Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 54

Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Eignarskatt á að afnema Burt með víg- velli veganna EIGNARSKATTUR er ranglátur skattur og felur í sér hægfara upp- töku á eignum einstakl- inga. Álagningu eignar- skatts á einstaklinga ber að endurskoða. Fá lönd setja eignarskatt Miðað við upplýsing- ar frá árinu 1999 leggja tólf af 24 löndum OECD eignarskatt á einstaklinga og aðeins sex OECD-landa leggja slíkan skatt á fyrirtæki. Eignarskatt- ur í þessum löndum er yfirleitt reiknaður af hreinni eign og er skatthlutfallið 0,3%-3,0% af eign- arskattstofni. Vegna skattmats- reglna er raunverulegt skatthlutfall þó lægra. Eignarskattur hér á landi er 1,2% og er hann lagður á eignir umfram tiltekin eignarmörk að frá- dregnum skuldum eignarinnar, en óháður að öðru leyti tekjum og öðr- Mim fjárhagsaðstæðum einstaklinga. Er þá ónefndur sérstakur eignar- skattur á einstaklinga og fyrirtæki, sk. Þjóðarbókhlöðuskattur, sem er 0,25% og er lagður á eignarskatt- stofn umfram tiltekin eignarmörk, þó ekki á elli- og örorkulífeyrisþega. Hægfara eignaupptaka f byrjun ágúst duttu skattálagn- ingarseðlar inn um bréfalúgur landsmanna, fæstum til gleði og allra síst eldra fólki, sem býr í eigin »*húsnæði og í mörgum tilvikum nær skuldlausu. Nokkrir þeirra hafa á undanförnum vikum komið að máli við mig og lýst óánægju sinni með þá ráðstöfun sem felst í eignarskatti. Áhrif hennar eru ekki svo greinileg frá ári til árs en verða augljós þegar fram í sækir og dæmið er reiknað til enda. Þessa gætir sérstaklega nú, þegar fasteignamat íbúða í Reykjavík hef- ur hækkað verulega, og þar með eignar- skattstofninn, sem þýðir hærri skatta, án þess að hærri tekjur hafi komið á móti. Tökum dæmi um þessa lævíslegu eign- arupptöku og um leið skerðingu á ráðstöfun- arfé heimilanna. Hjón um sjötugt búa í húsnæði, sem metið er á 20 milljón- ir og er orðið skuldlaust. Þegar þau keyptu íbúðina var hún fjármögnuð Skattar ✓ I stefnuyfirlýsingu núverandi ríkis- stjórnarflokka, segir Ásta Möller, er stefnt að því að samræma álagningu eignarskatts og lækka eignarskatta á íbúðarhúsnæði. á venjubundinn máta, með sparifé og lánum sem buðust á þeim tíma. Með ráðdeild og sparnaði hafa þau smám saman greitt upp skuldir sín- ar, en um leið og skuldir minnka greiða þau í auknum mæli eignar- skatt af húsnæðinu. Þannig er nú svo komið, að óbreyttu fasteigna- mati eignarinnar og skuldastöðu þeirra, að þau munu greiða árlega um 150 þúsund krónur í eignar- skatta vegna húsnæðis síns, sem á næstu tíu árum jafngildir 1,5 millj- ónum króna. Það má jafna þessu við hægfara eignaupptöku. Þessi ráð- stöfun stríðir jafnframt gegn markmiðum um að öldruðum sé gert kleift að búa í eigin húsnæði eins lengi og unnt er, þar sem möguleik- ar þeirra til þess eru skertir. Aukin skattlagning á landsbyggðinni Hið sama gildir á landsbyggðinni. Fasteignamat íbúða miðast við fast- eignaverð á höfuðborgarsvæðinu, sem er mun hærra en raunverulegt verð sambærilegrar fasteignar á landsbyggðinni. Þannig leiðir skort- ur á framboði á húseignum í Reykja- vík, m.a. vegna lítils lóðaframboðs, til aukinnar skattlagningar íbúa ut- an höfuðborgarsvæðisins. Eignar- skattur einstaklinga við álagningu opinberra gjalda fyrir árið 2000 nemur tæpum 3 milljörðum króna og hefur hækkað um 37,3% frá 1999. Hækkun fasteignaverðs er stór hluti þessarar hækkunar og einnig minni skuldir, ekld síst eldri borgara. Afnemum eignarskatt í stefnuyfirlýsingu núverandi rík- isstjórnarflokka er stefnt að því að samræma álagningu eignarskatts og lækka eignarskatta á íbúðarhús- næði. Er ekki vonum seinna að ganga til þessa verks og legg ég til að skrefið verði stórt og eignarskatt- ar á íbúðarhúsnæði felldir niður. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. Ásta Möller Magnús Stephensen og* íslenskar kýr í Morgunblaðinu fimmtudaginn 10. ágúst 2000 (Víkverji) er smá- grein um nautgripi á Islandi. Þar er vísað í skrif Þorvaldar Thor- oddsen um kynbætur Magnúsar Stephensen á íslenskum nautgrip- um snemma á 19. öld og áhrifþeirra. I þeirri smágrein eru eftirtaldin atriði sett fram sem staðreyndir. 1) Þorvaldur telur hæpið að tala um að ís- lenski kúastofninn sé sérstakt kúakyn. 2) Danskar kýr voru fluttar tii landsins í einhverjum mæli. 3) Samtímamenn töldu reynslu af þessum innflutningi almennt góða. 4) Þess vegna hefur íslenski kúa- stofninn ekki verið ræktaður ein- angraður hér á landi í 1000 ár. Við þetta er ástæða til að gera nokkrar athugasemdir. Kúastofninn hér á landi var sundurleitur frá upphafi vega, eink- um í litum og hornalagi og aldrei val- ið gegn íjölbreytni. Hins vegar var oft sett á undan bestu mjólkurkún- um. Um það segir í ritinu Búnaðarfé- lag íslands. .... Aldarminning, II, bls.304 (B.í. 1937): „Oft á tíðum hafa húsmæður- nar - einkum á fátækum heimilum - annast mest um kým- ar. Beztu mjólkurkým- ar hafa verið yndi þeirra. Því hafa kálfar undan þeim verið aldir upp öðmm fremur.“ Þetta kannast ég við af Jökuldal. Danskar kýr vora fluttar hér inn snemma á 19. öld og mest bar þar á innflutningi Magnúsar Stephensen. Danskar kýr skiluðu mun stærri gripum en áður höfðu sést. Sumar innfluttar kýr mjólkuðu betur en þær íslensku en aðrar sköraðu ekki fram úr. Þegar aðbúnaður var ekki nógu góður mjólkuðu þær fullorðnar ekki meira en kvígur við góða aðbúð. Sumir samtímamenn töldu innflutta kynið skila góðu en líklega reyndust blendingar undan innfluttum nautum og íslenskum kúm best. Þar hefur komið fram blendingsþróttur en hann dvínar við framræktun og hverfur að lokum. Áhrifa danskra kúa verður ekki vart í íslenskum kúm í dag. í vísinda- ritgerð (doktorsritgerð Juha Kant- anen, Joensuu háskólanum í Finn- landi árið 1999) um samanburð á norrænum kúakynjum kemur fram að íslensku kýrnar era mjög fjar- skyldar dönskum kúm en langmest Kúainnflutningur Danska erfðaefnið sem Magnús Stephensen flutti inn, segir Stefán Aðalsteinsson, virðist alveg horfíð. skyldar kúm af norsku Þrænda- og Norðurlandskyni. Líklega vora þær kýr algengar á slóðum forfeðra okk- ar í Vestur-Noregi um landnám. í ofannefndri ritgerð var reiknað- ur fjölda ættliða frá því að íslenskar kýr og nokkrar aðrar norrænar kýr greindust sundur. Islenskar kýr og Þrænda- og Norðurlandskýr greind- ust að fyrir 221 ættlið eða fyrir 1100 áram hafi hver ættliður náð yfir 5 ár. Það hefur gerst rétt um íslenskt landnám. íslenskar kýr greindust frá rauð- um dönskum fyrir 3.600 áram og frá svartskjöldóttum dönskum íyrir 4.200 árum samkvæmt sömu for- múlu. Eftir þessu er afar lítið af dönsku eðli í íslenskum kúm. Danska erfðaefnið sem Magnús Stephensen flutti inn virðist alveg horfið. Höfundur er rithöfundur og búfræðingur. Stefán Aðalsteinsson Verslunarmannahelgin virtist ætla að verða vel heppnuð hvað varðar umferð og óhöpp á þjóðveg- um. Engu var líkara en markviss áróður og fræðsla hefði skilað sér til þúsunda ökumanna. En svo dró ský fyrir sólu. Hvert óhugnan- lega slysið á fætur öðra reið yfir. Þótt eignatjónið sé óheyri- legt jafnast það aldrei á við harmleikinn sem fylgir í kjölfar mann- skæðra slysa. Þjóðin er harmi lostin. Áðgerða er þörf og almenningur ræðir sín í millum hvað sé til ráða. Að frum- kvæði Ragnheiðar Davíðsdóttur og fleiri hafa verið stofnuð grasrótarsamtökin STANZ er hafa það að markmiði að sporna við um- ferðarslysum. Lofsvert framtak og tímanna tákn en betur má ef duga skal. Hvað veldur slysum í umferð? Hraði - þroski - vegakerfi -kraftur Ugglaust er engin einhlít skýring á orsökum umferðarslysa. Þó hefur ítrekað komið fram í fréttum, m.a. frá umferðarráði, að of mikill öku- hraði sé drjúgur orsakavaldur. Bílar verða stöðugt aflmeiri og hraðinn eykst. Vegakerfið hefur tæpast náð að fylgja eftir aukinni umferð og vaxandi hraða þótt árlega sé millj- örðum króna varið til vegamála. Margir hafa velt upp þeirri spurn- ingu hvort þroski ungra ökumanna sé nægur til að stjórna bifreið á þeirri hættubraut sem umferðin virðist orðin. Aldur og þroski í um- ferð fer ekki endilega alltaf saman en alltént er brýnt að ökumaður hafi næmi og þroska til að axla þá miklu ábyrgð sem fylgir akstri í umferð. Tölur um slysatíðni ungra öku- manna era þó vísbendingar um að sá hópur sé sannarlega áhættuhópur. Lögreglan á Blönduósi hefur get- ið sér orð fyrir að stöðva markvisst þá sem fara vel yfir lögbundinn öku- hraða. Orðspor Húnvetninga á þessu sviði virðist hafa drjúg áhrif og margir játa að þeir dragi úr hraða meðan ekið er um Húnaþing. Draga má þá ályktun af þessu að löggæsla annars staðar sé ekki nægjanleg. Reglulega heyrast dapurlegar fréttir af erlendum ferðamönnum sem lenda í slæmum slysum við akstur í lausamöl. Skal engan furða því hinh’ erlendu gestir eru margir hverjir allsendis óvanir akstri við slíkar aðstæður. Hér hafa verið nefndir nokkrir þættir sem borið hefur á góma í tengslum við orsakir umferðarslysa: Vanburðugt vegakerfi, of hraður akstur, stöðugt kraftmeiri bílar, ófullnuma ökumenn og skortur á löggæslu. En hvað er til ráða? Ekk- ert einfalt svar er til við þessari spurningu enda nokkrir samverk- andi þættir er málið snerta. Ég leyfi mér þó að varpa fram nokkrum hug- myndum, sem ýmsir aðilar hafa haldið á lofti að undanfömu, til að vekja umræðu: Bættar samgöngur: Ljóst er að vegakerfi okkar ber ekki þá umferð og þann hraða sem ein- kennir umferðarmenningu okkar. Því hlýtur að vera forgangsverkefni að gera úttekt á því hvar helstu slysagildrar í samgöngukerfinu era og leggja fram áætlun um lausn þeirra mála. Má þar nefna alræmd- ustu slysastaði, skv. skýrslum, ein- breiðar brýr o.s.frv. Nýliðar merktir sérstaklega: Reynslan segir að margir ökumenn með skírteini á fyrsta ári lendi í óhöppum. Því miður of oft vegna glæfralegs aksturs. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að ökumenn á fyrsta ári skuli merkja bíla sína sérstaklega (t.d. með L fyrir lær- lingur). Með slíku fyrirkomulagi væri nýjum ökumönnum veitt sjálf- krafa aðhald en jafnframt gætu aðr- ir ökumenn tekið mið af því að um nýliða væri að ræða. Spurn- ing er hvort taka ætti strangar á umferðar- brotum slíkra „lærl- inga“ með t.d. fram- lengingu reynslutíma, tímabundinni svipt- ingu, hærri sektum, hærri iðgjöldum o.s.frv. Lærlingsmerk- ið mætti ekki hverfa fyrr en viðkomandi hefði sannað sig í a.m.k. eitt ár í umferð- inni með brotalausum akstri. Samstarf löggæslu og tryggingafélaga: Versta hlið umferðarslysa er öragg- lega hinn mannlegi harmleikur sem þeim fylgir. Fjárhagslegt tjón er Slysin Mestu skiptir e.t.v. að bæta í heild umferð- armenningu okkar ---7------------------ Islendinga, segir Hjálmar Árnason, þannig að öryggi allra vegfarenda aukist. einnig verulegt, svo nemur milljörð- um árlega. Iðgjöld taka að nokkru mið af þeirri staðreynd. Ágætur maður, Grétar Andrésson, hefur viðrað þá hugmynd að lögregla og tryggingafélög taki höndum saman um að ná niður umferðarhraða, einni meginorsök slysa. Trygginga- félög leggja reglulega veralegt fé til hliðar í því skyni að geta mætt tjón- um viðskiptavina sinna. Færri slys og minni tjón þýða einfaldlega að út- gjöld tryggingafélaga lækka til hagsbóta fyrir alla aðila. Hugmynd Grétars gerir ráð fyrir því að trygg- ingafélögin beinlínis kosti rekstur um fjögurra lögreglubíla með áhöfn í hverju kjördæmi eða samtals um 16 löggæslubíla undir stjórn lög- regluyfirvalda á hverjum stað. Hlut- verk þeirra verði að einbeita sér að hraðamælingum í því skyni fyrst og fremst að minnka umferðarhraðann. Reynslan úr Húnavatnssýslu sýnir hvaða áhrif slíkt getur haft. Þessi hugmynd er athygli verð enda um sameiginlega hagsmuni allra aðila að ræða og markmiðið göfugt. Hærri sektir - svipting ökuleyfis: Ymsir hafa haldið þeirri skoðun fram að hærri sektir fyrir umferðar- lagabrot bæti menningu ökumanna enda veskið talið viðkvæmt flestum einstaklingum. í sumum tilvikum kann þetta að vera rétt en öragg- lega er öðram nánast sama. Harðari ökuleyfissviptingar fyrir gáleysis- legt athæfi í umferð kann að hafa meiri áhrif enda öllum annt um öku- skírteini sitt. Aðgerða er þörf Fleiri hugmyndir mætti nefna en hér skal látið staðar numið. Mestu skiptir e.t.v. að bæta í heild umferð- armenningu okkar ísiendinga þann- ig að öryggi allra vegfarenda aukist. Við verðum að bregðast við og það skjótt. Þess vegna er brýnt að velta upp öllum hugmyndum sem geta hlúð að þessum mikilvæga þætti í samfélagi okkar. Bætt umferðar- menning hlýtur að vera eitt brýn- asta úrlausnarefni samfélagsins enda kostar umferðin okkur mörg mannslíf árlega. Harmleiknum verður að linna. Höfundur er alþingismaður. Hjálmar Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.