Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NÁTTHAGI GARDPLÖNTUSTÖD
Tilboð: Allar plöntur í pottum!!! Sitkagrenl 50-
70cm 500,- Alparifs 450,- Blótoppur 450,- Aspir
lOOcm 300,- Evrópulerki 600,- Víðir 140,-
Fjölpottaplöntur 35-40 stk á 1950,- af lerki, stafafuru,
hvítqreni, bergfuru. Á 1700,- ösp (Salka og Keisari).
Á 1500,- loövíðir, jörfavíðir og fl. vlðitegundir.
„Specialpl.": Hlynur, Loökvistur, Gultoppur, Álmur, Bersarunni,
Broddgreni, Askur, Hvítgreni, Gulur bambus, Ryöelri Svartelri,
l^arrelri frá Kamtschatka, Klifurplöntur, Alparósir,, Gullklukkurunni
frá Hokkaidó, Japanskvistur 'ÓLI', Pallir, Einir 'Kapella' o.m.fl.
Uppl. s. 4834840. Heimasíða: www.natthagi.is
Er allt í lagi að gróðursetja núna? Já, fram í októberl
Opið virka daga OG HELGARfrá 10.00 - 19.00
S kr i fstof u tækn i
250 sttuuiir!
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum
og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög
hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum.
Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj-
andi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
■ Handfært bókhald
■ Tölvugrunnur
■ Ritvinnsla
■ Töflureiknir
■ Verslunarreikningur
■ Glærugerð
■ Mannleg samskipti
■ Tölvubókhald
■ Internet
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word-
ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum
í mannlegum samskiptum og Interneti.
Námið er vel skipulagt og kennsla frábær.
Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjól.
Steinunn Rósq, þjónustu-
fulltrúi,
(slenska Útvarpsfélaginu
Öll námsgögn irmifalin
Opið til kl. 22.00
’ i__ y
Tölvuskóli Islands
Bíldshöfða 18, sími 567 1 466
\ 1
0mbl.is LLTSif2 L t T TH LT TJ Ýr r |
ERLENT
Indverjar láta til sín
taka í heimsviðskiptum
eftir Jeffrey D.
Sachs
© The Project Syndicate.
FYRIR tuttugu árum bundu Kín-
verjar enda á sjálfskipaða efna-
hagseinangrun sína og breyttu
gangi mála í heimsviðskiptum.
Hinn mannfjöldarisinn í heiminum,
Indland, hóf eigin efnahagsumbæt-
ur áratug síðar. Umbætumar á
Indlandi hafa verið meira smám
saman, áhrifm ekki eins áberandi
til að byrja með, en eftir hátt í ára-
tug eru Indverjar einnig að taka
sögulegt skref. Vel má vera, að á
fyrsta áratug 21. aldarinnar muni
meðaltekjur hvers Indveija tvö-
faldast og hlutverk Indlands í
heimsviðskiptum stækka verulega.
Einn milljarður manna - einn
sjötti af öllu mannkyni - býr á fjöl-
breyttum Indlandsskaganum, á
svæði sem nær frá Himalayafjöll-
um yfir eyðimerkur til frjósamra
dala og stórra hafnarborga, og því
duga engar alhæfingar um Indl-
and. Það er land sem nær yfir allt
viðskiptasviðið frá upplýsinga-
tækninni - þar sem Indland leggur
til nokkra af heimsins bestu verk-
fræðingum og forriturum - til
dreifbýlisörbirgðar sem er verri en
víðast annars staðar. En þrátt fyrir
þessa Breidd má sjá nokkra grunn-
þætti:
Hagvöxtur á Indlandi hefur auk-
ist síðan hafnar voru markaðsum-
bætur við upphaf tíunda áratugar-
ins. I marga áratugi var
hagvöxturinn um 3,5% á ári, þar af
hurfu 2% vegna íbúafjölgunar, en
núna er hagvöxturinn 6% á ári, þar
af innan við 2% vegna íbúafjölgun-
ar. Með frekari umbótum gæti hag-
vöxturinn farið í 9% á ári sem
myndi leiða til 7% tekjuaukningar á
mann, en það myndi duga til að
tvöfalda tekjur hvers og eins á ein-
um áratug.
Þegar Indland varð sjálfstætt
ríki fyrir hálfri öld kom forsætis-
ráðherrann, Jawaharlal Nehru, á
fót mjúkri, lýðræðislegri gerð sós-
íalisma. Ríkið hélt um stjómtaum-
ana í efnahagslífinu með áætlana-
gerð, umfangsmiklum fjárfest-
ingum og eignarhaldi á
lykiliðnfyrirtækjum. Eins og alls
staðar þar sem sósíalismi var
reyndur var þetta ávísun á kreppu í
ríkisfjármálum og hægan vöxt.
Niðurstaðan kom í ljós 1991, sama
ár og Sovétsósíalisminn leið undir
lok. Það ár hófu Indverjar að leggja
niður áætlanagerð ríkisins, opna
fyrir alþjóðaviðskipti og hvetja til
samkeppni á milli einkafyrirtækja.
Síðan þá hafa alþjóðaviðskipti Ind-
verja vaxið hröðum skrefum og
heildarhagvöxtur aukist. Indverj-
um tókst að sleppa alveg við fjár-
málakreppuna í Austur-Asíu 1997-
99.,
í þriðja lagi tók einn þátturinn í
arfleifð Nehrus - þróun á vísinda-
Lykilatriðið er fyrir
■ndverja að halda
áfram á sömu braut.
Opna hagkerfið bet-
ur fyrir markaðsöf I-
unum og gera stór-
átak í fjárfestingu í
opinberu heilbrigðis-
kerfi, menntun, vis-
indum og tækni.
legum forsendum - að bera ávöxt í
frjálslyndara viðskiptaumhverfi. í
fjörutíu ár fjárfestu Indverjar gíf-
urlega í fjölmörgum háskólum sem
eru framarlega í vísindum, sérstak-
lega Indian Institutes of Techno-
logy (IITs). Margii- efuðust um
þessar fjárfestingar. Hvers vegna,
spurðu þeir, þarf land, þar sem
ólæsi er útbreitt, á að halda vísind-
astofnunum á heimsmælikvarða,
sérstaklega í ljósi þess að stór hluti
útskriftamema flutti til Bandan'kj-
anna? { Ijós kom á tíunda áratugn-
um að efasemdarmennimir höfðu
rangt fyrir sér. Nemendur sem út-
skrifuðust frá IIT, og fóra til starfa
bæði á Indlandi og Bandaríkjunum
- og sérstaklega í samvinnu beggja
landa - tóku forystuna í upplýs-
ingabyltingunni.
Indverskir verkfræðingar og
frumkvöðlar era ein helsta driffjöð-
urin í vexti Sflíkondalsins; þessi
tengsl áttu þátt í því, að upplýs-
ingatækniiðnaður á heimsmælik-
varða skaut rótum á Indlandi. Út-
flutningur á upplýsingatækni-
afurðum frá Indlandi, einkum
hugbúnaður frá upplýsingatækni-
miðstöðvunum á Suður-Indlandi
(Bangalore, Hyderbad og Chenn-
ai), er sá þáttur útflutnings frá
landinu sem vex hvað hraðast.
Skínandi, nýjar skrifstofubygging-
ar, með breiðbandstengingar við
Net heimsins, er hvarvetna að sjá á
Suður-Indlandi, og skapa gífurleg
viðskiptatækifæri fyrir landið. I
litlum þorpum á landsbyggðinni
era þúsundir veggspjalda og skflta
þar sem auglýst era námskeið í
tölvuvinnslu, Netkaffihús og tæki-
færi gefast í tölvuverkfræði. Þús-
undir kflómetra af ljósleiðurum
hafa verið lagðir um Indland þvert
og endilangt og milli Indlands og
annarra landa.
í fjórða lagi er íbúaskipan Ind-
lands að breytast í rétta átt. Ind-
land var lengi frægt fyrir hraða
íbúafjölgun, mikla fijósemi, mikinn
ungbarnadauða og hættu á hung-
ursneyð. íbúatalan hefur reyndar
fimmfaldast á þessari öld, úr 200
mifljónum manna í einn milljarð.
Útbreitt ólæsi og mikill ungbama-
dauði stuðla að örri íbúafjölgun,
með því að hvetja fjölskyldur til að
eignast mörg böm til að „auka lík-
umar“ á að einhver barnanna nái
fullorðinsaldri. Hver móðir eignað-
ist að meðaltali sex böm.
Þessi íbúafjölgun gróf undan
efnahagsþróun á Indlandi. Engin
leið var til að fjárfesta nógu mikið í
menntun og heflsugæslu fyrir hvert
einasta barn. Á þessu er að verða
breyting með auknu læsi meðal
mæðra, bættri heilsugæslu og auk-
inni lækningatækni, fjölskyldur
eignast færri börn og er mun meira
fjárfest í menntun hvers og eins
barns. Afleiðingin er sú að dregið
hefur úr fijósemi á stóram svæðum
á Indlandi, og eignast hver móðir
þar nú að meðaltali innan við þrjú
börn, og jafnvel innan við tvö böm
á sumum svæðum á Indlandi. Það
dregur úr íbúafjölguninni; mennt-
un bamanna eykst að meðaltali; og
meðalaldur íbúa hækkar, frá því að
vera mjög lágur, sem í sjálíu sér á
þátt í að hækka meðaltekjur hvers
einstaklings. Þessir þættir myndu
styrkjast ef stjórnvöld legðu meira
að mörkum til heilbrigðis- og fjöl-
skyldumála.
í landi sem er eins víðfemt, fjöl-
breytilegt og fátækt og lndland er,
og vegna þeirrar freistingar að
grípa til lýðskrams fremur en raun-
veralegra efnahagsumbóta, er
slagkrafturinn í efnahagslegri
framtíð Indlands alls ekki tryggð-
ur. Engu að síður era ástæður til
bjartsýni. Suðurhluti Indlands hef-
ur gripið á lofti anda efnahagsum-
bóta. Sprækir leiðtogar á borð við
Chandrababu Naidu í Andhra
Pradesh hafa sýnt öðram Indverj-
um hvaða árangri er unnt að ná
með góðri efnahagsstefnu. Sögur
um árangur í upplýsingatækni á
borð við þann sem náðst hefur í
suðurhéraðunum Tamil Nadu,
Kamataka og Andhra Pradesh hef-
ur laðað að sér stóra, erlenda fjár-
festa. Grundvallaríbúaskipan og
efnahagsþróun munu ýta undir
þessa þróun.
Lykilatriðið er fyrir Indverja að
halda áfram á sömu braut. Opna
hagkerfið betur fyrir markaðsöfl-
unum og gera stórátak í fjárfest-
ingu í opinbera heilbrigðiskerfi,
menntun, vísindum og tækni. Ef
þessir frjóangar breytinga fá að
vaxa mun Indland verða, líkt og
Kína, einn af leiðtogum heimsvið-
skiptanna, og driffjöður efnahags-
framfara í heiminum. Og Indland
mun gera þetta með glæsibrag - og
sýna og sanna að sprækt og opið
lýðræði getur verið grundvöllur
efnahagsþróunar og friðar, jafnvel í
mjög fjölbreyttum, fjölmennum og
fátækum ríkjum.
Jeffrey D. Sachs er Galen L. Stone-
prófessor í hagfræði ogyfirmaður
Alþjóðaþróunarmiðstöðvarinnar
við Harvard-hiskóla.