Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Áformin um nýtt eldflaugavarnakerfí Bandaríkjamanna Bullandi ágreiningur milli ráðuneyta í Washington Tuttugu og fjórir slasast í París París. AP. TUTTUGU og fjórír slösuðust þegar neðanjarðarlestarvagn fór út af sporinu í París um há- degisbil í gær. Slökkviliðsmenn sem komu á vettvang sögðu að enginn hefði slasast alvarlega, en útvarpsstöðin Franco Info sagði lestarstjórann hafa slas- ast illa. Um 170 slökkviliðsmenn komu á vettvang við Notre- Dame-de-Lorette-stöðina við rætur Montmartre-hæðarinnar í norðurhluta borgarinnar. Slysið varð klukkan 13.22 að staðartíma, eða klukkan 11.22 að íslenskum tíma. Alain Caire, yfirmaður tæknimála hjá sam- gönguráði borgarinnar, sagði að rannsókn á orsökum slyssins væri hafin, en ekki virtist sem of mikill hraði hefði leitt til þess. Fremsti vagn lestarinnar hefði farið út af sporinu og ver- ið gæti að einhver hlutur hefði verið á teinunum. ÁGREININGUR milli utanríkis- og varnarmálaráðuneyta Bandaríkj- anna hefur ágerzt mjög að undan- fömu um það hve langt hægt sé að ganga í átt að því að hrinda í fram- kvæmd umdeildum áformum um uppsetningu nýs eldflaugavarna- kerfis áður en bandarísk stjórnvöld verða að tilkynna Rússum formlega að þau brytu viljandi í bága við viss ákvæði ABM-gagneldflaugasamn- ingsins frá 1972, einnar helztu stoðar afvopnunarsamninga kalda stríðsins. Að sögn The New York Times em tafir þær sem orðnar era á því að William Cohen varnarmálaráðherra skili Bill Clinton forseta boðaðri skýrslu með ráðgjöf um hvernig ganga skuli fram í málinu aðallega að rekja til ágreinings milli þeirra em- bættismanna í utanríkis- og vamar- málaráðuneyti sem hafa með undir- búning eldflaugavarnakerfisins að gera. Kjarni ágreiningsins er hvar í undirbúningsferli eldflaugavarna- kerfisins, sem meðal annars felur í sér uppsetningu háþróaðra radar- stöðva, sé svo komið að framkvæmd- in sé farin að rekast á við ákvæði ABM-gagneldflaugasáttmálans. Rússar hafa ítrekað hafnað hvers kyns breytingum á sáttmálanum svo að uppsetning radarstöðvanna teld- ist ekki brjóta í bága við hann. Ráða- menn í Moskvu óttast að láti þeir undan þessari ósk Bandaríkjamanna myndi það grafa undan áhrifamætti þeirra eigin gamla kjarnorkuvopna- kerfis. Þrjár mismunandi túlkanir New York Times hefur það eftir embættismönnum beggja banda- rísku ráðuneytanna, að Cohen hafi farið með rangt mál þegar hann full- yrti fyrir hermálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings í síðasta mánuði, að lögfræðingar ríkisstjórn- arinnar hefðu náð samkomulagi um túlkun málsins og hvernig forsetan- um yrði ráðlagt að haga ákvörðunum sínum hvað það varðar. Sagði Cohen að menn væra sammála um að vinna við uppsetningu radarstöðvar í Al- aska gæti haldið áfram til ársins 2002 áður en til þess kæmi að fram- kvæmdin stangaðist á við ákvæði ABM-sáttmálans. Þessi túlkun mun, að sögn New York Times, aðeins vera ein af þrem- ur sem lögfræðingar ráðuneytanna hafa sett fram. Og háttsettir menn í utanríkisráðuneytinu og þjóðarör- yggisráðinu era sagðir í hæsta máta ósammála þessari túlkun sem Cohen bar á torg fyrir þingnefndina. Telja þeir óhjákvæmilegt annað en að hún yrði túlkuð sem yfirgangur af hálfu Bandaríkjamanna sem bæði Rússar og bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu myndu taka óstinnt upp. Fyrr í sumar hafði verið fullyrt, að Clinton myndi taka ákvörðun um uppsetningu eldflaugavarnakerfisins fyrir haustið og að kerfið ætti að vera komið upp að fullu árið 2005. Nú er hins vegar ekki útlit fyrir annað en að þessi ákvörðun verði eftirlátin eft- irmanni hans í embætti sem kjörinn verður í nóvember. Misheppnaðar tUraunir með framgerð gagneld- flaugakerfisins og tafir á smíði hent- ugs eldflaugarhreyfíls sem knýja á gagneldflaugamar hafa enn fremur ýtt ártalinu þegar kerfið á að geta verið komið upp aftur til 2006 eða 2007. Áætlaður kostnaður við uppsetn- ingu kerfisins er um 60 milljarðar Bandaríkjadala, andvirði um 4.800 milljarða króna. Það er aðeins brot af því sem hin svokallaða „stjömu- stríðsáætlun" Reagan-stjórnarinnar á sínum tíma átti að kosta. Svíar sendir heim frá Kúbu I blóma austursins GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, gægist hér á milli gróskumikilla sólblóma í landbún- aðarþorpinu Lenzen í austur-þýzka héraðinu Brandenburg í gær. Schröder er nú að Ijúka tíu daga ÞRÍR ungir menn, sem með spörk- um og barsmíðum urðu valdir að bana heimilisföður frá Mósambík í austurþýzka bænum Dessau, voru í gær dæmdir í þunga fangelsis- dóma. Þegar fréttin barst af manndrápinu fyrr í sumar olli hún mikilli reiðibylgju í Þýzkalandi og styrkti mjög kröfuna um að hart skyldi tekið á ofbeldisverkum nýnazista í landinu. Hinn 24 ára gamli Enrico Hilp- recht fékk lífstíðardóm og tvær 16 ára gamlar skallabullur voru opinberu ferðalagi sínu um sam- bandslöndin í austanverðu landinu, en með því vill kanzlarinn sýna í verki hve annt sér sé um upp- byggingarstarfið á fýrrverandi yf- irráðasvæði austur-þýzku kommún dæmdar til níu ára fangelsisvistar fyrir morð á Alberto Adriano sem flutti til Þýzkalands frá Mósambík fyrir 12 árum og skilur eftir sig þýzka eiginkonu og þrjú börn. Við réttarhaldið fyrir héraðs- dómstól í Halle í austurþýzka sambandslandinu Sachsen-Ánhalt kom fram, að aðfaranótt 11. júní sl. hefðu þremenningarnir, sem voru ölvaðir, barið og sparkað í Adriano unz hann var orðinn meðvitundar- laus og skilið þannig við hann í al- menningsgarði í Dessau. istastjórnarinnar, þar sem at- vinnuleysi er enn mikið - tíu árum eftir sameiningu landsins - og þjóð- félagsleg vandamál á borð við of- beldi gegn innflytjendum eru áber- andi. Sakborningarnir viðurkenndu að ástæðan fyrir gerðum þeirra væri útlendingahatur en neituðu því að ætlun þeirra hefði verið að bana manninum. Dómarinn sagði þá hafa sýnt með hegðun sinni að þeim stæði á sama hvort fórnar- lamb þeirra dæi eða ekki. Ekki „þýzkt vandamál“ Gerhard Schröder kanzlari lét svo ummælt um dómana, að þeir væru „viðeigandi refsing fyrir skelfilegan glæp.“ Sagði hann Havana. AP. ÞREMUR sænskum blaðamönnum, sem handteknir vora fyrii- að starfa án atvinnuleyfis á Kúbu, verður í dag vísað þar úr landi, að því er Svenska Dagbladet greindi frá. Blaðamennirnir vora settir í varð- hald í Havana, höfuðborg Kúbu, á þriðjudag og sakaðir um að hafa unnið að blaðaskrifum þó þeir hefðu eingöngu leyfi til að dvelja sem ferðamenn á eyjunni. Að sögn sænska utanríkisráðuneytisins starfa, eða störfuðu, blaðamennirnir Peter Götell, Birger Thureson og Helena Söderqvist á dagblöðunum Nya Dagen, Sundsvalls Tidning og Arvika Nyheter. Brot á innflytjendalöggjöf Ferðina fóra þau hins vegar á veg- um SILK samtakanna (Swedish Int- emational Liberal Center) sem kost- uðu einnig dvölina en samtökin era í tengslum við sænska Þjóðar- flokkinn. „Okkur hafa borist þær fregnir að þau hafi brotið innflytjendalöggjöf Kúbu,“ sagði Asa Arvidson, talsmað- ur ráðuneytisins. Lög á Kúbu, líkt og í sumum öðram ríkjum, kveða á um að fréttamenn verði að sækja um sérstakt leyfi til að flytja fréttir frá landinu. „Þau höfðu staðið að ein- hverjum skrifum - tilgangur ferðar þeirra var ekki bara sá að ferðast," sagði Arvidson og kvað kúbversk yf- irvöld ekki hafa skýrt sænskum stjórnvöldum frá ástæðu varðhalds- ins. dómsniðurstöðuna sýna, að stjórn- völd, lögregla og dómskerfi lands- ins hafi „mótað ný mörk sem eng- inn ætti að stíga yfir“. „Þetta gerir almenningsálitinu bæði í Þýzka- landi og umheiminum Ijóst hvernig við ætlum að taka á þessu vanda- máli,“ sagði Schröder. „Við sting- um þeim sem gera sig seka um of- beldi og kynþáttahatur bak við lás og slá.“ Tók hann fram, að ofbeld- isverk nýnazista væru „vandamál í Þýzkalandi," ekki „þýzkt vanda- mál.“ Flestir fjölmiðlar á Kúbu starfa á vegum ríkisins og hafa sjálfstætt starfandi fréttamenn þar stundum kvartað undan áreitni yfirvalda. Gulf Air-slysið Hraði hugsan- leg orsök Manama f Barein. Reuters. EMBÆTTISMAÐUR í Barein í Persaflóa sagði í gær að óvenju mikill hraði í lendingu kunni að hafa átt þátt í að Air- bus A320-þota flugfélagsins Gulf Air fórst í síðustu viku og með henni 143. Era þetta bráðabirgðaniður- stöður úr rannsókn bandaríska samgönguöryggisráðsins, NTSB, á orsökum slyssins. Embættismaðurinn sagði að upplýsingar úr flugrita þotunn- ar, sem var sendur til Banda- ríkjanna til rannsóknar, sýni að síðasta hraðamæling fyrir slys- ið sýni 270 hnúta, sem sé „óeðli- lega hratt í lendingu," að sögn embættismannsins. Um það bil eina sjómílu frá brautarenda hafi flugvélin sveigt til vinstri og hætt við flugtak. Flugstjórinn hefði tek- ið sjálfstýringu úr sambandi í aðfluginu „en það er eðlilegt.“ Embættismaðurinn var spurður hvort þessi hraði benti til þess að mistök flugmanna hefðu valdið slysinu, en hann sagði of snemmt að geta sér til um slíkt. Fulltrúi NTSB sagði að engar vísbendingar hefðu komið fram um vélarbilun. Flugfélagið hefur greint frá því að áhöfn vélarinnar hafi hætt við lendingu einu sinni og flogið hring og gert aðra tilraun til að lenda. Ekkert hafi heyrst frá áhöfninni um vandkvæði eða bilun. Dómar felldir yfír nýnazistum sem börðu innflytjanda til dauða Forsprakkinn í lífstíðarfangelsi Halle. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.