Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ♦ + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi góður vinur, GUÐNIHELGASON rafverktaki, Hlyngerði 3, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum sunnudaginn 17. september sl. Sigurlína Guðnadóttir, Ástmundur Kristinn Guðnason, Helgi Guðnason, Stefán Kristinn Guðnason, Kristín Guðnadóttir, Auðbjörg Guðmundsdóttir og barnabörn. María Friðjónsdóttir, Laurie Guðnason, Sólveig Indriðadóttir, Garðar Hilmarsson, + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BERGUR TÓMASSON fyrrv. borgarendurskoðandi, Álfheimum 70, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 21. september kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnst hans, er vinsamlegast bent á Landssamtökin Proskahjálp. Margrét Stefánsdóttir, Stefán Bergsson, Jenný Magnúsdóttir, Tómas Bergsson, Nína Magnúsdóttir, Bergljót Bergsdóttir, Steinn Öfjörð, Birna Bergsdóttir, Ólafur Njáll Sigurðsson og afabörn. + Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Klausturhvammi 20, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni í Reykja- vík á morgun, fimmtudaginn 21. september, kl. 15.00. Jarðsett verður í Vestmannaeyjum föstudaginn 22. september. Elías Arason, Ester Anna Aradóttir, Emil Arason, Guðrún Georgsdóttir, Hörður Arason, Sigurlaug Gröndal, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR PÉTURSSON, Tómasarhaga 51, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðju- daginn 12. september sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. september kl. 15.00. Hlín Sigfúsdóttir, Pétur Orri Þórðarson, Kristín Bernhöft, 1 Sigfús Gauti Þórðarson, Miyako Þórðarson, Ásgeir Þórðarson, Einar Ingi Einarsson, Svanhvít Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. -á + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför STEFÁNS SIGURJÓNSSONAR klæðskerameistara, Hringbraut 111, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á lyf- lækningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fyrir einstaka umönnun. Fyrir hönd skyldmenna, Þórir Björnsson. MARGRÉTLÁRA RÖGNVALDSDÓTTIR + Margrét Lára Rögnvaldsdóttir fæddist í Ólafsdal í Dalasýslu 30. októ- ber 1935. Hún lést á heimili sínu 12. september síðast- Iiðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Rögnvaldur Guð- mundsson, f. 13. mars 1898, d. 24. des- ember 1986 og Sig- ríður Guðjónsdóttir, f. 17. júlí 1889, d. 28. mars 1971. Þau bjuggu lengst af í Ól- afsdal. Rögnvaldur og Sigríður eignuðust þijú börn; Guðjón, f. 3. júní 1929, Guðmund, f. 24. janúar 1933 og Margréti Láru. Af fyrra hjónabandi átti Sigríður fjögur börn með Kristni Steinari Jónssyni; Sigurgeir, f. 8. júlí 1910, d. 25. októ- ber sama ár, Sigríði Geirlaugu, f. 5. september 1911, d. 3. mars 1988, Gunnhildi Steinunni, f. 25. mai 1913 og Guðmund Kristin, f. 14. ágúst 1916, d. 15. júní 1970. Árið 1956 kynntist Margrét verðandi eiginmanni sínum, Guðmundi Vilhjálmi Hjálmarssyni, frá Ljótsstöðum í Laxár- dal, S-Þingeyjarsýslu. Gengu þau í hjóna- band á Skútustöðum í Mývatnssveit hinn 31. ágúst árið 1957. Guð- mundur hóf um svipað leyti störf sem kaupfé- lagssfjóri við kaupfé- lag Saurbæinga í Dala- sýslu. Bjuggu þau hjón á bænum Ásum við Salthólmavík þar í sveit. Guðmundur var fæddur 10. ágúst 1909 en hann lést 6. nóv- ember 1973. Börn þeirra eru: 1) Rögnvaldur ferðamálaráðgjafi, f. 31. október 1958, kvæntur Helgu Björgu Stefánsdóttur meinatækni, f. 29. júlí 1960. Börn þeirra eru Guðmundur Vignir, f. 1983, Hjálm- ar Helgi, f. 1985, Margrét Lára, f. 1989, Erla Rut, f. 1993, og Guðný Björg, f. 1998. 2) Áslaug bókari, f. 28. ágúst 1960, sambýlismaður hennar Guðmundur Sölvi Ásgeirs- son, rafvirki, f. 3. april 1957. Sonur þeirra er Ásgeir Sölvi, f. 1991. 3) Sigríður Guðmundsdóttir, starfs- maður Samskipa í Rotterdam, f. 2. apríl 1965. Árið 1979 hóf Margrét sambúð með eftirlifandi manni sín- um, Sigurði Sveinssyni, f. 15. apr- ÍH931, frá Reykjavík, uppalinn í Vestu-Skaftafellssýslu. Margrét ólst upp í Ólafsdal en stundaði gagnfræðanám við Laug- arnesskóla um tveggja vetra skeið. Hún vann við ýmis störf bæði í Reykjavík og í Dölum þar til hún gekk í hjónaband og varð heima- vinnandi húsmóðir. Við fráfall Guð- mundar flutti hún með bömum sín- um til Reykjavíkur. Hún bjó lengst af í Álfheimum 48, en frá júlí sl. að Gullsmára 10 í Kópavogi ásamt Sigurði. Margrét vann við afgreiðslustörf í Hagkaupi og síðar í versluninni Miklagarði. Síðustu árin var hún leiðbeinandi í hann- yrðum við dvalarheimili aldraðra á Hrafnistu í Hafnarfirði. Margrét var söngfélagi í Kvennakór Reykjavíkur frá stofnun hans. lítför Margrétar Láru fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma mín. Þú varst ávallt til staðar. Tveggja ára polli að leik í Ólafsdal. Torfi Bjarnason. Amma og afi. Ryðgaður rakstrarvélarteinn - odd- hvass. Príl. Gat á nös. Heiftarlegar blóðnasir. Hafinn á'loft. Óp og köll. Mamma sefaði sárasta grátinn. Kúlur á höfuð - óteljandi. Kaldur bakstur. Hálsakot. Mjúkar hendur. Kossar. Mamma. Allt varð gott á ný. „Öll goggo dau.“ Minkurinn drap allar hænurnar á Ásum, um nótt. Myrkfælinn eins og Grettir sterki. Hughreysting. Útskýringar. Mamma. Þú varst ávallt til staðar. „Faðirvor þú sem ert á himn- um...“ „Mamma - hvað kemur svo?“ „Bíum bíum bamba, börnin litlu þamba, fram um fjalla kamba, þau fara að leita lamba.“ „Mamma, syngdu meira, ég er alveg að sofna!" Mjúkar hendur. Langir grannir fing- ur. Ung kona. Góða nótt, mamma og Áslaug systir. „Vakna Dísa ,vakna nú, veltu þér úr fleti..Söngur og kökubakstur. Gestir, alltaf gestir. Pabbi þekkir milljón manns. Hann er líka svo gamall. Leikur í fjöru. Þú varst ávallt til staðar. Olíulampar. Pabbi að vinna í kaup- félaginu - fram á kvöld. Ég. Mamma. Áslaug systir. „Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak...“ Kirkjukór, stjörnur á bláum kirkjuhimni, flugur á grænu gleri og Ingiberg prestur. Ég þekki rödd mömmu, Munda og Gutta frænda. Ég ætla að syngja og blístra eins og Mundi þegar ég verð stór. SÓLSTEINAR Legsteinar i Lundi vlð Nýbýlaveg. Kópavogl Siml 564 4566 Sigvaldi á olíubílnum. „Hvað segir svo stúdentinn?“ Mjólkin í Tjaldanesi og á Stóra- Múla. Litlar hendur. Þungir brúsar. Rafmagnslína. Sláturgerð, sultugerð, blóm í garði. Grænir fingur. Morgunfrúr, stjúpur, nellikkur. Prjónavél, út- saumur, dúkar, peysur. Mamma. Ljósmóðir. Sigga systir í vöggu. Pabbi montinn. Sauðburður. Lömb að leik. Fugla- söngur. Sólarlag. Sjónvarp með snjó. Fermingarfótin. Fjólublátt. Blúnduskyrta. Applesínugult. Mamma. Tannlæknir í Reykjavík. Sársauki. Krepptar greipar um stólarma. Klemmd augu, stundum tár. Þú varst ávallt til staðar. Pabbi veikur, þið suður, ég fyrir vestan. Dauði. Ung ekkja. Kindum slátrað. Snati skotinn. Rifm upp með rótum. Auðn, tóm, svefnleysi. Þú varst ávallt til staðar. Malbik. Landspróf. Mamma á vinnumarkað- inn. Barátta. Helga mín - himnasending. Barnabömin. Augasteinar. Siggi þinn. Ljós. Ferðalög. Hrafn- ista. Kvennakór. Góð ár. Allt lék í höndum þér. Mjúkar hendur. Fimir fingur búa til engla. Sagan endurtekur sig. Ný kyn- slóð. Bænir, söngur, góðar gjafir. „Megum við sofa hjá ömmu?“ Þú varst ávallt til staðar. „Siggi svaf á gólfinu í nótt. Það var ekki pláss fyr- ir hann í rúminu líka.“ Að gleðja. Elsku mamma mín. Fiskibollur. Gúllas. Kartöflu- stappa. Marmarakaka. Kakó. Ömmugaldur. „Magga mín - geturðu kennt mér...“ Krabbamein. Nei - ekki! Fallega röddin þín brestur., Amma - manstu þegar við sungum saman í bílnum þínum.“ Meðferðir. Siggi klettur. Vonin dvín. „Góði Guð, viltu hætta að láta frumurnar í henni ömmu vera svona ruglaðar." Lauffall. „Hún amma er svo góð.“ Palli eng- ill passi þig. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. V. Sverrir Eimrsson útfararstjóri, sími 896 8242 Frederiksen dfjjtgsími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Síðustu orðin þín; „Sjáumst hress hinum megin.“ Það er sárt að sakna. Mamma. Kysstu pabba frá mér. Elskulega tengdamamma. Haltu áfram að búa til engla. Amma. Nú getur þú sungið aftur. Þú verður ávallt til staðar. Sjáumst hress. Rögnvaldur, Helga og börnin. Móðirmín. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Eg hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, fmn hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. - Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss bijóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. - Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærustu blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssiíandasporinþín, elsku góða mamma mín. - Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Ami Helgason.) Með tárvotum augum kveð ég þig. Þín dóttir, Sigríður. Elsku mamma mín. Nú ert þú horfin úr augsýn en eftir sitja minn- ingamar. Æskan var uppörvandi, yndislega viðburðarík og skemmtileg. Ég er mér mjög meðvituð um þann styrk sem ég sæki til þessara ára. Þar öðl- aðist ég þessa óbilandi trú á eigin áhrifamátt, sem hefur reynst mér svo vel í veðráttu lífsins. Ég er, get, vil, trúi og skal. Ég man eftir: Sterkri nærveru þinni - röddinni - söngnum - bænunum - sköpunar- gleðinni - öllum fötunum sem þú út- bjóst á dúkkumar mínar - smákök- unum sem þú af svo mikilli gleði hjálpaðir okkur að skapa. Svo héld- um við litlu jólin fyrir ykkur pabba, bangsana og uppáhaldsdúkkumar. Þar sem borðið var dekkað með dúkkubollastellum og boðið upp á kakó og smækkaða útgáfu af öllum smákökutegundunum þínum - öllum hannyrðunum þínum - matnum - sambandskörlunum - vinunum - gestunum - ættingjunum - skemmtilegu ferðalögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.