Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 47 I DAG BRIDS Umsjón Uuðmiiiiiliir l’áll Ariiarsim HELSTU keppinautar ís- lands í D-riðli á ÓL í Maastricht voru sveitir Nýja-Sjálands, Suður-Afr- íku og Kína. Þessar þjóðir enduðu í 5.-7. sæti og rétt misstu því af lestarmiðan- um inn í 16 liða úrslit. ís- land mætti Nýja-Sjálandi í annarri umferð og vann 25-5, sem var ótrúlega góður sigur gegn svo sterkri þjóð. Margt var vel gert í leiknum, en spilið hér að neðan fær engin fegurðarverðlaun. Hins vegar má læra töluvert af því: Suður gefur; AV á hættu. Norður A G3 ¥ 98754 ♦ D102 + KG10 Vestur A KIO ¥ 632 ♦ 9653 * 8753 Austur * 987 ¥ GIO * ÁG84 * ÁD96 Suður a ÁD6542 ¥ ÁKD ♦ K7 A 42 Geim var spilað í NS á báðum borðum. Ný-Sjá- lendingurinn Martin Reid spilaði fjögur hjörtu í suð- ur eftir sterka laufopnun og gervisagnir í framhald- inu. Hann fékk út tromp og spilaði strax spaða að gosanum. Matthías Þor- valdsson fór upp með kónginn og varð nú að hitta á að spila laufí. En hann valdi tígul og þegar Þorlákur Jónsson iét gos- ann á tíuna var sagnhafí kominn með 11 slagi. Á hinu borðinu varð Magnús Magnússon sagn- hafí í fjórum spöðum. Hann opnaði á spaða, Þröstur Ingimarsson svar- aði á kröfugrandi og síðan lá leiðin upp í fjóra spaða. Vestur kom út með hjar- tatvist. Magnús átti slaginn og spilaði strax spaðaás og meiri spaða. Nú var vestur í svipaðri stöðu og Matt- hías - hann þurfti að hitta á rétta láglitinn, en giskaði á tígul. Lítið úr borði og ásinn hjá austri. Magnús lét sjöuna, en sagði sjálfur að leik loknum að auðvitað hefði hann átt að láta kónginn undir! Þá getur austur ekkert gert, og um síðir verður tíguldrottning- in innkoma á fríhjörtun. En samt vann Magnús spilið. Austur spilaði hjarta og þegar Magnús hafði tekið trompin og þriðja hjartað, spilaði hann laufí á gosann. Austur drap á drottningu og spil- aði af óskiljanlegum ástæðum tígli!? Þar með hvarf lauftapslagurinn og ísland tapaði aðeins einu stigi á spilinu. Hér eru mörg mistök í einu spili. En kannski er lærdómsríkast að hugsa um vörn vesturs. Hvernig á hann að fínna það að spila laufi en ekki tígli. Það er í raun einfalt. Þegar Magnús spilaði spaðaás og spaða hefði austur átt að fylgja lit í röðinni 7-8 til að benda á lægri litinn - lauf. Ef aust- ur vill fá tígul, lætur hann fyrst háan spaða og svo lægri. Þetta er í raun hlið- arkallsstaða. Matthías var í erfiðari aðstöðu, því suð- ur spilaði strax smáum spaða að gosanum og það var erfitt að túlka spaða- sjöu Þorláks sem kall í laufi. Arnad heilla AA ÁRA afmæli. í dag, t/U miðvikudaginn 20. september, verður níræð Guðlaug Ólöf Stefánsdóttir. Guðlaug var gift Guðmundi Gunnlaugssyni, húsasmíða- meistara, sem lést 1975. Bjuggu þau lengi á Siglu- firði en fluttust til Keflavík- ur 1952. Guðlaug dvelur nú á hjúkmnarheimilinu Garð- vangi í Garði. BRUÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Hall- grímskirkju af Samúel Ingi- marssyni Bryndís Rut Stef- ánsdóttir og Hafsteinn Gautur Einarsson. Heimili þeirra er að Fjölnisvegi 9, Reykjavík. SKAK Umsjón llelgl Áss Grótarssiin STAÐAN kom upp á milli - stórmeistaranna Julian Hodgson (2640), svart, og Colin McNab (2416) á alþjóðlegu skák- móti sem lauk í London fyrir skömmu. 25...Rxd3! 26.Bd2 111 nauðsyn þar sem 26.Hxd3 Hxd3 27.Dxd3 gekk ekki upp sökum 27.. .Dxel. 26.. .Dc5 27.Hfl Dxc4 28.Bg5 Rb2 29.Dxc4 Rxc4 30.Bxf6 gxf6 31.Bd7 Hd8 32.Bxc6 Hxa3 33.Hal Hxal 34.Hxal Hc8 35.Bxa4 Ha8 og hvítm- gafst upp enda fátt um fína drætti. Lokastaða Ólympíuleika hugans í skákinni varð þessi: 1. Daniel Gormally, 714 vinningur af 9 möguleg- um. 2. Aaron Sum- merscale, 7 v. 3.-6. Al- exander Cherniaev, Mark Hebden, Julian Hodgson og Amon Simu- towe allir með 6 14 hver. Svartur á leik. Alþjoðlegt stærðfræðiár Árið 2000 er alþjóðlegt stærðfræðiár. 27. september stendur Flötur samtök stærðfræðikennara fyrir Degi stærðfræðinnar. Þá munu vonandi sem flestir skólar landsins hafa stærð- fræðina í fyrirrúmi. Flötur hefur gefið út rit sem í eru rúmfræði- verkefni sem upplagt er að nota á Degi stærðfræðinnar og verður hann sendur í alla skóla á næstunni. Einnig verða kynningarfundir víða um land. ■■■■ mmam Þraut 18 Fáni er hannaður eins og myndin sýnir. I Krossinn er alls staðar jafn breiður og fáninn er samhvefur bæði lárétt og lóðrétt. Ef hæð fánans er 3 metrar og breidd 4 metrar hvað ættu þá armar krossins að vera breiðir ef flatarmál krossins á að vera helmingur af flatar- máli fánans? Svar við þraut 17. B, 4 LiOÐABROT KVOLDBÆN Gyðja sælla drauma, gættu að barni þínu! Lokaðu andvaka auganu mínu. Bía þú og bía, unz barnið þitt sefur. Þú ein átt faðm þann, sem friðsælu gefur. Þú ert svo blíð og mjúkhent og indælt að dreyma. Svo er líka ýmislegt, sem egvil gleyma. Jóhann Gunnar Sigurðsson STJÖRNUSPA cftir Fram cs Hrake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú ertframsýnn ogferð nærri um það hvaða stefnu þú vilt að lífþitt taki. Þér hættir þó til of mikillar stefnufestu. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þótt þér finnist eigin rödd hljóma best verður þú að leyfa öðrum að komast að því annars muntu bara einangr- ast og sjónarmið þín sömu- leiðis. Naut (20. apríl - 20. maí) Forðastu allar skyndiákvarð- anh- sérstaklega á sviði fjár- mála. Gerðu þér far um að halda hlutunum í jafnvægi þegar til lengri tíma er litið. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) AA Það er aldrei of seint að brydda upp á nýjungum og beina orku sinni inn á aðrar brautir en þessar venjulegu. Leyfðu hlutunum að hafa sinn gang. Krabbi (21. júní-22. júlí) Láttu ekki einhver smáatriði trufla einbeitingu þína. Haltu þig við efnið og lejTðu þeim hlutum sem þér koma ekki við að hafa sinn gang. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Leyfðu ímyndunaraflinu að njóta sín því það er aldrei að vita hvenær brúkleg hug- mynd dettur í þig og gerir þér kleift að ná sérstökum ár- angri í starfi. Méyja (23. ágúst - 22. sept.) (SSL Þeir eru margir sem eiga allt sitt undir því að þú getir lokið þeim verkefnum sem þú hef- ur tekið að þér. Sýndu kurt- eisi og gerðu þitt besta. Vog rrx (23. sept. - 22. okt.) Þótt vinsældir þínar sem ræðumanns séu miklar verð- ur þú stöðugt að hafa gætur á því hvort tímabært sé að rétta öðrum hljóðnemann. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það er svo sem í lagi að taka áhættu ef þú endilega þarft en gættu þess að hún sé ekki úr hófi fram og að þú eigir alltaf örugga leið til baka. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) AiCr Þú munt standa frammi fyrir forvitnilegum nýjungum og verður að ákveða þig hvort þú vilt leggja nógu mikið á þig til þess að nýta þær í starfi. Steingeit (22. des. -19. janúar) Það er margt spjallað í kring- um þig og það virðist valda þér einhveijum áhyggjum. Láttu þér þetta þó í léttu rúmi liggja og einbeittu þér að þínu. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Þótt spennandi sé að halda á ókunnar slóðir skaltu gæta þess að sýna fyrirhyggju því- það hefnir sín alltaf að ana út í óvissuna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að finna þér nýjar verklagsreglur því annars sit- ur þú bara uppi með óviðráð- anleg verkefni. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöI. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaíegi'a staðreynda. Nu er Kuldaúlpurnar eru komnar Verð frá kr. 7.900 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. EIG3NAMIÐUUMN Slorhmenn: Sverrir Krístinsson lö ..________________T______............ k og lögg.fosteignasali, skjalagerð. Stefón Hrofn Stefónsson lö uuJgeirsson, sölumoður, Jóhonno Voldimorsdóltir, ouglýsingor, gi Steinorsdóttir, simavorsla og öflun skjalo, Rakel Dögg SÍgurgeirsd n,B.Sc., sölum.,Guömundur Sigurjónsson r R. Horðorson, sölumoður, Kiarton eri, Inga Hannesdóttir, simovarski og ritori, Olöf £ r, simavarsla og öflun skjalo. r Sími 588 9090 * Fnx 588 9095 * SíAmiiiilu 2 I SVIikil sala - vantar eignir Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir og gerðir eigna, bæði íbúðar- og atvinnu- húsnæði, á söluskrá. llm þessar mundir er verð fasteigna hátt og sterkar greiðsiur í boði. Sýnishorn úr kaupendaskrá: nokkur einbýlishús óskast til kaups. Flest einbýlishús á söluskrá okkar hafa selst á síðustu vikum. Enn eru þó all- margir kaupendur á kaupendaskrá. í mörgum tilvikum erum stað- greiðslu að ræöa. Sérhæð óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 120-160 fm sérhæð í vesturborginni eða Þingholtunum. Sterkar greiðslur í boði. Sérhæð í Rvík. óskast - eða hæð og ris. Höfum kaupanda að 120-160 fm sérhæð í Rvík. Hæð og ris kemur einnig vel til greina. Traustur greiðslur í boði. íbúð í vesturborginni óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 4ra herb., 100-120 fm íbúð í vesturborginni. Fleiri stærðir koma til greina. Stað- greiðsla í boði. íbúð við Skúlagötu. Kirkjusand eða Neðstaleiti óskast. Traustur kaup- andi óskar eftir 3ja-4ra herb. 80-120 fm íbúð á ofangreindum svæðum. Staðgreiðsla í boði. íbúð i Mosfellsbæ óskast. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að ut- vega 3ja herb. íbúð í Mosfellsbæ til kaups. íbúð í vesturborginni óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 3ja herb. íbúð í vesturborginni. Staðgreiðsla í boði. 2ja-3ja herb. íbúðir óskast. Höfum trausta kaupendur að 2ja og 3ja herb. íbúðum í Reykjavík og nágrenni. ATVINNUHÚSNÆÐI ÖSKAST Skrifstofuhæð og verslunarpláss óskast. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 500 fm skrifstofuhæð til kaups. Æskilegt er að 60-100 fm verslunarpláss á jarðhæð í sama húsi fylgi. Nánari uppi. veita Óskar og Sverrir. 1500-2000 fm skrifstofupláss óskast. Traust fyrirtæki óskar eftir 1500-2000 fm skrifstofupiássi, gjarnan á tveimur hæðum. Góð bíla- stæði æskileg. Plássið má vera fullbúið eða tilb. u. tréverk. Atvinnuhúsnæði óskast. Traustur fjárfestir óskar eftir atvinnuhúsnæði sem er i útleigu. Eignin má kosta allt að kr. 500.000.000,-. Z Brúðhjón Allur boróbiínaöur Glæsileg gjaíavara Brúðhjdnalistar /i- K^'vXyxV yerslunin Laugnvegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.