Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 1

Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 1
215. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Háu olíuverði áfram mótmælt í Evrópu Hvatt til sam- ræmdra aðgerða í gær þær ríkisstjórnir ESB-ríkja sem hafa að einhverju leyti látið undan kröfum mótmælenda og sögðu að olíuverðið væri vandamál í öllum Evrópuríkjunum og því yrði að samræma viðbrögð við því. Verð- ur það m.a. umræðuefnið á fundi samgönguráðherra ESB-ríkjanna í Lúxemborg í dag og þá ekki síst eldsneytisskattarnir, sem eru mis- munandi mOli ríkja. Michael Mussa, helsti hagfræð- ingur IMF, sagði í Prag í gær að hugsanlega myndi spá sjóðsins um 4,2% hagvöxt í heiminum á næsta ári ekki reynast rétt vegna olíuverðsins. Þá gagnrýndi hann einnig lágt gengi evrunnar og sagði að hátt gengi jensins gagnvart henni gæti bundið enda á vonir um nýtt hagvaxtarskeið í Japan. Litlar breytingar urðu á olíuverð- inu í gær en þó lækkaði það heldur. Bandaríska öldungadeildin Eðlileg viðskipti við Kína Washington. AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í gær að taka upp eðlileg viðskiptatengsl við Kína en í hálfa öld hefur gengið á ýmsu í samskiptum ríkjanna á þessum vettvangi. Tillagan um eðlileg viðskipta- tengsl var samþykkt með miklum meirihluta, 83 atkvæðum gegn 15. Verður aðgangur bandarískra fyr- irtækja og bænda að kínverska markaðinum auðveldari en áður enda þrýsti atvinnulífið mjög á, að tillagan yrði samþykkt. Voru for- setaefnin, þeir A1 Gore og George Bush, hlynntir henni og hefur henni verið fagnað sem merkasta áfanga í samskiptum ríkjanna frá 1972 er Kína opnaði gluggann fyr- ir umheiminum. Ymis verkalýðsfélög og íhalds- samir hópar börðust gegn tillög- unni og einnig mannréttinda- samtök en þau vilja, að Banda- ríkjastjórn geti áfram haft við- skiptin að vopni í baráttunni gegn mannréttindabrotum í Kína. Það verður trauðlega gert héðan af og alls ekki ef Kínverjar fá aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. MORGUNBLAÐIÐ 20. SEPTEMBER 2000 5 690900 090000 Stefnir í sigur danskra evruandstæðinga? Rasmussen hyggst ekki segja af sér Morgunblaðið, Kaupmannabðfn. POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, ætlar ekki að boða til nýrra kosninga eða segja af sér þó að aðild að evrópska mynt- bandalaginu verði hafnað í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 28. september næstkomandi. Á fundi í gærkvöld sagði Rasmus- sen að gjaldeyrisbraskarar gætu stefnt bæði danska velferðarkerfinu og krónunni í hættu höfnuðu Danir evrunni. Þá tilkynnti hann einnig, að hann væri hættur við að senda stjórnmálaleiðtogum hinna Evrópu- sambandsríkjanna bréf og biðja þá að ábyrgjast, að ekki yrðu gerðar neinar breytingar á reglugerðum ESB sem gætu stefnt danska ellilíf- eyriskerfinu í voða. Efuðust um aðferðina Andstæðingar evrunnar hafa hamrað á því, að danska velferðar- kerfinu verði hætta búin með aðild að myntbandalaginu vegna þess að fyrr eða síðar verði reynt að samræma skatta- og félagsmál í aðildarríkjun- um. Rasmussen hefur ávallt neitað því að evran stefni velferðarkerfinu í hættu en ætlaði með bréfaskriftun- um að sannfæra kjósendur sem hefðu látið blekkjast af áróðri andstæðing- anna. Aðrir flokkar sem fylgjandi eru evrunni höfðu þó látið í ljós efasemdir um að þetta væri rétt leið til þess. Forsætisráðherrann sagði fjöl- miðlum í gærkvöld að þar sem flokk- arnir sem andsnúnir eru evrunni hefðu hafnað þeirri hugmynd að allir stjómmálaflokkar á þinginu gengj- ust í ábyrgð fyrir ellilífeyriskerfið væri lítil ástæða til að trufla forystu- mennina í hinum ESB-ríkjunum. ■ Bíðja ekki/21 Ottast kosn- ingasvik MIKILL mannfjöldi tók þátt í úti- fundi, sem stjórnarandstaðan í Serbíu boðaði til í borginni Nis í gær. Benda allar skoðanakannan- ir til, að forsetaefni hennar, Voj- islav Kostunica, hafi mikið for- skot á Slobodan Milosevic, núverandi forseta Júgóslavíu, en samt er því spáð, að Milosevic muni lýsa yfir sigri sinum nærri strax og kjörstöðum verður lokað á kjördag, nk. sunnudag. Stjórnarandstaðan skoraði í gær á júgóslavneska herinn og lög- regluna að beita ekki almenna borgara ofbeldi jafnvel þótt Milo- sevic skipaði fyrir um það. Ólgan í Perú Kosning- ar ráð- gerðar 1 mars Lima. AP, AFP. STJÓRNARANDSTAÐAN í Perú krafðist þess í gær að mynduð yrði bráðabirgðastjóm og Alberto Fuji- mori forseti segði af sér tafarlaust vegna mútumáls yfirmanns leyni- þjónustunnar, Vlademiros Montesin- os, sem hefur verið áhrifamesti bandamaður forsetans síðustu tíu ár- in. Alberto Bustamante dómsmála- ráðherra sagði að Fujimori hygðist ekki láta af embætti strax þótt hann hefði lýst því yfir á laugardag að hann ætlaði að boða til forsetakosninga sem fyrst og ekki sækjast eftir endur- kjöri. Dómsmálaráðherrann sagði að stjómin gengi út frá því að kosning- arnar yrðu haldnar í mars og að Fuji- mori yrði við völd til 28. júlí á næsta ári. Francisco Tudela forsætisráðherra sagði að enginn fótur væri fyrir orð- rómi í Lima um að stuðningsmenn Montesinos í hemum kynnu að reyna að taka völdin í sínar hendur. Stjórnarandstæðingar og stjómmála- skýrendur sögðu ólíklegt að valdarán yrði reynt en bættu við að óvissan væri svo mikil að allt gæti gerst. ■ Örlög njósnaforíngjans/20 ar með því að „lúsast" eftir götun- um. Talið er, að um 100.000 bændur hafi komið á dráttarvélum inn í spænskar borgir og stærstu bænda- samtökin á Spáni hafa hótað að lama allt samfélagið verði ekki búið að bæta þeim að einhverju leyti olíu- kostnaðinn í október. Miklar biðraðir voru í gær við bensínstöðvar í Bretlandi og var ástæða þeirra orðrómur um að búist væri við öðmm mótmælum eins og þeim sem lömuðu mestalla olíudreifi ingu í landinu í síðustu viku. I Þýskalandi var einnig nokkuð um mótmæli en fátt benti til að ríkis- stjórn Gerhards Sehröders hygðist verða við kröfum um lægri skatta á eldsneyti. Hún hefur þó til athugun- ar að auka skattafrádrátt þeirra, sem verða að sækja vinnu um langan veg, og einnig flutningabílstjóra. Þýskir embættismenn gagnrýndu Skriðuföll í Færeyjum GÍFURLEGT úrfelli olli í gær og fyrrinótt mestu skriðuföllum, sem orðið hafa í Færeyjum í manna minn- um. Urðu mestu skaðamir á norður- eyjunum, t.d. í Klakksvík. Engan sakaði þó og er það þakkað því, að 30 manns höfðu verið fluttir úr húsum sínum kvöldið áður. Á Kallsey eru tvær byggðir einangraðar en þar eyðilögðu skriður veginn. Hurfú 30 metrar af honum í sjóinn. A mynd- inni er verið að ryðja burt aur og grjóti frá húsi í Klakksvfk. London, Bcrlín, Brussel. AFP, AP, Reuters. MÓTMÆLI gegn háu olíuverði héldu áfram í gær í mörgum Evrópulöndum og til nokkurra mót- mæla kom einnig í Israel. Hafa sam- gönguráðherrar Evrópusambands- ríkjanna boðað til skyndifundar í Lúxemborg í dag til að ræða ástand- ið en Þjóðverjar hafa hvatt til þess að viðbrögð við því verði samræmd. Talsmaður IMF, Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sagði í gær, að hætt væri við að spá sjóðsins um góðan hag- vöxt í heiminum á næsta ári reyndist ekki rétt, héldist olíuverðið áfram jafn hátt og nú. Forseti OPEC, Sam- taka oh'uútflutningsríkja, sagði í gær, að hugsanlega yrði framleiðsl- an aukin um 500.000 föt á dag lækk- aði verðið ekki á næstu 20 dögum. Bændur, sjómenn og vöruflutn- ingabílstjórar héldu víða mótmælun- um áfram í gær og í Haifa og Ashdod í ísrael mótmæltu flutningabflstjór-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.