Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Landsmót Votta Jehóva Morgunblaðið/Jim Smart Starfsmenn Heildverslunarinnar Hjölur og Professionails-naglaskólans. Frá vinstri: Sigríður M. Guðjohnsen, kennari í Naglaskóla Professionails, Inga Þyrí Þórðardóttir, bókhald, Inga Þyrí Kjartansdóttir forstjóri, Dag- rún Ólafsdóttir sölustjóri, Áslaug Ólafsdóttir söluráðgjafi og Hildur Pétursdóttir, kennari í naglaskólanum. Naglaskóli flytur starfsemi sína ÁRLEGT landsmót Votta Jehóva ^ verður haldið í íþróttahúsinu Digra- nesi í Kópavogi dagana 1.-3. septem- ber. Einkunnarorð mótsins eru: Ger- endur orðsins. Rætt verður hvað felist í því að fylgja Biblíunni í heimi nútímans og fjallað um ýmsa bi- bh'uspádóma sem hafa bein áhrif á mannkynið nú og í náinni framtíð. „Dagskráin leggur áherslu á það að fólk geri sjálfu sér og öðrum gott með því að fara eftir þeim lífsreglum sem lagðar eru í orði Guðs, Biblíunni. Fjallað er um það hvemig hægt sé að heimfæra meginreglur hennar á dag- legt líf og bent á hvemig hún geti ver- --Mð öraggur vegvísir í ólgusjó lífsins. Flutt verður rösklega 30 erindi ásamt umræðum, viðtölum og sýnikennslu með dæmum. Biblíuleikrit er einnig á dagskrá og nýir vottar skírast niður- dýílngarskím. Svanberg K. Jakobs- son flytur aðalræðu mótsins kl. 13.50 á sunnudag og nefnist hún „Gefum gaum að dásemdaverkum Guðs“,“ segir í frétt frá Vottum Jehóva. Búist er við að gestir verði á fimmta hund- rað hvaðanæva af landinu og er mótið opið öllum sem áhuga hafa. Dagskrá- in hefst kl. 9.30 að morgni alla dagana og kl. 14 síðdegis á fostudag og laug- ardag en kl. 13.30 á sunnudag. -------------------- Kvöldganga í Melasveit GENGIÐ verður um Leirá og Mela- sveit fimmtudagskvöldið 31. ágúst. Gangan er í umsjón Ungmennasam- bands Borgfirðinga. Lagt verður af stað frá Leirá, kl. 19.30 og gengið að Leirárlaug og nið- ur með ánni að austanverðu, skoðað listaverk í Heiðarskóla og endað við leiði Jóns Thoroddsens í Leirár- kirkjugarði. Leiðsögumaður verður Birgir Karlsson. Gangan er fyrir alla og tekur um tvo tíma. HEILDVERSLUNIN Hjölur og Professionails naglaskólinn hafa flutt starfsemi sína í eigið húsnæði að Bolholti 6, 4. hæð. Professionails naglaskólinn er al- þjóðlegur naglaskóli sem starfar í 20 löndum og útskrifar naglafræð- inga. Heildverslunin Hjölur selur einnig naglaefni frá Professionails fyrir naglastofur ásamt neytenda- vörum sem fást á u.þ.b. 40 út- sölustöðum um land allt. Einnig hefur Hjölur einkaumboð fyrir Ella Baché og Etre Belle snyrtivörur auk fjölda þekktra ilmvatnsmerkja. ATVINNUHÚS NÆÐI ^Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Neðst við Skúlatún, 2000 fm skrifstofuhúsnæði á þremur hæðum, gegnt Samvinnuferðum Landssýn. 30-40 malbikuð bílastæði. Fyrsta hæð gæti hentað sem verslunar- eða þjónustuhúsnæði. í sama húsi ertil leigu 650 fm kjallari. Góð lofthæð. Stór hluti laus nú þegar, allt húsið til afhendingar 1. október. Frábær staðsetning. 2. Austurstæti 16. 400 fm glæsileg skrifstofuhæð með síma og tölvulögnum í fyrsta flokks ástandi. Má skipta í tvo hluta, ca 250 fm og 150 fm. Laust 1. október nk. í sama húsi efsta hæð, rishæð ásamt turni, u.þ.b. 180 _»>Tm. Þarfnast lagfæringar. Laust nú þegar. Einnig 200 fm geymsluhúsnæði í kjallara. 3. Suðurhraun - Garðabæ. Vandað og fullbúið 3500 fm iðnaðar og/eða þjónustuhúnæði. Gæti hentað að hluta sem verslun. Mikil lofthæð, myndarleg starfsmanna- aðstaða og 8000 fm malbikuð lóð. Má skipta upp í 2000 fm, 1500 fm og 500 fm hluta. Laust strax. í sama húsi skrifstofuhúsnæði, gæti hentað vel fyrir hug- búnaðar - eða tölvufyrirtæki, léttan iðnað eða þ.h. Hagstæð leiga. 4. Kópavogur 230 fm vel staðsett verslunar og/eða þjónustuhúsnæði. Hentar vel sem verslun, pizzahús, sjoppa og myndbandaleiga. Stendur sér, 25 malbikuð bílastæði, u.þ.b. 3500 íbúar í nágrenninu. O.B bensínstöð á vegum Olís á staðnum. Miklir möguleikar. 5. Vesturbær 300 fm geymslu- eða lagerhúsnæði ná- lægt J.L húsnæðinu. 6. Garðatorg - Garðabæ. 500 fm húsnæði. Góð loft- hæð, engar súlur, hentar vel sem skrifstofur, hugbúnað- ar- eða tölvufyrirtæki, auglýsingastofa, arkitekta og verk- fræðingastofa. Næg bílastæði, hagstæð leiga. Hafdu samband ef þig vantar atvinnuhúsnædi Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf., símar 562 3585 og 892 0160. Auglýsing um úthlutun styrkja Frímerkja- og póstsögusjóður var stofnaður % með reglum nr. 449, 29. október 1986. Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknirá sviði frímerkjafræða og póst- sögu og hvers konar kynningar- og fræðslu- starfsemi til örvunar á frímerkjasöfnun svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Eins skal sjóðurinn styrkja sýningar og minjasöfn sem tengjast frímerkjum og póstsögu. Styrki má veita félagasamtökum, einstakling- um og stofnunum. Næsta úthlutun styrkja fer fram á degi frímerkisins, 9. október 2000. Um- sóknir um styrki skal senda til stjórnar sjóðsins, b.t. Halldórs S. Kristjánssonar, samgönguráðu- neytinu, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík. Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk. Umsóknarfrestur ertil 18. september 2000. Reykjavík, 18. ágúst 2000. Stjórn Frímerkja- og póstsögusjóðs. TILKYNNINQAR ||l| BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR 8 H 8 BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 663 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Breyting á deiliskipulagi í Reykjavík Háskóli íslands - austursvæði Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 1. ágúst 2000 breytingu á deiliskipulagi á austursvæði Háskóla íslands. Gerð er ný afmörkun fyrir reit H og byggingarreitur hans breyttur. Gert er ráð fyrir 10.000 m2 byggingu á þremur hæðum. Tillagan var auglýst þann 26. apríl og 3. maí 2000 og stóð kynningin til 31. maí. Athugasemdafrestur var til 14. júní 2000 og bárust tvær athugasemdir við tillöguna. Fallist var að hluta til á athugasemdirnar og hús lækkað um 0,5 m miðað við kynnta tillögu. Þeim aðilum sem athugasemdir gerðu hefur verið send afgreiðsla borgar- ráðs. Skipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar og hlýtur gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Borgarskipulags Reykjavíkur. ________________________________________ FUIMDIR/ MAIMIMFAGIMADUR Hlutabréfasjóður Vesturlands hf. Aðalfundur verður haldinn á í húsnæði Sparisjóðs Mýra- sýslu 8. september 2000, kl. 16.00. Daaskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Staðfesting ársreiknings rekstrarársins 1999-2000. 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar. 4. Tillaga um heimild handa stjórn Hluta- bréfasjóðs Vesturlands hf. um kaup á eigin bréfum félagsins. 5. Kosning stjórnar félagsins. 6. Kosning endurskoðenda félagsins. 7. Ákvörðun um laun stjórnarmanna 8. Önnur mál. Borgarnes, 29. ágúst 2000 Stjórn Hiutabréfasjóðs Vesturlands hf. Hlutabréfasjóður Vesturlands hf. Borgarbraut 14,310 Borgarnes, sími 430 7500, fax 430 7501 PJÓNUSTA Ódýrara HE GUANG, tatto meistarl og snyrtifr. og fljótlegra tattoo Einn færasti tattoo meistari Kína í varanlegri förðun (tattoo) á augnabrúnum, augnlínum, varalínum og myndum verður gestur okkar um tíma. Upplýsingar og tímapantanir: Snyrtimiðstöðin Lancöme, Kringlan 7, Húsi verslunarinnar, sími 588 1990. KEIMiMSLA FLUGSKÓUNN 'LUGSÝN Sími 561 0107 heldur bóklegt einkaflugmannsnámskeið Námskeiðiö byrjar 5. september og kennt er 4 kvöld í viku. Næstu námskeið byrja 7. nóvember, 9. janúar 2001 og 6. mars 2001. I 7 TIL SÖLU Hársnyrtistofa/innrétting Vegna breytinga ertil sölu vinnuborð og spegl- ar, tveggja til sex eininga. Einföld í útlitsbreyt- ingu, flutningi og uppsetningu. Upplýsingará Hársnyrtistofunni Laugarvegi 178, sími 552 0305. FÉLAGSLÍF Haustið er heillandi ferða- tími: 1. Jeppadeildarferð 1.—3. sept. Öldufellsleið — Fjallabak. 2. Haustlita- og grillferð ( Bása 15.—17. sept. 3. Hraðganga um Laugaveginn 14.—17. sept. Trússferð (nýtt) sem endar í grjllveislunni. Vinsælar ferðir sem vissara er að panta í strax. Sunnudagsferðir 3. sept. kl. 09.00 1. Hlöðufell. Fjallasyrpa 8. fjall. 2. Brúarárskörð. Heimasíða: utivist.is kvöld fimmtud. kl. 20.30. Almenn samkoma í umsjón Evu Nordsten frá Svíþjód og kafteins Mirjam Óskars- dóttur. Verið velkomin. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Þjóðlendumörk f Gnúpverja- hreppi 2.-3. september. Gengið umhverfis Búrfell, að Háafossi, um Gjána og víðar. Fararstjórn í höndum heima- manna, gist að Hólaskógi. Kvöldverður, kvöldvaka. Gagnheiðarvegur — Hval- vatn, frá Þingvöllum í Hval- fjörð 3. sept. kl. 10.30. Ovissuferð 8. —10. sept. Hvert verður farið? www.fi.is. textavarp RUV bls 619.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.