Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 67 -r FÓLKí FRÉTTUM Skemmtilega frek krútt Einleikurinn Stormur og Ormur fjallar um mann sem hittir ánamaðk sem vill vera vin- ur hans. Manninum líst auðvitað ekkert á það. Þó maður sé einmana leggur maður ekki lið sitt við hvern sem er... eða hvað? I DAG kl. 17 verður frumsýndur ein- leikurinn Stormur og Ormur í Kaffi- | leikhúsinu. Þetta er bamaleikrit, Íbyggt á sögu með myndum eftir Barbro Lindgren og Ceceliu Torudd, og er annar einleikurinn í einleikja- röðinni „í öðrum heimi“ sem Kaffi- leikhúsið stendur fyrir á þessu ári. Leikgerðin er eftir Þjóðverjann Thomas Ahrens og naut hún mikilla vinsælda í Þýskalandi og ferðaðist í sex ár um allt Þýskaland, til Banda- ríkjanna, Indlands ogPakistan. Vináttan er kjaminn ÍÞað er leikkonan Halla Margrét Jóhannesdóttir sem leikur Storm og Orm í uppsetningu Kaffileikhússins og leikstjóri er einmitt fyrmefndur Thomas. Halla Margrét útski'ifaðist árið 1994 frá Leiklistarskóla íslands og hefur síðan leikið bæði norðan heiða og sunnan og fengist við allmikið af leiksýningum fyrir böm, auk þess að tala inn á bamaefni og lesa fyrir böm íútvarp. „Vináttan er kjaminn í Stormi og Oimi,“ útskýrir Halla Margrét. „Leikritið er um mann sem heitir Stormur, sem lifir mjög reglusömu lífi, þar sem lítið óvænt gerist. Þennan dag sem við sjáum leikritið á hann frí í vinnunni, sem er erfitt fyrir hann því hann vantar regluna. Hann fer út að ganga og hittir orm sem leitar ásjár hjá honum og Stormur hjálpar hon- um. Við það tekst með þeim vinskap- ur og þessi ormur breytir miklu í lífi Storms og kemur með áður óþekkta óvænta hluti inn í það. En ormurinn gerir kröfur eins og lítið barn og allt í einu er lífið gjörbreytt þótt það hafi ekki verið ætlunin. Leikritið sýnir manni hvemig vináttin getur tekið á sig ýmsar myndir og hvemig það er ekki alltaf vandalaust að rækta vin- skapinn." Morgunblaðið/Jim Smart Ormur og Stormur verða góðir vinir. - Hvað fínnst þér best við þetta leikrit? „Mér finnst þetta mjög falleg saga, það er svo vel talað um vinskapinn. Fyrir mig sem leikara er mjög gaman að fá að leika öll hlutverkin í sýning- ■ unni. Það er bæði skemmtilegt og krefjandi að fá að segja þessa sögu með öllum þeim myndum sem hún tekur á sig og ég þarf að koma til skila.“ Pælingar barnanna mikilvægar - Taka bömin einhvem þátt í sýn- ingunni? „í rauninni ekki svo virkan þátt en sögumanneskjan talar beint við þau og það kemur líka inn í að þeim er gef- inn kostur á því að svara. Og sagan er þannig sögð að maður hleypur ekkert fram hjá athugasemdum sem koma utan úr sal. Maður verður samt að svara þeim á skeleggan hátt svo böm- in taki ekki alveg yfir,“ segir Halla Margrét og hlær. „En þessar pæling- ar hjá krökkunum eru mjög mikils- verðai’ fyrir þeirra sMlning.“ - Hvernig viðbrögð hafa þau sýnt? „Það er alltaf mjög spennandi að fá fyrstu áhorfenduma og þá lifna sumir hlutir sem maður tengdi ekki endi- lega við, því það myndast þetta ósýni- lega samtal milli bamanna og mín. Það er til staðar þó það sé ekki alltaf í orðum. Bömin vom mjög ánægð og héldu einbeitingu alveg í þessar 50 mínútur sem leikritið tekur í flutningi og i fundu til bæði með Stormi og Ormi.“ - En eru ánamaðkar skemmtilegir? „ Jáhá,“ svarar Halla Margrét strax án þess að hugsa sig um. „Þeir em mildl krútt, svona dálítið skemmtilega frek krútt.“ -AiRkar R.r. Filmundur sýnir A River Runs Through It Bróðurkærleiki og fluguveiði A RIVER Runs Through It eftir Robert Redford er mynd vikunnar hjá Filmundri en hún skartar þeim Brad Pitt, Craig Shaiffer og Tom Skerrit í aðalhlutverkum. Myndin er gerð eftir skáldsögu Norman Maclean og fjallar um predikara nokkurn sem kennir sonum sínum að fóta sig í lífinu og að meta gildi þess; ástina, vinskap og sæmdina í gegn- um fluguveiðina. Bræðui’nir eru afar ólíkir, annar rótlaus og leitandi en hinn jarðbundinn og staðfastur, en hið eina sem þeir eiga sameiginlegt er yndið af því að veiða saman. Robert Redford hefur löngum verið eitt af óskabörnum Hollywood. Ljóshærður og þokkafullur hefur hann brætt kvenmannshjörtun í rúma þrjá áratugi og það sem meira er þá getur hann líka leikið. Arið 1980 kom hann síðan öllum á óvart með því að sýna fantagóð tilþrif í leikstjórastólnum er hann gaf út sína fyrstu kvikmynd, Ordinary People, og fékk meira að segja Óskarsverð- launin fyrir sem besti leikstjórinn það árið. Ekki slæm byrjun á leik- stjóraferli það. Síðan liðu ein átta ár þar til næsta mynd kom út, Milagro Benefit War, en hún stóð ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til Redfords eftir frumraunina sterku. Hann kippti því hins vegar í liðinn rneð sinni næstu mynd, A River Runs Through It, sem fékk lofsam- lega dóma er hún var frumsýnd árið 1992. Redford þykir takast listilega vel upp að fanga fegurð náttúrunnar og tignarleika fluguveiðinnar. Myndin einkennist af ljúfsárri for- tíðarþrá - lönguninni eftir tímum þegar allt var miklu einfaldara og maðurinn í nánara sambandi við náttúruna. Þar eiga stærstan þátt listileg vinnubrögð kvikmyndastjór- ans Phillippe Rousselot sem fékk enda Óskarsverðlaunin fyrir en hún var einnig tilnefnd fyrir bæði tónlist og handrit. Áhugamönnum um kvik- myndatöku er sérstaklega bent á að kynna sér myndina sökum þessa. Robert Redford hefur gert tvær myndir síðan hann gerði A River Runs Through It; hina bráðsmellnu Quiz Show árið 1994 og nú síðast Horse Whisperer árið 1998. Síðar á þessu ári er síðan væntanleg ný mynd frá kallinum, Legend of Bagger Vance með Will Smith og Matt Damon, en Redford hefur undanfarin ár snúið sér æ frekar að leikstjóminni á kostnað kvikmyndaleiksins. Það má til sanns vegar færa að myndin hafi þar að auki sýnt fram á að Brad Pitt væri leikari sem gefa bæri nánari gaum í framtíðinni og um margt komið honum á kortið meðal þungavigtarleikara í Holly- FILMUNDUR Brad Pitt er með ólæknandi veiðideillu í A River Runs Through It. wood. Fyrir hafði hann vakið athygli í Johnny Suede og fyrir lítið hlut- verk í Thelma And Louise en hér lék hann í háalvarlegu hlutverki undir stjórn sjálfs Roberts Redfords og leysti það aldeilis vel úr hendi. I framhaldi rigndi líka yfir hann til- boðunum þannig að hann gat í fyrsta sinn á ferlinum valið milli hlutverka. ^ Börhur Jónsson myndlistarmaður 6 Hispurslausi sextettinn Föstudaginn 1. septeraber hl. 21 álO á Haffi 9 í Listasafni ReyhjauíHur - Hafnarhúsinu. cafeQ.net TfiLsímgjörningurinn Telefónían flsmundur flsmundsson 6 Ingi Rafn Steinarsson steikjast á 1 000 kallinn- 800 fyrir Tfllsmenn. Forsata í 12 Tónum. TftLsmenn fá 20% afslátt Frescahanastél á uægu Aðsendar greinar á Netinu ci> mbi.is J\LLTAf= £/TTH\SA£2 A/ÝT7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.