Morgunblaðið - 31.08.2000, Side 43

Morgunblaðið - 31.08.2000, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 43 mömmu við að mjólka og sjá um kind- urnai' meðan við vorum heima við. Eftir að Villi hleypti heimdragan- um fór hann fyrst til sjós og var á nokkrum bátum frá Isafirði. Eg man eftir nöfnum eins og m/b Glaður sem hann var á á síld sumarið 1939 og síð- an var Huginn II sem hann var á nokkuð lengi, bæði sumar og vetur. Hann fór síðan að læra bifvélavirkjun hjá Daníel Friðrikssyni á Akranesi þar sem hann tók sveinspróf í bifvéla- virkjun. Eftir veru sína á Akranesi fór hann til Hafnarfjarðar og gerðist verkstjóri hjá Bílaverkstæði Hafnai'- fjarðar en stofnaði síðan sitt eigin verkstæði í Flatahrauni í Hafnarfirði og rak það í mörg ár. Eftir því sem árin liðu þrengdist um bflaverkstæðið vegna íbúðabygg- inga. Hann ákvað því að selja verkstæð- ið og fara út í fiskverkun og flutti sig niður að höfninni í Hafnarfirði. Keypti hann þar gömul verkunarhús á góðum stað. Á tímabili var hann einnig í útgerð og gerði hann út vélbátinn Svan í nokkur ár en seldi hann síðan. Ég held að hann hafi alltaf kunnað betur við sig í útgerð og fískverkun heldur en í bflaviðgerðum. Ef til vill var það vegna fyrri kynna hans af sjó- mennskunni því hann var veiðimaður í sér og hafði gaman af að kasta fyrir silung og lax. Pað æxlaðist svo til að við Villi höfðum meira saman að sælda á lífs- leiðinni en aðrir bræður okkar þó svo að sambandið milli okkar allra hafi ætíð verið mjög gott. Þegar hann var að læra bifvélavirkjun á Akranesi vann ég við Kaupfélag Suður-Borg- firðinga á Akranesi og við leigðum saman herbergi á Sleipnisveginum rétt hjá verkstæði Daníels. Hann varð síðan búsettur í Hafnarfirði og ég í Keflavík þannig að stutt var á milli okkar og mikill samgangui'. Oft var gott að leita til hans ef eitthvað bilaði og hann var alltaf reiðubúinn til að bjai’ga hlutunum og hjálpa yngri bróðir. Þegar ég var við nám í Stokk- hólmi kom hann þangað til að kynna sér bifvélavirkjun í Svíþjóð. Við leigð- um þá aftur saman herbergi um nokkurn tíma. Hann naut þess að kynnast fagi sínu í Svíþjóð og stóð sig vel þar á verkstæði því hann hafði mikla reynslu og hafði gert við fleiri tegundir bfla en gerðist á verkstæð- um í Svíþjóð. Villi var ákveðinn í skoðunum. Hann var mikill framsóknarmaður og leyndi þeirri skoðun sinni ekki. Hann var einn af þessum mönnum sem hafði gaman af kosningum og vann þá oft ötullega fyrir flokkinn. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég var í fram- boði, þá var gott að eiga hann að. Hann hafði ekki mikið álit á mönnum sem töldu sig hvergi í pólitík en virti andstæðingana sem höfðu ákveðnar skoðanir og létu þær heyrast og hann hafði gaman af smá skotum í pólitík- inni milli manna. Og þó kastaðist í kekki var hann fljótur til sátta og gat á eftir gert grín að öllu saman. Vinna og aftur vinna var meðal annars það sem gaf lífinu gildi og Villi naut þess að taka til hendi og dugnað- urinn var aðdáunarverður. Sjötíu og fimm ára gamall stóð hann við flatn- ingu á golþoski sem var of stór fyrir flatningsvélina og honum fannst það sem ekkertværi. Villi var hamingjumaður í sínu einkalífi. Hann giftist góðri konu, Ás- dísi Péturdóttur úr Hafnarfirði. Hjónaband þehra var farsælt. Þó hún ætti við mikil veikindi að striða bjó hún honum gott heimili. Hann bar mikla umhyggju fyrir henni í hennar veikindum og var sérstaklega natinn og umhyggjusamur í hennar garð. Við bræður, sem erum nú fjórir eftir, söknum góðs bróður sem þoldi með okkur súrt og sætt og við minn- umst hans vegna léttleika og lífsgleði sem ávallt geislaði frá honum þai- sem ávallt var litið á björtu hliðarnar. Því skulu þér þökkuð bróðir öll hin liðnu ár. Ástu, Oddi, Ellu og Trausta svo og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Sveinsson. Látinn er öðlingsmaðurinn Vil- hjálmur Sveinsson. Leiðir okkar Vil- hjálms lágu fyrst saman fyrir um sex til sjö árum og þrátt fyrir allt of stutta samfylgd voru kynni okkar bæði góð og náin. Villi Sveins, eins og hann var gjarnan kallaður í Hafnar- firði, rak lengst af eigin fiskverkun af miklum dugnaði, eins og hann átti kyn til. Að Vilhjálmi standa sterkir stofnar Vestfirðinga og hann og bræður hans kenndu sig gjarnan við Góustaði í Skutulsfirði. Þessi stóra fjölskylda Vilhjálms er óvenju sam- heldin og þangað gat Vilhjálmur reitt sig á styrk og stuðning. Fjölmennur samfagnaður í tilefni 75 ára afrnælis Vilhjálms líður mér seint úr minni. Á þeirri stundu gerði ég mér grein fyrir því hve fjölskylda hans er sterk og hversu mikils virði hún var honum. Villi Sveins var einn alharðasti framsóknarmaðurinn í Hafnarfirði. Betri félagsmaður en Vilhjálmur er vandfundinn, alltaf var hann boðinn og búinn að leggja fram krafta sína þegar eftfr þeim var leitað. I áratugi var hann allsendis óhræddur við að taka slaginn í pólitíkinni og oft við erfiðar aðstæður. Vilhjálmm' var þeim eiginlegum gæddur að hann vildi ævinlega draga fram það já- kvæða í hverju máli og reyna að gera gott úr hlutunum. Sú lífssýn hans reyndist okkur framsóknarmönnum ævinlega vel á endapretti kosninga- baráttu. Með aldrinum vai’ eins og áhuginn á stjórnmálunum færi vax- andi og var hann þó mikill fyrir. Fylgdist Vilhjálmur vel með stjóm- málaumræðunni alveg fram undir það síðasta og gerði sér far um að afla nýjustu fregna af hinu pólitíska leiksviði. Framsóknarfólk í Hafnarfirði sér nú á eftir góðum liðsmanni og ég sjálf horfi á eftir einlægum og ráðhollum stuðningsmanni. Eg sendi fjölskyldu Vilhjálms Sveinssonar hugheilar samúðai’kveðjur. Megi hann hvfla í friði. Siv Friðleifsdóttir. Það var í aðdraganda síðustu sveit- arstjórnarkosninga að ég kynntist Vilhjálmi Sveinssyni, „Villa Sveins" eins og hann var oftast kallaður. Við framsóknarmenn í Hafnarfirði unn- um þá að undirbúningi væntanlegra sveitarstjómarkosninga og má segja að Villi hafi verið einn af þeim sem hvað ötulast vann að þeim málum, enda maðurinn mikill eldhugi, orð- hittinn og fylginn sér. Til langs tíma hafði skrifstofa Framsóknarflokksins í Hafnarfirði verið staðsett miðsvæðis í bænum. Sú breyting hafði hinsvegar orðið árið 1997 að ráðist var í að skipta um hús- næði og skrifstofan flutt í útjaðar bæjarins og var kosningaskrifstofan einnig þar þetta ár. Villa þótti það ekki nægja. Hann vildi einnig hafa kosningaskrifstofu í miðbænum, þar sem straumm- fólksins lá. Að áeggjan hans var það gert og varð mjög vin- sælt hjá kjósendum að koma við á Fjarðargötunni í framsóknarkaffi og ræða málin. Annað dæmi um fram- göngu Villa er þegar hann og félagar hans, þeir Eiríkm- Pálsson og Jón Pálmason, tóku sig til og handskrif- uðu utan á yfii’ 1.200 umslög, með orðsendingu til ungra kjósenda. Var það mikið verk en tók þá ekki langan tíma. Það var einkennandi fyrir Villa hve gaman hann hafði af kosningavinn- unni og víst er að með þeirri gleði hreif hann aðra með sér og létti þeim róðurinn. Villi var einn helsti hvatamaðurinn að stofnun Framsóknarfélags Hafn- aifjarðar, stofnfélagi og fyrsti for- rmaður. Hann var alla tíð virkur þátt- takandi í starfi Framsóknarfélagsins og átti hann ávallt sæti á þeim fram- boðslistum er flokkurinn bauð fram til sveitarstjórnarkosninga í Hafnar- firði. Á kveðjustundu er mér ofarlega í huga þakklæti fyrir það mikla starf sem Villi sinnti í þágu Framsóknar- flokksins og sú gleði sem einkenndi störf hans þai’. Ásdísi, kærri eiginkonu hans, sendi ég samúðarkveðjur sem og börnum þeirra og fjölskyldum. Megi minningin um Vilhjálm Sveinsson lifa. Hildur Helga Gísladóttir, formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði. + Nanna Baldvins- dóttir fæddist í Auðbrekku á Húsa- vík 20. júlí 1924. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Víðihlíð í Grindavík 20. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Baldvin „skáldi" Jónatansson, f. 30.9. 1860, d. 28.10. 1944, bóndi á Víðaseli í Reylyadal, og Elin- óra Agústa Símonar- dóttir, f. 1.8. 1892, d. 8.12. 1984, þau bjuggu í Auðbrekku á Húsavík. Systkini Nönnu voru: Þóra Guð- rún, Baldur, Áki, Árni og Árni Baldur, eru þau öll látin. Nanna giftist 11. maí 1944 Ara Lárussyni, f. 10.8 1920, frá Heiði á Langanesi. Foreldrar hans voru Lárus Helgason og Arnþrúður Sæ- mundsdóttir frá Heiði. Nanna og Ari bjuggu allan sinn búskap á Þórshöfn, þar til þau fluttu til Keflavíkur árið 1989. Nanna og Ari eignuðust 13 börn, sem eru: 1) Baldvin El- ís, f. 5.1. 1945, var kvæntur Guðbjörgu Ingimundardóttur og eru börn þeirra þrjú: Sveinn Ari, _ Auðunn og Nanna. Áður átti Baldvin dótturina Ólöfu Ásdísi með Guð- björgu Hjaltalín. 2) Hilmar, f. 19.1. 1946, var kvæntur Ólöfu Sigríði Sigfúsdóttur _ og eignuðust þau fjög- ur börn: Ágúst sem lést í barn- æsku, Brynju, Braga og Karen. Kona Hilmars er Annie Sigurðar- dóttir. 3) Guðlaugur, f. 14.3. 1947, kvæntur Snjólaugu A. Baldvins- dóttur og eiga þau þijú börn: Baldvin Ara, Heimi og Þórunni. 4) Helgi, f. 13.4.1948, d. 21.6.1948.5) Sólrún, f. 6.9. 1949, dóttir hennar er Eyrún, dóttir Ármanns Óskars- sonar. Maður Sólrúnar er Anton Helgi Antonsson. 6) Kolbrún, f. 4.9. 1950, gift Gísla K. Wium og eiga þau tvö börn: Nönnu og Krist- in, áður átti Kolbrún soninn Heið- ar, son Þórhalls Stefánssonar. 7) Birgir, f. 12.9. 1951, var kvæntur Bjarneyju Guðrúnu Sigurjónsdótt- ur sem er látin, eignuðust þau tvær dætur: Nönnu Báru og Dagnýju, fyrir átti Bjamey soninn Sigurjón. Kona Birgis er Sigur- björg Jónsdóttir. 8) Agúst, f. 11.11. 1952, d. 24.12. 1952. 9) Þóra, f. 25.1. 1954, gift Vali Ármanni Gunnarssyni og eiga þau þijú börn: Thelmu Rut, Hlyn Þór og Ara Lár. 10) Þórdís, f. 15.4. 1955, gift Óskari Sveinbirni Ingvarssyni og eiga þau tvíburadæturnar Vig- dísi og Agústu. 11) Björk, f. 31.8. 1956, maður hennar er Bjarkar Adolfsson, sonur þeirra er Arnar og sonur Bjarkars er Bergþór. 12) Reynir, f. 6.10. 1957, kona hans er Stefanía Guðmundsdóttir, og eiga þau tvö börn: Helga og írisi. Áður átti Stefanía soninn Jón Val. 13) Svanfríður, f. 8.6. 1959, gift Ragn- ari Einarssyni og eiga þau fjögur börn: Isak Þór, Konráð, Egil Fann- ar og Sunnu Björg. Útför Nönnu fer fram frá Kefla- víkurkirlgu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. NANNA BALDVINSDÓTTIR Elsku mamma. Hversu óendanlega gæti ég látið hugann reika um stundir okkar sam- an þegar við vorum bara tvær eða í öllum fjöldanum sem var alltaf í kringum þig, fullt út af dyrum alla daga í litlu húsi heima á Þórshöfn. Einhvern veginn var það nú svo að orðin voru ekki nauðsyn í samskipt- um þínum við pabba eða okkur systk- inin sem vorum ansi mörg, því að það var oftast nóg fyrir pabba að rétta fram höndina og umla og þá var eins og allir vissu hvað hann vantaði, hvort sem það var pípan eða gleraugun eða eitthvað allt annað. Margar stundirnar á milli stríða áttuð þið í sameiningu við að rækta garðinn, þar sem þú áttir þér þínar bestu stundfr við að rækta hin ýmsu afbrigði, hvort sem þú ræktaðir þau frá fyrsta sprota eða aðfengin, úti sem inni, og allar rósfrnar sem þú stakkst sem litlum sprotum í pott með glasi yfir og uppskarst með þol- inmæði, fagrar rósir sem margir dáð- ust að, þannig höndum fórst þú um allt og ræktaðir í potti eða á villtri þúfu því að oft áttir þú það til þegar við fórum ásamt pabba að finna mosa og fjallagrös að stinga niður afleggj- ara á milli þúfubarða sem líklega eru orðnar stórar plöntur í dag á víð og dreif um Langanesið. Því að fyrir ut- an barnahópinn var það náttúran og tónlistin sem þú undir þér best við. Elsku mamma, ég veit að við systkin- in 11 af 13 sem þið komuð svo vel á legg eigum eftir að eiga mai’gar ynd- islegar stundir saman við að ritja upp minningarnar okkar. T.d. allar vökunæturnar sem við áttum við spil og spjall frammi í borð- stofu og þú smurðir brauð eða bakað- ir lummur í svanga munna, þar til að lokum pabbi stóð upp og sagði sína eftirminnilegu setningu: „Jæja, þið verðið ekki svona spræk í fyrramálið, í háttinn." Oft var erfitt að slíta sig frá og var oft hvíslast á undir sæng lengi eftir að í rúmið var komið. Elsku mamma, oft var haft gaman af því þegar þú og pabbi hélduð því fram að þið væruð bara gift til fimm ára, þá kraumaði hláturinn í pabba yfir van- trúa svip okkar. En nú erum við þess fullviss að þegar þið hafið sameinast á ný ásamt litlu drengjunum ykkar tveim. Ágúst og Helga, mun það vai-a að eilífu. Elsku mamma og pabbi, þegar að því kemur þá veit ég að það verður tekið vel á móti öllum hópnum ykkar með sömu ástinni og kærleiknum og einkenndi ykkar alla tíð og ég kveð með línum úr lagi því sem þú söngst svo vel til hinstu stundar, elsku mamma. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti Þú komst með vorið í brjósti þér... Ég kveð að sinni, Svanfríður Aradóttir. Núna er komið að kveðjustund. Nanna amma er látin. Það er erfitt að hugsa um það en ég veit þó að hún var orðin þreytt og saknaði afa. Henni líður vel núna. Ég gleymi aldrei sumrunum sem við eyddum á Þórshöfn hjá ömmu og afa. I mínum huga var aldrei rigning eða rok, alltaf skein sólin björt og brosandi. Alveg eins og amma. Sama hvað hún hafði mikið að gera, alltaf var hægt að syngja svo sem eitt lag. Við áttum oft fjörlegar umræður um það hvor væri yngri ég eða hún þó að það séu 50 ár á milli okkar. Enginn hefði getað þolað atganginn í okkur barna- börnunum eins og hún gerði. Öll prakkarastrikin sem við frænkurnar komumst í hefðu gert alla aðra vit- lausa en ekki ömmu, hún hylmdi meira að segja yfir okkur og maður sá að hún hafði verið prakkari sjálf áður fyrr. Meira að segja þegar ég og Eyrún frænka settum rauða matar- litinn í hárið þá kraumaði í henni hláturinn. Þó að við höfum verið mörg barnabömin þá var aldrei gert upp á milli. Við vorum misjafnlega lengi hjá henni en það breytti engu máli, henni þótti jafnvænt um okkur öll. Núna er amma komin til afa og litlu strákanna sína, Helga og Ágústs, og veit ég að þar verður oft glatt á hjalla. Takk, elsku amma mín, fyrii’ að vera þú sjálf alla tíð. Þín ömmustelpa Nanna Baldvinsdóttir. Oft hugsaði ég þegar ég var krakki hvað myndi verða um mig ef amma færi frá mér. Ég var mjög ung þegar ég fór að hugsa um þessa stund, og nú er hún komin. Amma verður alltaf * stór hluti af mínu lífí. Mínar bestu minningar eru frá sumrunum á Þórs- höfn og okkar stundum saman. Þegar ég hugsa um ömmu sé ég hana fyrir mér vera að spila á munn- hörpuna sína, baka smákökur eða pijóna á okkur krakkana sjónvarps- hosur sem hún kallaði þær. Þolinmæðin og umhyggjan hjá ömmu var með ólíkindum, það var sama hversu óþekk við vorum eða öll prakkarastrikin sem við gerðum allt- af tók amma því með léttri lund. Það mætti segja að mottóið hennar ömmu væri „þröngt mega sáttir sitja“. Það var stundum slegið upp tjaldbúðum í garðinum þegar öll rúm og gólf voru full af fólki. í dag eru afkomendur ömmu og afa orðnfr 57 talsins. Ég og amma fórum oft niður í fjöru til að tína bobba og skeljar og amma lagði þá svo í klór, svo fórum við með þá til Eldjárnstaðabræðra sem þeir svo gerðu fallega muni úr. Sem prýða mörg heimilin í fjölskyldum okkar. Við áttum margar góðar stundir á Eldjárnstöðum þar tíndum við mikið af berjum og fórum að veiða með afa. Ég gæti skrifað endalaust minn- ingar um þig en ég geymi þær í hjarta mínu. Takk elsku amma mín fyiTi’ yndis- legar stundfr. Þín Eyrún. ALFREÐ EYMUNDSSON + Alfreð Eymunds- son fæddist i Flögu í Skriðdal 18. mars 1922. Hann lést á Egilsstöðum 21. ágúst síðastliðinn og fór útför hans frarn frá Vallaneskirkju 26. ágúst. Alfreð Eymundsson var jarðaður laugar- daginn 26. ágúst í Vallanesi. Með örfáum orðum vil ég minnast þessa nágranna míns og vinar. Þegar ég man fyrst eftir mér var Alfreð ungur mað- ur í Grófargerði en þar bjó hann með móður sinni og móðursystkinum. Grófargerðisfólkið stóð þétt saman og vann samhent að þeirri vinnu sem þurfti og vináttu og samheldni þess innbyrðis var við brugðið. Þórunn, amma Alfreðs, var og á heimilinu og stóð í skjóli barna sinna og dóttur- sonar, síðustu árin rúmliggjandi. Með árunum þegar aldur móður hans og móðursystkina færðist yfír og heilsu þeiiTa hnignaði fluttist æ meira af fyrirvinnu og umsjón heimilisins á hendur Alfreðs. Alfreð sýndi þá hve heilsteypt- ur maður hann var. Hann annaðist og studdi móður sína og móðursystkini til loka af alúð og umhyggju. Alfreð var óvenju minnugur og mikill bókamaður og átti mik- ið bókasafn sem gaf honum mikla ánægju, ekki síst síðustu árin. Það var erfið ákvörðun fyrir Alfreð að flytja frá Grófai’gerði þegar aldur færðist yfir og heilsu hnignaði og mörg ár var hugurinn heima í Grófargerði eftir að hann flutti á Egilsstaði. Alfreð átti við alvarleg veikindi að stríða síðustu mánuðina og var sáttur að kveðja. Fyrir hönd fyrrverandi nágranna í Arnkelsgerði vil ég þakka nágrennið við fólkið í Grófargerði og vináttu sem aldrei bar skugga á. Góður drengur er genginn. Guðni Nikulásson, Grófargerði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.