Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sjálfstæðu leikhúsin hljóta Evrópustyrk EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur ákveðið að veita Sjálfstæðu leik- húsunum rúmlega 6 milljón króna styrk til þess að standa fyrir evrópska listaþinginu IETM Reykjavik dagana 5.-8. október. Styrkurinn kemur úr menningar- sjóði ESB „Menning 2000“. IETM, The Informal European Theatre Meeting, er elsta og virk- asta tengslanet sviðslistafólks og stofnana í Evrópu. í því eru stjórnendur margra helstu listahá- tíða, leikhúsa, danshúsa og menn- ingarstofnana í álfunni auk fjölda sjálfstætt starfandi listamanna. Von er á 150 félögum úr IETM á listaþingið, flestir koma frá Evrópu en einnig er von á gestum frá Bandaríkjunum, Kanada, ísra- el og Túnis. IETM Reykjavik er opið fólki úr íslenska listgeiranum sem og áhugasömum leikmönnum. Evrópska listaþingið IETM Reykjavik er allt í senn listahátíð, ráðstefna og mikilvægt kynningar- tækifæri fyrir íslenska listageir- ann. Sjálfstæðu leikhúsin, SL, sem í eru 27 starfandi leikhús og leik/ danshópar í Reykjavík og ná- grenni, hafa unnið að undirbúningi IETM Reykjavík síðan í byrjun þessa árs. SL gengu til liðs við IETM í lok síðasta árs og eru fyrstu íslensku félagarnir. Stjórnandi evrópska listaþings- ins IETM Reykjavik er Asa Richardsdóttir. --------------- Leiklistar- deild og nýjar námsbrautir LEIKLISTAHÁSKÓLI fslands verður settur í annað sinn, í dag, föstudaginn 1. september, kl. 16, í leikhúsinu Iðnó við Tjörnina og með setningu skólans hefst starfsemi leiklistardeildar, sem tekur við því hlutverld sem Leiklistarskóli íslans hefur gegnt og ný námstilhögun tek- ur gildi á myndlistarsviði. Á hönnun- arsviði tekur til starfa ný námsbraut í hönnun nytjahluta. Við setningarathöfn fljdja ávörp Ragnheiður Skúladóttir, forseti leiklistardeildar, Kristján Stein- grímur Jónsson, forseti myndlistar- deildar og Hjálmar H. Ragnars, rektor. Píanótríóið FLÍS, sem skip- að er nemendum úr djassdeild Tón- listarskóla FÍH, flytur tónlist. Guð- rún Ólafsdóttir, söngnemi við Guildhall School of Music and Drama, og Víkingur Ólafsson, píanó- nemi við Tónlistarskólann í Reykja- vík, flytja söngverk eftir Kurt Weill. Við athöfnina verða ennfremur út- skrifaðir tveir nemendur frá mynd- listardeild. Frá undirritun kaupsamnings á Maðdömuhúsi fyrir Þjóðlagasetur sr. Bjama Þorsteinssonar. Sitjandi: Gunnsteinn Olafsson og seljendur hússins, Jón Andrjes Hinriksson og Jónína Brynja Gísladóttir. Stand- andi er stjórn Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjama Þorsteinssonar: Bjarki Sveinbjörnsson, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, sr. Bragi J. Ingibergsson og Örlygur Kristfínnsson. Á myndina vantar Kristin Kristjánsson. Maðdömuhúsið keypt fyrir þjóðlagasetur STJÓRN Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar hefur fest kaup á elzta húsinu í Siglu- fírði; Maðdömuhúsinu, þar sem Bjarni Þorsteinsson bjó og safnaði íslenzku þjóðlögunum. Gunnsteinn Ólafsson, formaður félagsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að nú væru rétt þrjú ár síðan hann hefði fyrst kynnt hug- mynd sína um þjóðlagahátíð og þjóðlagasetur í Siglufirði. Þjóð- lagahátíð var haldin í sumar og nú sér til þess að þjóðlagasetur verði í því húsi, sem Bjarni Þorsteinsson bjói. Siglufjarðarbær veitti þrjár milljónir króna til húsakaupanna og einnig fékkst styrkur úr hús- friðunarsjóði til að hefja endurgerð hússins, en ætlunin er að færa það í upphaflegt horf. Gunnsteinn sagði ýmislegt á döf- inni til að afla fjár til hússins, en Félag um þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar hefur opnað reikn- ing í Sparisjóði Siglufjarðar nr. 10.000. Safn og fræðasetur Markmið og hlutverk Þjóðlaga- seturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufírði er, að Þjóðlagasetrið verði í senn safn og fræðasetur á sviði þjóðlagatónlistar. Þar verði ítarleg sýning á þjóð- lagahandritum og gömlum íslensk- um hljóðfærum og saga þeirra tengd skyldum erlendum hljóðfær- um. Munir úr fórum sr. Bjarna Þor- steinssonar verða sýndir og sagt frá þjóðlagasöfnun hans og fjöl- breytilegum lífsferli. I Þjóðlagasetrinu verði kynning á íslenskum þjóðlagaarfi - bæði í lifandi flutningi og af myndböndum og hljóðupptökum. Maðdömuhús eins og það Ieit út þegar sr. Bjami Þorsteinsson bjó í því og safnaði íslensku þjóðlögunum 1888-1898. Maðdömuhúsið er elsta hús Siglufjarðar en hefur tekið miklum breyt- ingum í áranna rás. Ætlunin er að færa það í upphaflegt horf. Þar verði aðgengileg afrit mikil- vægra þjóðlagahandrita og gam- alla og nýrra hljóðupptaka. Sköpuð verði aðstaða fyrir fræði- menn til að dvelja við setrið. Þar verður nettengd alþjóðleg upplýsingamiðstöð fyrir íslenskan tónlistararf. Eitt af meginmarkmiðum Þjóð- lagasetursins verður að standa fyr- ir þjóðlagahátíðum á Siglufirði. Síðast en ekki síst er það hlut- verkið að styrkja stöðu íslenskra þjóðlaga með því að koma á sem víðtækustu samstarfi við skóla og menntastofnanir landsins, segir í skrá um markmið Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Samlestur í Ilafnarfjarðarleikhúsinu. Yitleysingarnir í Hafn- arfj ar ðarleikhú sinu ÆFINGAR eru hafnar á nýju leik- riti eftir Ólaf Hauk Símonarson, og verður það frumsýnt í Hafnar- fjarðarleikhúsinu í byrjun október. Leikverkið, sem fengið hefur heit- ið Vitleysingarnir, er smásvört kómísk sýn á númtímasamfélagið; hraða þess og firringu. Meðal „þjóðkunnra“ persóna í verkinu má nefna ráðherrann, ritstjórann, verðbréfasalann og rithöfundinn. Ailt fólk á bilinu 35 til 40 ára sem er á mikilli hraðferð upp metorð- astigann. En ekki er allt sem sýn- ist því að þótt allt virðist slétt og fellt á ytra borðinu kraumar ein- manaleikinn undir niðri, segir í fréttatilkynningu. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Leikendur eru María Ellingsen, Gunnar Helgason, Björk Jakobs- dóttir, Dofri Hermannsson, Erling Jóhannesson, Jóhanna Jónasdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir. Leikmyndahönnuður er Finnur Arnar Ai-narsson, búninga hannar Þórunn María Jónsdóttir, lýsingu Kjartan Þórisson. Tónlist er eftir Jóhann Jóhannsson og Ásta Hall- dórsdóttir sér um gervi. Útsölunni lýkur á laugardaginn nýjar vörur - enn lægri verð Opið virka daga 8:00-18:00 og laugardag frá kl. 10:00-16:00 - Næg bílastæði - Grandagarði 2 | Reykjavík | sími 580 8500 | fax 580 8501 | ellingsen@ellingsen.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.