Morgunblaðið - 31.08.2000, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 47
sorgar og trega ykkar allra kæru
vinir, sem sjáið á bak föður, vini og
afa.
Bænir mínar og hugur dvelja við
ykkur nú.
Þórdís R. Malmquist.
I
Sviðið er í Vogum í Mývatnssveit.
Tveir menn standa „suður við hús“
hjá refaveiðistjóra Skútustaða-
hrepps, Sigfúsi Hallgrímssyni. Þetta
eru bróðursynir hans þeir Jón og
Stefán Jónassynir, oftast nefndir
Stebbi og Nóni. Tveir reiðhestar bíða
þeirra, svo og klyfjahestur með vist-
um til vikudvalar við grenjaleit.
-Tvær haglabyssur áberandi í
farangrinum. Sigfús setur þeim
bræðrum fyrir og býst við þeim að
viku liðinni til baka. Dýrbítur hafði
valdið Vogabændum miklum skaða
þetta vor, 1938, svo mikil áhersla var
lögð á að vinna þau tvö greni, sem
álitið var, að væru heimkynni jafnvel
þeirra illvígustu refa í afréttinni, en
þar voru annálaðastir þeir „Litli-
Skakkur“ og „Stóri-Skakkur“, sem
báðir höfðu helst af völdum skot-
manna og hugsuðu manninum þegj-
andi þörfina. Síðan er lagt upp frá
Vogum um hádegisbil. Sólarhring
síðar koma þeir bræður aftur heim í
Voga, klyfjahesturinn hlaðinn yrðl-
ingapokum, öll dýrin unnin á báðum
grenjum, fjögur talsins. Sigfús geng-
ur „sunnan úr húsi“ til móts við
frændur sína og fagnar þeim mjög,
er hann heyrir fréttimar, en svo
undrandi var hann yfir þessum af-
köstum frænda sinna, að hann mátti í
fyrstu ekki mæla, þótt mælskur
væri. Yrðlingamir vom síðan aldir
upp í refabúri „út á engjum“, sem
kallað var í Vogum og höfðum við
unglingarnir þann starfa að afla
þeim fæðu.
II
Ég sem þetta rita dvaldi í Vogum í
sex sumur, 1936-1941. Mér var það
þá óskiljanlegt, að tveir menn gætu
unnið vikuverk á einum sólarhring,
en við síðari kynni við þá Stebba og
Nóna komst ég að því, að þannig
vora öll þeirra störf. Ég fullyrði, að
heldur vildi ég hafa annan þeirra í
starfí en fjóra meðalmenn. Bú þeirra
Vogabræðra, en þar var þríbýli,
þeirra Jónasar Hallgrímssonar
(1877-1945), Þórhalls Hallgrímsson-
ar (1879-1941) og Sigfúsar Hall-
grímssonar (1883-1966) vora ekki
nein stórbú, þetta 80-110 ær, 2-3 kýr
og 10-12 geitur. Lífsbaráttan var því
hörð, 23 börn þeirra bræðra vora á
lífi þau sumur, er ég dvaldi þar. En
hlunnindin vora mikil. Silungur og
andaregg vora það nýmeti, sem
drjúgt var. Reyktur silungur seldur
til KE A á Akureyri. Stebbi var nokk-
ur sumur kaupamaður hluta úr
sumri hjá séra Hermanni Hjartar-
syni á Skútustöðum (1887-1950) og
þá aðallega við heyskap úti í Mikley.
Kristján Þórhallsson, þá í Vogum, nú
í Björk, frændi Stebba var tíðum
með honum í Mikley og kunnu þeir
margar sögur af presti, er hann gekk
um eyna og mælti: „Þorsteinn minn
og Gunnlaugur minn,“ en gallinn var
bara sá, að þeir vora aðeins þrír í
eynni. Þeir sem prestur ávarpaði
voru ekki þessa heims. Sr. Hermann
var eins konar landsfaðir Mývetn-
inga, engum ráðum þótti vel ráðið,
nema leitað væri álits hans. Hann
kunni oftast þau úrræði sem dugðu,
er menn leituðu til hans með sín
vandamál. Sr. Hermann var stór-
menni, sem verður mér ávallt
ógleymanlegur.
III
Það var um nónbil, að heyskap var
lokið hjá Jónasi bónda í Vogum, síð-
ustu baggamir komnir í Fjóshlöð-
una, töðugjöld undirbúin, en nú var
frí hjá hinum níu barna hópi Jónasar
og Guðfinnu Stefánsdóttur frá Önd-
ólfsstöðum. Þrátt fyrir fullan vinnu-
dag ákveða þeir Stebbi og Nóni að
þreyta sund yfir Mývatn, frá VogUm
að Dauðanesi í landi Ytri-Neslanda.
Sigfús föðurbróðir þeirra var sá eini,
sem synt hafði þessa leið, en nú
skyldu þeir bræður leika þetta eftir,
svo hann gæti ekki einn hælt sér af
sundkunnáttu og þoli. Bræðurnir
Hallgrímur og Pétur Jónassynir
fylgdu þeim á báti ásamt okkur Har-
aldi bróður. Ekki er að orðlengja
það, að Stebba og Nóna tókst að ná
landi í Dauðanesi, en þar var stutt
viðstaða. Stungið sér þegar til sunds
aftur og áformað að synda til baka í
Voga. Stefáni tókst þetta, en Jón
kom upp í bát okkar er leiðin var
hálfnuð til baka. Stebbi var orðinn
eitthvað blár á fótum af kulda, svo við
móðir hans háttuðum hann ofan í
rúm og lögðum flöskur klæddar ull-
arsokkum við fætur hans með eins
heitu vatni og hann framast þoldi.
Jafnaði Stebbi sig von bráðar. Það
skal tekið fram að þeir bræður syntu
báðir ósmurðir.
IV
Nú skellur síðari heimsstyrjöldin á
1939 um haustið og ísland hernumið
10. maí 1940. Snemma á stríðsáran-
um ákveða þeir Stebbi og Nóni að
halda til Reykjavíkur í atvinnuleit,
því þar hafði frést af nægri vinnu, en
lítil verkefni fyrir þá í Vogum. Þá var
að leita til Jókabræðra á Strönd (Jó-
hannesarsona á Geiteyjarströnd),
því þeir vora einu menn í sveitinni,
sem áttu peninga. Þeir bera upp er-
indið og segjast þurfa farareyri til
Reykjavíkur. Siggi á Strönd, sem
hafði alla forystu á hendi fyrir þá
Jókabræður, „fór í gamla kistilinn"
og tók þar fram þá seðla, sem um var
beðið, en bætti við: „Þurfið þið ekki
meira?“ Jókar vora engum líkir,
ógleymanlegir öllum, sem þeim
kynntust. Síðan leggja þeir bræður
af stað til Húsavíkur, taka þar Esj-
una austur til Seyðisfjarðar og knýja
þar dyra hjá frænku þeirra Hólm-
fríði Jónsdóttur frá Múla (1890-
1970) og manni hennar Gesti Jó-
hannssyni verslunarfulltrúa (1889-
1970). Þannig lýsti Stebbi heimsókn-
inni til þeirra hjóna: „Við höfðum
aldrei séð heimili, sem var þessu líkt.
Þetta var svo glæsilegt og innbúið
svo framandi, að við urðum orðlaus-
ir.“ Guðfinna móðir þeirra bræðra
hafði verið þónustustúlka hjá frænd-
fólki sínu á Seyðisfirði áður en hún
giftist föður þeirra. Þeim var því
staðurinn ekki alls ókunnur. Ekki
mátti sigla Esjunni nema í björtu
vegna stríðsástandsins. Hernámslið-
ið ákvað það. En til Reykjavíkur
komust þeir bræður að lokum og
réðu sig í vinnu hjá Kristni vagna-
smið, þeim merka manni. Starfsstöð
hans var á Grettisgötu 21. Nóni réð
sig síðan til Vélsmiðjunnar Héðins,
og lauk þar námi í vélsmíði, en Stefán
var áfram hjá Kristni. Ég spurði
hann eitt sinn að því, hvi hann hefði
ekki líka farið í iðnnám, eins og Nóni
bróðir hans. „Það var af því að ég
kom alltaf á réttum tíma í vinnuna,"
var svar Stebba.
Nóni hafði komið einu sinni of
seint í vinnuna hjá Kristni og það var
regla hjá honum að segja mönnum
upp við fyrsta brot. Sveinn í Héðni
kunni aftur á móti vel að meta kosti
Nóna og þóttist þar hafa náð í af-
burða starfsmann. Leið Stebba lá
hins vegar til Mjólkursamsölunnar,
þar sem varð hans aðalstarfsvett-
vangur um ævina.
Hinn 19. júlí 1943 gengum við
Stefán Jónasson á Bláfjall í
Mývatnssveit. Við voram í sumar-
leyfi í Vogum og voram einstaklega
heppnir með veður. Reit ég grein í
Lesbók Morgunblaðsins um þennan
dag, sem birtist í 59. árg., 15. tbl.,
hinn 14. apríl 1984, bls. 2: „Dagur
sem aldrei gleymist". Við Stefán
höfðum verið ágætir vinir fram að
þessu, en er við litum suður af hinum
1222 metra háa toppi Bláfjalls suður
yfir víðáttur Ódáðahrauns, þá geng-
um við í eins konar fóstbræðralag.
Ævarandi vinátta innsigluð á fjall-
inu. Þó varð það svo, að á langri ævi
er oft langt milli funda og svo varð
einnig hjá okkur Stefáni. En fyrir
nokkram áram urðu þáttaskil í lífi
Stefáns. Hann, þessi gallaharði
framsóknarmaður, hringir í Harald
bróður minn, sem þá var fram-
kvæmdastjóri Árvakurs hf., útgáfu-
félags Morgunblaðsins, og pantar
áskrift að Mogganum. Stefán bætir
síðan við: „Segðu Leifi bróður þínum
að hafa samband við mig.“ Þessu var
komið til skila og síðan hófst nýr
þáttur í sambandi okkar Stefáns.
Tíðar heimsóknir mínar að Gull-
smára 9, þar sem ég naut hinna bestu
veitinga hjá konu Stefáns, Aðalheiði
Hannesdóttur frá Melbreið í Stíflu.
Hjónaband þeirra var fallegt, eins
gerólík og þau vora að allri gerð.
Stefán stórorður og oft ýkinn, en hún
hógværðin sjálf og ljúfmennskan og
reyndi að draga úr stóryrðum manns
síns, en við Stefán áttum mjög vel
saman, því ýkjur hafa jafnan verið
mín sterka hlið.
VI
Andlát Stefáns frá Vogum kom
mér ekki á óvart. Ég hafði talað við
Heiðu um miðjan ágúst sl. og hún
tjáð mér að nú væri heilsa hans alveg
á þrotum og hann á spítala.
En nú er Stebbi í Vogum allur.
Þessi fágæti drengskaparmaður,
sem nú heldur til Ijóssins landa,
meira að starfa Guðs um geim, þarf
engu að kvíða, því þar bíða vinir í
varpa, sem von er á gesti. Ég óska
honum heilla í nýjum störfum í fullri
vissu þess, að er hann gengur inn um
andans fögra dyr, verður við hann
sagt: „Dyggi þjónn, gakk inn til fagn-
aðar herra þíns.“
Blessuð sé minning Stefáns Jónas-
sonar. Fjölskyldu hans sendum við
hjónin okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Leifur Sveinsson.
Legsteinar
í Lundi
5ÓLSTE1NAR við Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
jc x x x i ixx miixiir
Erfisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
tírrx'r iiiiniiiiirt
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útf ararþj ónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
úlfararsljóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓRUNN ÁSGEIRSDÓTTIR,
dvalarheimílinu Höfða,
áður til heimilis á Bárugötu 17,
Akranesi,
sem lést þann 26. ágúst sl., verður jarðsungin
frá Akraneskirkju föstudaginn 1. september
kl. 14.00.
Ásgeir Samúelsson,
Guðrún F. Samúelsdóttir,
Samúel Þ. Samúelsson,
Reynir M. Samúelsson,
Sigríður K. Samúelsdóttir,
Guðmundína Þ. Samúelsdóttir,
Magnús Guðmundsson,
Óiöf G. Kristmundsdóttir,
Svanhvít E. Einarsdóttir,
Guðjón Sólmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
PÁLL FRIÐFINNSSON
byggingameistari,
síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hlíð,
Seljahlíð 13a,
Akureyri,
sem lést á FSA þriðjudaginn 22. ágúst verður
jarðsunginn frá Glerárkirkju föstudaginn
1. september kl. 14.00.
Anna Ólafsdóttir,
Björgvin L. Pálsson, Anna Eiðsdóttir,
Þór S. Pálsson,
Ólöf J. Pálsdóttir,
Tryggvi Pálsson,
Bragi V. Pálsson,
Hrefna Sigursteinsdóttir,
Jóhannes Hjálmarsson,
Aðalbjörg Jónsdóttir,
Hafdís Jóhannesdóttir,
Friðfinnur S. Pálsson, Inga Tryggvadóttir
og fjölskyldur.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
FRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Fjarðarási 9,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 1. september kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélagið Bergmál.
Sigurgeir Jóhannsson,
Jóhann Sigurgeirsson,
Sigurður Öm Sigurgeirsson, Guðmunda Bima Ásgeirsdóttir,
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Kristín Kristjánsdóttir,
Gauti Sigurgeirsson
og barnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR,
Hafrafelli,
Feílum,
sem andaðist 24. ágúst sl., verður jarðsungin
frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 1. september
kl. 14.00.
Jarðsett verður í heimagrafreit á Hafrafelli.
Brynjólfur Bergsteinsson,
Margrét Brynjólfsdóttir, Gunnar S. Björgvinsson,
Jón Rúnar Brynjólfsson,
Bergsteinn Brynjólfsson, Anna Heiða Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Hjartkær bróðir okkar, mágur og frændi,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON,
Böðvarsgötu 2,
Borgarnesi,
lést á sjúkrahúsi Akraness föstudaginn
25. ágúst.
Útför hans verður gerð frá Borgarneskirkju
laugardaginn 2. september kl. 14.00.
Jarðsett verður á ökrum.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Ólöf Guðmundsdóttir, Ólafur Egilsson,
Þórunn Bergþórsdóttir,
og systkinabörn.