Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 26
26. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
En það er
önnur Njála
NÝLEGA var haldin
ráðstefna hér á landi
um hag eftirlaunafólks
á Norðurlöndum. Er-
indin hafa verið birt í
skýrslu „Retirement in
the Nordic countries.
Tema Nord 2000-548“
og að nokkru í Morg-
unblaðinu. I skýrslunni
er margt athyglisvert.
M.a. kemur fram að
mikil atvinnuþáttaka
eldra fólks á Islandi
virðist vera þjóðhags-
lega hagkvæm. A hin-
um Norðurlöndunum
er talið að verg þjóðar-
framleiðsla (GNP)
minnki um 3% vegna snemma tek-
inna eftirlauna, en á Islandi aðeins
um 1% (bls. 123). Landlæknisem-
bættið benti á þessa staðreynd fyrir
12 árum, er það lagði fram tillögu
um „sveigjanlegan eftirlaunaaldur".
Félög eldri borgara hafa stutt tillög-
una. Vonandi hvetja þessar upplýs-
ingar stjórnmálamenn til aðgerða í
málinu enda standa m.a. útlendir
reiknimeistarar að þessum útreikn-
ingum! Fyrrnefnd skýrsla er vel
unnin en tafla á bls. 119 um „lægstu
eftirlaun“ á Norðurlöndunum þarfn-
ast frekari skýringa við. Par kemur
fram að „lægstu eftirlaun" þeirra
sem ekki hafa aðrar tekjur fyrir
skatta eru svipuð á íslandi og á hin-
um Norðurlöndunum. Án frekari
skýringa mætti ætla að hagur þess-
ara eldri borgara á íslandi sé svipað-
ur og félaga þeirra á hinum Norður-
löndunum. Við nánari athugun
kemur í ljós að í þessu dæmi er horft
framhjá mörgum þáttum, sem ekki
koma fram við útreikninga á „bein-
um eftirlaunagreiðslum“ en hafa þó
veruleg áhrif á lífskjörin. í eftirfar-
andi athugasemdum styðst ég við
fyrmefnda skýrslu, Þjóðhagsstofn-
un og skýrslu norrænu tölfræðin-
efndarinnar sem birtast árlega í
„Social protection in
the Nordic countries"
(SPNC) nú síðast í ár-
sskýrslu frá 1996.
(Nososco. Nordic Soc-
ial Stat. Commitee
9:1998). Samanburður
á efnahagslegri afkomu
þjóða er erfitt verk og
flókið. Forsendur við-
unandi útkomu er
traust þekking á flest-
um þeim þáttum er
móta lífskjörin. Nor-
rænu tölfræðinefndinni
sem starfað hefur í tugi
ára að þeim saman-
burði er best treyst-
andi til verksins.
1. Grunneftirlaun á Islandi og
Finnlandi eru rækilega tekjutengd
en aðeins að hluta til (tekjutrygging)
Lífeyrismál
Að öllu samanlögðu
virðist eftirlaunafólk
---7------------------
á Islandi og ekki síst
þeir er búa við lægstu
tekjurnar, segir
Olafur Olafsson, búa
við lakari kost af hendi
hins opinbera en
félagar þeirra í hinum
N orðurlöndunum.
á hinum Norðurlöndunum (Retire-
ment in the Nordic Countries bls.
U9) ,
2. Á íslandi og í Danmörku eru
grunneftirlaun skattlöggð að fullu
en mun vægar í hinum löndunum
(S.P.N.C. bls. 94)
Ólafur
Ólafsson
3. Húsaleigubætur eru skattlagð-
ar að fullu á Islandi en alls ekki í ná-
grannalöndunum (S.P.N.C. bls. 94).
4. Húsaleigubætur mældar í Evr-
um eru 2-6 sinnum lægri á haus á
Islandi en meðal nágrannaþjóða.
(S.P.N.C. bls. 131).
5. Endurgreiðslur vegna „ferða-
þjónustu veikra aldraðra og öryrkja
eru mun takmarkaðri á Islandi en á
hinum Norðurlöndunum.
6. Meðallífeyrir á mánuði í ís-
lenskum krónum og munur kaup-
máttar lífeyrisgreiðslna er vegur
þyngst við samanburð á lífskjörum
sýna að Islendingar eru neðstir í
Norðurlandariðlinum. (sjá töflu)
Þess ber að geta að í þessum saman-
burði er ekki tekið mið af heildar-
lífeyrisgreiðslum af vergri lands-
framleiðsu, heldur gi-eiðslum til
einstaklinga, þar eð lífeyrisþegar
eru hlutfallslega fæstir á íslandi.
Medal lífeyrisgr. ein-
stakl. á mán. (ísl. kr.)
ísland 56.616
Noregur 78.939
Finnland 71.726
Svíþjóð 90.350
Danmörk 102.472
Munur kaupmáttar
lífeyrisgr. á mán.
100
112
117
135
157
Þjóðhagsstofnun 1999, Búskapur hins opin-
bera 1997-98 bls. 44-45
7. Full ástæða væri að nefna fleiri
þætti er hafa veruleg áhrif á lífskjör
og jafnvel fi’umþarfir fólks s.s.
hæsta verð á matvörum, lyfjum, bif-
reiðatryggingum, bifreiðum, og
bensíni á Islandi. Miklar hækkanir
hafa valdið búsifjum, sérstaklega
meðal láglaunafólks þ.ám. margra
eldri borgara og öryrkja og skerða
viðnámsþrótt, og lífsgleðina. Tími er
kominn til að þessir hópar sameinist
til baráttu gegn frekari skerðingu
lífskjara og hefji aðgerðir gegn aug-
ljósu samráði stærstu fyrirtækja um
verðlagningu á vörum og þjónustu.
Að öllu samanlögðu virðist eftir-
launafólk á Islandi og ekki síst þeir
er búa við lægstu tekjurnar, búa við
lakari kost af hendi hins opinbera en
félagar þeirra í hinum Norðurlönd-
unum. Þess ber að geta að meðal
ráðstöfunartekjur (eftirlaun ásamt
atvinnutekjum) 65-69 ára fólks á ís-
landi vegna mikillar atvinnuþátttöku
hér á landi eru svipaðar og sumra
nágrannaþjóða. En það er önnur
Njála.
Höfundur er fyrrverandi landlæknir.
Stuðmaður í stríði
JAKOB Frímann,
stuðmaðurinn sjónum-
hryggi, tekur enn til
máls um ritstjórnar-
stefnu DV á síðum Mbl.
og fjallar að þessu sinni
um fyrirsagnagerð og
fleira. Ljóst er af rit-
smíð hans að hann hef-
ur ákveðið að fara í
stríð við DV. Af
hjartnæmu píslarvætti
lýsir hann því hvernig
hann þeysir fram á rit-
völlinn með brugðinn
brand vitandi að hinn
illvígi Þverholtsdreki
mun spúa eldi og eim-
yiju að vopnsmáum
einstæðingi.
Ótrauður mun samt hinn vaski
riddari fara einn saman gegn þeirri
mengun hugarfarsins sem birtist í
tregðu ritstjómar DV til að leyfa hon-
Bókhaldskerfi
KERFISÞRÓUN HF.
FÁKAFENI 11, s. 568 8055
http://www.kerfisthroun.isy
um að skrifa viðtöl við
sjálfan sig og bíta svo
höfuðið af skömminni
með því að biðjast ekki
einu sinni afsökunar.
Það er erfitt að finna
glæpinn í þessu máli og
enn erfiðara að sjá til-
ganginn með vopna-
skaki Jakobs annan en
þann að forða nafni
hans frá gleymsku og
sjá Morgunblaðinu fyr-
ir hæpnu skemmtiefni.
Harmagrátur Jakobs
vegna meintrar slæmr-
ar meðferðar á sér
byggist ekki á raun-
veruleikanum heldur
hans eigin ranghugmyndum um sam-
skipti blaðamanna og viðmælenda.
I grein sinni vitnar Jakob í rafpóst
sem okkur fór á milli skömmu eftir
birtingu viðtalsins og var af minni
hálfu ekki talinn ætlaður til birtingar
heldur var þessum línum ætlað að
lægja reiðiöldur Frímannsins. Jakob
sýnir með tilvitnun sinni að hann
stendur oss mannorðsmorðingjum
h'tt að baki í því að shta úr samhengi.
Hér birtist því nóta mín til Jakobs í
heild sinni: „Viðtalið sem birtist við
þig í DV sl. laugardag var að mínu
áliti gott og við áttum báðir þátt í að
svo varð. Það gekk hins vegar ekki að
fela þann hluta viðtalsins sem var
virkilega fréttnæmur og áhugaverð-
ur eins vandlega fyrir lesendum og
þú vildir.
Sú ákvörðun að gera það ekki,
heldur kynna með' þeim hætti sem
gert var á forsíðu blaðsins hvað hér
væri á ferðinni, var alfarið mín og tek
Blaðamennska
Harmagrátur Jakobs
vegna meintrar slæmr-
ar meðferðar á sér
byggist ekki á raun-
veruleikanum, segir
Páll Asgeir Asgeirsson,
heldur hans eigin
ranghugmyndum um
samskipti blaðamanna
og viðmælenda.
ég fulla ábyrgð á henni. Hafi hún
valdið þér og þinni fjölskyldu ein-
hverjum sárindum og/eða vonbrigð-
um þá finnst mér það leitt og bið þig
hér með afsökunar á því.“ Jakob og
félagar hans sungu eitt sinn um
manninn sem vildi gera allt fyrh-
frægðina nema kannski að koma nak-
inn fram. Jakob hikar ekki við að
fletta sig klæðum í þessu máli og sýna
alþjóð hörundsáran poppara í heilögu
stríði við DV út af smámunum. Hann
kastar fram orðaleppum eins og
mannorðsmorð sem hann virðist telja
að séu stunduð af miklu kappi á rit-
stjórn DV. Við myrtum ekki mannorð
Jakobs Frímanns. Hann er sjáh'ur að
basla við að murka lífið úr því.
Höfundur er blaðamaður og
umsjónarmaður Helgarblaðs DV.
Páll Ásgeir
Ásgeirsson
Ævisagan
byrjar ekki
á grafar-
bakkanum
FLESTIR geta lík-
lega verið sammála
um að umræða um
umhverfismál verði sí-
fellt meira áberandi.
Þó virðast sumir þætt-
ir umhverfismála vera
fólki mun hugleiknari
en aðrir, og líklega er
meðhöndlun úrgangs
langvinsælasta um-
ræðuefnið á þessu
sviði. Sitji menn til
dæmis á rökstólum og
reyni að komast að
niðurstöðu um það
hvort þessi váran eða
hin sé skaðlegri um-
hverfinu, þá snýst um-
ræðan alla jafna að mestu leyti eða
eingöngu um skaðsemi vörunnar
þegar hún hefur lokið hlutverki
sínu og eigandinn vill losna við
hana úr fórum sínum.
En lífsferill vöru hefst ekki um
leið og varan verður að úrgangi að
lokinni mislangri notkun - ekki
frekar en ævisaga okkar sjálfra
hefst á grafarbakkanum. Sérhver
vara á sér sína sögu eða lífsferil, og
á öllum þessum ferli hefur varan
haft einhver áhrif á umhverfið.
Fyrst eru hráefnin unnin úr
jörðu, og til þess þarf oftast að
nota orku, vatn og ef til vill önnur
efni, og að öllum líkindum verður
til úrgangur við vinnsluna, sem
sleppur að einhverju leyti út í and-
rúmsloftið, jarðveginn eða vatna-
kerfið. Síðan eru hráefnin flutt á
framleiðslustað - eða framleiðslu-
staði, því margar vörur sem við
notum eru framleiddar í litlum ein-
ingum á fleiri stöðum en okkur
grunar. Við flutninginn er notað
eldsneyti með þeim umhverfis-
áhrifum sem því fylgir. Þá er kom-
ið að framleiðslu vörunnar. Þar
þarf aftur að nota orku, vatn og
aukaefni, og auk vörunnar sjálfrar
verða til aukaafurðir og úrgangur.
Svo þegar varan er loksins tilbúin
er hún væntanlega sett í umbúðir,
sem líka eiga sína sögu. Því næst
er varan flutt til okkar notendanna,
oftast í mörgum áföngum - og
gjarnan um langan veg. Hér gildir
enn það sama og um flutning hrá-
efnisins.
Þegar hér er komið sögu er var-
an loks komin í okkar hendur og þá
hefst notkunarskeiðið, stutt eða
langt eftir atvikum, kannski bara
sú örskotsstund sem það tekur að
hvolfa í sig einum kaffibolla úr ein-
nota plastmáli, kannski áratugir í
sögu Willys-jeppans sem hefur
þjónað eigandanum frá því í lok
seinni heimsstyi-jaldarinnar. Og
þegar öllu þessu er lokið, stendur
eigandinn loks frammi fyrir því
síðasta, nefnilega að losna við
draslið, eins og söguhetjan okkar
er gjarnan kölluð á þessum tíma-
mótum.
Lífsferill vöru hefst ekki þegar
varan verður að úrgangi. Þeim sem
bera umhverfið og hag komandi
kynslóða fyrir brjósti nægir ekki
að líta á umhverfisáhrifin á þessu
síðasta æviskeiði vörunnar. Við
þurfum að spila vörnina miklu
framar. Varnarleikurinn þarf að
hefjast í síðasta lagi þegar við
stöndum frammi fyrir ákvörðun
um innkaup. Þá þegar er þörf á að
spyrja gagnrýnna spurninga á borð
við þessar: Er varan nauðsynleg?
Þarf að nota svona mikið af henni?
Eru umbúðirnar nauðsynlegar? Er
til önnur vara sem gerir svipað
gagn en spillir umhverfinu minna á
lífsferli sínum?
Valið er sjaldnast auðvelt. En
sem betur fer eru til
tæki til að hjálpa okk-
ur við innkaupin.
Þessi tæki eru m.a.
umhverfismerki, sem
fela í sér óháða vottun
á því að viðkomandi
vara standist tilteknar
umhverfiskröfur. Slík
merki eru einmitt
byggð á rannsóknum
sem taka tillit til allr-
ar ævisögu eða lífsfer-
ils vörunnar. En ef til
vill er engin slík merki
að finna í versluninni
þar sem við erum
stödd, eða þá að við
vitum ekki hvað merk-
in þýða. Þá er þjóðráð að spyrja
starfsfólkið á viðkomandi stað. Það
er nefnilega til lítils að fárast yfir
Umhverfismál
Lífsferill vöru hefst
ekki um leið og varan
verður að úrgangi að
lokinni mislangri
notkun, segir Stefán
Gíslason, ekki frekar
en ævisaga okkar
sjálfra hefst á grafar-
bakkanum.
því heima hjá sér að þessi eða hin
verslunin eigi t.d. ekki til einn ein-
asta pakka af umhverfismerktu
þvottaefni. Slík eftirspurn nær
aldrei eyrum verslunareigandans,
né þaðan til eyrna heildsalans,
o.s.frv.
En það eru ekki aðeins einstakl-
ingar og heimili sem geta stuðlað
að viðunandi lífsskilyrðum kom-
andi kynslóða með því að ástunda
umhverfisvæn innkaup, eða græn
innkaup eins og þetta er gjarnan
nefnt. Áð sjálfsögðu gilda öll sömu
lögmálin um stærri kaupendur, svo
sem fyrirtæki og opinbera aðila.
Þannig má nefna að stofnanir ríkis
og sveitarfélaga kaupa umtalsverð-
an hluta allrar þeirrar vöru og
þjónustu sem seld er hérlendis. Ef
þessir aðilar kæmu sér upp sam-
ræmdri grænni innkaupastefnu,
þar sem gerðar eru kröfur um um-
hverfislegt ágæti vörunnar, ásamt
kröfum um upplýsingar um um-
hverfisstefnu og umhverfisstarf
þeirra sem selja vöruna, væri stig-
ið stórt skref í þá átt að breyta
samsetningu markaðarins um-
hverfinu í hag. Græn innkaupa-
stefna í opinberum rekstri er vel
þekkt í nágrannalöndunum, en hér-
lendis hefur frekað lítið verið að-
hafst í þessa veru. Þarna er þó að
verða breyting á, því að nú hefur
umhverfisráðuneytið gefið út hand-
bók um græn innkaup opinberra
aðila.
Boðskapurinn er sem sagt þessi:
Ef umhverfið og hagsmunir kom-
andi kynslóða skipta okkur máli,
þá skulum við hugsa okkur vel um
þegar við kaupum eitthvað. Og ef
upplýsingar um umhverfislegt ág-
æti vörunnar liggja ekki fyrir, þá
skulum við spyrja. Ævisagan byrj-
ar svo sannarlega ekki á grafar-
bakkanum.
Höfundur er umhverfísstjómunar-
fræðingur (MSc) og verkefnisstjóri
Staðardagskrár 21 á íslandi.
Stefán
Gíslason