Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sjálfstæðu leikhúsin hljóta Evrópustyrk EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur ákveðið að veita Sjálfstæðu leik- húsunum rúmlega 6 milljón króna styrk til þess að standa fyrir evrópska listaþinginu IETM Reykjavik dagana 5.-8. október. Styrkurinn kemur úr menningar- sjóði ESB „Menning 2000“. IETM, The Informal European Theatre Meeting, er elsta og virk- asta tengslanet sviðslistafólks og stofnana í Evrópu. í því eru stjórnendur margra helstu listahá- tíða, leikhúsa, danshúsa og menn- ingarstofnana í álfunni auk fjölda sjálfstætt starfandi listamanna. Von er á 150 félögum úr IETM á listaþingið, flestir koma frá Evrópu en einnig er von á gestum frá Bandaríkjunum, Kanada, ísra- el og Túnis. IETM Reykjavik er opið fólki úr íslenska listgeiranum sem og áhugasömum leikmönnum. Evrópska listaþingið IETM Reykjavik er allt í senn listahátíð, ráðstefna og mikilvægt kynningar- tækifæri fyrir íslenska listageir- ann. Sjálfstæðu leikhúsin, SL, sem í eru 27 starfandi leikhús og leik/ danshópar í Reykjavík og ná- grenni, hafa unnið að undirbúningi IETM Reykjavík síðan í byrjun þessa árs. SL gengu til liðs við IETM í lok síðasta árs og eru fyrstu íslensku félagarnir. Stjórnandi evrópska listaþings- ins IETM Reykjavik er Asa Richardsdóttir. --------------- Leiklistar- deild og nýjar námsbrautir LEIKLISTAHÁSKÓLI fslands verður settur í annað sinn, í dag, föstudaginn 1. september, kl. 16, í leikhúsinu Iðnó við Tjörnina og með setningu skólans hefst starfsemi leiklistardeildar, sem tekur við því hlutverld sem Leiklistarskóli íslans hefur gegnt og ný námstilhögun tek- ur gildi á myndlistarsviði. Á hönnun- arsviði tekur til starfa ný námsbraut í hönnun nytjahluta. Við setningarathöfn fljdja ávörp Ragnheiður Skúladóttir, forseti leiklistardeildar, Kristján Stein- grímur Jónsson, forseti myndlistar- deildar og Hjálmar H. Ragnars, rektor. Píanótríóið FLÍS, sem skip- að er nemendum úr djassdeild Tón- listarskóla FÍH, flytur tónlist. Guð- rún Ólafsdóttir, söngnemi við Guildhall School of Music and Drama, og Víkingur Ólafsson, píanó- nemi við Tónlistarskólann í Reykja- vík, flytja söngverk eftir Kurt Weill. Við athöfnina verða ennfremur út- skrifaðir tveir nemendur frá mynd- listardeild. Frá undirritun kaupsamnings á Maðdömuhúsi fyrir Þjóðlagasetur sr. Bjama Þorsteinssonar. Sitjandi: Gunnsteinn Olafsson og seljendur hússins, Jón Andrjes Hinriksson og Jónína Brynja Gísladóttir. Stand- andi er stjórn Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjama Þorsteinssonar: Bjarki Sveinbjörnsson, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, sr. Bragi J. Ingibergsson og Örlygur Kristfínnsson. Á myndina vantar Kristin Kristjánsson. Maðdömuhúsið keypt fyrir þjóðlagasetur STJÓRN Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar hefur fest kaup á elzta húsinu í Siglu- fírði; Maðdömuhúsinu, þar sem Bjarni Þorsteinsson bjó og safnaði íslenzku þjóðlögunum. Gunnsteinn Ólafsson, formaður félagsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að nú væru rétt þrjú ár síðan hann hefði fyrst kynnt hug- mynd sína um þjóðlagahátíð og þjóðlagasetur í Siglufirði. Þjóð- lagahátíð var haldin í sumar og nú sér til þess að þjóðlagasetur verði í því húsi, sem Bjarni Þorsteinsson bjói. Siglufjarðarbær veitti þrjár milljónir króna til húsakaupanna og einnig fékkst styrkur úr hús- friðunarsjóði til að hefja endurgerð hússins, en ætlunin er að færa það í upphaflegt horf. Gunnsteinn sagði ýmislegt á döf- inni til að afla fjár til hússins, en Félag um þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar hefur opnað reikn- ing í Sparisjóði Siglufjarðar nr. 10.000. Safn og fræðasetur Markmið og hlutverk Þjóðlaga- seturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufírði er, að Þjóðlagasetrið verði í senn safn og fræðasetur á sviði þjóðlagatónlistar. Þar verði ítarleg sýning á þjóð- lagahandritum og gömlum íslensk- um hljóðfærum og saga þeirra tengd skyldum erlendum hljóðfær- um. Munir úr fórum sr. Bjarna Þor- steinssonar verða sýndir og sagt frá þjóðlagasöfnun hans og fjöl- breytilegum lífsferli. I Þjóðlagasetrinu verði kynning á íslenskum þjóðlagaarfi - bæði í lifandi flutningi og af myndböndum og hljóðupptökum. Maðdömuhús eins og það Ieit út þegar sr. Bjami Þorsteinsson bjó í því og safnaði íslensku þjóðlögunum 1888-1898. Maðdömuhúsið er elsta hús Siglufjarðar en hefur tekið miklum breyt- ingum í áranna rás. Ætlunin er að færa það í upphaflegt horf. Þar verði aðgengileg afrit mikil- vægra þjóðlagahandrita og gam- alla og nýrra hljóðupptaka. Sköpuð verði aðstaða fyrir fræði- menn til að dvelja við setrið. Þar verður nettengd alþjóðleg upplýsingamiðstöð fyrir íslenskan tónlistararf. Eitt af meginmarkmiðum Þjóð- lagasetursins verður að standa fyr- ir þjóðlagahátíðum á Siglufirði. Síðast en ekki síst er það hlut- verkið að styrkja stöðu íslenskra þjóðlaga með því að koma á sem víðtækustu samstarfi við skóla og menntastofnanir landsins, segir í skrá um markmið Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Samlestur í Ilafnarfjarðarleikhúsinu. Yitleysingarnir í Hafn- arfj ar ðarleikhú sinu ÆFINGAR eru hafnar á nýju leik- riti eftir Ólaf Hauk Símonarson, og verður það frumsýnt í Hafnar- fjarðarleikhúsinu í byrjun október. Leikverkið, sem fengið hefur heit- ið Vitleysingarnir, er smásvört kómísk sýn á númtímasamfélagið; hraða þess og firringu. Meðal „þjóðkunnra“ persóna í verkinu má nefna ráðherrann, ritstjórann, verðbréfasalann og rithöfundinn. Ailt fólk á bilinu 35 til 40 ára sem er á mikilli hraðferð upp metorð- astigann. En ekki er allt sem sýn- ist því að þótt allt virðist slétt og fellt á ytra borðinu kraumar ein- manaleikinn undir niðri, segir í fréttatilkynningu. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Leikendur eru María Ellingsen, Gunnar Helgason, Björk Jakobs- dóttir, Dofri Hermannsson, Erling Jóhannesson, Jóhanna Jónasdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir. Leikmyndahönnuður er Finnur Arnar Ai-narsson, búninga hannar Þórunn María Jónsdóttir, lýsingu Kjartan Þórisson. Tónlist er eftir Jóhann Jóhannsson og Ásta Hall- dórsdóttir sér um gervi. Útsölunni lýkur á laugardaginn nýjar vörur - enn lægri verð Opið virka daga 8:00-18:00 og laugardag frá kl. 10:00-16:00 - Næg bílastæði - Grandagarði 2 | Reykjavík | sími 580 8500 | fax 580 8501 | ellingsen@ellingsen.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.