjamær og bar það með sér
alla tíð, hafði til dæmis ómþýðan
upptakt eða sönglanda í röddinni
sem var sérstakur og einkennandi.
Ásdísi var margt til lista lagt um-
fram mannleg samskipti, var bók-
hneigð, drátthög og fim til kvenlegr-
ar iðju svo sem handavinnu sem oft
er talin dútl en er oftar en ekki listi-
legt handverk og á stundum hrein
list. Flestu er Dídí sjálfa varðaði hélt
hún þó illu heilli fyrir sig eins og
margra kvenna er háttur. Þau fylgd-
ust að í námi í Menntaskólanum í
Reykjavík, Dídí og Steini föðurbróð-
ir. Upp frá því voru þau samferða í
lífinu, eins og ein manneskja, þótt
hann væri farfugl að flengjast um
landið en hún staðfuglinn í heima-
ranni. Fljótlega eftir að þau felldu
saman hugi fórú þeim að fæðast
makalaust falleg og mannvænleg
böm sem urðu að endingu tíu talsins.
Að hugsa sér annað eins framlag til
þjóðarbúsins. Varla getur það talist
ígripa- eða áhlaupaverk að ala af sér,
ala önn fyiir og vera fyrirmyndin í
lífi tíu barna. Dídí beitti öllu sínu
hugviti og kunnáttu til að kenna
skaranum á lífið, en rólega og með
áherslu á góða siði og fágun í fram-
komu. Þessi stórmóðir hafði ekki
mikinn tíma aflögu til að sinna eigin
hugðarefnum, svo sem frekara námi,
listhneigð sinni eða öðru viðlíka. Af-
rek á sviði uppeldis eru sjaldan á
torg borin hvað þá verðlaunuð af
hinu opinbera.
Á kveðjustund birtast ljósbrot
bemskuára. Eitt slíkt greyptist í
hugann, vakti undmn og virðingu og
stelpuanga öðm fremur til umhugs;
unar um konur og tilvem þeirra. í
heimsókn á Guðrúnargötu er Dídí að
finna niðursokkna í lestur franskra
tímarita. Þetta var upplifun, enga
konu þekkti ég þá aðra sem las
frönsku sér til ánægju. Augnablikið
sannaði baminu að mömmur þurftu
líka sinn tíma og gátu tekið sér hann.
Þessa mynd af Ásdísi Jesdóttur,
ungu stúdínunni að sinna hugðarefn-
um sínum, hef ég geymt. Eg sá og
skildi þessa konu i nýju ljósi og man
aðdáun bamsins á þessari frökku
móður sem sat og las frönsku í miðj-
um indjánahasar frænda minna.
Þessi mamma var ekki bara mamma
heldur einnig manneskja, það var
málið. Börnin þeirra öll em einstak-
lega mannvænleg og vom móður
sinni vinir og gleðigjafar. Þorsteinn
reyndist Dídí góður förunautur og
rómuð er ræktarsemi hans og natni
þegar heilsu hans trygga
lífsfömnautar hrakaði. Ég votta
Steina, frændum öllum og frænkum
auk tengdafólks samúð og bið þess
að allar góðar vættir geymi hana
Dídí. Hennar ætti sannarlega að
bíða sæluvist í huliðsheimum.
Elín G. Ólafsdóttir.
BJÖRN HÓLM
ÞORSTEINSSON
+ Björn Hólm Þor-
steinsson fæddist
á Akureyri 1. apríl
1980. Hann lést af
slysförum 9. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Seljakirkju 17.
ágúst.
Elsku bróðir minn,
nú ertu farinn þótt
erfitt sé að viðurkenna
það. Ég hugsa að ég
eigi aldrei eftir að
gleyma því er mamma
sagði mér hvað hefði
skeð, það var eins og heimurinn
hefði hrunið og það væri enginn
tilgangur lengur. En það eina sem
ég get gert er að muna allt það góða
er í þér bjó og halda fast í minning-
arnar sem ég á um þig. Alltaf
varstu til staðar fyrir mann og
gerðir allt fyrir mann alveg sama
hvað það var, ef eitthvað bjátaði á
varst það þú sem hjálpaðir manni í
gegnum það. En ég vona að þér líði
vel þar sem þú ert nú, Bjössi minn.
Þín verður sárt saknað hér. Megi
guð gefa okkur öllum styrk til að
sætta okkur við orðinn hlut.
Lokast brá, linast þrautin
líkn þá hlýtur þú
sem gafst svo margt, ég veit að góður
guð þig geymir nú.
Nú er morgunroðinn mildur
Kyssir ennið kalt.
Engin orð megna að lýsa
Okkar ást til þín.
Nú er lokuð brá, linuð þrautin
Ljósið lífs þíns dvín.
(Oddur Bjarni Þorkelsson.)
Þín systir,
Brynhildur Ösp.
Elsku Bjössi. Ég spyr mig sömu
spurningarinnar aftur og aftur, af
hverju þú? Þú sem varst svo ham-
ingjusamur og í blóma
lífsins.
Ég man þegar ég
kom alltaf í heimsókn
til Gullu systur þinnar,
þá spurði ég alltaf
hvar þú værir, svo beið
ég alltaf eftir að þú
kæmir inn úr dyrunum
og þá hljóp ég á móti
þér og faðmaði þig því
að mér þótti svo gam-
an að sjá þig. Þú varst
góður vinur og vinur
vina þinna. Alltaf var
hægt að leita til þín ef
eitthvað amaði að.
En ég kveð þig nú í bili elsku
frændi og við munum hittast aftur á
ný.,
Ég votta fjölskyldu og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð og
megi guð styi-kja ykkur á þessum
sorgartíma.
Saknaðarkveðjur.
Þín frænka,
Erna
Ragnarsdóttir.
Elsku Bjössi besti frændi og vin-
ur þá er komið af því að kveðja,
ekki bjóst ég við því að þú færir
svona fljótt frá okkur.
Ég trúði því ekki að það hefðir
verið þú sem lentir í þessu hræði-
lega slysi.
Ég man þegar ég kom suður og
var hjá Jónda og þú fórst oft með
mig í bíltúr og sýndir mér margt og
gafst mér marga hluti sem ég
geymi hjá mér.
Ég sakna þín sárt elsku frændi.
Hafið ervettvangur orku og anda,
athafnasvæði og fyrirheit.
Auðlindin mikla, huga og handa,
hrikalegt oft - eins og margur veit.
(Hjalti Friðgeirsson)
Þinn frændi
Aron Brimir.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR H. KRISTINSSON
f.v. hitaveitustjóri,
Stekkjarflöt 15,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 1. september kl. 13.30.
Gunnar I. Birgisson,
Þórarinn Sigurðsson,
Kristinn H. Gunnarsson,
Sigrún B. Gunnarsdóttir,
Karl Á. Gunnarsson,
Guðrún J. Gunnarsdóttir,
Katrín Gunnarsdóttir,
Hafsteinn H. Gunnarsson,
Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir,
Vigdís Karlsdóttir,
María Sif Sveinsdóttir,
Elsa Friðfinnsdóttir,
Hjörleifur Ingólfsson,
Guðlaug Bernódusdóttir,
Bjarki V. Guðnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐFINNUR EINARSSON
fyrrv. framkvæmdastjóri í Bolungarvík,
lést sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn.
Minningarathöfn verður í Hólskirkju í Bolung-
arvík laugardaginn 2. september kl. 14.
Útför fer fram frá Víðistaðakirkju ( Hafnarfirði þriðjudaginn 5. september
kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga í síma 533 1088 eða minningar-
sjóð sr. Páls Sigurðssonar í síma 456 7218 og 456 7195.
María Haraldsdóttir,
Einar K. Guðfinnsson, Sigrún J. Þórisdóttir,
Haraldur Guðfinnsson, Anna Rós Bergsdóttir,
Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTfN BJÖRG GUNNARSDÓTTIR
frá ísafirði,
Safamýri 40, Reykjavík,
lést mánudaginn 28. ágúst á Droplaugar-
stöðum.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 1. september kl. 10.30.
Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti
Barnaspítala Hringsins njóta þess.
Gunnar A. Baarregaard, Katrín Guðmundsdóttir,
Harald B. Alfreðsson, Ingibjörg Bergmundsdóttir,
Björn B. Alfreðsson, Laura Bergs,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur sonur minn, faðir, bróðir okkar og
mágur,
SIGURÐUR FRÍMANN REYNISSON
(SKAGAN),
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut að morgni mánudagsins
28. ágúst.
Eyrún Auðunsdóttir,
Aníka Eyrún Sigurðardóttir,
Auðbjörg Reynisdóttir, Einar Gautur Steingrímsson,
Viktor Þór Reynisson, Anna Kristín Kristófersdóttir,
Jóhann Reynisson, Ingibjörg Stefánsdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Marbæli,
verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju laugardaginn 2. september kl. 14.
Guðrún Sigurðardóttir, Guðmundur Magnússon
Guðbjörg Sigurðardóttir, Haraldur Magnússon
Jón Sigurðsson,
Sigurlína Sigurðardóttir,
Árni Sigurðsson, Ragnheiður Guðmundsóttir
Sigrún Sigurðardóttir. Hjörleifur Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
4-