Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Biðlistar eftir leikskólaplássi Stefnt á að tæma list- ann í mars Sigurlið Þórs í keppni A-Iiða. Þórsarar sigursælir Rekstrarstjóri Menntasmiðjunnar Fimm umsóknir bárust FIMM umsóknir bárust um starf rekstrarstjóra Menntasmiðjunnar á Akureyri. Skipulagsbreytingar eiga sér nú stað í Menntasmiðjunni þegar nú- verandi forstöðufreyja, Valgerður Bjarnadóttir, lýkur störfum og er unnið að undirbúningi þess að Menntasmiðjan verði sjálfseignar- stofnun. Auk forstöðufreyju starfa við stofnunina þrjár verkefnisfreyj- ur í fullum störfum og ein í hálfu auk fjölda stundakennara af báðum kynj- um. Staða forstöðufreyju hefur ekki verið auglýst laus til umsóknar enn, en umsóknarfrestur um starf rekstr- arstjóra er nýiiðinn. Þeir sem sóttu um starfið eru Alda Þrastardóttir, Akureyri, Jóhanna Harðardóttir, Akureyri, Ólöf Matt- híasdóttir, Akureyri, Annette Mönster, Horsens, Danmörku og Guðmundur Ingólfsson, Akureyri. Rætt verður við umsækjendur í næstu viku og ráðið í stöðuna að því ferli loknu. KRAKKAMÓT KEA í knatt- spyrnu fór fram síðastliðinn sunnudag. Þetta er keppni fyrir lið úr sjötta flokki og rétt til þátttöku hafa öll lið af félags- svæði KEA. Keppt var í flokki A-, B-, C- og D-liða. Þórsarar mættu greini- Iega vel stemmdir á mótið, því þeir báru sigur úr býtum í öllum keppnum. KEA gaf verðlaun á mótinu og fengu allir þátttakendur verð- launapeninga og sigurliðin jafn- framt bikar. Eftir mótið var síðan boðið upp á léttar veitingar. BIÐLISTAR eru eftir plássi á leik- skólum Akureyrarbæjar. Að sögn Karls Guðmundssonar, sviðstjóra fé- lagssviðs, þá eru um 400 börn á bið- lista eftir leikskólaplássi. Hins vegar séu á milli 120 og 160 böm á virkum biðlista, þ.e. böm sem era tveggja ára og eldri en hingað til hefur ekki verið boðið upp á leikskólapláss fyrir börn undir tveggja ára aldri. Vonir standa til að biðlistinn tæmist í mars á næsta ári þegar nýr leikskóli á Iða- völlum verður tekinn í notkun. „Það hefur fjölgað um 60 börn á biðlista síðan um áramót. Á þessum svokallaða virka biðlista era nú á milli 120 og 160 börn því að 40 af þeim bömum eru ekki skráð með lögheimili hér á Akureyri eins og er. Þannig að við vitum ekki hvort að þau koma til með taka pláss þegar þeim verður boðið það því að þá þurfa foreldrarnir að flytja lögheim- ilið til Akureyrar," sagði Karl. „Við sjáum fyrir okkur að geta tæmt þennan lista í mars á næsta ári en þá tökum við í notkun nýjan leik- skóla við Iðavelli. Hins vegar grynnkum við á listanum strax í haust með því að bæta við lausum stofum við leikskólana Flúðir og Kiðagil og fleiri ráðstöfunum. Með því móti má hugsanlega taka inn allt að 50 börn í haust. Karl segir þá leið að bæta við laus- um stofum vera fjárhagslega hag- kvæma lausn sem hugsanlega verði oftar notuð í framtíðinni. „Þetta er náttúralega nokkurs konar bráða- birgðalausn en það er ljóst að ekki verður farið í að byggja nýjan leik- skóla fyrr en að fyrirsjánleg þörf er fyrir hann,“ sagði Karl. Sýnaá Karólínu KRISTÍN Jónsdóttir og Vigdís Steinþórsdóttir verða með myndlistarsýningu á Café Karólínu á Akureyri, en hún verður opnuð 2. september og stendur til 30. september. Sýningin ber nafnið „Birting gyðjunnar“ og era verkin svo- nefndar klippimyndir. Jafnréttisstofa tekur til starfa á Akureyri Níu umsóknir um störf ráðgjafa JAFNRÉTTISSTOFA tekur til starfa á Akur- eyri nú um mánaðamótln þegar Skrifstofa jafn- réttismála í Reykjavík verður lögð niður. Form- leg opnun hinnar nýju skrifstofu verður um miðjan september en framkvæmdastjórinn, Valgerður H. Bjarnadóttir, mun taka til starfa á stofunni á föstudag. Hennar fyrsta verk verður að velja sér samstarfsfólk úr hópi þeirra sem sótt hafa um störf ráðgjafa/sérfræðings og full- trúa. Níu umsóknir bárast um ráðgjafastörfm en stefnt er að því að ráða tvo ráðgjafa til starfa að svo stöddu. Umsækjendur era, Alda Þrastardótt- ir, kennari, BA-í frönsku og ensku, Akureyri, Brit J. Bieltvedt, félagsráðgjafi, Borgarnesi, Harpa Þ. Böðvarsdóttir, stjórnmálafræðingur, Reykjavík, Ingólfur Guðmundsson, doktor í félagsfræði, Reykjavík, Katrín Björg Ríkarðsdóttir, sagn- fræðingur, Akureyri, Kristján Jósteinsson, fé- lagsráðgjafi, Akureyri, Lena Rut Birgisdóttir, fé- lagsfræðingur, Akureyri, Sigurður Ægisson, guðfræðingur og þjóðfræðingur, Reykjavík, og Torfi, K.S. Hjaltalín, guðfræðingur, Reykjavík. Þá bárast sex umsóknir um starf fulltrúa við Jafnréttisstofu. Umsækjendur era, Lára Ellings- sen, Akureyri, Guðrún Hallgrímsdóttir, Akur- eyri, Áslaug Magnúsdóttir, Akureyri, Bryndís Árngrímsdóttir, Akureyri, Anna Hallgrímsdóttir, Akureyri og Pálína Freyja Harðardóttir, Reykja- vík. Jafnréttisstofa verður til húsa að Hvannavöll- um 14, 3. Hæð en sími þar frá og með næstu mánaðamótum er 462-6200. MARBERT KYNNING í Hagkaupi Akureyri fimmtudag frá kl. 13-18 föstudag frá kl. 10-17 c ...m ENtRGY AŒ AND DY' MA5K fl • Förðunar og snyrtifræðingur verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf. • Við kynnum spennandi nýungar. • Allir fá glaðning sem til okkar koma. • Þú getur valið um spennandi kaupauka þegar verslað er fyrir 3000 kr. eða meira. MARBERT VÍð bjóðum ykkur velkomin f Snyrtivörudeild Hagkaups www.marbert.com Stefnumót fískeldis- manna og fjárfesta HÓLASKÓLI og fiskeldisfyrirtæk- ið Máki standa fyrir fundi um fram- tíðarhorfur og fjárfestingamögu- leika í fiskeldi á íslandi, föstu- daginn 1. september. Þar fjalla sér- fræðingar um þróun og framtíðar- möguleika í fiskeldi og farið verður í kynnisferð í fiskeldisstöðvar Máka í Fljótum. í hádeginu verður boðið upp á hlaðborð með öllum íslenskum eld- istegundum. Islenskt fiskeldi stendur nú á tímamótum, þar eð margvíslegar tæknilegar og eldislegar framfarir hafa opnað nýjar leiðir í fiskeldi. Þessar framfarir eru afrakstur mikillar þróunarvinnu, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir að þróaðar hafi verið aðferðir við eldi á nýjum tegundum. Kynningarfundurinn hefst kl 10 árdegis á Hólum í Hjaltadal. Sex sérfræðingar halda fyrirlestra um ýmis málefni, sem tengjast fiskeldi og fjárfestingum í fiskeldi. Jean- Paul Blanceton, frá frönsku Haf- rannsóknastofnuninni, talar um hagkvæmni endurnýtingar vatns í fiskeldi. Snorri Pétursson, frá FBA, fjallar um sjónarmið fjárfesta til fiskeldis. Vigfús Jóhannsson, for- maður Alþjóðasamtaka laxeldis- manna og framkvæmdastjóri Landsambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva, talar um stöðu fisk- eldis í dag og framtíðarhorfur í greininni. Benedikt Kristjánsson, frá Silfurstjörnunni, talar um möguleika í hefðbundnu fiskeldi og nýjar tegundir en Guðmundur Örn Ingólfsson, frá Máka, kynnir notk- un endurnýtingarkerfa til eldis hlýsjávartegunda og möguleika á notkun þessarar tækni í notkun eld- isfiska. Fundarstjóri verður Helgi Thorarensen, deildarstjóri fiskeld- isbrautar á Hólum. Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 930 kr . meí fluyvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.