Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 68

Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ 68 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 ................ FÓLK í FRÉTTUM Verk Breka Johnsen. Eldsneyti menningar I byrjun júlí var opnuð sýninffln „Dælan genguru bæði í nýjum höfuðstöðvum Olís við Sundagarða sem og á öllum þjónustu- stöðvum Olís á höfuðborgarsvæðinu. Það keyra þúsundir manna um á hverjum degi og er þetta því ein af fjölsóttustu mynd- listarsýningum sumarsins. , af mörkum sem geti eflt frjóa hugsun og flutt okkur á nýja áfangastaði." Þetfa framtak Olís sýnir tvímælalaust fram á að myndlist getur átt alstaðar við og að enginn staður er mynd- listarvænni en annar. Verk á dælum Meðal þeirra þrettán sem eiga verk á sýningunni eru þau Ólöf Björg Bjömsdóttir, Gunnhildur Hauksdótt- ir og Sigurður Guðjónsson og þau voru spurð um aðdraganda sýningar- innai’ og þeirra framlag. Útfrá hverju gangi þið í ykkar verkum? Ólöf: „Ég var heima, mikið að velta þessu íyrir mér eftir að mér var boðið að taka þátt. Ég var samt búin að ákveða að mála með olíu á plötuna sjálfa og fékk þá einhverskonar hug- ljómun, jarðskjálftinn mikli var nýbúinn að hrista allt og ég var svona hálfskjálfandi. Mér fannst mikilvæg- ast að ná að tengja sjálfan mig og mína tilfinningu við þetta verk og það finnst mér hafa tekist. Ég vann með það hvemig hægt er að líta á elds- neyti sem andlega næringu og hvar þá næringu sé að finna. Einnig fannst mér mikilvægt fyrir mig að vinna af ftngmm fram og hratt og íylgja þeirri tilfinningu sem kæmi upp. Annars fengum við að einhverju leyti þema til að ganga út frá en það var ekkert skil- yrði að tOeinkasér það.“ Sigurður: „Ég held samt að hægt „í STUTTU máli er verkefnið þannig vaxið að þrettán listamenn vom fengnir til að gera jafnmörg mynd- verk, sniðin að dælukössum bensín- stöðvanna sem Olís rekur, og höfðu þeir frjálsar hendur hvað myndefni varðar,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur í sýningarskrá sem fylg- ir sýningunni. „Þessi verk vom síðan yfirfærð á vatns- og vindþolnar málmplötur sem komið verður fyrir á dælum Olísstöðvanna víða á höfuð- borgarsvæðinu. I hvert sinn sem við- skiptavinir fyrirtækisins kaupa elds- neyti á bflana sína, munu þeir berja augum eitthvert þessara tólf mynd- verka, ásamt kunnuglegum ein- kennislitum og merki 01ís.“ Hann bendir einnig á eftirfarandi: „Islensk fyrirtæki gangast nú í auknu mæli við menningarlegri ábyrgð sinni með því að styrkja margvísleg verkefni af list- rænum toga í skiptum fyrir beinar eða óbeinar auglýsingar, auk þess sem það hefur færst í vöxt að þau hafi sjálf fmmkvæðið að slíkum verkefnum.11 Ótrúleg fjölbreytni einkennir verk- in á sýningunni og gefa þessir 13 full- trúar ágæta mynd af þeirri grósku ^ sem einkennir myndlistarlíf á íslandi í dag. Með þessu framlagi sínu til íslenkr- ar menningar vill Olís að sögn Einars Benediktssonar forstjóra Olís í að- faraorðum sínum: „tengja saman þátttöku sína í starfi menningarborg- arinnar og jafnframt leggja eitthvað I Hangsinu er allt leyfílegt HANGSIÐ er hluti sýningarinnar Grasrót 2000 sem er samsýning 10 ungra listarmanna. Hangsið er hugs- að fyrir fólk til að slappa af og gera það sem það gerir venjulega ekki á myndlistarsýningum Þar á að slaka á og láta sér líða vel. Síðustu þijár vik- umar hefur verið mikið að gerast í Hangsinu og margir hafa nýtt sér það að geta skoðað Nýlistasafnið fram eftirkvöldi. Gott að hangsa Tónlistarmenn hafa mætt á staðinn og leikið af fingmm fram, plötu- snúðar hafa verið nánast öll kvöldin og þeim oft fylgt mikil tilrauna- mennska. Ýmiss konar námskeið hafa verið haldin og er öllum heimil þátt- taka á meðan húsrúm leyfir. „Hangs- ið er mjög þægilegt og það er gott að hangsa þar. Húðliturinn á veggjunum gefur líka til kynna ákveðna líkam- lega nálægð. Ég hef nýtt mér nokkur af námskeiðunum sem hafa verið haldin, til dæmis var ég á plötusnúða- námskeiði fyrir myndlistarmenn um daginn hérna í Hangsinu og lærði ótrúlegustu hluti,“ segir Ingirafn Steinarsson sem er einn úr hópnum sem sýnir á Nýlistasafninu. Sumir hafa samt aðrar og gróða- vænlegri forsendur í hyggju en Jóní Jónsdóttur finnst ekki beinlínis mikill peningur í myndlistinni og hefur oft velt því fyrir sér að skutla sér jafnvel í hárgreiðslunám: „Það er bæði list- rænt og spennandi auk þess sem maður gæti verið að vinna sér inn peninga. Hárgreiðslu- og klippihom- ið sem ég er með í Hangsinu er reyndar ókeypis, meira svona æfing í klippingu íyrir mig. Svo er það líka rosalegt spennuhom því það er á ábyrgð hvers og eins að smella sér undir skærin. Þónokkrir hafa notað HANN STAKK HENDINNi í VASANN OG GREIP i SEÐIL OG RÉTTI HENNI ÁN ÞESS AÐ UTA, HE PUT HIS HAND IN HIS POCKET, GRABBED A DOLLAR AND HANDED IT OVER TO HER WITHOUT LOOKING. Verk Sigurðar Guðjónssonar. sé að sjá þetta þema í öllum verkunum, það er einhvem veginn þannig, mjög opið. Ég vann samt ekkert útfrá því. Mitt verk er meira svona kar- akterlýsing og ég nota texta til að koma lýsingunni frá mér.“ Gunnhildur: „Mér fannst ég strax þurfa að vinna með plötuna sjálfa þannig að ég ákvað fljótlega að bólstra dæluna en tengingin við þema sýningarinnar kom mikið seinna þegar ég var að fara skrifa textann fyrir bækl- inginn sem fylgir sýningunni. Þá ákvað ég að búa til tegsl sem vom ekki til staðar hjá mér fyrir, þetta vora mjög langsótt hugrenninga- tengsl, ég var eitthvað hálfpirrað yfir því að þurfa að skrifa einhvem texta þannig að ég ákvað að búa til tengsl sem voru eiginlega útí bláinn.“ S: „Ég held samt að allir þeir sem tóku þátt hafi velt fyrir sér staðsetn- ingunni og 1 hvaða samhengi verkin era.“ G: „Það er líka óhjákvæmilegt að sjá verkin fyrir sér á bensínstöðvun- um, vitandi um allt það fólk sem renn- ir þar í gegn á hverjum degi og þær hugmynd- ir sem það fær þegar það sér eitthvað eins og myndlist þar. Það er eitthvað sem það á alls ekki von á.“ Ó: „Það er líka frá- bært framtak að gefa út þennan bækling því það er nauðsynlegt að kynna fyrir fólki sýn- inguna sem er á þjón- ustustöðvunum og held ég að verkin veki upp margar spumingar." S: „Mamma og pabbi segja að enginn taki eftir þepsu!“ G: „Ég held reyndar að fólk taki misvel eftir þessu en efalaust vek- ur þetta upp spurning- ar hjá mörgum þótt þeir spyiji þeirra ekki endilega." Hvað fínnst ykkur um verkin og sýninguna sem heild? S: „Það er ótrúleg fjölbreytni í verkunum nánast öll form myndlistar sem fólk notar til að koma verkunum til skila og er ótrúlegt hvað verkin era ólík miðað við að sýnendur höfðu ekk- ert samráð sín á milli um útfærslu verkanna.“ G: „Já, það er kannski svolítið skrítið að tala um að þessi hópur af fólki eigi eitthvað sameiginlegt annað Verk Rebekku Silvíu Ragnarsdóttur. en að vera valinn á sýninguna því margir þekkjast lítið innbyrðis og segir það líka kannski eitthvað um valið á listamönnunum. Þetta era allt mjög ólfldr einstaklingar og það hefur verið valinn mjög fjölbreyttur hópur fólks.“ Ó: „Það er mjög gaman að sjá hvað þetta fólk vinnur út frá ólíkum for- sendum og það skilar sér til fólks. Samt þegar ég var að byrja að gera verkið fannst mér einsog ég yrði að nota textann sem er á plötunni sjálfri ogþá liti sem Olís hefur sem ein- kennisliti sína.“ G: „Mér fannst platan sjálf mjög „dóminerandi" í upphafi og var ég upptekin af því hversu takmarkandi hún var en svo náði ég mér einhvem veginn útúr því og sá að ég gat unnið úr þessu eins og ég vildi.“ S: „Það eru einmitt nokkiTr sem nýta sér textann og litina í plötunum.“ Jákvæð viðbrögð Hafí þið fengið einhver viðbrögð viðverkum ykkar? Ó: „Ég er mjög ánægð með að hafa fengið að taka þátt í sýningunni og á opnuninni fannst mér ótrúlegt hvað allir vora jákvæðir gagnvart verkun- um og var einn forstöðumaður hjá 01- is sem sagði við mig að það tæki hann lengir tíma að venjast sumum verk- um heldur en öðrum. Mér fannst fólk almennt ótrúlega opið gagnvart myndlist og hvað myndlist væri.“ S: „Mér finnst samt að það ætti að kynna sýninguna meira, láta fólk vita af henni. Þetta er svo fínt efni sem er þarna.“ G: „Já ég held að sýningin standi í eitt ár þannig að fólk á eftir að sakna verkana þegar þau verða tekin nið- ur.“ S: „Mér finnst svo að það ætti að senda þau um alla Evrópu, eða bara alheimstúr um bensínstöðvar, það er eitthvað sem Olís ætti að hugsa um. Hvað segið þið um það.“ G: „Ekki spurning." Ó: „Sammála." Morgunblaðið/Jim Smart Hluti af hópnum sem gerði Hangsið að veruleika lætur sér Iíða vel. tækifærið og ég leyfi mér að segja að allir hafi verið ánægðir.“ Algjörir rugludallar Sýningunni lýkur núna um helgina en það era ekki allir búnir að fá nóg. „Mig langar að hangsa miklu lengur en fram á laugardag, því Hangsið er alltaf að verða betra og betra,“ segir Særún Stefánsdóttir sem er ein af þeim sem hefur hangið hvað mest í Hangsinu. „Hjá mér er akvarellu- námskeiðið í sérstöku uppáhaldi, af því að ég kann ekkert á svoleiðis. Ég veit líka að námskeiðshaldarinn er al- gjör sérfræðingur á sínu sviði. Það verður líka margt að gerast í kvöld og á laugardag verður t.d dagskrá sem er kölluð ,Absolut Weirdos" eða „Al- gjörir ragludallar" en þar verða kall- Jóní Jónsdóttir mundar skærin í áhættu-, greiðslu- og klippihorninu. aðir til nokkrir af þeim rugludöllum sem ég kannast við til að gera eitt- hvað, og það væri frábært ef sem flestir rugludallar myndu láta sjá sig.“ Hangsið er opið um leið og Ný- listasafnið sem er þriðjudaga til sunnudaga frá 14:00-18:00 en á fimmtudögum og laugardögum er það opið lengur eða til 23:00 og er þá boðið uppá fjölbreytta dagskrá og era allir velkomnir. Nýlistasafnið er á Vatnsstíg 3b.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.