Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 1
215. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Háu olíuverði áfram mótmælt í Evrópu Hvatt til sam- ræmdra aðgerða í gær þær ríkisstjórnir ESB-ríkja sem hafa að einhverju leyti látið undan kröfum mótmælenda og sögðu að olíuverðið væri vandamál í öllum Evrópuríkjunum og því yrði að samræma viðbrögð við því. Verð- ur það m.a. umræðuefnið á fundi samgönguráðherra ESB-ríkjanna í Lúxemborg í dag og þá ekki síst eldsneytisskattarnir, sem eru mis- munandi mOli ríkja. Michael Mussa, helsti hagfræð- ingur IMF, sagði í Prag í gær að hugsanlega myndi spá sjóðsins um 4,2% hagvöxt í heiminum á næsta ári ekki reynast rétt vegna olíuverðsins. Þá gagnrýndi hann einnig lágt gengi evrunnar og sagði að hátt gengi jensins gagnvart henni gæti bundið enda á vonir um nýtt hagvaxtarskeið í Japan. Litlar breytingar urðu á olíuverð- inu í gær en þó lækkaði það heldur. Bandaríska öldungadeildin Eðlileg viðskipti við Kína Washington. AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í gær að taka upp eðlileg viðskiptatengsl við Kína en í hálfa öld hefur gengið á ýmsu í samskiptum ríkjanna á þessum vettvangi. Tillagan um eðlileg viðskipta- tengsl var samþykkt með miklum meirihluta, 83 atkvæðum gegn 15. Verður aðgangur bandarískra fyr- irtækja og bænda að kínverska markaðinum auðveldari en áður enda þrýsti atvinnulífið mjög á, að tillagan yrði samþykkt. Voru for- setaefnin, þeir A1 Gore og George Bush, hlynntir henni og hefur henni verið fagnað sem merkasta áfanga í samskiptum ríkjanna frá 1972 er Kína opnaði gluggann fyr- ir umheiminum. Ymis verkalýðsfélög og íhalds- samir hópar börðust gegn tillög- unni og einnig mannréttinda- samtök en þau vilja, að Banda- ríkjastjórn geti áfram haft við- skiptin að vopni í baráttunni gegn mannréttindabrotum í Kína. Það verður trauðlega gert héðan af og alls ekki ef Kínverjar fá aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. MORGUNBLAÐIÐ 20. SEPTEMBER 2000 5 690900 090000 Stefnir í sigur danskra evruandstæðinga? Rasmussen hyggst ekki segja af sér Morgunblaðið, Kaupmannabðfn. POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, ætlar ekki að boða til nýrra kosninga eða segja af sér þó að aðild að evrópska mynt- bandalaginu verði hafnað í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 28. september næstkomandi. Á fundi í gærkvöld sagði Rasmus- sen að gjaldeyrisbraskarar gætu stefnt bæði danska velferðarkerfinu og krónunni í hættu höfnuðu Danir evrunni. Þá tilkynnti hann einnig, að hann væri hættur við að senda stjórnmálaleiðtogum hinna Evrópu- sambandsríkjanna bréf og biðja þá að ábyrgjast, að ekki yrðu gerðar neinar breytingar á reglugerðum ESB sem gætu stefnt danska ellilíf- eyriskerfinu í voða. Efuðust um aðferðina Andstæðingar evrunnar hafa hamrað á því, að danska velferðar- kerfinu verði hætta búin með aðild að myntbandalaginu vegna þess að fyrr eða síðar verði reynt að samræma skatta- og félagsmál í aðildarríkjun- um. Rasmussen hefur ávallt neitað því að evran stefni velferðarkerfinu í hættu en ætlaði með bréfaskriftun- um að sannfæra kjósendur sem hefðu látið blekkjast af áróðri andstæðing- anna. Aðrir flokkar sem fylgjandi eru evrunni höfðu þó látið í ljós efasemdir um að þetta væri rétt leið til þess. Forsætisráðherrann sagði fjöl- miðlum í gærkvöld að þar sem flokk- arnir sem andsnúnir eru evrunni hefðu hafnað þeirri hugmynd að allir stjómmálaflokkar á þinginu gengj- ust í ábyrgð fyrir ellilífeyriskerfið væri lítil ástæða til að trufla forystu- mennina í hinum ESB-ríkjunum. ■ Bíðja ekki/21 Ottast kosn- ingasvik MIKILL mannfjöldi tók þátt í úti- fundi, sem stjórnarandstaðan í Serbíu boðaði til í borginni Nis í gær. Benda allar skoðanakannan- ir til, að forsetaefni hennar, Voj- islav Kostunica, hafi mikið for- skot á Slobodan Milosevic, núverandi forseta Júgóslavíu, en samt er því spáð, að Milosevic muni lýsa yfir sigri sinum nærri strax og kjörstöðum verður lokað á kjördag, nk. sunnudag. Stjórnarandstaðan skoraði í gær á júgóslavneska herinn og lög- regluna að beita ekki almenna borgara ofbeldi jafnvel þótt Milo- sevic skipaði fyrir um það. Ólgan í Perú Kosning- ar ráð- gerðar 1 mars Lima. AP, AFP. STJÓRNARANDSTAÐAN í Perú krafðist þess í gær að mynduð yrði bráðabirgðastjóm og Alberto Fuji- mori forseti segði af sér tafarlaust vegna mútumáls yfirmanns leyni- þjónustunnar, Vlademiros Montesin- os, sem hefur verið áhrifamesti bandamaður forsetans síðustu tíu ár- in. Alberto Bustamante dómsmála- ráðherra sagði að Fujimori hygðist ekki láta af embætti strax þótt hann hefði lýst því yfir á laugardag að hann ætlaði að boða til forsetakosninga sem fyrst og ekki sækjast eftir endur- kjöri. Dómsmálaráðherrann sagði að stjómin gengi út frá því að kosning- arnar yrðu haldnar í mars og að Fuji- mori yrði við völd til 28. júlí á næsta ári. Francisco Tudela forsætisráðherra sagði að enginn fótur væri fyrir orð- rómi í Lima um að stuðningsmenn Montesinos í hemum kynnu að reyna að taka völdin í sínar hendur. Stjórnarandstæðingar og stjómmála- skýrendur sögðu ólíklegt að valdarán yrði reynt en bættu við að óvissan væri svo mikil að allt gæti gerst. ■ Örlög njósnaforíngjans/20 ar með því að „lúsast" eftir götun- um. Talið er, að um 100.000 bændur hafi komið á dráttarvélum inn í spænskar borgir og stærstu bænda- samtökin á Spáni hafa hótað að lama allt samfélagið verði ekki búið að bæta þeim að einhverju leyti olíu- kostnaðinn í október. Miklar biðraðir voru í gær við bensínstöðvar í Bretlandi og var ástæða þeirra orðrómur um að búist væri við öðmm mótmælum eins og þeim sem lömuðu mestalla olíudreifi ingu í landinu í síðustu viku. I Þýskalandi var einnig nokkuð um mótmæli en fátt benti til að ríkis- stjórn Gerhards Sehröders hygðist verða við kröfum um lægri skatta á eldsneyti. Hún hefur þó til athugun- ar að auka skattafrádrátt þeirra, sem verða að sækja vinnu um langan veg, og einnig flutningabílstjóra. Þýskir embættismenn gagnrýndu Skriðuföll í Færeyjum GÍFURLEGT úrfelli olli í gær og fyrrinótt mestu skriðuföllum, sem orðið hafa í Færeyjum í manna minn- um. Urðu mestu skaðamir á norður- eyjunum, t.d. í Klakksvík. Engan sakaði þó og er það þakkað því, að 30 manns höfðu verið fluttir úr húsum sínum kvöldið áður. Á Kallsey eru tvær byggðir einangraðar en þar eyðilögðu skriður veginn. Hurfú 30 metrar af honum í sjóinn. A mynd- inni er verið að ryðja burt aur og grjóti frá húsi í Klakksvfk. London, Bcrlín, Brussel. AFP, AP, Reuters. MÓTMÆLI gegn háu olíuverði héldu áfram í gær í mörgum Evrópulöndum og til nokkurra mót- mæla kom einnig í Israel. Hafa sam- gönguráðherrar Evrópusambands- ríkjanna boðað til skyndifundar í Lúxemborg í dag til að ræða ástand- ið en Þjóðverjar hafa hvatt til þess að viðbrögð við því verði samræmd. Talsmaður IMF, Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sagði í gær, að hætt væri við að spá sjóðsins um góðan hag- vöxt í heiminum á næsta ári reyndist ekki rétt, héldist olíuverðið áfram jafn hátt og nú. Forseti OPEC, Sam- taka oh'uútflutningsríkja, sagði í gær, að hugsanlega yrði framleiðsl- an aukin um 500.000 föt á dag lækk- aði verðið ekki á næstu 20 dögum. Bændur, sjómenn og vöruflutn- ingabílstjórar héldu víða mótmælun- um áfram í gær og í Haifa og Ashdod í ísrael mótmæltu flutningabflstjór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.