Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 31. ÁGIJST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Snillingar á djasshátíð
DJASS
Geislapiötur
TRÍÓ ARNE FORCH-
HAMMERS: ASSIMIL-
IATI0N/TRI02
Arne Forchhammer píanó, Birgit
Lokke Larsen slagverk og Hugo
Rasmussen bassa. Hljóðritað í
Kaupmannahöfn í desember 1999.
Utgefið af Music Mecca 2000
/Tólftónar
ARNE Forchhammer var í hópi
helstu djasspíanista Dana um 1960
og hljóðritaði þá fræga breiðskífu
með Erik Moseholm og Jörn Elniff.
Hann hætti að leika í áratug og
fékkst mest við teikningar og ritun
sjónvarpsleikrita. Nú er hann kom-
inn á fullt aftur og nýr diskur með
tríói hans, Assimiliation, kom út í júlí.
Tríóið mun leika á Jazzhátíð Reykja-
víkur mánudaginn 4. september, en í
stað hins gamla refs Hugo Rasmus-
sen, sem leikur á diskinum, verður
helsta ungstirni í dönskum djass-
bassaleik, Jesper Bodilsen, með í för.
Sem betur fer verður Birgit Lokke
Larsen sem fyrr á slagverkinu, en að
Marlyn Mazur einni undanskildri er
hún fremsti slagverksleikari í nor-
rænum djassi um þessar mundir.
Merkilegt hve konurnar hertaka
slagverkið meðan karlamir halda
sínu við trommusettið.
Ame var ungur í fremstu sveit
danskra djassleikara og hafði
snemma spumir af Bill Evans. Þess
gætir enn í píanóleik hans en hann
hefur ekki staðnað, heldur bætt við
sig og greinilega hlustað vel á Keith
Jarrett og Michael Petrucciani. Jari'-
ettistamir skipta hundruðum þús-
unda, en það eru ekki eins margii-
sem hafa fangað hina mögnuðu tón-
hugsun franska djassmeistarans
Petraccianis.
Kannski á klassísk menntun Arne
ekki síðri þátt en Evans og Jarrett í
impressjónískum þankagangi hans,
sem hvað greinilegastur er í hinum
undurfögra lögum er hann semur í
strandhýsi sínu við Vejlefjörð, svo
sem Fjordblink og Thuja.
Við annan tón kveður er hann og
Birgit sleppa fram af sér beislinuog
Arne gengur módernismanum á
hönd. Kröftugast þeirra verka er
Tangomania - sem að sjálfsögðu er
tangó. Skífunni lýkur svo á útsetn-
ingu Arnes í stfl Bill Evans á klassík
George Gershwins. I Cant Get
Finished kallar Arne ópusinn endur-
hljómgerðan.
TRÍÓ TÖYKEAT: SISU
Iiro Rantala píanó, Eerik Siikasaari
bassa og Rami Eskelinen trommur.
Gestir eru fiðluleikararnir Jaakko
Kuusisto og Pekka Kuusisto. Hljóð-
ritað í Helsinki 1997. Polygram.
Dreifing: Skífan.
Finnar hafa löngum átt slynga
djassleikara og hafa ýmsir þeirra
sótt okkur heim. í þein-a hópi er
píanistinn ungi Lenni-Kalli Taipale.
Lenni-Kalli vakti óskipta athygli fyr-
ir glæsilegan píanóleik er hann lék
hér 1998, og var leikur hans í stjörnu-
merki Michell Camilo hins dóminík-
anska. Lenni-Kalli töfraði alla við-
stadda upp úr skónum og héldum við
íslenskir að slíkur píanisti hefði ekki
komið fram í finnskum djassi síðan
Seppo Kantonen. Svo heyrði maður í
Trio Töykeát og hinum ótrúlega
píanista þess, Iiro Rantala.
Rantala er óefað einn fremsti
jazzpíanisti Evrópu um þessar
mundir og skífur tríósins hafa náð á
vinsældalista í Finnlandi. Sú nýjasta,
Sisu, hefur veríð í 12. sæti, og hærra
hefur engin finnsk jazzskífa náð. Með
Rantala leika í tríóinu Eerik Siika-
sari, sem hér lék með Jukka Linkola
á Norrænum útvarpsdjassdögum
Til leigu atvinnuhúsnæði
1. Neðst við Skúlatún, 2000 fm skrifstofuhúsnæði á þremur
hæðum, gegnt Samvinnuferðum Landssýn. 30-40 mal-
bikuð bílastæði. Fyrsta hæð gæti hentað sem verslunar-
eða þjónustuhúsnæði. í sama húsi er til leigu 650 fm kjall-
ari. Góð lofthæð. Stór hluti laus nú þegar, allt húsið til
afhendingar 1. október.
Frábær staðsetning.
2. Austurstæti 16. 400 fm glæsileg skrifstofuhæð með síma
og tölvulögnum í fyrsta flokks ástandi. Má skipta í tvo
hluta, ca 250 fm og 150 fm. Laust 1. október nk. í sama
húsi efsta hæð, rishæð ásamt turni, u.þ.b. 180 fm. Þarfn-
ast lagfæringar. Laust nú þegar.
Einnig 200 fm geymsluhúsnæði í kjallara.
3. Suðurhraun - Garðabæ. Vandað og fullbúið 3500 fm
iðnaðar og/eða þjónustuhúnæði. Gæti hentað að hluta
sem verslun. Mikil lofthæð, myndarleg starfsmannaað-
staða og 8000 fm malbikuð lóð. Má skipta upp í 2000
fm, 1500 fm og 500 fm hluta. Laust strax.
í sama húsi skrifstofuhúsnæði, gæti hentað vel fyrir hug-
búnaðar - eða tölvufyrirtæki, léttan iðnað eða þ.h.
Hagstæð leiga.
4. Kópavogur. 230 fm vel staðsett verslunar og/eða þjón-
ustuhúsnæði. Hentar vel sem verslun, pizzahús, söluturn
og myndbandaleiga. Stendur sér, 25 malbikuð bílastæði,
u.þ.b. 3500 íbúar í nágrenninu. O.B bensínstöð á vegum
Olís á staðnum. Miklir möguleikar.
5. Vesturbær. 300 fm geymslu- eða lagerhúsnæði nálægt
J.L húsnæðinu.
6. Garðatorg - Garðabæ 500 fm húsnæði. Góð lofthæð,
engar súlur, hentar vel sem skrifstofuhúsnæði, hugbúnað-
ar- eða tölvufyrirtæki, auglýsingastofa, arkitekta og verk-
fræðingastofa. Næg bílastæði, hagstæð leiga.
Hafðu samband ef þig vantar atvinnuhúsnæði
Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf.,
símar 562 3585 og 892 0160.
1990, og fóstbróðir Rantala, tromm-
arinn Rami Eskelinen. Tríóið hefur
leikið saman í tólf ár og ferðast um
veröld alla.
Sisu er ótrúlegur diskur. Keith
Jarrett eða Kenny Kirkland áhrifin,
sem tröllríða flestum djasspíanistum,
era vart merkjanleg, þótt öll tónlistin
sé í stjömumerki djassins. Djass
þeirra er finnskur fyrst og fremst og
stflbrigðin mörg: Geggjaður blús og
búggi, tangóar, valsar og samba.
Rantala slær píanóið eins og sleggjan
harðfisk og væntanlega þarf píanó-
stillari að vera á staðnum í hléi leiki
hann upphafslögin á Sisu diskinum í
upphafi tónleika. Karate er magn-
þranginn hörkusvíngari og Another
Ragtime meiri búggi en rag. Fiðlarar
tveir era með tríóinu í nokkrum lög-
um á diskinum og fiðla m.a. Sibelius:
En etsi valtaa, Loistoa. Sá ópus hefur
kannski átt mikinn þátt í vinsældum
disksins og opnað leið fyrir tríóið að
finnskum hjörtum. Margt eigum við
sammerkt Finnum og ég er sann-
færður um að íslensk hjörtu munu slá
heitar og hraðar er þau nema tónlist
Trio Töykeát. Þar rís norrænn djass
svo sannarlega undir nafni.
THE CHRIS POTTER
KVARTETTINN:
VERTIGO
Chris Potter tenór- og sópran-
saxófón, bassaklarinett og pianó,
Kurt Rosenwinkle gítar, Scott
CoIIey bassa og Billy Drummond
trommur. Gestur: Joe Lovano ten-
órsaxófón. Hljóðritað í New York
1998. títgáfa: Concord.
Dreifing: Japis.
Chris Potte er gulldrengur djass-
ins. Handhafi Jazz Paar verðlaun-
anna dönsku, sem stundum era köll-
uð Óskarsverðlaun djassins og menn
á borð við Lee Konits og Dave Muit-
ay hafa hlotið, kjörinn besti ungi
sópran- og tenórsaxófónisti ársins í
gagnrýnendakosningum bandaríska
djasstímaritsins down beat og blásari
í bestu litlu hljómsveit djassins, að
mati sömu gagmýnenda, kvintetti
breska bassaleikai-ans Dave Hol-
lands, sem mun leika á lokatónleikum
Jazzhátíðar Reykjavíkur þann 10.
september nk.
Vertigo er frábær skífa. Hún
markar ekki tímamót frekar en aðrar
skífur hinna fremstu ungdjassista
okkar tíma. Það er eins og byltingin
láti á sér standa í alltumstreymandi
áhrifaflæði nútímans. Það sem þú
blæst í New York í dag er blásið í
Tókýó á morgun og tónaleyndamál
þrengstu fjarða og dýpstu dala era
komin á öldur ljósvakans áður en
hendi er veifað.
Chris Potter er skilgetið afsprengi
Coltraneismans, en hefur samt þróað
persónulegan stfl án þess að fara út
fyrir ramma hefðarinnar. A Vertigo
fær hann saxófóntröllið Joe Lovano
til liðs við sig í þremur ópusum. Lov-
ano er líka af Coltraneskólanum, en
mattari tónn hans og ólík tónhugsun
vekur glæstar andstæður í saxó-
fónsamspili þeirra. Modeen’s Modd,
sem er tileinkað trommaranum Paul
Motián, er bæði Porter og Lovano
hafa leikið með, er sérlega skemmti-
legur ópus saminn í Ornette Colem-
anískum stfl með skvettu af Monk.
Potter segir hann í anda þess sem
Motian gæti samið og það er yndis-
lega frjáls blær yfir spunanum, sem
lyftir leik þeirra félaga í nýar hæðir.
Upphafsverkið Shiva er indverskar
ættar, en ber samt spænskan keim
og Hamlet ópusinn: „Að vera eða
vera ekki, það er spurningin" - þriðji
þáttui' sena 1 - er jafn gjörólíkur
túlkun Ellingtons á þessari einræðu
og hugsast getur - samt ber laglína
Potters öll merki hins Ellingtoníska
ballöðuritháttar. Svo er óhemju gam-
an að hlusta á Potter og Lovano fara
á kostum í nýparkerisma í This will
be, og það er í anda hefðarinnar að
byggja á gömlum standard, í þessu
tilfelli My Shining Hour.
Kurt Rosenwinkle gítaristi á
margan góðan sólóinn á þessum diski
og muna hann margir eftir að Hilmai-
Jensson hélt tónleika með tónlist
hans á Jazzhátíð Garðabæjar í fyrra-
sumar. Scott Colley bassaleikari og
Billy Drammond trommari eru sem
hugur Potters og verður til meira
ætlast af hrynleikuranum.
Betri diskur er vart á markaði nú
fyrir þá djassunnendur sem vflja eitt-
hvað nýtt án þess að kasta hinu
gamla fyrir róða.
Vernharður Linnet
Einu
sinni
var...
MYVDLIST
Lísthúsið Fold
KÚPT MÁLVERK
LÍNA RUT WILBERG
Opið mánud-föstud frá 10-18.
Laugardaga 10-14. Lokað sunnu-
daga. Til 2. september. Aðgangur
ókeypis.
SERKENNILEGUM myndum
hefur verið komið fyi'ir í aflöngu inn-
skoti listhússins Fold. Um er að
ræða fyrstu og næstum því alvöru-
sýningu Línu Rutar Wilberg, sem
lauk námi úr málunardeild MHÍ
1994. Sýningin var sett upp þegjandi
og hljóðalaust, þótt trúlega hafi ætt-
ingja- og vinahópurinn fjölmennt
þegar hún var komin upp á degi
menningamætur. Þá er sýningar-
skrá ábótavant í ljósi þess að hér er á
ferð kynning og framraun, þannig að
grundvöllur til umfjöllunar telst á
mörkunum. Um er að ræða sýningu
hæfileikaríkrar listakonu sem fer um
sumt ótroðnar slóðir, í öllu falli virka
þessi kúptu og bólstraðu málverk
nýstárleg hér á útskerinu, þótt þessi
leikur með rúmtak, útvíkkun hins
tvívíða flatar, hafi verið iðkaður í
margii mynd um aldaraðir. Ekki
laust við að menn hafi áður tekið eft-
ir svipuðum verkum listakonunnar á
veggjum listhússins, sem skára sig
úr öðram skiliríum í kring fyrir
hreint og líflegt skreytigildi. Þessar
myndir frásagnarlegs yfirbragðs og
bernska opinskáa virka um margt
sem lýsingar í ævintýrabók, og væru
meira en fullgildai- sem slíkar, leiða
um sumt hugann til hins nafnkennda
Dana Björn Wiinblad án þess að
Lína Rut sæki sýnileg áhrif í smiðju
hans. Astæðu hins stásslega yfir-
borðs má frekar rekja til þess að
listakonan stundaði nám í listförðun í
París á sínum tíma og hefur verið
Með látlausum leik
TOVLIST
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Ingibjörg Guðjónsdóttir og Val-
gerður Andrésdóttir fluttu
söngva eftir Haydn, Bellini, Ross-
ini, Richard Strauss og Gunnar
Reyni Sveinsson. Þriðjudagurinn
29. ágúst, 2000.
SÍÐUSTU sumartónleikar
tólfta starfsárs í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar vora haldnir sl.
þriðjudag. Komu þar fram Ingi-
björg Guðjónsdóttir sópransöng-
kona og Valgerður Andrésdóttir
píanóleikari og fluttu söngva eftir
austurríska, ítalska, þýska og ís-
lenska tónhöfunda. Tvö fyrstu lög-
in era eftir Joseph Haydn, A Past-
oral Song og The Mermaid’s Song.
Þessir söngvar teljast til hinna svo-
nefndu ensku sönglaga Haydns og
era úr safni sex kansónetta, sem
allar eru samdar við kvæði eftir
Anne Hunter. „Ensku lögin" þykja
um margt betur gerð en „þýsku
lögin“, sérstaklega hvað varðar
tónferli sönglínunnar en þó sér-
staklega hversu undirleikurinn er
viðhafnarmeiri en í eldri söngvum
meistarans. Þessi skemmtilegu lög
söng Ingibjörg mjög vel en einnig
var píanóleikur Valgerðar sérlega
skýr og fallega mótaður.
Léttleikinn var áfram ráðandi í
tveimur „salonsöngvum11 eftir
Vincenzo Bellini (1801-1835), arí-
ettum við texta eftir Pietro Met-
astasio (Samkv. Grove), Per pieta,
bell’idol mio og Almen se non poss-
’io, en Bellini var einmitt frægur
fyrir fallegar tónlínur og eftir sinn
dag kallaður „Chopin ítölsku óper-
unnar“. Hann mun hafa látist 34
ára, mjög líklega vegna læknamist-
aka, var haldið í einangran því að
læknar töldu hann vera með kól-
era. Þessar aríettur era sérlega
fögur tónverk og í þeirri síðari lék
Bellini sér með skemmtilega gerð-
ar kadensur, sem Ingibjörg söng
með léttleika og af yndisþokka.
Kvöldtónleikar (Les soirées
musicales, París 1835) er safn tólf
söngva eftir Rossini og var sá
fyrsti, La promessa og nr. 5,
L’invito, sungnir að þessu sinni.
Þessi fallegu ástarljóð voru sérlega
vel sungin og náði Ingibjörg að
laða fram elskulegheit og nettleika
þeirra á einkar fallegan máta. Það
sama má segja um þrjá Ijóða-
söngva eftir Richard Strauss, Zu-
eignung, Allerseelen og Stan-
dchen, sem allir era meðal
frægustu söngverka meistarans og
undrafögur tónverk, að þau voru
flutt af látlausum innileik og það
sem helst væri til umhugsunar að
það vantaði meiri rómantíska ást-
ríðu, bæði í sönginn og sérstaklega
píanóleikinn sem samt var mjög
fallega útfærður.
Tónleikunum lauk með fjóram
söngvum eftir Gunnar Reyni
Sveinsson sem hann safnaði sér-
staklega undir heitinu Söngbók
Garðars Hólm, við ljóð eftir Hall-
dór Laxness. Þessi frábæra lög,
Dans, Barnagæla frá Nýja íslandi,
Stríðið og Um hina heittelskuðu,
vora í heild sérlega vel flutt, með
einstaklega skýrum framburði og
hógværri leikrænni túlkun hjá
Ingibjörgu, sérstaklega var Stríðið
og Um hina heittelskuðu skemmti-
lega flutt og þar átti .píanistinn
einnig góða spretti. Þessir
skemmtilegu söngvar Gunnars
hafa ekki verið fluttir lengi og því
kominn tími til að rifja þá upp, en
hin leikræna túlkun er sérlega
mikilvæg og þola þessi lög nokkuð
ýkta túlkun því að tónbygging
þeirra er hreint „ieikhús".
Ingibjörg Guðjónsdóttir er góð
söngkona og flutti hún þessi elsku-
legu tónverk af innilegu látleysi.
Valgerður Andrésdóttir hefur ekki
í annan tíma leikið betur, sérstak-
lega í lögum Haydns og Gunnars
Reynis og einnig í Lieder-lögunum
eftir Strauss, sér í lagi í hinu
vandasama Stándchen sem var
leikandi létt, þótt annai’s hefði
mátt gefa ljóðalögum Strauss
meiri rómantíska ástríðu, bæði af
hálfu söngvara og píanista. Allt um
það voru þessir tónleikar einstak-
lega ljúfir og framfærðir af látlaus-
um innileik.
Jón Ásgeirsson