Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 31.08.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 53 -----------------------^ =1 1 - 4 I i Utlendingar á Islandi ÍSLENDINGAR hafa af eigin raun kynnst meiri háttar fólksflutningum er land byggðist og ís- lenskt samfélag varð til og hið síðara í lok nítjándu aldar er stór hluti þjóðarinnar flutti vestur um haf. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvort ofríki Haralds konungs hár- fagra átti mikinn þátt í fólksflutningunum á síðari hluta níundu al- dar eða hvort fólks- fjölgun og land- þrengsli heima fyrir réðu mestu. Óumdeilt er að bág lífskjör alþýðu á íslandi leiddu til vesturfaranna. Hópar þessir leit- uðu betra lífs. Þeir leituðu ekki að- eins betri lífskjara í efnalegum skilningi heldur og aukins frelsis um eigið Kf. Islendingar þurfa ekki lengur að leggja land undir fót í leit að betra lífi, en margir aðrir búa við að- stæður svipaðar þeim og voru í Noregi á níundu öld og á Islandi á þeirri nítjándu. Þeir leita sömu leiða og þeir sem flúðu Noreg og Island. Þeir búa einnig við ofríki valdhafanna eða annarra afla eða lífskjör þeirra eru jafnbág eða verri en á íslandi á nítjándu öld. Einnig þeir leita betra lífs. Þeir leita þangað sem þeir eygja betri lífskjör og aukið frelsi, svo sem til Evrópu. Evrópumenn bregðast við með því að segja að nú sé komið að því að loka Evrópu fyrir þeim sem leita betri lífskjara og aukins frelsis. Ytri landamærum EES (ES landanna og Noregs, íslands og Lichtenstein) skuli lokað fyrir utanaðkomandi sem leita betra lífs, að minnsta kosti þangað til þörf verður á nýju vinnuafli. Full- trúar Evrópusambandsins fara á vettvang þar sem líklegt er að fólk muni leita til Evrópu í því skyni að bæta líf sitt og er þeim ætlað að stemma stigu við ferðum þessa fólks til Evrópu. Útilokunarstefna Evrópu hefur leitt til nýrra fólksflutningaleiða. Þeir sem eiga líf sitt og frelsi und- ir því að komast að heiman og telja Evrópu fyrirheitna landið leggja ekki árar í bát. Stofnuð hafa verið fyrirtæki, sem taka að sér að flytja fólk til Evrópu eftir ólöglegum leiðum gegn gjaldi. Þau koma flóttamönnum til þess staðar sem þeir óska hvort sem er til Italíu, Englands eða Danmerkur. Allt er falt. Ferðir þessar eru hættuferðir. Mörgum er snúið við og fargjaldið tapað. Aðrir farast á leiðinni, en margir komast á leið- arenda. Evrópugirðingarnar halda ekki. Hjá SÞ teljast þær þjóðir eins- leitar þar sem færri en 5% íbúanna eru útlend- ingar. Á Islandi eru líklega u.þ.b. 4% íbúanna útlenskir. Því er stutt þar til þjóðin hættir að vera einsleit og ekki verður talað um „hin hreinu gen“. Þar sem útlendingum hefur fjölgað ört að undanförnu bendir það til frjálslyndrar afstöðu stjórnvalda til flutnings útlendinga til landsins. Ekki er þó ljóst hvort um meðvitaða og mark- aða stefnu stjórnvalda er að ræða eða hvort þarfir atvinnulífsins fyrir vinnuafl ráða úrslitum þannig að afstaðan breytist þegar aðstæður á vinnu- markaði breytast. Þessum nýju borgurum hafa ekki fylgt nein vandkvæði og er almennt viður- kennt að samfélagsþátttaka þeirra sé síst ómerkari en hinna, sem eiga lengri sögu hér. Sumir þeirra útlendinga sem hingað koma eru flóttamenn og koma með skipulegum hætti hing- að á vegum stjórnvalda í samvinnu við Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna. Aðrir koma á eigin vegum oftast einir eða í fámennum hópum og leita hælis vegna þess að þeir sæta ofsóknum í heima- landi sínu. Það virðist stefna ís- lenskra stjórnvalda að neita hælis- leitendum um griðland á þessum forsendum. Hinsvegar er örfáum mönnum veitt dvalarleyfí hér af mannúðarástæðum og þá vegna þess að hættulegt kunni að vera fyrir velferð þeirra að snúa til heimalandsins. Samkvæmt því sem dómsmálaráðuneytið segir hefur aðeins einum manni verið veitt hæli sem pólitískum flóttamanni hér á landi og gerðist það fyrir fá- einum mánuðum. Skilaboð Islands til umheimsins eru þau að hingað sé ekkert að sækja að þessu leyti. Menn skuli leita annað. Flestir flóttamenn í þriðja heiminum kom- ast ekki lengra á flótta sínum en til næstu nágrannalanda vegna úti- lokunarstefnu, sem víðast ríkir. Ætlumst við íslendingar til að grannþjóðir þessar skuli einar annast flóttamenn þessa og veita þeim hæli, enda þótt þær búi við sárustu fátækt? Teljum við það nær þeim en okkur að veita flótta- mönnum pólitískt hæli eða annars konar griðland? Við ákvarðanir stjórnvalda í slíkum málum ber að hafa í huga að vegabréfamál og út- skýringar á ferðaleiðum eru ekk- ert aðalatriði og rangar frásagnir flóttamanna um þessi atriði eiga ekki að skipta máli. Þær eiga sér oftast eðlilegar skýringar í ótta flóttamannsins og úrræðafátækt, þekkingarleysi hans á lögum og reglum viðtökulandsins og baráttu Ragnar Aðalsteinsson Lífsgæði Mikilvægt er að stjórn- völd marki stefnu, segir Ragnar Aðalsteinsson, um viðtöku útlendinga. hans fyrir lífinu. Enn síður eiga slíkar frásagnir að leiða til þess að flóttamennirnir verði lýstir óæski- legir og bönnuð endurkoma til Is- lands (og þar með annarra Norð- urlanda) um aldur og ævi eins og gerst hefur hér nýlega. Mikilvægt er að stjórnvöld marki stefnu um viðtöku útlend- inga og er þá jafnt átt við þá sem hingað vilja flytja af því þeir leita betri efnaíegra lífskjara, enda þótt þeir sæti ekki ofsóknum heima fyrir, og þá sem koma sem flótta- menn. Stefnan þarf að vera gegn- sæ og byggjast á sanngimi og jafnrétti. Hún þarf að vera heild- stæð og taka á öllum atriðum, sem varða stöðu útlendinga hér á landi. Hún taki m.a til menntunarmála, heilsugæslu, almannatrygginga, húsnæðismála, atvinnumála, viður- kenningar á atvinnuréttindum og öflunar ríkisborgararéttar. Gerð skal grein fyrir á hvern hátt skuli tryggja að hinir aðfluttu vinni mik- ilvæg störf hjá ríki og sveitar- stjórnum, svo sem við kennslu, heilsugæslu, löggæslu, dómgæslu og almenna stjórnsýslu. Óhjá- kvæmilegt er að stjórnvöld leiti til frjálsra félagasamtaka og annarra sem láta sig málið varða um stefnumótunina og komi á sam- ræðu við þessa aðila þannig að nið- urstaðan taki mið af þeirri sam- ræðu. Síðast en ekki síst ber að hafa hugfast við stefnumótunina það sem mönnunum er sameigin- legt, en ekki það sem sundrar þeim, svo vitnað sé til nýlegra um- mæla listamannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar í viðtali í Sjónvarp- inu. Höfundur er starfandi lögmaður í Reykjavík. ijiai/iKVA Brúbhjón Ulni li(iiilliiiiiftihii Gld'dlt’ii (jj.iliiv.ild Bruflliioiid vn t iiugiii'egi 52, .*. ifi2 ■iJi-i. r Gerum Eignaskiptayfirlýsingar fyrlr fbúða- og atvinnuhúsnæöi Ath.: Fresturinn rennur út um áramótin! GtÁhnarhf Rakningsskil & Rekstranikniráðgjöf I Orðabækurnar Ensk-íslensk & íslensk-ensk vasabrot svört ......... Ensk-íslensk & íslensk-ensk gul .................... Ensk-íslensk rauð .................................. íslensk-ensk rauð .................................. Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar í gjafaöskju .... Ensk-íslensk & íslensk-ensk veltiorðabók grá 2000 útg. Ensk-íslensk & íslensk-ensk orðabók stór blá 2000 útg. Sænsk-íslensk & íslensk-sænsk gul .................. Dönsk-íslensk & íslensk-dönsk gul................... Ítölsk-íslensk & íslensk-ítölsk gul ................ Frönsk-íslensk & íslensk-frönsk gul 1996 útgáfa .... Spænsk-íslensk & íslensk-spænsk gul................. Þýsk-íslensk & íslensk-þýsk gul 1997 útgáfa......... ..........................1.590 kr. ..........................1.990 kr. ..........................2.590 kr. ..........................2.590 kr. ..........................4.990 kr. ...........kynningarverð 5.800 kr. ...........kynningarverð 6.800 kr. ..........................2.590 kr. ..........................2.590 kr. ..........................3.990 kr. ..........................2.990 kr. ..........................1.990 kr. ..........................2.990 kr. Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skóla, skrifstofur og ferðalög Fást hjá öllum bóksölum Orðabókaútgáfan ESTEE LAUDER kynnir Pure Color HaustlitagleÖi 2000 Heitir haustlitir og nýtt Pure Color Gloss Litir er minna á rauðgullið haustiaufið, plómur og vín ásamt nýju Pure Color Gloss - sannkölluð haustlitagleði fyrir varir og neglur. Mjúkir, eðlilegir litir, en þó áberandi öðruvísi og gefa færi á margskonar samsetningum. Og Pure Color Gloss setur punktinn yfir plómur og vín á vörum þér. Skartaðu haustlitunum frá Estée Lauder í ár. Sérfræðingar frá Estée Lauder verða í versluninni í dag, fimmtudag, á morgun föstudag og laugardag. Kringlunni, sími 568 9033 Moraœra blöndunartæki Moracera er ódýrari línan af einshandfangs og hitastýrðum blöndunartækjum sem fullnægja kröfum tímans um rekstrarhagkvæmni, bamaöryggi og einfalda, fallega hönnun. Þetta eru blöndunartæki fyrir kröfuharða neytendur. Mora - sænsk gæðavara Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.