Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Biðlistar eftir leikskólaplássi Stefnt á að tæma list- ann í mars Sigurlið Þórs í keppni A-Iiða. Þórsarar sigursælir Rekstrarstjóri Menntasmiðjunnar Fimm umsóknir bárust FIMM umsóknir bárust um starf rekstrarstjóra Menntasmiðjunnar á Akureyri. Skipulagsbreytingar eiga sér nú stað í Menntasmiðjunni þegar nú- verandi forstöðufreyja, Valgerður Bjarnadóttir, lýkur störfum og er unnið að undirbúningi þess að Menntasmiðjan verði sjálfseignar- stofnun. Auk forstöðufreyju starfa við stofnunina þrjár verkefnisfreyj- ur í fullum störfum og ein í hálfu auk fjölda stundakennara af báðum kynj- um. Staða forstöðufreyju hefur ekki verið auglýst laus til umsóknar enn, en umsóknarfrestur um starf rekstr- arstjóra er nýiiðinn. Þeir sem sóttu um starfið eru Alda Þrastardóttir, Akureyri, Jóhanna Harðardóttir, Akureyri, Ólöf Matt- híasdóttir, Akureyri, Annette Mönster, Horsens, Danmörku og Guðmundur Ingólfsson, Akureyri. Rætt verður við umsækjendur í næstu viku og ráðið í stöðuna að því ferli loknu. KRAKKAMÓT KEA í knatt- spyrnu fór fram síðastliðinn sunnudag. Þetta er keppni fyrir lið úr sjötta flokki og rétt til þátttöku hafa öll lið af félags- svæði KEA. Keppt var í flokki A-, B-, C- og D-liða. Þórsarar mættu greini- Iega vel stemmdir á mótið, því þeir báru sigur úr býtum í öllum keppnum. KEA gaf verðlaun á mótinu og fengu allir þátttakendur verð- launapeninga og sigurliðin jafn- framt bikar. Eftir mótið var síðan boðið upp á léttar veitingar. BIÐLISTAR eru eftir plássi á leik- skólum Akureyrarbæjar. Að sögn Karls Guðmundssonar, sviðstjóra fé- lagssviðs, þá eru um 400 börn á bið- lista eftir leikskólaplássi. Hins vegar séu á milli 120 og 160 böm á virkum biðlista, þ.e. böm sem era tveggja ára og eldri en hingað til hefur ekki verið boðið upp á leikskólapláss fyrir börn undir tveggja ára aldri. Vonir standa til að biðlistinn tæmist í mars á næsta ári þegar nýr leikskóli á Iða- völlum verður tekinn í notkun. „Það hefur fjölgað um 60 börn á biðlista síðan um áramót. Á þessum svokallaða virka biðlista era nú á milli 120 og 160 börn því að 40 af þeim bömum eru ekki skráð með lögheimili hér á Akureyri eins og er. Þannig að við vitum ekki hvort að þau koma til með taka pláss þegar þeim verður boðið það því að þá þurfa foreldrarnir að flytja lögheim- ilið til Akureyrar," sagði Karl. „Við sjáum fyrir okkur að geta tæmt þennan lista í mars á næsta ári en þá tökum við í notkun nýjan leik- skóla við Iðavelli. Hins vegar grynnkum við á listanum strax í haust með því að bæta við lausum stofum við leikskólana Flúðir og Kiðagil og fleiri ráðstöfunum. Með því móti má hugsanlega taka inn allt að 50 börn í haust. Karl segir þá leið að bæta við laus- um stofum vera fjárhagslega hag- kvæma lausn sem hugsanlega verði oftar notuð í framtíðinni. „Þetta er náttúralega nokkurs konar bráða- birgðalausn en það er ljóst að ekki verður farið í að byggja nýjan leik- skóla fyrr en að fyrirsjánleg þörf er fyrir hann,“ sagði Karl. Sýnaá Karólínu KRISTÍN Jónsdóttir og Vigdís Steinþórsdóttir verða með myndlistarsýningu á Café Karólínu á Akureyri, en hún verður opnuð 2. september og stendur til 30. september. Sýningin ber nafnið „Birting gyðjunnar“ og era verkin svo- nefndar klippimyndir. Jafnréttisstofa tekur til starfa á Akureyri Níu umsóknir um störf ráðgjafa JAFNRÉTTISSTOFA tekur til starfa á Akur- eyri nú um mánaðamótln þegar Skrifstofa jafn- réttismála í Reykjavík verður lögð niður. Form- leg opnun hinnar nýju skrifstofu verður um miðjan september en framkvæmdastjórinn, Valgerður H. Bjarnadóttir, mun taka til starfa á stofunni á föstudag. Hennar fyrsta verk verður að velja sér samstarfsfólk úr hópi þeirra sem sótt hafa um störf ráðgjafa/sérfræðings og full- trúa. Níu umsóknir bárast um ráðgjafastörfm en stefnt er að því að ráða tvo ráðgjafa til starfa að svo stöddu. Umsækjendur era, Alda Þrastardótt- ir, kennari, BA-í frönsku og ensku, Akureyri, Brit J. Bieltvedt, félagsráðgjafi, Borgarnesi, Harpa Þ. Böðvarsdóttir, stjórnmálafræðingur, Reykjavík, Ingólfur Guðmundsson, doktor í félagsfræði, Reykjavík, Katrín Björg Ríkarðsdóttir, sagn- fræðingur, Akureyri, Kristján Jósteinsson, fé- lagsráðgjafi, Akureyri, Lena Rut Birgisdóttir, fé- lagsfræðingur, Akureyri, Sigurður Ægisson, guðfræðingur og þjóðfræðingur, Reykjavík, og Torfi, K.S. Hjaltalín, guðfræðingur, Reykjavík. Þá bárast sex umsóknir um starf fulltrúa við Jafnréttisstofu. Umsækjendur era, Lára Ellings- sen, Akureyri, Guðrún Hallgrímsdóttir, Akur- eyri, Áslaug Magnúsdóttir, Akureyri, Bryndís Árngrímsdóttir, Akureyri, Anna Hallgrímsdóttir, Akureyri og Pálína Freyja Harðardóttir, Reykja- vík. Jafnréttisstofa verður til húsa að Hvannavöll- um 14, 3. Hæð en sími þar frá og með næstu mánaðamótum er 462-6200. MARBERT KYNNING í Hagkaupi Akureyri fimmtudag frá kl. 13-18 föstudag frá kl. 10-17 c ...m ENtRGY AŒ AND DY' MA5K fl • Förðunar og snyrtifræðingur verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf. • Við kynnum spennandi nýungar. • Allir fá glaðning sem til okkar koma. • Þú getur valið um spennandi kaupauka þegar verslað er fyrir 3000 kr. eða meira. MARBERT VÍð bjóðum ykkur velkomin f Snyrtivörudeild Hagkaups www.marbert.com Stefnumót fískeldis- manna og fjárfesta HÓLASKÓLI og fiskeldisfyrirtæk- ið Máki standa fyrir fundi um fram- tíðarhorfur og fjárfestingamögu- leika í fiskeldi á íslandi, föstu- daginn 1. september. Þar fjalla sér- fræðingar um þróun og framtíðar- möguleika í fiskeldi og farið verður í kynnisferð í fiskeldisstöðvar Máka í Fljótum. í hádeginu verður boðið upp á hlaðborð með öllum íslenskum eld- istegundum. Islenskt fiskeldi stendur nú á tímamótum, þar eð margvíslegar tæknilegar og eldislegar framfarir hafa opnað nýjar leiðir í fiskeldi. Þessar framfarir eru afrakstur mikillar þróunarvinnu, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir að þróaðar hafi verið aðferðir við eldi á nýjum tegundum. Kynningarfundurinn hefst kl 10 árdegis á Hólum í Hjaltadal. Sex sérfræðingar halda fyrirlestra um ýmis málefni, sem tengjast fiskeldi og fjárfestingum í fiskeldi. Jean- Paul Blanceton, frá frönsku Haf- rannsóknastofnuninni, talar um hagkvæmni endurnýtingar vatns í fiskeldi. Snorri Pétursson, frá FBA, fjallar um sjónarmið fjárfesta til fiskeldis. Vigfús Jóhannsson, for- maður Alþjóðasamtaka laxeldis- manna og framkvæmdastjóri Landsambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva, talar um stöðu fisk- eldis í dag og framtíðarhorfur í greininni. Benedikt Kristjánsson, frá Silfurstjörnunni, talar um möguleika í hefðbundnu fiskeldi og nýjar tegundir en Guðmundur Örn Ingólfsson, frá Máka, kynnir notk- un endurnýtingarkerfa til eldis hlýsjávartegunda og möguleika á notkun þessarar tækni í notkun eld- isfiska. Fundarstjóri verður Helgi Thorarensen, deildarstjóri fiskeld- isbrautar á Hólum. Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 930 kr . meí fluyvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.