Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 37
í Gróttu, framan af í sjálfboðavinnu
en þegar svæðið var friðað var hann
skipaður umsjónarmaður af Nátt-
úruverndarráði.
Par vann hann ómetanlegt starf
og stóð oft í ströngu við að verja fugl-
ana fyrir ágangi mannfólksins.
Það segir sig nánast sjálft að fjöl-
skyldan var Guðjóni allt eftir sára
bernskureynslu og hún var bæði stór
og samheldin. Þegar leiðir fjöl-
skyldna okkar lágu saman fyrsta
sinni fyrir um tveimur áratugum
vora Guðjón og Bára með börnum
sínum fjórum og fjölda barnabarna í
útilegu í Skorradal, skammt frá sum-
arbústað foreldra minna. Allur hóp-
urinn, tápmikill og skemmtilegur,
fyllti kofann í skóginum eitt kvöldið.
Þá kynntumst við fyrst sagnagáfu
Guðjóns. Lási kokkur, sem var
skipsfélagi hans um tíma, og fleiri
minnisstæðir samferðamenn birtust
þar ljóslifandi.
Þetta kvöld var slegin nóta sem
haldist hefur tær og hrein síðan.
Fjölskylda mín naut á svo margan
hátt góðs af greiðasemi þeirra hjóna,
vináttu og velvilja að aldrei verður
fullþakkað. Þegar faðir minn, Guð-
laugur Þorvaldsson, veiktist alvar-
lega og lá síðan banaleguna leið vart
sá dagur að Guðjón kæmi ekki í
heimsókn til hans, hvort sem hann
var heima eða á spítalanum. Ræktar-
semin og vinarþelið var einstakt og
uppörvunin mikil í spjalli hans. Það
var líka notalegt að sjá þá þegja sam-
an þegar þrekið þvarr og ljóst var
hvert stefndi, í nærverunni einni
fólst djúp vinátta sem entist til
hinstu stundar.
Fyrir fjórum áram reiddi maður-
inn með ljáinn til höggs og lagði Guð-
jón næstum að velli, en hitti þar fyrir
ofjarl sinn og varð að láta undan
síga.
Guðjón lét sér fátt um fmnast þótt
hann missti fingur og tær í þeirri
rimmu. Það leið ekki á löngu uns
hann var mættur í Gróttuna á nýjan
leik að huga að skjólstæðingum sín-
um. En enginn má sköpum renna.
Ég er sannfærður um að kríurnar
í Gróttu fylgja Guðjóni síðasta spöl-
inn þegar við kveðjum hann í dag. Að
hausti liggur fyrir þeim, eins og vini
þeirra og velgjörðarmanni, langt
ferðalag til himins og heim.
Fyrir hönd móður minnar, Krist-
ínar Kristinsdóttur, bræðra minna
og fjölskyldna okkar flyt ég Báru og
allri fjölskyldunni okkar innulegustu
samúðarkveðjur.
Minningin um einstakan mann
mun ætíð lifa með okkur sem vorum
svo lánsöm að kynnast Guðjóni Jóna-
tanssyni. Guð blessi minningu hans.
Styrmir Guðlaugsson.
Árið er 1988, farið að síga á seinni
hlutann. Við hjónin höfðum nýverið
hafið atvinnurekstur á Austur-
ströndinni og til okkar kemur maður
til að ganga frá hlutum utandyra á
vegum bæjarfélagsins. Að loknu
verki kom hann til okkar, kynnti sig
og spurði hvort hann gæti hjálpað
okkur eitthvað. Þetta var Guðjón
Jónatansson og myndaðist strax
mikill vinskapur milli okkar.
Hann var nánast daglegur gestur
okkar í Veislunni upp frá þessu og
næstum eins og einn af starfsfólkinu,
enda gerðum við okkur ekki glaðan
dag öðruvísi en Gaui og Bára væra
með okkur.
Fyrstu kynni okkar við Gauja
voru lýsandi fyrir alla hans góðu eig-
inleika, hjálpsamur með eindæmum,
úrræðagóður svo eftir var tekið og
einlægur svo af bar. Oft var hann
störfum hlaðinn fyrir okkur og alveg
sama hvað við báðum hann um -
hann kláraði málið.
Gauja verður ekki minnst öðravisi
en að upp komi hversu barngóður
hann var. Hann var þolinmóður við
strákana okkar, fór með þá út í
Gróttu og kenndi þeim margt um líf-
ið og tilveruna, umhyggju fyrir
fuglalífi, sem hann er löngu lands-
þekktur fyrir, og báru þeir mjög
mikla virðingu fyrir þessum hjarta-
hlýja manni. Þegar við færðum þeim
þau tíðindi að vinur þeirra hann Gaui
gamli væri dáinn sást á viðbrögðum
þeirra hve nánir þeir voru. Við sem
nutum þeirra forréttinda að um-
gangast Gauja vissum þó að hann
gekk ekki heill til skógar eftir áfall
sem hann fékk fyrir nokkram árum.
Þá dró fyrir sólu, vinur okkar var
lengi milli heims og helju, en með
ótrúlegri seiglu komst hann til okkar
að nýju. Það fór samt ekki milli mála
að Gauja fannst hann varla nema
hálfur maður eftir þetta og þótti hon-
um afleitt að geta ekki sinnt okkur
eins og hann vildi.
Til marks um hjálpsemi hans vildi
hann aldrei þiggja greiðslur fyrir,
nema í mesta lagi eitthvað í gogginn,
því matmaður var hann góður og
gaman að gefa honum að borða.
Kæri Gaui, við eram viss um að vel
verður tekið á móti þér á nýjum vett-
vangi, sökum verðleika þinna og alls
þess góða sem þú hefur látið að þér
leiða. Þú auðgaðir líf okkar allra sem
fátækri sitjum eftir og hugleiðum -
hversu erfitt verður að fylla skarð
þitt.
Kæra Bára og fjölskylda. Við
hjónin, Helgi Rafn, Logi, Andri og
starfsfólk Veislunnar vottum ykkur
okkar dýpstu samúð. Megi algóður
guð styrkja ykkur í sorginni.
Brynjar og Elsa.
Stundirnar sem Gaui gamli eyddi
með mér og Gauja litla vora ófáar.
Dettur mér þá fyrst í hug þegar við
keyptum okkur bát og nutum dyggr-
ar aðstoðar Gauja gamla við lagfær-
ingar og smíði hans. Einnig eru
stundirnar í Skorradalnum ógleym-
anlegar, þótt sérstaklega standi upp
úr sú ferð þegar hann „kveikti í
læknum“. Þegar fram liðu stundir
var alltaf hægt að leita til Gauja
gamla, því hann hafði alltaf ráð við
öllu og nægan tíma, hvort heldur var
mér til handa eða björgunarsveit-
inni.
Minning þín lifir.
Þinn vinur,
Ámi Kolbeins.
Með nokkram orðum viljum við
minnast eins af frumkvöðlum í starfi
okkar, Guðjóns Jónatanssonar.
Frá stofnun Björgunarsveitarinn-
ar Alberts árið 1969 var Guðjón einn
af okkar traustustu stoðum sem
hvergi dró af sér í uppbyggingu
björgunarstarfs á Seltjarnarnesi.
Guðjón var einn af stofnendum
björgunarsveitarinnar og einn helsti
hvatamaður unglingastarfs innan
raða okkar, enda gekk honum sér-
staklega vel að umgangast ungu
kynslóðina og lutu margir upprenn-
andi björgunarsveitarmenn og -kon-
ur leiðsögn hans.
Aldrei var komið að tómum kofun-
um hjá Guðjóni þegar gera þurfti
við, breyta eða betrambæta hluti,
enda var hann hagleiksmaður mikill.
Það kom því ekkert annað til greina
þegar ákveðið var að byggja nýja
björgunarstöð á Seltjarnarnesi en að
Guðjón tæki fyrstu skóflustunguna
að henni, enda var með því komið að
kaflaskilum hjá okkur, og honum að
skila af sér góðu verki í hendur nýrr-
ar kynslóðar.
Innilegar samúðarkveðjur til að-
standenda.
Fyrir hönd Björgunarsveitarinn-
ar Arsæls,
Valgeir Eliasson.
Kveðja frá Rotaryklúbbi
Seltjarnarness
Sunnudaginn 10. september lést
Guðjón S. Jónatansson tæplega átt-
ræður að aldri.
Með Guðjóni er genginn góður fé-
lagi og sannur Seltimingur. Mörgum
Seltirningum fannst Guðjón vera
óaðskiljanlegur hluti af umhverfi
okkar hér á Nesinu enda starfaði
hann um 25 ára skeið hjá Áhaldahúsi
Seltjarnarnesbæjar.
Guðjón var einn af stofnendum
Rotaryklúbbs Seltjarnarness þegar
klúbburinn var stofnaður 20. marz
1971. Þar var hann virkur félagi
meðan heilsa hans leyfði.
Rotaryklúbbur Seltjarnarness
hefur séð um hreinsun strandlengj-
unnar í Gróttu á hverju vori frá
stofnun klúbbsins. Fyrstu áratugina
kom það í hlut Guðjóns að vera í for-
svari fyrir hópnum og stjórna að-
gerðum enda hafði hann alla tíð mjög
mikið dálæti á fuglunum sem höfðu
viðkomu eða verptu í Gróttu. Fyrir
tilstilli Guðjóns var öll umferð
manna út í Gróttu bönnuð á tímabil-
inu frá 1. maí til 30 júni ár hvert til að
vernda varpfuglinn. Albert Þorvarð-
arson, síðasti vitavörður í Gróttu,
drakknaði 12. júní 1970 og í fram-
haldi af því fór eyjan í eyði.
Árið 1978 var svo komið að verbúð
Alberts var að falli komin og að
nokkra leyti hrunin og ákveðið var
að rífa húsið og fjarlægja brakið úr
eynni. Þegar Guðjón félagi okkar
vissi hvað til stóð kom hann því til
leiðar að hætt var við að rífa sjóbúð-
ina og að Rotaryklúbbur Seltjarnar-
ness gengist í að yfirtaka og eignast
verbúð Alberts. Það var samþykkt,
af systram Alberts, með því skilyrði
að verbúðin yrði fljótlega lagfærð og
endurbyggð svo það væri minning-
unni um Albert og ættingjum hans
ekki til vansa. Umsvif klúbbsins úti í
Gróttu urðu umtalsverð og í fram-
haldi af því stofnaði klúbburinn sér-
staka Gróttunefnd til að annast mál-
efni Rotaryklúbbs Seltjamarness í
Gróttu. Guðjón, Gróttujarl, eins og
hann var oft kallaður eftir þetta, sat í
þeirri nefnd alla tíð síðan og hann
var formaður Gróttunefndar í hálfan
annan áratug.
í virðingarskyni og sem viður-
kenningu fyrir vel unnin störf í þágu
Rotaryklúbbs Seltjarnamess var
Guðjón gerður að Paul Harris-félaga
árið 1992.
Síðustu árin var Guðjón einn af
tveim heiðursfélögum Rotaryklúbbs
Seltjarnarness.
Á kveðjustund erum við félagarnir
þakklátir fyrir áratuga ánægjulegar
samverastundir og minningarnar
um ferskan, kröftugan og hreinskil-
inn félaga mun gleðja okkur um
ókomin ár.
Um leið og Guðjóni era þökkuð
góð og farsæl störf í þágu Rotary-
klúbbs Seltjarnarness sendum við
félagarnir Báru og fjölskyldu þeirra
hugheilar samúðarkveðjur.
Guðmundur Ásgeirsson, forseti.
Mig langar að skrifa þér nokkrar
línur í kveðjuskyni og þakka þér fyr-
ir allt sem þú hefur gert fyrir mig og
mína.
Allar þær yndislegu og ljúfu
stundir sem ég hef átt með þér og
fjölskyldu þinni eru mér mjög dýr-
mætar. Ég þakka guði fyrir að hafa
fengið að kynnast svona hjartahlýj-
um, gjafmildum, hjálpsömum og
yndislegum manni, heimurinn er fá-
tækari án þín, elsku Gaui minn.
Ég minnist þess þegar þú komst
vestur í Ólafsvík þegar ég var lítil, þá
voru sko jólin hjá okkur systrum. Þú
komst alltaf með fullt af góðgæti
handa okkur og sagðir okkur fullt af
skemmtilegum sögum. Einnig voru
sumarbústaðaferðirnar í bústaðinn
hjá pabba og mömmu yndislegar, þá
var mikið hlegið og gantast.
Elsku vinur, með þessum fáu orð-
um kveð ég þig úr þessu jarðlífi en
þú munt vera ofarlega í huga mér
eftir sem áður og ég mun stolt minn-
ast þín.
Elsku Bára, Jonni, Otti, Valborg,
Gaui og fjölskyldur, megi góður guð
styrkja ykkur og leiða í sorgum ykk-
ar.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þuríður Snorradóttir og
Ijölskylda.
Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
Allir vissu hver Gaui á Borg var.
Okkur langar að minnast hans með
örfáum orðum þótt fátækleg séu.
Fyrir um það bil þrjátíu áram þegar
ég gekk í Björgunarsveitina Álbert
kynntumst ég og Steinunn honum af
eigin raun þar sem mikil vinátta milli
okkar og sonar hans, Jonna, og Ástu,
tengdadóttur hans, hófust. Gaui var
maður með stórt hjarta og mjög
hjálpsamur, hann var alltaf mættur
ef einhver þurfti á honum að halda,
hann var allt í öllu, sá m.a. um að
brennan norðan við Borg, svokölluð
Borgarbrenna, yrði sæmilega stór.
Ég minnist allrar hjálpar hans þegar
ég var að gera við bílana okkar og
síðast fyrir sex árum, þegar vélin í
bílnum okkar sprakk, voru góð ráð
dýr, og auðvitað var kallað í Gauja.
Það var auðvitað sjálfsagt að bjarga
þessu og aldrei tók hann greiðslu
fyrir neitt sem hann gerði, sagðist
bara eiga það inni þar til seinna. Hér
á áram áður fannst okkur unga fólk-
inu forréttindi að ferðast með Gauja
og Bára því þar sem Gaui var, var
alltaf nóg um að vera. Hann lék við
krakkana, lét læki loga og sagði góð-
ar sögur. Gaui var mikill barnavinur
og börn hændust að honum þótt
hann væri stórgerður maður og með
þær stærstu hendur sem ég hef séð.
Hjá börnunum gekk hann undir
nafninu „afi prins-póló“ og hafa fáir
átt eins mörg afabörn og Gaui. Gaui
var mikill nátturuunnandi, hann sá
um æðarvarpið og að allt fuglalíf í
Gróttu fengi að vera í friði fyrir fólki
og hundum á meðan varp stóð yfir.
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við og börnin okkar þakka Gauja
allt.
Hver minning er dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi.
Hin ljúfuoggóðukynni
aðalhugþökkumþér
þinn kærieikur í verki
var gjöf sem gleymist eigi.
Oggæfavarþaðöllum
sem fengu að kynnast þér.
(Ingibj.Sig.)
Elsku Bára, Jonni, Otti, Bobba,
Gaui og fjölskyldur ykkar, guð gefi
ykkur styrk.
Gunnar, Steinunn og börn.
Hann er dáinn hann Gaui Jóna-
tans sem hefur lengi verið fastur
punktur í tilveranni hér á Seltjam-
amesi. Þegar best lét var Guðjón
bókstaflega allt í öllu hér á Nesinu
og þeir era ófáir sem skulduðu hon-
um greiða fyrir ýmis viðvik sem
hann var alltaf boðinn og búinn að
inna af hendi fyrir samferðafólk sitt.
Guðjón hóf störf í Áhaldahúsi Sel-
tjarnarnesbæjar í desember 1969 og
starfaði þar óslitið þar til í desember
1993 þegar hann lét af störfum
vegna aldurs. Við sem störfuðum
með honum dáðumst að því hversu
laghentur hann var og gat gert við
fínlegustu hluti og vélverk með sín-
um stóra höndum. Meðan Guðjón
vann hjá Seltjarnarnesbæ fékk hann ^
mikinn áhuga á fuglalífinu hér á
Nesinu og tók að sér gæslu Gróttu
og Bakkatjarnar og reyndi eftir
megni að halda hundum og minkum
frá fuglinum meðan á varpi stóð. Eft-
ir að hann fór á eftirlaun tók hann að
sér vörslu svæðanna nokkur sumur
og verður skarð hans vandfyllt. Guð-
jón var mikill félagsmálamaður og
var hann t.d. í hópi stofnenda Leikfé-
lags Seltjarnarness, Slysavarnafé-
lagsins og Rotary-klúbbsins svo eitt-
hvað sé nefnt. Guðjón vann hjá
Seltjarnameshreppi og -bæ í 24 ár_
og leysti öll sín verkefni vel af hendi,
hélt misgóðum vélum og áhöldum
gangfæram. Þegar menn eins og
Guðjón falla frá fara menn að naga
sig í handarbökin fyrir að hafa ekki
sett allt á blað sem hann vissi t.d. um
Vatnsveitu Seltjarnarness, þar sem
hann var á heimavelli. Fyrir nokkr-
um áram varð Guðjón mjög veikur
og var vart hugað líf en hann reif sig
upp úr því, að vísu verulega laskaður
en samt var enn í honum krafturinn
þegar tók að vora og fuglarnir fóru
að hreiðra sig við Bakkatjöm og í
Gróttu. Þetta ár höfum við kvatt
fjóra starfsmenn Seltjarnarnesbæj-
ar sem allir höfðu unnið með okkur í
20-30 ár og er þeirra sárt saknað.
Þegar við kveðjum Guðjón er þakk-
læti efst í huga fyrir að hafa verið
honum samferða öll þessi ár og við
samstarfsfólk hans kveðjum góðan
félaga og sendum Báru og börnum
þeirra og fjölskyldum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Sigurgeir Sigurðsson,
bæjarstjóri.
• Fleiri minningargreinar um Guð-
jón Sigurð Jónatansson bíða birt-
ingar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
+
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir, amma og langamma,
FANNEY HERVARSDÓTTIR,
Skarðsbraut 1,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn
17. september sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðmunda Eiríksdóttir,
Hervar Gunnarsson, Alfa Ágústa Pálsdóttir,
Guðmundur Ingi Gunnarsson, Elizabeth J. W. Gunnarsson,
Hreinn Gunnarsson, Sólrún Jörgensdóttir,
systkini, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJÖRGVIN JÓNSSON
frá Ási,
Brennihlíð 1,
Sauðárkróki,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 17. sept-
ember. __________________
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 23. september
kl. 14.00.
Jófríður Tobíasdóttir, Kristinn Tobías Björgvinsson,
Jón Ingi Björgvinsson, Aðalheiður Sveina Einarsdóttir,
Fríða Björg, Ingunn Elsa,
Einar Örn og Hlynur Rafn.
+
Hjartkær móðir okkar,
SÓLVEIG INDRIÐADÓTTIR
frá Syðri-Brekkum
á Langanesi,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Þingeyinga laugardaginn 16. september sl.,
verður jarðsungin frá Neskirkju í Aðaldal laugardaginn 23. september
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Börn hinnar látnu.