Morgunblaðið - 31.08.2000, Side 44

Morgunblaðið - 31.08.2000, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ásdís Guðbjörg Jesdóttir fæddist á Hól í Vestmanna- eyjum, 29. ágúst 1911. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjana Ágústa Eymunds- dóttir, f. 1873, d. 1939 og Jes Anders Gíslason, f. 1872, d. 1961. Ásdís giftist 17. febrúar 1934 Þor- steini Einarssyni íþróttafulltrúa, f. 23.11.1911.Þaubjugguumskeiðá Hól í Vestmannaeyjum en frá 1941 í Reykjavík, lengst af á Laugar- ásvegi 47. Börn þeirra eru: 1) Jes Einar, f. 1934, maki Ragnhildur Sigurðardóttir, f. 1941, börn þeirra erm a) Sigurður Halldór, f. 1970, b) Ásdis Sigurrós, f. 1972, maki Vilmundur Geir Guðmunds- son, f. 1972, börn þeirra eru: Ragn- hildur Rún, f. 1994 og Kolbeinn Jes, f. 1997. c) Ragnhildur, f. 5.7. 1974, d. 5.7.1974. 2) Hildur Sigurlín, f. 1937, maki Guðmundur Heiðar Sigurðsson, f. 1936, börn þeirra eru: a) Þor- steinn, f. 1957, maki Auður Hauks- dóttir, f. 1956, börn þeirra eru: Reynir Óli, f. 1982, Haukur Heið- ar, f. 1986 og Trausti, f. 1990. b) Sigurður Ingi, f. 1962, maki Anna Björnsdóttir, börn þeirra eru: Ég kveð þig í dag, elsku mamma, en þú verður alltaf hjá mér í hjarta mínu sem þú kyntir af hlýju. Hver stund, sem ég átti með þér er skráð í hug minn. Hvort það var stundin að morgni dags að ég snáðinn skreið upp í rúm til að „kúra“ hjá mömmu eða stundirnar í eldhúsinu meðan þú lagaðir kvöldverðinn og jafnframt hlýddir mér yfír enskar eða danskar þýðingar. Einnig kvöldstundirnar þegar við sátum saman í stofunni og ræddum um daginn og veginn og holumar í honum, yfir bolla af tei og ristuðu brauði með osti. Ég þakka þér fyrir allt þetta fal- lega sem þú gafst mér í veganesti en sjóður þinnar móðurástar þvarr aldrei. Því miður á þessum tímum þarf margt mannanna barn að fletta upp i orðabók til að fá skýringu á orðinu 'móðurást. Fyrir okkur systkinin tíu verður þú ávallt móðurástin. Þinn Guðni. Alda sem að eilífu veltisthnígurogrís þú geymir allar minningar í algleymi hverfulleikans þú fluttir að landi íra víkinga tyrkiogaðra. manstu eftir lítilli stúlku sem dansaði á ströndinni syntioghentisteinum stúlku sem óx upp hitti pilt eignaðistböm sigldi yfir hafið kom og fór enfórsamtaldrei hár hennar var hluti af faldi þínum ght augna hennar hafblik á björtum degi hlátur hennar bjó í öldugjálfri þínu en svo kom þessi myrka þoka úr djúpi þínu sem umlukti hana á ellinnar þungu árum og bar hana að upphafsins rótum alda þetta var hún móðir mín. Jes Einar. • Tengdamóðir mín er látin, tæp- lega 89 ára að aldri. Ég man ennþá okkar fyrstu fundi, þá var ég aðeins 16 ára unglingur og kom á heimili hennar ásamt Ágústi syni hennar, sem síðar varð eiginmaður minn, auk nokkurra skátasystkina okkar beggja. Það var þó ekki neitt sem benti til þess á þeim tíma að þetta Hildur Hörn, f. 1991 og Guðmundur Darri, f. 1993. c) Einar Jes, f. 1967, maki Lilja Guð- ný Björnsdóttir, f. 1962, börn þeirra eru: Guðjón Jes, f. 1993, Sólhildur, f. 1997 og Björgúlfur Jes, f. 1999. d) Ásdís Guðný, f. 1969, maki Kristján Kristjánsson, f. 1962, barn þeirra er Guðni Fannar, f. 1994. 3) Ágúst, f. 1939, maki María Helga Hjálmarsdóttir, f. 1942, börn þeirra eru: a) Þórdís Erla, f. 1961, maki Remy Fenzy, f. 1965, þau eru skilin, barn þeirra er Lóa Yona Zoe Fenzy, f. 1998. b) Ásdís Helga, f. 1964, maki Páll Ás- grímsson, f. 1964, börn þeirra eru: Ágúst, f. 1993 og Anna María, f. 1998. c) Ragnheiður Ingunn, f. 1965, maki Bjöm Ásgeir Guðmundsson, f. 1956, barn þeirra er Steinn Logi, f. 1999. 4) Guðni, f. 1941, maki Elín Klein, f. 1941, börn þeira eru: a) Arnar Karl, f. 1967, maki Christine Mary Carr- ieri, f. 1967, börn þeira era : Owen Christian, f. 2000 og Aidan Ellis, f. 2000. b) Ásdís Þóra, f. 1973. 5) Ás- dís Guðrún, f. 1945, maki Róbert Bender, f. 1945 þau skildu, börn þeirra eru: a) Eyþór Ingi Bender, f. 1965, maki Bergljót Friðriks- dóttir, f. 1962, börn þeirra eru: Styrmir, f. 1995 og Arnrún, f. væri mín tilvonandi tengdamóðir. Ég man hvað mér fannst hún vin- gjarnleg og það sem meira var, hún bakaði skonspr fyrir allan hópinn. Síðar þegar Ágúst sonur hennar og ég vorum farin að vera saman á föstu eins og það kallaðist, kom ég æ oftar á heimilið á Laugarásveginum og kynntist fjölskyldulífinu þar. Ég kunni strax vel við mig þar og kynnt- ist smátt og smátt þessari góðu konu og fór að þykja vænt um hana og hennar stóru fjölskyldu. Ásdís tengdamóðir mín, eða Dídí eins og ég kallaði hana alltaf, var ein- staklega skemmtileg kona, vel gefin og glaðlynd og ég minnist þess ekki að hún hafi skipt skapi gagnvart mér nema einu sinni og átti ég það þá fyllilega skilið. Ég var aðeins 17 ára þegar ég og Ágúst opinberuðum trúlofun okkar og að mörgu leyti ennþá óþroskaður unglingur. Ég man að foreldrar mín- ir voru nú ekki ýkja hrifnir af því til- tæki mínu að trúlofa mig svona ung, en fjölskyldan á Laugarásveginum kyssti mig marga rembingskossa og óskaði okkur alls góðs í framtíðinni og æ síðan átti ég góðan að þar sem tengdamóðir mín var. Ég sótti mikið í félagsskap hennar og átti við hana mörg skemmtileg og innihaldsrík samtöl á þeim fjórum áratugum sem við áttum samleið. Þegar við Ágúst vorum búin að eignast eina dóttur og vorum í miklum húsnæðisvandræð- um létu tengdaforeldrar mínir sig ekki muna um að bjóða okkur húsa- skjól á Laugarásveginum, þrátt fyrir að húsið væri í raun fullt af fólki. Þannig voru þau. Þar bjuggum við í rúmlega tvö ár ásamt sjö systkinum Ágústs og á þeim tíma bættist við okkar fjölskyldu önnur dóttir og þá létu tengdaforeldrar mínir sig ekki muna um að flytja fjölskylduna til innan hússins, til þess að við fengj- um meira rými. Þegar við fluttum á Laugarásveginn kom það mér sjálfri verulega á óvart hvað ég aðlagaðist lífinu þar fljótt, komandi úr litlu fjöl- skyldukerfi, en ég á tvær systur. Mér leið vel þar og fannst skemmti- leg þessi stóra fjölskylda sem tók mér svo vel frá fyrstu kynnum og ekki síst tengdamóðir mín. Dídí var Vestmannaeyingur, og ég held að hún hafi alltaf saknað eyj- anna og lífsins þar. Mér hefur alltaf fundist eitthvað sérstakt við fjöl- skylduna hennar í Vestmannaeyjum, meðlimir hennar eru lífsglatt fólk og skemmtilegt, talar og hlær, bæði 1996. b) Ingólfur Hreiðar Bender, f. 1967, maki Sigríður Lína Gylfadótt- ir Gröndal, f. 1968, barn þeirra er Þóranna Dís, f. 1997. 6) Sólveig, f. 1947, maki Gunnar Valtýsson, f. 1945, börn þeirra eru: a) Þorsteinn Högni, f. 1969, maki Solveig Ema Jónsdóttir, f. 1972. b) Valtýr Gauti, f. 1974, maki Hildur Gunnlaugsdótt- ir, f. 1979. c) Ásdís Sif, f. 1976. d) Sigríður Sunna, f. 1988. 7) Guðríður, f. 1948, maki Ólafur Guðmundur Einarsson Sæmundsen, f. 1943, börn þeirra eru: a) Guðmundur Tryggvi, f. 1970, maki Þórunn Marinósdóttir, f. 1971 þau skildu, barn þeirra er: Mainó Oli, f. 1992. b) Guðbjörg, f. 1973. c) Heiða Steinunn, f. 1978. d) Eygló, f. 1981. 8) Eiríkur, f. 1948, maki Hulda Halldórsdóttir, f. 1949, böra þeirra eru: a) Halldór, f. 1972, maki Ragnhildur Helgadóttir, f. 1972, börn þeirra eru: Bergur, f. 1993, Sóley, f. 2000. b) Elsa, f. 1975, maki Ragnar Kjartansson, f. 1976.9) Gísli Ingmundur, f. 1952, maki 1, Þórdís Þórhallsdóttir, f. 1952, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Ágústa Hrönn, f. 1971, maki Hallgrímur Jónasson, f. 1970, barn þeirra er óskírður sonur, f. 2000. b) ívar Örn, f. 1976, maki Málfríður Garðarsdótt- ir, f. 1977, börn þeirra eru: Grímur, f. 1998 og Þórdís, f. 1999. c) Guðríð- ur Þóra, f. 1979. Maki 2, Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, f. 1964, barn þeirra er d) Hallvarður Jes, f. 1995. 10) Soffía, f. 1954, maki 1, Gfsli Jónsson, f. 1951 þau skildu, börn þeirra eru: a) Þorsteinn Helgi, f. 1973, maki Guðbjörg Steinunn Tryggvadóttir, f. 1974. b) Jóhanna Björk, f. 1975. Maki 2, Daði Guðbjömsson, f. 1954. Útför Ásdísar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukk- an 13.30. mikið og hátt. Ég minnist ennþá heimsókna Figga bróður hennar og Möggu konunnar hans þegar þau komu á Laugarásveginn. Þau komu venjulega snemma morguns frá Eyj- um og allir vöknuðu í húsinu til að vera með því þá var kátt í höllinni. Mikið talað og hlegið og Dídí og Magga voru alveg óviðjafnanlegar saman. í gegnum árin hafa alltaf verið fastar venjur um fjölskylduhátíðir á Laugarásveginum, s.s. eins og jóla- dagur, þorrinn og afmælisdagar beggja tengdaforeldra minna. Þá söfnuðust allir saman á Laugar- ásveginum og alltaf fjölgaði í hópn- um eftir því sem systkinin giftust og bættu við afkomendum. Tengdafor- eldrar mínir voru samtaka í því að það væri mikið og gott að borða og að það væri skemmtilegt að hittast. Á jóladag komu jólasveinar með gjafir og alltaf sungið og gengið í kringum jólatréð. Það var farið í leiki, spilað, farið í gátukeppni og verðlaun veitt. Engu breytti þó fjöl- skyldan samanstæði af ekki tveimur tugum heldur mörgum tugum, þá var bara hagrætt í húsinu. Systur mínar tvær töluðu oft um þessa fjöl- skylduhátíð á jóladag þar sem var svo gaman, og ég held þær hafi öf- undað mig dálítið af því að vera tengd þessari stóru og skemmtilegu fjölskyldu. Margs er að minnast á þessu tíma- skeiði frá því ég hitti tengdamóður mína fyrst og ég á aðeins góð_ar minningar sem tengjast henni. Ég kveð hana með söknuði. María Hjálmarsdóttir. Mig langar til að rifja upp minn- ingar og skrifa nokkur orð í minn- ingu mætrar konu, tengdamóður minnar, Ásdísar Guðbjargar Jes- dóttur sem nú hefur fengið hvíldina eftir mörg þung ár. Nú er gjarnan talað um auð í krafti kvenna og að konur þurfi að láta til sín taka í mál- efnum þjóðarinnar, taka þátt í at- vinnulífinu, vera fjármálaverur, vera meðvitaðar um stöðu sína og þar fram eftir götunum. Þessu er ég innilega sammála og hef lagt mig fram um leggja mitt af mörkum til þess. Það eina sem alltaf hefur farið fyrir brjóstið á mér í þessu sambandi er hversu oft gleymist að hugleiða og þakka þeim bakhjörlum sem við eig- um í mæðrum okkar og formæðrum sem voru „bara húsmæður“. Dídí var ein af þeim. Hún lét til sín taka í mál- efnum þjóðarinnar sem sterkur bakhjarl eiginmanns, hún tók þátt í atvinnulífinu með því að gera börn sín meðvituð um nauðsyn menntun- ar sem verkfæri atvinnulífsins, hún var fjármálavera með því að reka stórt heimili og láta enda ná saman. Hún var meðvituð um stöðu sína, hún kaus að vera í bakgrunninum, láta alla aðra hafa forgang, vera til staðar fyrir sína. Hún var vel gefin, vel menntuð og víðlesin kona. Á sín- um menntaskólaárum var hún for- sprakki í félagslífi skólans eftir því sem ég hef heyrt og finnst mér þess vegna ennþá merkilegra að hún skyldi síðan helga sig algerlega heimili og börnum. Ég hef velt því fyrir mér hvað hún hefði valið ef hún hefði verið af minni kynslóð eða barnanna minna og hvernig líf henn- ar hefði orðið öðru vísi. Ég efast um að nútímakonan sé tilbúin að fórna alfarið sínum áhugamálum eins og hún gerði, til þess að láta öðrum líða velv Ég kynntist henni nokkuð vel er ég flutti í sama hús og hún fyrir tæp- um þrjátíu árum og áttum við góðan rúman áratug saman, þar til heilsan brást og lífið hætti að gefa henni gleði. Lærði ég mikið á þessum tíma sem ég kem til með að búa að alla tíð. Framkoma Dídíar við mig var þann- ig frá upphafi að mér fannst ég vera sérstök, mikils virði, og ég bar mikla virðingu fyrir henni alla tíð og mér þótti mjög vænt um hana. Hún var mér afskaplega góð, alltaf tilbúin að liðsinna, hvort sem var í veikindum mínum eða við uppeldi barnanna. Hún var góð fyrirmynd sem móðir og amma. Það var sérstakt og gott að finna virðinguna sem börn hennar báru fyrir henni og ekki síður barna- bömin. Min tvö, Halldór og Elsa, voru svo heppin að fá að njóta sam- vista við hana sín uppvaxtarár ásamt Ágústu, Ivari og GuiTýju, börnum Gísla og Þórdísar sem einnig bjuggu í húsinu, við fyrir neðan, þau fyrir of- an og eilífur umgangur barnanna þarna á milli með þeim látum sem því fylgja. Halldór minntist á það ekki alls fyrir löngu þegar uppeldis- mál voru rædd, að amma hefði aldrei skammað þau, en þegar hún bað þau um að slaka á ærslunum var þvi gegnt í hvelli. Orð hennar voru lög. Þau vissu að þau höfðu gengið of langt þegar hún fann að við þau. Það að geta búið i sátt og samlyndi með tveimur tengdadætrum og fimm barnabörnum sýnir að mínu mati hetjulund. Hún tengdamóðir mín var hetja og fyrirmynd okkar sem eftir lifum hvað varðar umhyggju og uppeldismál. Mér finnast það for- réttindi að hafa átt hana að vini. Megi þessar hugleiðingar um góða og merka konu hjálpa til við að létta eftirlifandi tengdaföður mínum sorgina. Hulda Halldórsdóttir. Kæra tengdamóðir. Nú ert þú far- in frá okkur en minninguna eigum við að eilífu. í huganum kalla ég fram mynd af þér eins og ég sá þig þegar ég kom fyrst á heimili þitt sem þinn fyrsti tengdasonur. Það vakti undrun mína hve glæsileg og frískleg þú varst tíu barna móðir, heilsaðir með brosi á vör sem sagði þú ert velkominn. Það var fleira sem vakti undrun mína og það var hvernig þú stjómað- ir barnahópnum nánast án orða en allir skildu fyrirmælin og fóm eftir þeim. Ef eithvað hik var á fram- kvæmdum sagðir þú aðeins „þá geri ég það sjálf“. Og enginn lét það um sig spyrjast að þú tækir hans verk. Það var ekki lítið álag að bæta einni fjölskyldu við hópinn sem fyrir var á heimilinu Á hverjum jólum um árabil áttum við húsaskjól hjá tengdaforeldrum mínum. Einu at- hugasemdirnar frá tengdamóður komu í lok hverrar dvalar, þið farið ekki heim í dag, við hefðum senni- lega aldrei farið ef hún hefði ráðið. Elsti sonur okkar Þorsteinn átti hjá henni annað heimili. Fyrir utan að vera oft í gæslu hjá ömmu sinni dvaldi hann á heimilinu öll mennta- skólaárin enda héldu sumir af yngri kynslóðinni hann vera hennar 11. barn. Síðasta myndin sem ég kalla fram ASDIS GUÐBJORG JESDÓTTIR er vorið sem þú dvaldir með okkur í Kaupmannahöfn. Við komum til móts við þig á flug- vellinum í Kastrup og fylgdumst með þér þar sem þú gekkst alein ein- beitt á svip eftir landganginum til- búin að mæta hverju sem var. Dvöl þín hjá okkur þessar vikur var sam- felld ánægja. Það var svo auðvelt að gleðja þig og börnin nutu þess að hafa ömmu hjá sér. Sérstaklega var gaman að kíkja í fornsölurnar og rifja upp gamla daga. Það var trú okkar að þessi tími hafi verið meira fyrir þig sjálfa en aðrar stundir lífs þíns því flestar voru þær bundnar við að þjóna öðr- um. Ég var í gær að ljósrita myndir sem þú hafðir teiknað sem 17 ára menntaskólastúlka. Þar sá ég hæfi- leika sem ég hefði viljað sjá nýtast meira og það er dapurt til þess að hugsa að loksins þegar þú gast um frjálst höfuð strokið til að sinna sjálfri þér og hugðarefnunum þá bil- aði heilsan. Þú gafst þeim sem voru í kringum þig allt þitt líf. Hafðu hjartans þökk. Guðmundur Sigurðsson. Þá er komið að því að kveðja, elsku amma. Ég fór að reikna það út hvað þú hefðir verið gömul þegar ég fæddist. Þú varst tíu árum eldri en ég er í dag. Mér fannst þú alltaf vera svo mikil alvörukona en ég hef það á tilfinningunni að ég sé bara stelpa í þeim samanburði. Þú varst þá búin að eignast tíu börn og ýmsu vön. Eins og stórt og sterkt skip sem klýfur ölduna og ver áhöfnina í hvaða veðri sem er, þannig varst þú. Auðvitað þykir mér vænt um þig og auðvitað mun ég sakna þín mikið en það er svo miklu meira en það. Hluti af þér er í mér. Saga þín er löng en samt svo stutt. Aðeins eitt líf en á því lífsskeiði gerðist svo margt. Á því tímaskeiði var saga íslensku þjóðarinnar viðburðarík og þróunin ör. Það sem þú lifðir í bernsku er nú skráð í sögubækur og sýnt á söfnum. Við afkomendur þínir erum svo langt frá þér í lífsstíl en samt svo ná- lægt þér í anda. Partur af þér lifir með okkur, þannig heldur þú áfram að vera til að eilífu. Minningarbrot frá Laugarásveg- inum. Þau eru að stríða mér þessa dagana af skiljanlegum ástæðum. Þú með dætrum þínum í svefnherberg- inu að strauja. Þið að teygja þvottinn hlæjandi á göngunum. Stóra viðar- borðið í borðstofunni og fullt af fólki. Allir talandi hver í kapp við annan. Þú gafst mér lunda að borða í fyrsta skipti á ævinni og mér fannst það besta sem ég hafði smakkað og mamma varð að stoppa mig af. Amma og brauðsúpa með rjóma, sú besta í heimi. Amma og síamskis- an Mósa sem elti ömmu við hvert fót- múl og vildi við engan tala nema hana. Svartir æstir kettlingahnoðrar á hlaupum sem skelfdu mig en amma sýndi mér hvernig maður talar við ketti. Jól í stóru húsi og allt er upp- ljómað. Amma segir að ég megi taka á móti jólasveininum, honum Kerta- sníki. Við undirbúum saman stóran bakka með fullt af kertum sem við límum eitt af öðru. Þetta var ein af mínum fyrstu mikilvægu stundum í lífinu. Hjartað barðist ótt og títt og amma ýtti mér varlega í átt að jóla- sveininum til þess að færa honum gjöfina. Amma með gleraugun á nef- inu að hekla litríkt rúmteppi. Amma úti í garði í lundinum á bak við húsið í sólbaði með okkur. Fallegt bros á útiteknu andlitinu. Amma kitlaði mig og ég hló upp í sólina. Amma að elda ofan í skara af fólki, hugsandi á svip. Amma í jeppa, sitjandi í fram- sætinu og við barnabörnin flissandi og blaðrandi aftur í. Á Laugarvatni að kenna mér borgarbarninu að drekka sveitamjólk. Svo voru það alvöru stundirnar þar sem þú sagðir mér frá Vest- mannaeyjum. Hvernig þú hafðir það sem lítil stelpa. Frá stóra fjölskyldu- húsinu Hóli þar sem bjuggu margar kynslóðir saman. Langafi var prest- ur og langamma var ákveðin og glað- lynd kona. Frændur mínir sem virt- ust vera hálfgerðir ævintýrakarlar höfðu verið ljósmyndarar og ferðast út um allt. Mér fannst það strax

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.