Morgunblaðið - 31.08.2000, Side 76

Morgunblaðið - 31.08.2000, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103REYKJAVÍK,StMI 569)100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. -'ijp' Eitt besta berjaár í manna minnum „ÞETTA er stórkostlegt berja- ár,“ sagði Sveinn Rúnar Hauks- son læknir og áhugamaður um berjatínslu í samtali við blaðið í gær. Sérfræðingar segja þetta eitt besta berjaár í manna minnum. Sveinn segir mikið um bláber og góð krækiber um land allt. Mikið sé einnig af aðalblá- berjum þó aðeins meira þurfi að hafa fyrir því að finna þau. Sveinn segir sprettuna nú mun betri en í fyrra en þá hafi sumarið komið nokkuð seint. „Það er hvergi langt að fara í góð ber á þessu ári,“ segir Sveinn. „Þau er víða að finna.“ Logi Helgason verslunar- stjóri Vínbersins á Laugavegi segir mikið framboð á íslensk- um berjum, svo mikið að hann hafi ekki getað tekið við öllu því magni sem honum var boðið. í Vínberinu er hægt að fá íslensk krækiber, bláber, aðalbláber sem og rifsber og sólber. Verð er nokkuð misjafnt eftir gæðum segir Logi. Verð á krækiberjum er um 480 krónur kílóið. Aðalbláber eru á um 1.200 krónur kílóið en handtínd eru þau eilítið dýrari, þ.e. um 1.300 krónur kílóið. Bestu blá- berin geta þó kostað allt upp í 1.600-1.700 krónur kílóið. Logi tekur undir að berjaárið sé mjög gott og segir framboð töluvert meira nú en í fyrra. Gæði berjanna telur hann mikil. Logi segir íslensku berin vin- sælli en þau erlendu. Víruspest ► aðganga í borginni VÍRUSPEST er að ganga í Reykjavík, að sögn Atla Arnason- ar, yfirlæknis í Heilsugæslustöð- inni í Grafarvogi. Hann segir að hér sé ekki um hefðbundna in- flúensu sé að ræða enda sá árstími ekki kominn. Pestin lýsi sér í hita, beinverkjum og kvefeinkennum og jafnvel iðrakvefi. Einnig sé í gangi talsvert mikið af matarsýkingum. „Fólk er að koma erlendis frá með salmonellu- og kampýlóbakt- ersýkingar. Það er þó enginn far- aldur í gangi,“ segir Atli. Hann segir að undirbúningur sé að hefjast fyrir bólusetningu fyrir inflúensu og hefst bólusetningin líklega um mánaðamótin septem- ber-október. Þjóðardag- ur Islands á Expó 2000 ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti íslands og Dorrit Moussaief heit- kona hans heilsuðu m.a. upp á ís- lenska hestamenn og klára þeirra á þjóðardegi íslands á Heimssýn- ingunni í Hannover í gær. Dagskrá þjóðardagsins hófst snemma í gær- morgun með söng Karlakórsins Heimis og við tók viðburðarík menningardagskrá þar sem um 160 islenskir listamenn komu fram. Meðal atriða var sýning Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki, Kammersveit Reykjavíkur hélt tónleika og kvikmyndin Englar al- heimsins eftir Friðrik Þór Frið- riksson var frumsýnd í Þýskalandi. Dagskránni lauk með tískusýningu Futurice, sýningu Dansleikhúss með ekka og tónleikum hljómsveit- arinnar Sigur Rós. Mjög góð að- sókn var að menningardagskránni á þjóðardeginum. ■ „Eins og á... “/ 6 Ummæli utanrflrisráðherra í Jótlandspóstinum vekja athygli Hlýtur að reyna á vilja Evrópuþjóða H AFT er eftir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í frétt sem .birt var á forsíðu netútgáfu Jótlands- póstsins í Danmörku í gær að um- ræða væri innan Evrópusambands- ins um að auka tilslakanir innan þess. Hann sjái enga fyrirstöðu fyrir því að Island gæti fengið sérlausn frá sjávarútvegsstefnu ESB, með sama hætti og sambandið hefði veitt vegna fiskveiða í Miðjarðarhafi. Við- talið var tekið við Halldór á fundi ut- anríkisráðherra Norðurlandanna í Middelfart í Danmörku, í gær og hafa ummæli hans um hugsanlega ESB-aðild vakið athygli. Er m.a. vitnað til þeirra í netútgáfu Aften- posten í Noregi í gær. Morgunblaðið bar frétt Jótlands- póstsins undir Halldór er hann kom til landsins í gærkvöldi. Halldór sagðist hvergi hafa sagt að ísland myndi ganga í ESB. Tilvitnuð um- mæli sem eftir honum væru höfð í Jótlandspóstinum væru ekki röng en viðtalið hefði verið stytt og ekki að öllu leyti í réttu samhengi við það sem hann hefði sagt. „Ég sagði að það væri staðreynd að það væru sérstakar lausnir fyrir ákveðna aðila, bæði að því er varðar Miðjarðarhafið og eins Azoreyjar og Kanaríeyjar. Það eru einnig sér- stakar lausnir varðandi landbúnað norður við heimskautsbaug. Hvort þær lausnir eru fullnægjandi er allt annað mál,“ sagði Halldór. „Það hlýtur að vera ljóst að ef ís- Ljósmynd/Christian Augustin SIF tapaði 575 milljónum króna TAP af rekstri SÍF hf. fyrstu 6 mán- uði þessa árs nam 574,9 milljónum króna, en hagnaður á sama tíma í fyrra var 50,9 milljónir króna. Helztu skýringar þessa mikla taps eru ijórar; mjög hátt verð á ferskum laxi, gengistap, bæði vegna hás geng- is krónunnar og hás gengis dollars gagnvart evru, meiri kostnaður við samruna IS við SIF en áætlað hafði verið og erfitt rekstrarumhverfi í Noregi. Byijað að rofa til í rekstrinum í Frakklandi Gunnar Öm Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SIF, segir að megnið af tapinu megi rekja til aðstæðna í Frakklandi, en þar sé þegar farið að rofa til. Samruninn sé að byrja að skila sér og verð á laxi til reykingar hafi þegar lækkað verulega. Þá segir hann að reksturinn í Bandaríkjunum gangi vel og skili líklega hagnaði á ár- inu og að starfsemi félagsins í Kan- ada gangi nú betur en í fyrra. Tapið er mun meira en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun félagsins, enda var geftn út afkomuviðvörun fyrir nokkru. Rekstrartekjur námu alls 26,2 milljöðrum króna, en 9,6 millj- örðum á sama tíma í fyrra, en hinn 1. júlí í fyrra sameinuðust SÍF hf. og ÍS hf. Útflutningur SÍF jókst engu að síður umrætt tímabil og hefur félagið aukið hlutdeild sína í útflutningi og er þá miðað við útflutning félaganna beggja á þessum tíma á síðasta ári. Starfsemi SÍF í Frakklandi bygg- ist að stórum hluta á reykingu á laxi, en þar rekur félagið eina fullkomn- ustu reykingarverksmiðju Evrópu. Verð á laxi til reykingar hækkaði um tugi prósenta frá síðasta hausti og fram á mitt þetta ár. Síðan hefur verðið snögglækkað á ný og útlitið því betra nú í haust að sögn Gunnars Arnar. ■ Flest bendir til/B4 lendingar sækjast eftir aðild, sem ég ætla ekki að fullyrða um á þessu stigi, þá getur það ekki gengið upp nema það finnist lausn sem er viðun- andi fyrir íslenskan sjávarútveg. Það hlýtur fyrst og fremst að reyna á vilja annarra Evrópuþjóða í því sambandi,“ sagði Halldór ennfrem- ur. Nánar aðspurður um þau ummæli sem Jótlandspósturinn hefur eftir honum að hann teldi að ekkert stæði í vegi fyrir því að Islendingar gætu samið um undanþágur frá sjávarút- vegsstefnu sagði Halldór: „Ég tel að það sé undir Evrópusambandinu komið hvort það gerist eða ekki. Ég get að sjálfsögðu ekki fullyrt um það og hef engar vísbendingar um það af eða á. Það er alveg ljóst að á það mun ekki endanlega reyna fyrr en og ef til viðræðna kæmi. En það er of snemmt að segja til um það. Fyrst þurfum við að gera það upp við okk- ur. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina slíka ákvörðun og minn flokk- ur hefur ekki heldur ekki tekið neina slíka ákvörðun. Við erum að fara út í þessa vinnu til þess að svara erfiðum og krefjandi spurningum sem við stöndum frammi fyrir.“ Hugsanleg aðild Norðmanna sjálfstætt mál Einnig er haft eftir Halldóri í frétt Jótlandspóstsins að Island færðist stöðugt nær ESB og hugsanlega myndi Island verða á undan Noregi til að leggja inn aðildarumsókn. Halldór sagði við Morgunblaðið að hann hefði lagt á það áherslu að hann teldi að hugsanleg aðild Norð- manna væri alveg sjálfstætt mál. „Hins vegar tel ég að umræðan í Noregi muni leiða til þess að það sé líklegt að Norðmenn muni sækja um aðild. En hvenær það verður get ég ekki neitt fullyrt um. En umræðan í Noregi er að breytast mjög mikið og það er alveg ljóst að þjóðaratkvæða- greiðslan í Danmörku getur haft þar veruleg áhrif. Ef Danir og Svíar verða aðilar að evrunni þá hefur það áhrif bæði á stöðu Norðmanna í Evrópusamstarfínu og jafnframt á stöðu okkar,“ sagði hann. í fyrirsögn fréttar Jótlandspósts- ins segir að ísland stefni að aðild að ESB. Halldór segir að þetta séu ekki hans orð og þar gangi blaðið of langt. ------------------- Baldur steytti á skeri FER JAN Baldur rakst á sker er hún átti eftir fárra mínútna siglingu til Flateyjar, rétt fyrir níu í gærkvöldi. Að sögn Guðmundar Lárussonar, framkvæmdastjóra Baldurs, kom gat á stafnhólf skipsins og miklu verr hefði getað farið. Var förinni þegar haldið áfram til Flateyjar. Baldur var kominn í höfn í Stykkishólmi seint í gærkvöldi. Guðmundur sagði að nokkrir þeirra sem voru um borð hefðu slas- ast við áreksturinn, hann hefði vitn- eskju um þrjá, en hann vissi ekki hversu alvarleg meiðsl fólksins voru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.