Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MILLJÓN DOLLARA LJÓSMYND Alltaf annað slagið berast fréttir af sölu listaverka fyrir mikið fé. Bragi Ásgeirsson fjallar hér um listaverkamarkaðinn. Man Ray, Glertárið, Ijósmynd, 1932-33. EINS OG ég hef endurtekið drepið á í skrifum mínum hefur listamark- aðurinn aftur tekið við sér eftir bak- slagið mikla fyrir áratug. Og þótt breiddin sé almennt ekki nær svo mikil sem í lok níunda áratugarins og toppmetin ekki slegin, hefur verð á myndum einstakra lista- manna margfaldast og myndir þeirra sumra náð allt að tíföldu matsverði á uppboðum sem segir nokkuð um þróunina. Þá verður það stöðugt algengara, að verk evrópskra listamanna sem almennt eru minna metnir en súperstjörn- urnar Picasso, Matisse, Chagall o.fl., rjúfi milljón dollara múrinn ( 83 milljónir króna ) og má hér nefna villidýrið (fauvistann) Maurice Vlaminck (1876-1958), 1,67, þýska expressjónistann Max Beckmann (1884-1950), 1,36 og þýska im- pressjónistann Max Liebermann, (1847-1935) 1,28. Og hinum megin á hnettinum festi Þjóðlistasafnið í Canberra sér málverkið Bigger Grand Caynon eftir David Hockney (f. 1937) á jafnvirði tæplega 250 milljónir króna, fyrir ári, ljósmynd af því birtist með grein minni hér í blaðinu um sumarsýningu Royal Academi í London 1999. I Ástralíu hefur einnig gerst að myndir fi-um- stæðra, Aboriginal Art, sem voru svo til óþekktir fyrir nokkrum árum hafa farið í um og yfir háifa milljón dollara en ég hef einnig og endur- tekið vakið athygli á uppgangi þeirra í skrifum mínum. Þá gerðist það einnig sl. ár að fyrsta Ijósmyndin rauf múrinn, var um að ræða þá frægu mynd Man Ray, Glertár, gerð 1932-33, þótti sá viðburður og marka söguleg tíma- mót. Um er að ræða afar gott ein- tak af myndinni sem listamaðurinn gerði að minnsta kosti 6 eintök af, þar af munu fjögur í sérflokki. Verð á myndverkum Man Ray hefur rok- ið upp á einum áratug, má geta þess að toppárið 1989 voru 66.000 dollar- ar ( röskar 6 milljónir króna ) það hæsta sem gefíð hafði verið fyrir ljósmynd eftir hann á uppboði (Skugginn af Kiki). Fyrir sjö árum var annað eintak af Glertárinu sleg- ið popparanum Elton John á jafn- virði tæplega 23 milljóna króna, en á þeim tíma rokkaði verð ljósmynda hans milli 6,2 og 10,4 milljóna króna í einkasölu. Hæsta sala á uppboði áður var hins vegar 50,4 milljónir króna ( 607.500 dollarar ), varð hjá Christies í New York 1998. Nokkuð væn fjárfesting. Það eru mai'gar fleiri fréttir af listaverkamarkaðnum, sem telst skilvirkasta loftvogin á efnahagslíf- inu á hverjum stað, þannig var mál- verkið Ströndin við Trouville eftir Claude Monet nýlega slegin á 1,3 milljarða krónahjá Sothebys og Ballettskúlptúr eftir Degas, Litla fjórtán ára dansmærin, var hjá sama fyrirtæki slegin á tæpan millj- arð. Þá ber að geta að málverk eftir Matisse seldist á röskar 600 milljón- ir króna. Þetta eru upplýsingar sem jafn- aðarlega liggja á lausu í heims- pressunni þótt lítið og óskipulega nái þau hingað á útskerið og eftir hver áramót er greint frá hæstu töl- um á uppboðsmarkaði á liðna árinu, jafneðlilega og við fáum daglega fréttir af úrvalsvísitölunni í dag- blöðum og á skjánum. Loks þarf ekki að endurtaka það hér að mynd- verk þykja öruggustu og hörðustu skuldabréf á heimsmarkaðinum og verðgildi þeirra eykst í takt við fjölgun listasafna í heiminum og þar með vaxandi samkeppni um hvert verk, ásamt stórauknu aðstreymi almennings að þeim. - Lágvaxni ljósmyndarinn Man Ray átti litríkan feril í listinni, var fæddur í Fíladelfíu 1890 en dó í París 1976. Hann kom víða við í sköpunarferlinu og var ekki aðeins einn af brautryðjendum dada-hreyf- ingarinnar í Bandaríkjunum heldur einn af áhrifavöldunum í París eftir að hann fluttist þangað 1921. í raun nær viðfang listar hans frá dada yf- ir súrrealismann til sértækra til- rauna í hugmyndafræði og málverki og allsstaðar var hann í fararbroddi. Hann var einn af þessum mönnum sem jusu upp úr sér hugmyndum og gerðu allt að list sem þeir komu ná- lægt. Upprunalega nam hann verk- fræði og arkitektúr en skráði sig í hönnunarakademíuna í New York 1908 og málaði í írítíma sínum. Var tíður gestur í listhúsi ljósmyndar- ans nafnkennda Alfred Stieglitz (eiginmanns Géorgiu O. Keffe), Gal- erie 291, þar sem hann kynntist evrópskum hræringum í núlistum. Brátt var hann kominn í félagsskap þeirra Max Weber og Charles Dem- uth og varð fyrir miklum áhrifum af rýmishugmyndunum í list Paolo Uccelos (1400-1475) og leik hans með ljós og skugga. Fundum þeirra Marchels Duchamps bar saman 1915 og varð upphaf náinnar vináttu og samvinnu í listinni næstu árin. Ásamt Katherine S. Dreyer stofn- uðu þeir félagsskapinn Sociéte An- onyme 1920 sem er eitt af kennileit- unum í amerískum núlistum á 20 öld. Fyrir utan ljósmyndina sem hann stundaði alla tíð festi hann hvergi rætur í listinni og hafði eins og félagi hans Duchamp óbeit á öll- um endurtekningum. Fyrir vikið var hann ekki hátt metinn af þeim sem álitu staðfestu við stfleinkenni hinn eina rétttrúnað í listinni og það mat náði til okkar á útskerinu á tím- um flatamálverksins og abstrakt expressjónismans. Var af mörgum útskúfaður á svipaðan hátt og Francis Picabia í málverkinu, eink- um þeim sem lifðu og störfuðu sam- kvæmt kenningunni; fígúran er dauð. En hugmyndafræðin og ný dada lyftu honum aftur á stall en það er þó ekki fyrr en á síðustu ár- um að hann nýtur verðskuldaðrar viðurkenningar til jafns við vin sinn og félaga Marchel Duchamp. Sem áhrifavaldur á þróun núlista síðustu áratugi er Man Ray þó ekki síður mikilvægur en Duchamp og þeir eru ófáir sem lifa á hugmynd- um hans og má hér nefna Christo sem pakkar öllu mögulegu inn og þýska málarann Konrad Klapheck með oddastraujujám sín og ritvéla- samstæður svo einhverjir séu nefndir. Munurinn er sá að þeir fjöl- földuðu afmarkaðar hugdettur hans. Mér yfirsáust svo engan veg- inn ómæld áhrif hans á þróun ljós- myndarinnar en þar átti hugarflug hans sér engin takmörk og þess má geta að það var hann sem sýndi fram á fegurðina í óvirkum véla- samstæðum og hvers konar mekan- isma. Pompidou-safnið gekkst fyrir mikilli yfirlitssýningu á verkum hans frá 10. desember til 12. apríl 1981 sem ég skoðaði og greindi frá en ég hef alla tíð verið mikill aðdá- andi hans. Meðal Ijósmynda Man Ray ber hér sérstaklega að nefna þá sem hann gerði af sambýliskonu sinni, þeirri frægu fyrirsætu Kiki á Mont- parnasse, er allir málarar elskuðu. Þetta dásamlega sköpunarverk af konu, og persónugervingur ástar- innar sem kom frá Búrgund, var uppgötvað af gömlum myndhöggv- ara á rue Mouffetard í París sem gerði hana að fyrirsætu sinni. Kiki var þá aðeins 14 ára gömul en virt- ist hafa þetta í blóðinu því löngu áð- ur var hún farin að bera brjóst sín hverjum sem vildi fyrir þrjá franka. Varð svo með tímanum nafntogað- asta fyrirsæta Parísarborgar og trúlega 20. aldarinnar. í æsku var hún yfirgefin af móður sinni ásamt fimm systkinum sínum, sem öll voru getin af óþekktum feðrum, er sú fann hjá sér köllun til að fylgja nýj- um ástmanni til Parísar. Sem sköp- unarverk ástarinnar og ímynd kvenleikans hafði Kiki allar for- sendur til að geta séð fyrir sér og var einnig á tímabili frægur skemmtikraftur sem heillaði alla upp úr skónum, gerði hér blygðun- arleysið að upphafinni dyggð. I Kiki sameinuðust andríki og margvísleg- ir hæfileikar og á paldri veitinga- staðanna Dome, Select og Rotonde, safnaðist hópur aðdáenda hennar hveija nótt. Enginn vildi missa af einu orði hinna kjarnyrtu og safa- ríku tilsvara og skrítilegu, oftast óhefluðu og grófu sagna sem hún mælti gjarnan af munni fram heilu næturnar. Kiki hefði auðveldlega getað efnast vel og orðið heimsfræg en hafði enga tilfinningu fyrir ver- aldlegu hliðinni, öllu sem henni áskotnaðist og hinum miklu gáfum sínum stráði hún rausnarlega út í veður og vind og endaði þar sem hún hóf feril sinn, á götunni. Samband þeirra Man Ray og Kiki varaði einungis nokkur ár og var meira en lítið stormasamt. Lengi lifðu sögur af því er þeim varð sundurorða á götum Montparnasse en það var mikill sjónleikur þar sem stórsjóir orðasennanna glumdu yfir sviðið. Það er mjög líklegt að ljósmyndin Glertárið sé gerð undir áhrifum frá Kiki, eða í minningu hennar, en hún átti til að taka upp á ýmsu kúnstugu til að vekja á sér athygli, m.a. var hún stundum með eldspýtur undir augnalokunum er hún betlaði á göt- um Montparnasse síðustu æviárin en hún dó árið 1953 og þá grét allt hverfið drottningu sína. Islenskar forn- sögur á þýsku BÆKUR F o r n b « k m e n n t i r SAGAS AUS OSTISLAND Útgefandi: Dirk Huth Dieterichs 1999 - 403 bls. SVO VIRÐIST sem íslenskar fornbók- menntir njóti meiri viðurkenningar um þess- ar mundir en oft áður, kannski í svipuðum mæli og á seinni hluta 19. aldar og á fyrri þeirrar 20. Viðtökur á nýrri útgáfu íslend- ingasagna í vesturheimi gefa tilefni til bjartsýni að þessu leyti. Sömuleiðis má sjá stigvaxandi áhuga í þýskumælandi löndum á germönskum menningararfi, þar með talið íslenskum fornsögum. Sagas aus Ostisland er þriðja bindi forn- sagna sem hið fornfræga Dieterichs forlag í Þýskalandi gefur út. Aður eru útkomin hjá forlaginu sambærileg söfn fornaldarsagna og Laxdæla saga í þýskri þýðingu. Safnið geymir átján mislangar sögur sem eiga sameiginlegt að vera frá Austur- og Suðausturlandi. Nafnkunnar eru Hrafnkels saga Freysgoða og Fljótsdæla saga en þarna eru t.d. einnig Þorsteins þáttúr stangar- höggs og Droplaugarsona saga. I formála gerir útgefandinn, Dirk Huth, grein fyrir yfirbragði sagnanna. Hann telur þær til þriggja meginflokka og sé hver flokk- ur bundinn ákveðnu landsvæði. Fyrstar eru sögurnar um örlög Hofverja: Þorsteins saga hvíta, Vopnfirðinga saga og Þorsteins þáttur stangarhöggs, allar frá norðausturlandi. í þessum sögum flækist friðsamir menn, gegn vilja sínum, í átök en nái sáttum í lokin. Ann- ar flokkur sagnanna gerist við Lagarfljót og nágrenni; Hrafnkels saga, Droplaugarsona saga, Gunnars saga Þiðrandabana og Fljóts- dæla saga. í þessum sögum er að fínna djúp- ar spurningar um eðli valdsins og siðferðis sem hafa gefið fræðimönnum tilefni til marg- háttaðrar umfjöllunar. í þriðja flokki er ein íslendingasaga, Þorsteins saga Síðu-Halls- sonar og þættir af sonum Síðu-Halls. Þessar sögur gerast á miklum umbrotatímum í Is- landssögunni og greina frá kristnitöku og eftirmálum Njálsbrennu. Við útgáfu á íslenskum fornsögum þarf að hyggja að mörgu. Ákveða þarf hvaða texta- gerð (eða gerðir) skulu lagðar til grundvall- ar. Kaflaskil, greinaskil og fleira sem ekki er til staðar í frumtextanum en lýtur að fram- setningu fyrir nútímalesendur þarf að setja niður. Þegar um þýðingu er að ræða vandast málið enn frekar. I þessari útgáfu hefur útgefandinn gert sér far um að vera trúr stíl frumtextans. Þetta á við um tíðanotkun, beina og óbeina ræðu og ríkulegan aðalsetningastíl. Með þetta að leiðarljósi er skiljanlegt að þýðingin fylgi ekki út í æsar reglum þýskrar tungu. Áð mati útgefanda er tilgangurinn ekki sá að koma til skila hnökralusum þýskum texta heldur fornum bókmenntum frá fjarlægum menningarheimi. Með þessum hætti telur út- gefandinn að fundin sé besta málamiðlunin milli fræðilegs og alþýðlegs tilgangs verks- ins. Ekki skal lagður dómur á hvernig til hef- ur tekist að þessu leyti en vel má viðurkenna réttmæti þeirra sjónarmiða sem liggja til grundvallar þýðingunni. Aftasti þriðjungur bókarinnar er viðauki sem geymir ýtarlegar upplýsingar sem heita mega nauðsynlegar til að dýpka skilning er- lends lesanda á sögunum. Þarna er fimmtíu blaðsíðna orðskýringakafli og þrjátíu blað- síðna varðveislusaga sagnanna. Ytarlegur bókfræðikafli fylgir sem og landakort yfir sögustaði. Aftast er listi yfir persónur og staði. Utlit bókarinnar og frágangur er efninu til sóma; virðuleg harðspjaldaútgáfa, góður pappír og prentun fylgjast að. Ljóst er að Sagas aus Ostisland hefur ver- ið unnin af áhuga og miklum metnaði. Von- andi vekur bókin áhuga í sama mæli og í hana hefur verið lagt. Ingi Bogi Bogason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.