Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 23
5 gerðir - margir litir
60 ára t'rábær reynsla.
Einar
________Farestvert & Co hf
Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900
LISTIR
Vísindin efla
alla dáð
KVIKMYNDIR
Háskólabfó,
Stjiirnubfó
„BATTLEFIELD
EARTH“*
Leikstjóri: Roger Christian.
Handrit: Corey Mandell byggt á
vísindaskáldskap L. Ron Hubbards.
Aðalhlutverk: John Travolta,
Barry Pepper, Forest Whitaker,
Kim Coates, Richard Tyson.
Franchise Pictures. 2000.
ÞRIGGJA metra háar geimverur
með nefklemmur ráða jörðinni eftir
að hafa lagt mestallt líf í eyði. Það tók
þær níu mínútur að gjöreyða jörðinni
og sigrast á mannkyninu en reka þá
fáu sem eftir lifðu upp til fjalla. Núna
eru mennirnir þrælar geimveranna
og þar á meðal efnilegur uppreisnar-
foringi sem fær að vita allt um risana
og notar þekkingu sína til þess að
ráðast gegn þeim.
Þannig er söguþráðurinn í „Battle-
fíeld Earth“, furðulegri samsuðu upp
úr samnefndri bók L. Ron Hubbards,
föður Vísindakirkjunnar svokölluðu í
Bandaríkjunum. John Travolta til-
heyrir henni víst og mun hafa haft
nægan áhuga á því að kvikmynda
veridð til þess að gerast einn af fram-
leiðendum þess auk þess að fara með
eitt aðalhlutverkið. Hann leikur aðal-
öryggisvörð geimveranna á jörðinni
ef rétt er skilið og hefur líklega ekki
verið eins furðulega lélegur síðan
hann var í „Look Who’s Talking too“.
Boðskapurinn í myndinni er að
sjálfsögðu sá að vísindin efli alla dáð.
Uppreisnarforingi mannanna kjaftar
sig inn á öryggisvörðinn, sem á í
óskiljanlegu leynimakki, og kemst að
öllu því sem hann þarf að vita um
drottnara sína til þess að leggja þá að
velli. Hann notar ræður úr „Brave-
heart“ um frelsi til þess að hvetja
menn sína áfram, fær villimenn úr
fjöllunum til þess að stýra árásarþot-
um af óvenjulegri snilld og tekst að
eyða plánetu innrásarliðsins sem er í
ljósára fjarlægð.
Leikstjóranum, Roger Christian,
tekst ekki að búa til nokkra einustu
spennu úr efniviðnum þrátt fyi-ir til-
raunir í þá átt. Það er sjálfsagt
nokkrum erfíðleikum bundið að
koma bók Hubbards fyrir í tveggja
tíma bíómynd. Niðurstaðan af þess-
ari tilraun er eins konar furðuverk.
Myndin er gloppótt mjög, tæpt er á
ýmsu en engu gerð nein almennileg
skil og það vantar í hana raunveru-
lega persónusköpun. Travolta hlær
og skemmtir sér sem illmennið en
það stafar aldrei nokkurri ógn frá
honum, miklu fremur að hann veki
endalausa undrun. Barry Pepper er
uppreisnarforinginn og sérstaklega
litlaus sem slíkur.
„Battlefield Eai-th“ er dæmi um
Hollywood-bruðl af verstu sort.
Arnaldur Indriðason
Þjóðleikhúsið
Astkonur Picassos
IETM-þing í Reykjavík
Forystuafl
nýrra hugmynda
KitchenAid
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
✓
Isaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
Amgrímsd., Lilja Guðrún Þor-
valdsd., Helga E. Jónsdóttir, Guð-
rún S. Gísladóttir, Helga Bachm-
ann, Margrét Guðmundsdóttir og
Ragnheiður Steindórsdóttir.
Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir
og leikmynd og búninga hannar
Rebekka Ingimundardóttir. Þýð-
endur verksins eru Ingibjörg Hara-
Idsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir,
Steinunn Jóhannesdóttir, Iðunn og
Kristín Steinsdætur og Hrafnhildur
Hagalin. Frumsýning er fyrirhuguð
í lok október.
SJÁLFSTÆÐU leikhúsin, SL,
verða, ásamt samstarfsaðilum gest-
gjafar evrópska listaþingsins IETM
Reykjavík dagana 5.-8. október nk.
Verkefnisstjórn þingsins kynnti
verkefnið á blaðamannafundi í gær
en þetta verður eitt stærsta listaþing
sem haldið hefur verið hériendis.
IETM stendur fyrir „the Informal
European Theatre Meeting" og er
tengslanet menningarfrömuða og
skipuleggjenda menningarviðburða í
Evrópu á sviði leiklistar, tónlistar og
dans. í netinu eru yfir 450 stjómend-
ur listahátíða, leikhúsa og menning-
arstofnana auk fjölda framleiðenda,
leikskálda, tónskálda, danshöfunda,
leikara og hugsuða. Búast má við að
150 IETM-félagar sæki þingið en
jafnframt verður um 100 Islending-
um boðin þátttaka.
Evrópska listaþingið IETM er í
senn listahátíð, þar sem gestgjafa-
landið býður upp á kröftuga listadag-
skrá, og ráðstefna, þar sem flutt eru
erindi og fólk alls staðar að úr
Evrópu, frá Grænlandi til Úkraínu,
vinnur saman í hópum og miðlar hug-
myndum og upplýsingum. Auk þessa
er IETM-þing gríðarlegt tækifæri til
kynningar; dagar þar sem samtök,
stofnanir, hsthópar og einstaklingar
geta komið á framfæri upplýsingum
um störf sín og verkefni, komið á
tengslum og fundið samstarsfaðila.
Sjálfstæðu leikhúsin, SL, eru sam-
tök 27 starfandi leikhúsa og dans/
listhópa. Samtökin gengu til liðs við
IETM í lok síðasta árs og eru fyrstu
íslensku félagamir.
IETM er eitt elsta og öflugasta
menningartengslanet í Evrópu og er
það. staðreynd að stór hluti
samstarfsverkefna og listaskipta í
Evrópu fer, með beinum og óbeinum
hætti, fram á vettvangi þeirra. Auk
þess hefur IETM verið forystuafl
nýrra hugmynda og staðið fyrir út-
gáfu, menningarumræðu og dreif-
ingu upplýsinga til handa öllu menn-
ingarlífi í Evrópu. Verkefnisstjóm
þingsins skipa Asa Richardsdóttir
stjórnandi, Hallur Helgason, Jómnn
Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórð-
arson, Ólöf Ingólfsdóttir og Þórarinn
Eyfjörð.
Innlendir samstarfaðilar em
Reykjavíkurakademían, Listahá-
skóli íslands, íslenski dansflokkur-
inn, Hitt húsið og Norræna húsið.
Erlendir samstarfaðilar em IETM
Secratariat, Brussel Nordisk Ide
Fomm, Kaupmannahöfn og Kultur-
konzepte, Vínarborg.
Morgunblaðið/Golli
Leikstjóri, þýðendur og leikkonur sem æfa Astkonur Picassos.
Morgunblaðið/Ásdís
Forsvarsmenn IETM-þingsins. Þórarinn Eyfjörð í ræðupúlti, Ása
Richardsdóttir og Hallur Helgason.
ÆFINGAR eru nú hafnar í Þjóð-
leikhúsinu á írska leikritinu Ást-
konur Picassos eftir Brian Mc-
Avera. Þar stíga fram sjö ástkonur
listamannsins og segja sögu sína,
hver með sínum hætti, en höfund-
urinn tengir saman á næman hátt
ástir Picassaos og listsköpun hans.
Leikritið er að hluta til byggt á ein-
tölum kvennanna sjö en þær eiga
einnig samtöl sín á milli þar sem
þær skiptast á skoðunum um lífið
með listamanninum. I hlutverkum
ástkvennanna eru Anna Kristín
Einhver í dyrunum
Sýningin fær frábæra dóma;
ATH!
Takmarkaður sýningarfjöldi.
Næstu sýningar-.
Fim 21.09 kl. 20
Sun 24.09 ki. 19
Mið 27.09 kl. 20
Sun 01.10 kl. 19
Miðasala: 568 8000
Miðasalan cr opin kl. 13-18 og fram
að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu
opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383
midasala@borgarleikhus.is
www.borg3rleikhus.is
BORGARLEIKHUSIÐ